Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987. 27 Skálholtshátíð á suimudag Samkoma verður í Skálholts- • kirkju á sunnudag og hefst hún kl. 16.30. Margt verður á dagskrá há- tíðarinnar að vanda og hefst hún með orgelleik Friðriks Vignis Stef- ánssonar þar sem hann leikur Preludia, fuga og variation í h moll eftir Cesar Franck, að því lo- knu heldur Kristinn Kristmunds- son skólameistari ræðu. Trompet- leikur Jóns Sigurðssonar og Jóns Hjaltasonar verður næstur. Leika þeir félagar trumpet voluntary eftir Henry Purcell. Samleikur á lágf- iðlu og sembal verður næstur á dagskrá, þar leika Svava Bem- harðsdóttir og Anna Magnúsdóttir Gömbussónötu eftir Johann Se- bastian Bach númer 2 í D dúr. Að lokum verður ritningalestur og bæn, séra Halldór Reynisson pred- ikar. Ferðir verða frá Umferðarmið- stöðinni kl. 12.00 að hádegi á sunnudag og heim aftur kl. 18.30. Gönguferð um Reykjavík ietningu sýningarinnar og var að taka farminn upp úr kössunum er Ijósmyndari DV Ling á Kjarvalsstöðum Norðurlöndum á því 20 ára tímabili sem Lunningverðlaunum var úthlutað. Flest- ir þeirra eru enn í dag í röðum þeirra sem fram úr skara og koma stöðugt á óvart með nýjum hugmyndum í glímunni við efni og tækni. Þó að flestir hönnuðirnir séu, eins og áður sagði, virkir enn í dag er þessi sýn- ing fyrst og fremst söguleg yfirlitssýning sem ætlað er að lýsa ákveðnu tímabili. Það eru listiðnaðarsöfn á Norðurlöndunum sem að henni standa. Jarno Pelton- en, forstjóri listiðnaðarsafnsins í Helsinki, hefur haft yfirumsjón með samsetningu sýningarinnar. Menningarmálanefnd Reykjavíkur og félagið Form Islands hafa greitt fyrir komu hennar hingað auk Eimskipafélagsins sem mikið hefur hjálpað til. I samvinnu við ýmsa aðila fer Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands um helgina í gönguferð, að miklu leyti í náttúrlegu umhverfi sem tengir saman helstu útivistar- svæði Reykjavíkur. Komið verður við á allmörgum stöðum á leiðinni og þar verða stuttar kynningar á náttúrufari eða sögu, rætt verður um umhverfis- og náttúruverndar- mál og hvernig við getum nýtt útivistarsvæðin betur okkur öllum til ánægju og fróðleiks. í Reykjavík er enn að finna jarð- fræðileg fyrirbæri, mjög fjölbreytt lífriki og sögulegar minjar sem þátttakendum gefst kostur á að fræðast um í ferðinni. í þessari gönguferð verður einnig gerð til- raun til að brydda upp á nýjungum í umhverfisfræðslu og jafnframt að hvetja borgarana og borgaryfirvöld til að hjálpast að við að gera Reykjavík að verðugum vettvangi til útivistar, samkomuhalds, gönguferða, náttúruskoðunar og söguferða eða bara til að njóta þess að vera á hlýlegum og fallegum stað. Gönguhraðinn verður við allra hæfi. Lagt verður af stað á laugardags- morgun kl. 9.00 frá gamla bryggju- húsinu við Vesturgötu 2. Gengið verður sem leið liggur suður Aðal- stræti og áfram meðfram Tjörninni að vestanverðu um Hljómskála- garðinn að Umferðarmiðstöðinni. Þaðan verður farið kl. 11.00 suður í Öskjuhlíð og niður í Fossvog og áfram inn í skógræktarstöðina og niður að Fossvogslæk. Þaðan verð- ur farið kl. 15.30 og haldið inn Fossvogsdalinn upp í Elliðaárdal og göngu fyrri dagsins lýkur við Árbæ um 19.00. Á sunnudagsmorgun verður haldið af stað frá Árbæ í skoðunar- ferð um Árbæjarsvæðið og síðan gengið niður Elliðavog og þaðan í Laugardal. Úr Grasagarðinum verður farið kl. 14.00 niður í Lau- garnes. Kl. 16.00 hefst gangan úr Laugarnesi, þar sem menn gætu fengið ferska hafgolu, sjávarmegin við Sætún og Skúlagötu. Göngu- ferðinni lýkur á Arnarhóli kl. 18.00. Akureyri: Ungir listamenn í Glerárkirkju Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum þriggja ungra listamanna í Glerárkirkju á Akur- eyri og eru þeir allir norðlenskir að uppruna. Myndlistamennirnir eru Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir og Sig- urður Árni Sigurðsson sem bæði stunduðu mvndlistarnám á Akur- eyri en lögðu svo leið sína til Reykjavíkur þar sem þau luku prófi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands síðastliðið vor og Oddur Magnússon sem lauk prófi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1980 og stundaði síðar nám í Kanada. Sýningin verður opin næstu þrjá daga. í dag. laugardag og sunnudag frá kl. 16.00 til 22.00 og er þetta sölusýning. skilað á stöðvum S.V.R. ög S.V.K. Akst- ursleiðir um Garðabæ og Hafnaríjörö verða óbreyttar og sömuleiðis um Kópa- vog að öðru leiti en því að á norðurleið munu vagnarnir aka yfir hálsinn eftir hlið- arrein og stoppa við miðstöð strætisvagna Kópavogs. Akstursleið inn í Reykjavík frá Hafnarfirði verður óbreytt eða eftir Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Sóleyj- argötu og Fríkirkjuvegi að endastöð í Lækjargötu. ATH: á þessari leið er hægt að koma í vagnana og aka með þeim hring- inn í Reykjavík og síðan áfram til Garðabæjar eða Hafnafjarðar. Safnaðarferð á Skálholtshátíð frá Laugarneskirkju og Áskirkju Sunnudaginn 26. júlí er fyrirhuguð safnað- arferð frá Ás- og Laugarneskirkju á Skálholtshátíð sem verður þennan sama dag. Lagt verður af stað frá Laugarnes- kirkju kl. 10 árdegis en frá Áskirkju kl. 10.15. Þátttakendur geta haft með sér nesti, en í Skálholtsskóla er hægt að fá keyptar veitingar. Skálholtshátíðin hefst kl. 14 með hátíðarguðsþjónustu. Sr. Sváfn- ir Sveinbjarnarson prófastur prédikar. En á hátíðarsamkomunni kl. 16.30 flytur ræðu Kristinn Kristmundsson, skólameistari á Laugarvatni. Einnig verður flutt vönduð tónlist. Þátttakendur þurfa ekki að til- kynna sig fyrirfram, aðeins mæta við kirkjurnar stundvíslega. Ekið verður um Hveragerði, komið við á Laugarvatni. Fararstjóri í ferðinni verður Þorsteinn Ólafsson. Frítt helgarnámskeið í sjálfs- vitund verður haldið í Tónabæ núna um helgina. föstudag, laugardag og sunnudag. Leið- beinandi á námskeiðinu verður Kangal Ben Spector. Allir eru velkomnir. Hægt er að sækja einn hluta eða alla eftir vild. Skrásetning í síma 13970 eða 688026 á kvöldin. Námskeiðið er á vegum Sri Chin- moy friðarsamtakanna. Guðsþjónusta fyrir ferðafólk í Breiðdal Sunnudaginn 26. júlí nk. verður guðs- þjónusta í Heydalakirkju í Breiðdal kl. 14. Ferðafólki á Áusturlandi og nærsveitung- um er sérstaklega boðið að heimsækja Breiðdal og taka þátt i guðsþjónustunni. Sóknarprestur. sr. Gunnlaugur Stefáns- son, mun annast guðsþjónustuna og kirkjukór Heydalakirkju. undir stjórn Áma ísleifssonar organista. mun leiða safnaðarsönginn. Að lokinni guðsþjón- ustu er kaffihlaðborð á Hótel Staðarborg sem kirkjugestum gefst kostur á að njóta. Viðurkenningar fyrir fallegt og snyrtilegt umhverfi í Kópavogi í dag, 24. júlí. mun Umhverfisráð Kópa- vogs, Lionsklúbbur Kópavogs. Kiwanis- klúbburinn. Rotarj'klúbburinn og Lionsklúbburinn Muninn. veita viður- kenningar ársins 1987 fvrir fagurt og snyrtilegt umhverfi í Kópavogi. Alls verða 6 viðurkenningar veittar. Tvær á vegum Umhverfisráðs fyrir snyrtilegt umhverfi fjölbýlishúsa og atvinnuhúsnæðis. Þetta er í fyrsta sinn sem fjölbýli í Kópavogi er veitt viðurkenning af þessu tagi. Feröalög Dagsferðir Ferðafélagsins Sunnudagur 26. júlí. 1. Afmælisganga nr. 4. Botnsdalur- Botnsheiði-Skorradalur. Verð kr. 1000. Brottför kl. 10 f.h. 2. Kl. 13. Fjöruferð í Hvalijörð. Gengið um Hvalfjarðareyri. Verð kr. 600. Sunnudagur 26. júlí kl. 8. Þórsmörk, dagsferð. Munið að tilkynna þátttöku í dagsferðina. Verð kr. 1000. Miðvikudagur 29. júlí. 1. Kl. 8. Þórsmörk, dagsferð. Verð kr. 1000. 2. Kl. 20. Tröllafoss og nágrenni. Ekið að Hrafnhólum og gengið þaðan með Leir- vogsá að Tröllafossi. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni. austanmegin. Farmiðarvið bíl. Frítt fvrir börn með fullorðnum. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 29. júlí-3. ágúst (6 dagar): Eldgjá-Strúts- laug-Álftavatn. Gönguferð með viðlegu- búnað. Ekið í Eldgjá og gengið þaðan á fjórxun dögum að Álftavatni. 29. júli-2. ágúst. (5 dagar): Landmanna- laugar-Þórsmörk. Gerigið frá Land- mannalaugiun milli gönguhúsa FÍ til Þórsmerkur. 31. júlí-6. ágúst (7 dagar): ArnarfeU hið mikla-Þjórsárver-KerlingarfjöU. Þetta er gönguferð með viðlegubúnað. 31. júU-3. ágúst (4 dagar): Núpsstaða- skógur. 7.-12. ágúst (6 dagar); Landmannalaug- ar-Þórsmörk. Gengið á milli. 7.-16. ágúst. (10 dagar): Hálendið norðan Vatnajökuls. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður laugardag- inn 25. júlí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er samvera, súrefni, hreyfing. Takið þátt í einföldu og skemmtilegu frístundastarfi í góðum fé- lagsskap. Nýlagað molakaffi. Útivistarferðir Helgarferðir 24.-26. júU. 1. Þórsmörk-Goðaland. Gist í Utivistar- skálunum Básum. Gönguferðir við allra hæfi. 2. Helgarferð á Kjalarsvæðið. Gist í tjöld- um og húsi. Þjófadalir, Rauðkollur, Hveravellir, Beinahóll og Kerlingarfjöll. Göngxiferðir við allra hæfi. Uppl. og farm. á skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudaginn 26. júU. Kl. 8, Þórsmörk, einsdagsferð. Dvalið í 3-4 klst. í Mörkinni. Verð kr. 1.000. Mun- ið ódýra sumardvöl í Básum. Kl. 13. Skálafell v/Esju. Létt fjallganga. Gott útsýnisfjall. Gengið til baka um Svínaskarð að Stardal. Brottför frá BSl, bensínsölu. Ferðir um verslunarmannahelgi 31. júU-3. ágúst. 1. Kl. 20. Núpsstaðaskógur. Tjöld. Einn skoðunarverðasti staður á Suðurlandi. 2. Kl. 20. Lakagígar-Leiðólfsfell. Gengið um Lakagíga. Ekið Línuveginn. Heim um Eldgjá og Laugar. Hús og tjöld. 3. Kl. 20. Kjölur-Drangey-Skagafjörður. Farið um Skagafjörð og í ógleymanlega Drangeyjarsiglingu. Svefnpokagisting. 4. Kl. 20. Þórsmörk. Ódýr Þórsmerkur- ferð. Skálagisting í Básum. Laugardag kl. 8. Skógar-Fimmvörðu- háls-Þórsmörk. Sumarleyfisferðir 1. Eldgjá-Strútslaug-Þórsmörk. 27. júlí-2. ágúst. Bakpokaferð. 2. Hornstrandir-Hornvik. 31. júlí-4. ágúst. Rúta eða flug til Isafjarðar, með skipi til Hornvíkur og tjaldbækistöð þar. 3. Lónsöræfi 5.-12. ágúst. Tjaldbækistöð við IUakamb. 4. Hálendishringur 9.-16. ágúst, 8 dagar, stytt ferð. Gæsavatnaleið-Askja-Kverk- fjöll-Mývatn. 5. TröUaskagi 9.-15. ágúst. Ný ferð. Farið Tungnahrygg úr Barkárdal að Hólum síð- an ekið til Siglufjarðar, gengið þaðan um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar. Gist í húsum og tjöldum. Uppl. og farm. á skrifst.. Gróf- inni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Sýningar Árbæjarsafn Meðal nýjunga á safninu er sýning á göml- um slökkviliðsbílum og sýning frá forn- leifagrefti í Revkjavík og Revkjavíkurlík- ön. Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Sumarsýning safnsins er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur yfir sýningin abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar getur að líta 26 höggmvndir og 10 vatns- litamyndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomvnd sem fjallar um konuna i list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur. kort. litskyggnur. videomyndir og afstevpur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega yfir sumarið kl. 10-16. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Gamlir meistarar. olíumyndir og vatns- litamyndir. I Austurstræti 10 stendur yfir sýning á olíumvndum. grafík o.fl. eftir nvja meistara. Svningarnar eru opnar kl. 10-18. Gallerí Gangskör v/Lækjargötu Helgi Valgeirsson sýnir í Gallerí Gang- skör. Helgi hefur áður tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 25. júlí og er galleríið opið kl. 12-18 alla virka daga. Allir velkomnir. Galierí Svart á hvítu við Óðinstorg I sumar verður í Gallerí Svart á hvítu samsýning á verkum nokkurra ungra myndlistarmanna. Meðaf listamanna sem eiga verk á þessari sýningu eru Páll Guð- mundsson. Jóhanna Ingvadóttir. Magnús Kjartansson. Aðalsteinn Svanur Sigfús- son. Brynhildur Þorgeirsdóttir. Georg Guðni, Valgarður Gunnarsson. Grétar Reynisson. Kees Visser. Gunnar Örn. Piet- er Holstein. Sigurður Guðmundsson. Jón Axel og Hulda Hákon. Meðan á sumarsýn- ingu stendur verður reglulega skipt um myndir. Þetta er sölusýning og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí119 v/JL húsið Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir þekkta listamenn. Opnunartími er mánu- daga til föstudaga kl. 12-19. laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Hallgerður Pólski myndlistarmaðurinn Jacek Sroka sýnir verk sín í Gallerí Hallgerði. Mynd- imar era til sölu. Gallerí Langbrók, Textíll, Bókhlöðustíg 2 Sxinnudaginn 26. júlí opnar finnski textíl- listamaðurinn Sirkka Könönen sýningu á verkum sínum í Gallerí Langbrók. Sýning- in, sem ber yfirskriftina „Prjón og gleði", er opin daglega kl. 12-18 fram til 5. ágúst. Á sýningunni getur að líta margs konar listpijón, bæði fatnað og armað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.