Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
7
I>V
Fréttir
Skatturinn á Reykjanesi:
Garðbæingar gjaldahæstir
Seltimingar fylgja fast á eftir
10 gjaldahæstu einstaklingar
og 10 hæstu lögaðilar
í Reykjanesumdæmi:
EINSTAKLINGAR: kr.
1. OmErlingsson 6.807.019
Lyngholti 4. Keflavik 2. Þorsteinn Erlingsson 6.521.830
Nonvörðu 4. Keflavik 3. Pétur Stefánsson 4.477.075
Eskihvammi 4, Kópavogi 4. Benedikt Sigurösson 4.463.531
Heiðarhomi 10. Keflavik 5. ÚskarÁmason 4.303.774
Norðurg. 11, Miðneshr. 6. Ólafur Björgúlfsson 3.965.123
Tjamarstíg 10. Seltj.nesi 7. Helgi Vilhjálmsson 3.869.218
Skjólvangi 1, Hafnarfirói 8. Karl Ketill Arason 3.598.314
Akurbraut 7, Njarðvik 9. JónSkaftason 3.430.613
Sunnubraut 8, Kópavogi
10. Wemer Ivan Rasmusson 3.292.009
Birkigmnd 53, Kópavogi LÖGAÐILAR:
1. islenskir aðalverktakar sf. 153.227.580
Keflavíkurflugvelli 2. Byggingav.versl. Kópav. sf. 26.869.091
Nýbýlavegi 8, Kópavogi 3. Vamarliðið 21.553.162
Keflavikurflugvellí 4. Máininghf. 16.317.535
Marhakkabraut 21, Kópav. 5. islenska álfélagið hf. 15.141.847
Straumsvik, Hafnarfirði 6. Pharmacohf. 13.073.214
Hörgatúni 2. Garðabæ 7. Álfafosshf. 11.198.830
Mosfellshreppi 8. Dverghamar sf. 9.531.514
Geróum, Gerðahreppi 9. Brynjólfur hf. 9.171.853
Njarðvikurbr. 48, Njaróv. 10. Fjarðarkaup hf. 8.555.600
Hólshrauni 1 B, Hafnarfirði
Álagning gjalda á einstaklinga í
Reykjanesumdæmi er eins og í fyrra
hæst í Garðabæ, eða að meðaltali
124.463 krónur á mann, en Seltiming-
ar em ekki langt undan með krónur
124.180 á mann. Langlægst álagning
er á greiðendur í Kjósarhreppi, eða
rúmar 70 þúsund krónur á mann, og
í Vatnsleysustrandarhreppi en þar er
meðaltal álagðra gjalda 82.671 króna
á mann.
Hækkun álagðra gjalda frá fyrra ári
er mest í Hafnarhreppi, eða rúmlega
38%, en minnst í Bessastaðahreppi,
eða um 17,3%.
Alls nema álögð gjöld á einstaklinga
í Reykjanesumdæmi krónum 4.084.
046.089 en á fyrirtæki og félög nema
þau krónum 896.514.868. Samtals nema
opinber gjöld í Reykjanesumdæmi því
tæpum fimm milljörðum króna og er
það 24,37% hækkun frá fyrra ári.
Hækkun á einstaklinga nemur 25,58%
en á fyrirtæki og félög nemur hækkun-
in 19,13%.
Tveir gjaldahæstu einstaklingamir
í Reykjanesumdæmi eru Keflvíkingar,
Öm Erlingsson skipstjóri, sem gert er
að greiða 6.807.019 krónur, og Þor-
steinn Erlingsson sem gert er að greiða
6.521.830. Hvorki Öm né Þorsteinn
voru meðal tíu gjaldahæstu einstakl-
inganna í fyrra.
Langgjaldahæsta fyrirtækið á
Reykjanesi er sem fyrr íslenskir aðal-
verktakar sem nú skulu greiða 153.
227.580 krónur en 183.544.864 krónur
í fyrra. I öðm sæti er eins og í fyrra
Byggingavöruverslun Kópavogs með
26.869.091 krónur í álögð gjöld en var
með 23.378.600 krónur í fyrra. -ATA
;«* « "» »>* í
ss * •>» gí mm l
.s »’»'*« m x »»» :
rn
, »-m m u jc r>-> ■
» m j. rw
> fti ri»-
■; 9 rr» jg |
Garðabær. Garðbæingar greiða hæstu skattana á Reykjanesi en Seltirning-
ar fylgja á hæla þeim.
Meðaltal álagðra gjalda á einstaklinga í sveitarfélögum
í Reykjanesumdæmi Meðalt. Hækkun ál.gj. f.f. ári
Kópavogur 94.855 23,23%
Seltjarnarnes 124.180 22,22%
Garðabær 124.463 21,64%
Hafnarfjörður 89.299 23,22%
Bessastaðahr. 103.252 17,30%
Mosfellshr. 92.551 17,57%
Kjalarneshr. 92.779 28,10%
Kjósarhreppur 70.094 37,75%
Keflavik 96.066 25,10%
Grindavik 91.787 19,18%
Njarðvik 98.556 24,37%
Hafnahreppur 88.826 38,28%
Miðneshreppur 93.570 33,10%
Gerðahreppur 91.763 30,91%
Vatnsleysustr.hr. 82.671 22,63%
Bmninn í ísafjarðarkirkju:
Eldsupp-
tök enn
ókunn
Ekki er ljóst hvað olli eldsupptökum
í ísafjarðarkirkju aðfaranótt mánu-
dagsins. Á ísafirði hafa verið þrír
menn frá Brunamálastofnun og einn
maður frá Rafmagnseftirliti ríkisins
við að rannsaka hvað olli bmnanum.
Sýni hafa verið tekin og send til Há-
skólans þar sem þau verða rannsökuð.
Líklegt er talið að einhverjir dagar
eða jafnvel vikur líði þar til niðurstöð-
ur liggja fyrir um eldsupptökin. -sme
Eyrarkirkja á Isafirði eftir brunann.
DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson.
AUGLYSING
um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1987 sé lokið.
Samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75 14. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt
er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1987 sé lokið á þá menn sem
skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, á börn sem skattlögð eru
samkvæmt 6. gr. þeirra, svo og á lögaðila og aðra aðila sem skattskyldir eru skv. 2. og
3. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á árinu 1987 á þessa skattaðila, hafa verið póstlagðir.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, að kirkjugarðsgjöldum undanskildum, sem
þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1987, þurfa að hafa
borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þess-
arar auglýsingar eða eigi síðar en 29. ágúst nk.
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 98. gr. áður tilvitnaðra laga munu álagningarskrár fyrir
hvert sveitarfélag liggja frammi á skattstofu hvers umdæmis og til sýnis í viðkomandi
sveitarfélagi hjá umboðsmanni skattstjóra dagana 31. júlí - 14. ágúst 1987, að báðum
dögum meðtöldum.
31. júlí 1987
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólfur Helgi Kjartansson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.
ElFGoodrich
Bjóðum nú þessi frábæru kjör:
A: Útborgun 25%
B: Eftirstöðvar á 4-6 mánuðum
LT215/75R15 32xll.50R15LT 235/85R16LT
LT235/75R15 33xl2.50R15LT 31xl0.50Rl6.5LT
30x9.50R15LT 35xl2.50Rl5LT 33xl2.50Rl6.5LT
31xl0.50R15LT 255/85R16LT 35xl2.5Rl6.5LT
Einnig fólksbílahjólbarðar /M4RTsf
Jeppadekkin sem duga.
Vatnagörðum 14, Reykjavík, s. 83188.