Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 5
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. 5 Ásmundur Stefánsson Alþýðubankinn: Ásmundur ekki einn í bankaráðinu - segir Magnús Geirsson I einhverjum fjölmiðli var það haft eftir samvinnumönnum varðandi til- boð þeirra í Útvegsbankann og þá hugsanlega sameiningu við Sam- vinnubanka og Alþýðubanka að Ásmundur Stefánsson, formaður bankaráðs Alþýðubankans, sem stadd- ur er í sumaríríi austur í Sovétríkjun- um, hefði gefið grænt ljós á sameiningu. Sú yfirlýsing, ef rétt er, gengur þvert á það sem varaformaður ráðsins, Magnús Geirsson, hefur sagt. „Ég er enn sama sinnis og vil benda á það að Ásmundur Stefánsson er ekki einn í bankaráði Alþýðubankans. Eft- ir því sem ég best veit er ekki vilji þar til að sameina Alþýðubankann Út- vegsbankanum. Menn hafa verið að tala um að efla Alþýðubankann og það verður trauðla gert með því að bank- inn verði 5-7% í sameinuðum Útvegs- banka,“ sagði Magnús Geirsson í samtali við DV í gær. Samkvæmt heimildum DV hefur það aukið alþýðubankamönnum bjartsýni að tvo síðustu mánuði hefur rekstur Alþýðubankans verið plús megin við strikið og mun það vera í íyrsta skipti í eitt og hálft ár. -S.dór Keyrði inn í garð Ökumaður missti stjóm á bifreið sinni og ók inn í húsagarð í Breið- holtinu í fyrradag. Fór betur en á horfðist, því bílstjórinn slapp ómeidd- ur og bíllinn var í ökufæru ástandi. -JFJ Fréttir íslendingur í Svíþjóð: Starfar við uppfinningu á nýju lyfi við geðklofa - virðist laust við aukaverkanir „Þetta nýja lyf lofar mjög góðu og virðist laust við þær aukaverkan- ir sem hin hefðbundnu lyf við geðklofa ífam að þessu hafa óhjá- kvæmilega haft í för með sér eins og áhrif á miðheilann sem geta or- sakað Parkinson-veiki. Það er þó of snemmt að koma fram með nokkrar fullyrðingar því þetta er enn allt á tilraunastigi. Því miður get ég ekki gefið upp nafhið á því enn sem kom- ið er,“ sagði Einar Kristjánsson, íslenskur læknir í tauga- og geðsjúk- dómum, sem að undanfömu hefúr starfað við uppfinningu á nýju lyfi við geðklofa á Huddinge háskóla- sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en þar hefur Einar verið starfandi síðustu ár. „Lyfið hefur verið notað á nokkra sjúkhnga í tvö ár undir sérstöku eft- irliti," sagði Einar „þannig að ekkert er hægt að segja til um hvort auka- verkanir verða af langvarandi notkun þess. Við höfum ekki töl- fræðilegar niðurstöður um hvemig lyfið hefur reynst en bindum miklar vonir við það. Það standa yfir við- ræður við sænskt lyfjafyrirtæki um að hefja ffamleiðslu á því.“ -BTH Jón L. Ámason teflir í Lettlandi Jóni L. Ámasyni stórmeistara hefur verið boðið á alþjóðlegt skákmót í Lettlandi sem fram fer dagana 30. ágúst til 17. september og hefúr Jón þekkst boðið. I samtali við DV í gær sagðist Jón ekki vita um alla þátttakendur á mót- inu sem sagt er vera í 11. styrkleika- flokki. Hann sagðist aðeins vita um þrjá kunna stórmeistara sem verða meðal þátttakenda, þá Mikhail Tal, Romanishin og Psakhis, sem allir em Sovétmenn. Skáksamband Islands reyndi að fá samþykki Sovétmanna fyrir þvi að senda tvo stórmeistara á mótið en það gekk ekki upp. Jón L. Ámason fer því einn i austur- veg og sagði hann að eftir frammistöðu Jóhanns Hjartarsonar í Ungverjal- andi á dögunum væri ekki um annað að ræða fyrir islensku stórmeistarana héðan i frá en að setja alltaf stefnuna á efsta sætið og það myndi hann sann- arlega gera að þessu sinni. -S.dór Viðtalið „Með dulspekiáhugann frá unglingsaldri“ - segir Garðar Garðarsson, framkvæmdastjóri Þrídrangs „Við stofnuðum þetta fyrirtæki við óvenjulegar aðstæður alveg fyrir tilviljun en fullkominn sólmyrkvi varð einmitt þann dag. Þetta var 3. október 1986,“ segir Garðar Garðars- son, framkvæmdastjóri Þrídrangs, en Þrídrangur er fræðslu- og upplýs- ingamiðstöð sem á að leiða til aukinnar lífsfyllingar manna, eins konar velferðarsamtök eins og Garð- ar orðar það sjálfúr. Um síðustu helgi var haldið mót á vegum Þrí- drangs þar sem áhugafólki um mannrækt var gefið tækifæri til að hittast og miðla af reynslu sinni. Garðar er 27 ára Njarðvíkingur sem áður vann sjálfstætt sem sölu- og markaðsstjóri. Hann hefúr verið framkvæmdastjóri Þrídrangs frá stofnun fyrirtækisins. „Ég hef alveg frá 12 ára aldri lesið bækur um dulspeki og haft mikinn áhuga á öllu sem þvi viðkemur án þess þó að verða fyrir áhrifúm frá nokkrum í íjölskyldunni eða kunn- ingjum. Þetta kviknaði eiginlega með því að ég varð stundum fvrir dulrænni reynslu sem strákur. Dulspeki og heildrænar aðferðir eru min helstu áhugamál og það að sökkva mér niður i þau við lestur. Þetta er líka það sem Þrídrangur fæst við að miklu leyti. Heildræna aðferð má nota til að bæta heilsufar sitt, þá er tekið mið af því heilbrigða í manninu og stuðlað að þvi að fólk vaxi í átt til fullrar birtingar hæfi- leika sinna, óháð öllum trúarkenn- ingum eða öðru.“ Er Þrídrangur þá að markaðssetja dulspekina? „Við erum að setja á stofn fyrirtæki Garðar Garðarsson, framkvæmda- stjóri velterðarsamtakanna Þrí- drangs. DV-mynd JAK sem fæst við ákveðna þætti sem fólk hefúr áhuga á rétt eins og að opna verkfræðistofu eða hvað annað. Starfsemi á við það sem Þrídrangur er með hefur verið í gangi erlendis lengi. Við viljum gefa fólki upplýs- ingar um hvaða leiðir það getur notað til að ná líkamlegri og and- legri heilsu. erum upplýsingamið- stöð. Ég hef orðið var við mikinn áhuga á þessu og það sýndi sig best með þátttökunni á samkomunni á Amarstapa um síðustu helgi þar sem 2-300 manns mættu. Ég er því viss um að markaður er fyrir slíkt fyrir- tæki hér enda eru íslendingar þekktir f\TÍr dulspekiáhuga sinn gegnum aldimar." sagði Garðar að lokum. -BTH VINNUFATABUÐIN §5? Laugavegi 76 - Hverfisgötu 26 f! JTv.í’ . P

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.