Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir Nýtt bítlaæði íbúa Dallas íbúum Dallasborgar í Bandaríkj- unum geíst nú færi á að hverfa liðlega tvo áratugi aftur í tímann og rifja upp bítlaæðið sem gekk yfir heiminn um miðjan sjöunda áratug þessarar aldar. Á næstunni verður opnuð þar sýning þar sem reynt verður að endurskapa andrúmsloft bítlatímans með sýningu bítlaminja, sviðsetningu merkra atburða úr sögu bítlatímabilsins og að sjálf- sögðu stanslausri útvörpun tónlistar fjórmenninganna. Ekki nýtt Endurhvarf til fortíðar, af þessu tagi, er að visu ekki nýtt í Dallas. Þeir sem dvalið hafa í borginni taka einmitt til þess hversu sterk tónlist sjötta og sjöunda áratugsins er þar. Fjölmargar útvarpsstöðvar á borgar- svæðinu leika nær einvörðungu tónlist þess tíma. Margir skemmti- staðir bjóða ekki heldur upp á neitt annað - nema auðvitað þeir sem sérhæfa sig í bandarískri sveitatón- list. Að mörgu leyti má finna því rök að íbúar Dallas hafi aldrei komist inn í áttunda áratuginn, hvað þá þann sem nú stendur yfir. Klæða- burður, hárgreiðsla og lífsviðhorf hippatímans, sem svo hefur verið nefndur, er þar enn í fullu gildi. Það er því næsta eðlilegt að þessi bítlasýning skuli vera sett upp ein- mitt í Dallas. Og engan veginn of mikil bjartsýni hjá aðstandendum sýningarinnar að ætla að þrjú hundruð þúsund gestir muni heim- sækja sýninguna. Trommur Pauls Um tvö þúsund gripir verða til sýnis í Dallas, þar af um eitt þúsund sem eru í eigu bítlasafhara í Dallas. Meðal þess sem sýnt verður er mótorhjól John Lennon, gítar Ge- orge Harrison, bifreið Ringo Starr og trommusett sem Paul McCartney átti eitt sinn. Auk þess verða þama til sýnis jakkamir sem fjórmenning- amir komu fram í árið 1964, þegar þeir fóm sína fyrstu hljómleikaför um Bandaríkin. Sýning þessi, sem raunar ber nafh- ið Bítlaborgin, er hugarfóstur Ken Brikey, forstjóra Southfork-búgarðs- ins, þar sem sjónvarpsserían Dallas á að gerast. Brikey er öllum hnútum kunnugur í sambandi við rokkminj- ar því hann veitti áður forstöðu minningarsafhinu um Elvis Presley, í Memphis, fæðingarborg rokk- kóngsins. Brikey hefur skipulagt liðlega þús- und fermetra sýningarsvæði þar sem öll saga bítlaæðisins er rifluð upp. Gestum gefst þar meðal annars tæki- færi til að koma í nákvæma eftirlík- ingu af Cavem, næturklúbbnum í Liverpool, þar sem Bítlamir hófu feril sinn. Sölutæknin Sýning þessi er þó ekki aðeins táknræn fyrir sögu bítlaæðisins heldur jafiiframt og jafnvel enn meir fyrir þá sölutækni sem byggð var á hljómsveitinni og vinsældum henn- ar. Meðal sýningargripa er bítlahár- kolla, bitlahárbursti, belgískt teppi og írskt viskustykki með mynd af fjórmenningunum. Þá getur að líta umbúðir utan af bítlaíspinna, bítla- frímerki, bítlatyggjópakka, bítla- nestisbox og bítlafreyðibað. Er sýningunni ætlað að gefa nokkra yfirsýn yfir það hvemig viðskipajöfr- ar nýttu sér vinsældir Bítlanna, sjálfum sér og auðvitað fjórmenning- unum til hagsbóta. Meðal fágætra muna, sem sýning- una prýða, er ljósmynd af hljóm- sveitinni frá þeim tíma er Pete Best þandi húðimar með John, Paul og George. Ringo Starr tók síðan við trommusettinu af Best, aðeins tveim vikum áður en hljómsveitin tók upp lagið sem gerði hana fyrst fræga, en það var Love Me Do. Þá má geta stórrar púðurdósar með nákvæmri mynd af hljómsveit- inni en dósin hlýtur að vera fram- leidd fyrir árið 1963 þar sem merki hljómsveitarinnar er með tveim fálmurum upp úr stafnum B en þetta lögðu Bítlamir niður mjög snemma á ferli sínum. Umframbirgðir af mat gefnar fátæklingum Dallasbúar hverfa nú liðlega tvo áratugi aftur í tímann og endurlifa bitlaæðið. Simamynd Reuter Uppáhöldin Ekki er þess getið hvort einhver þeirra þriggja Bítla sem enn lifa hyggst heimsækja Bítlaborgina í Dallas. Vafalítið verður allt reynt til að fá þá þangað en þeir George, Paul og Ringo hafa yfirleitt sýnt slíku takmarkaðan áhuga. John er, sem kunnugt er, látinn. Áhugasamir bítlavinir láta þó ekki slíkt á sig fá, enda er búist við að þeir tólf aðdáendaklúbbar, sem enn starfa á fullu í Bandaríkjunum, efni til fjölda hópferða á sýninguna. Þessir tólf klúbbar hittast enn reglu- lega á fundum og halda árlega ráðstefhur. Þeir tveir bítlavinir, sem mest hafa lagt til sýningarinnar í Dallas, em Dough Green og Mark Naboshek, báðir hálffertugir að aldri. Báðir eiga þeir mikinn fjölda muna á sýning- unni. Green segir uppáhaldsmuninn sinn vera innrammað eintak af nótnablöðunum sem lagið Michelle var skrifað á en blöðin em árituð af Paul McCartney. Naboshek kveðst hins vegar stoltastur af sendi- bréfi sem hann fékk eitt sinn frá John Lennon. Sýningin í Bítlaborginni mun standa fram í janúar á næsta ári. f niðurlagðri kirkju í París standa nú fleiri þúsund flöskur af appelsínusafa og frystikistur fullar af kjöti. Fyrsti matvæla- bankinn í Evrópu hefur aðsetur sitt í kirkjunni. Bankinn var stofnaður fyrir tveimur árum til þess að seðja hungur fátækra Parisarbúa. Safnað er matvælum sem ekki er hægt að selja og þeim síðan úthlutað til þeirra er á þurfa að halda. Ekkert er athugavert við matvælin sjálf heldur er mn að ræða ranglega merktar vörur eða umframbirgðir. Til kirkjunnar hafa til dæmis verið fluttar hundrað þús- und flöskur af appelsínusafa sem blanda átti með vatni. Á flöskumiðunum stóð hins vegar að drekka mætti safann óblandaðan. Og í stað þess að eyðileggja flöskumar, sem virtist vera ódýrara en að prenta nýja miða, vom þær gefhar matvælabankanum. Mörg þúsund tonn Svipaða sögu má segja um aðrar birgðir sem berast matvælabankanum í kirkjunni og hinum matvælabönkunum þrjátíu og fjómm sem sprottið hafa upp í Frakk- landi. Þrír matvælabankar hafa verið settir á laggimar í Belgíu og verið er að undirbúa stofnun nokkurra banka annars staðar í Evrópu. Á hverju ári berast bönkunum fleiri þúsund tonn af matvælum sem ekki er hægt að selja vegna rangrar merkingar eða vegna rangrar markaðsfærslu. Og í fyrra barst bönkunum einnig hluti um- frambirgða Evrópubandalagsins. Sjálfboðavinna Fyrsti matvælabankinn í Evrópu var stofnsettur eftir að nunna nokkur skrifaði blaðagrein þar sem hún harmaði hversu gífurlegt magn matvæla færi til spillis á meðan hungraðir Parísarbúar rótuðu í sorptunnum í leit að mat. Góðgerðarfélög, fyrirtæki og einstakl- ingar létu allt af hendi rakna sem með þurfti til stofnunarinnar. Góðgerðarfélög og sjálfboðaliðar úr nágrenninu sjá um dreifingu matvælanna. Margir þeirra sem starfa við bankann hafa fundið nýjan til- gang með lífinu. Um er að ræða bæði ellilífeyrisþega og yngra fólk. Úr röðum þeirra yngri em fyrrverandi eiturlylja- neytendur, áfengissjúklingar eða afbrota- menn. Og einu sinni í viku er haldin guðsþjónusta í kirkjunni sem nú er mat- vælabanki. Áætlað er að tvö hundmð þúsund manns fái á ári hverju matarpakka frá matvælabönkunum þijátíu og ftmm í Frakklandi. Vonast er til að magnið sem úthlutað er tvöfaldist á þessu ári frá því í fyrra eða úr sex þúsund tonnum í tólf þúsund. Fátæklingar hafa löngum svelt á meðan umframbirgð- um af mat hefur verið fleygt. Frakkar voru fyrstir Evrópubúa til þess að bæta úr þessu og hafa sett á laggirnar matvælabanka. Þaöan er mat úthlutað til þurfandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.