Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Frjálst, óháð dagblaö Dtgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Sumarsögur af sauðfé Snemma í sumar var rafmagnsgirðing rifm niður á Auðkúluheiði og rúmlega þúsund fjár hleypt inn á frið- aðan tilraunareit. Umsjónarmenn reitsins forðuðust að skoða mörkin á sauðfénu og sögðu einfaldlega, að „ómögulegt væri að komast að því, hver gerði þetta“. Fyrr í vor var fé hleypt á ólöglegum tíma inn á Aust- urafrétt í Suður-Þingeyjarsýslu. Landgræðsla ríkisins, sem hafði bundizt skyldum um að vernda svæðið, féll frá kæru í von um, að þetta gerðist ekki aftur. Sauð- fjárbændur voru friðhelgir í þessum tveimur dæmum. Sauðfjárbændur og sveitarstjórnin í Grafningi komu í sumar í veg fyrir, að jörðin Hlíð yrði keypt úr sauð- fjárrækt og friðuð. Séð var um, að nýr ábúandi stundaði sauðfé. Grafningur er eitt mest beitta og lengst beitta dæmið um yfirgang sauðfjárræktar hér á landi. Margir þeirra, sem um málið fjalla, velta sér koll- hnísa til að draga úr broddinum gagnvart sauðfjárbænd- um. Landgræðslustjóri sagði nýlega sauðfjárrækt til afsökunar, að „náttúruleg gróðureyðing hefði alltaf orðið einhver“, þótt sauðféð hefði ekki komið til. Það er eins og landgræðslustjóri haldi, að eldfjöll hafi ekki gosið fyrir landnám og ekki orðið öskufall. Það er eins og hann haldi, að ekki hafi orðið sveiflur í árferði fyrir landnám. Hvort tveggja gerðist fyrir land- nám og var láglendið þó gróið saman yfir Kjöl. I ofbeit og uppblæstri á Kili komu í sumar fram kola- grafir frá fyrri tíma. Þær staðfesta orð gamalla bóka um, að áður fyrr var jafnvel uppi á hálendinu nægur skógur til að gera til kola á Kili. Gróðureyðingin stafar alls ekki af náttúrunnar völdum, heldur mannsins. Hinn sami landgræðslustjóri, sem afsakar sauðfjár- beitina, neyðist til að sjá nálina étna, - að 2000 hektara árleg landgræðsla í landinu nægir ekki til að vega á móti 3000 hektara gróðureyðingu af völdum ofbeitar. Hið árlega tap landsins og hans nemur 1000 hekturum. Verjendur sauðfjárræktar kenna ekki bara náttúr- unni um ofbeit sauðfjárins, heldur líka hrossum þétt- býlismanna. Samt er sú þaulræktun hrossa, sem nú er stunduð í þéttbýli og strjálbýli, að nærri öllu leyti á ræktuðu landi og þá nær eingöngu sem sumarbeit. Hinn óþarfi hluti hrossastofnsins er að verulegu leyti í eigu sömu manna og þeirra, er reka sem sauðfjárbænd- ur rányrkju á gróðri landsins. Undir forustu þingmanna reka þeir stóð sitt á fjall eins og þeim þóknast, þrátt fyrir lagaákvæði. Þéttbýlismenn koma þar ekki nærri. Auk þess að kenna eldfjöllum og hrossum um afrek sauðfjár hefur einnig verið reynt að skella skuldinni á jeppa, flórhjól og jafnvel vélsleða. Er þó hreinn og beinn eðlismunur á útlitsmengun, sem getur fylgt þessari tækni, og á hreinni landeyðingu, sem leiðir af sauðfé. Undanbrögð af ýmsu því tagi, sem hér hafa verið rakin, eru sett fram til að drepa málinu á dreif, svo að sauðfjármenn geti haldið áfram hinni þjóðlegu iðju að láta kindur sínar éta upp landið. Ofbeitin var líka skilj- anleg áður, þegar þjóðin átti varla málungi matar. Nú eru hins vegar aðstæður slíkar, að hvarvetna þarf þjóðfélagið fólk til starfa í alvöru atvinnugreinum. Ennfremur mundi lausum störfum fjölga, ef þjóðfélagið þyrfti ekki lengur að borga árlega stórfé í styrki, upp- bætur og niðurgreiðslur til að halda uppi ofbeit. Dæmi þessa sumars eru enn ein sönnun þess, að brýn- asta mál lands og þjóðar er að fækka sauðfé með því að afnema hvers konar stuðning við ræktun þess. Jónas Kristjánsson „Góðkunningi Gorbatsjofs, heims- maðurinn Steingrímur Hermanns- son, áhrifamaður í alþjóðasamtökum framsóknarmanna og síðast en ekki síst maður sem náð hefur stórkost- legum árangri í efnahagsmálum, svo gott sem skapað þjóðinni góðærið eigin hendi.“ „Flunkuný íburðarmikil flugstöð, opnuð með pomp og prakt nokkrum dögum fyrir kosningar, rétt svona afhent þjóðinni af utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins og ffambjóð- anda á Reykjanesi og ekki minnst á kostnað.“ Nokkrum mánuðum síðar: Verðbólga er um eða yfir 30%, rík- issjóður rekinn með margra millj- arða halla, viðskiptahalli er ískyggilegur og erlendar lántökur gríðarlegar, vextir hækkandi o.s.frv. Hvað hefur gerst? Hefur kreppan mikla heldið innreið sína á nýjan leik? Er íslenskt efnahagslíf svona á sig komið eftir langvarandi aflabrest og harðindi? Svarið er nei, staðið hefur og enn stendur mesta góðæris- skeið í sögu lýðveldisins, en það er búið að kjósa. Átta þúsund milljónir fram úr áætlun í ljós kemur að útgjöld við bygg- ingu hinnar miklu flugstöðvar við Keflavíkurflugvöll, sem sjálfstæðis- menn á Reykjanesi notuðu sem vörumerki í kosningunum, hafa farið litlar eitt þúsund milljónir króna fram úr áætlun. Kostnaður íslenska ríkisins, sem var áætlaður 22 millj- ónir dollara, óx um 28 milljónir eða í 50 milljónir og skakkar þar ófáum prósentum. Fáar verða þær krónur í þessum samanburði sem fræðslustjóri einn norður í landi var sakaður um að „Öll rök mæla með þvi að byggja hefði mátt hagkvæma flugstöð með mun minni stofn- og rekstrarkostnaði sem þjónað hefði sinu hlutverki sem „íslensk flugstöð fyrir millilandafiug" með sóma.“ Kosninga- víxlarnir falla hafa eytt umffarn heimildir í sér- kennslu bama. Ekki hefúr þó Matthías beðist lausnar, Sverrir Haukur verið rekinn aða hróflað við Jóni Böðvarssyni. Það er enda búið að kjósa og sitt hvað fyrir sjálfstæða þjóð, sérkennsla bama á Norður- landi og fín flugstöð byggð í sam- vinnu við herinn. Bygging hönnuð af slíkri nákvæmni að meira að segja hlandskálamar skulu vera sam- kvæmt amerískum stöðlum svo hermann Sáms ffænda kunni þar til verka og geti athafnað sig ef þeim þóknast að yfirtaka bygginguna. Hvað það hefur kostað íslenska rík- ið að uppfylla þvílíkar kvaðir eða þá hvað það hefur kostað aukalega að láta herskara iðnaðarmanna leggja nótt við dag til að geta opnað fyrir kosningar, tveimur mánuðum fyrir upphaf aðalferðamannatímans, hefur ekki verið upplýst. Né hefur komið fram hvað mun fara í vexti og afborganir og rekstr- arkostnað báknsins þegar að skulda- dögunum kemur. Flugstöð miðuð við íslenskar þarfir Á sínum tíma fluttum við nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins til- lögu um að hanna og reisa minni og hagkvæmari flugstöðvarbygg- ingu fyrir millilandaflug, miðað við íslenskar þarfir og íslenska staðla. Erlendis er alsiða, af augljósum hag- kvæmnis- og skynsemisástæðum, að leggja til grundvallar við hönnun flugstöðva að auðvelt sé að áfanga- skipta framkvæmdum og auka húsrými og aðstöðu eftir þörfum. Öll KjaUarinn Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið rök mæla með því að byggja hefði mátt hagkvæma flugstöð með mun minni stofa- og rekstrarkostnaði sem þjónað hefði sínu hlutverki sem „ís- lensk flugstöð fyrir millilandaflug" með sóma. Morgunblaðið hélt að sjálfsögðu opnunardag nýju flugstöðvarinnar hátíðlegan sl. vor og sparaði þá ekki háðsyrðin um þá sem á sinni tíð vildu fara aðrar leiðir og vöruðu við annmörkum og óhóflegum kostnaði sem kassanum með gróðurhúsinu yrði samfara. Það hefur minna farið fyrir breiðsíðum um flugstöðvarmál- ið í Morgunblaðinu að 'undanfömu en e.t.v. er þingfréttaritarinn að und- irbúa vandaða og hlutlausa úttekt á málinu. Og þó, Matthías er ekki lengur utanríkisráðherra og Steingrímur er hættur í forsætisráðuneytinu þannig að flugstöðvarbygging og yfirstjóm efaahagsmála heyra nú undir aðra menn. Hver sýtir það þó tveir kosn- ingavíxlar falli? Steingrímur J. Sigfússon „Er íslenskt efnahagslíf svona á sig kom- ið eftir langvarandi aflabrest og harð- indi? Svarið er nei, staðið hefur og enn stendur mesta góðærið í sögu lýðveldis- ins, en það er búið að kjósa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.