Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Michael J. Fox er hygginn maöur. Hann kann sannarlega ráð við hlutunum. Starfs síns vegna ferðast hann mikið og hefur hann allan varann á. Micha- el hefur svo miklar áhyggjur af því að óprúttnir náungar girnist farangur hans. Þess vegna hefur hann tekið upp það ráð að merkja ferðatösk- ur sínar ekki sjálfum sér heldur einkaritara sínum. Og ekki nóg með það. Hann sendir farangurinn með ann- arri flugvél þannig að hann fær hann daginn eftir eigin komudag á áfangastað. Snjallt hjá stráknum. Boy George var á dögunum á feroinni í London. Þar heimsótti hann hljómplötuverslun eins og margra frægra söngvara er siður. Átta hundruð aðdá- endur stjörnunnar mættu á staðinn og má geta þess hve hrifnir þeir voru af goðinu sínu. En þó voru aðeins tíu manns sem tóku kossaboði hans. Hvernig stóð á því uppátæki hans að bjóða aðdáendum kossa er ekki alveg vitað. En söngvarinn ku hafa verið í sínu besta skapi og þá er honum víst til alls trúandi. Ekki er heldur hægt að skýra það hvers vegna svo fáir tóku boðinu; þarna voru jú einskærir aðdáendur hans. Sjálfsagt hefur flestum bara brugðið um of. Tom Cruise leikarinn sæti sem tryllir yng- ismeyjar hvar sem til hans sést mun leika eitt aðalhlut- verkið í nýjum bandarískum sjónvarpssápuþætti sem á að fara að framleiða. Og mótleikari hans er heldur ekki af verri endanum. Það verður Rob Lowe sem kann jafn vel lagið á ungu stúlk- unum. Þeir tveir saman í sjónvarpsþætti. „Hvernig verður það?" spyr fólk. Því er spáð að frá og með frum- sýningu fyrsta þáttarins geti Linda Evans, Larry Hagman, Joan Collins og fleiri, úr áður vinsælum sjónvarps- þáttum, farið að leita sér að nýrri atvinnu. Þessar stúlkur stunduðu nám í skólanum á árunum ’68-'69, þá flestar 17-20 ára gamlar. Eins og sjá má á myndinni var hártískan í þá daga túpering og klæðaburðurinn pínupils. Fremstar fyrir miðju eru þær Gerður Pálsdóttir kennari, Guðriður Eiriksdóttir kennari og Lena Hallgrímsdóttir skólastjóri. Túpering og pínupils Ján G. Hauksson, DV, Akureyii: Húsmæðraskólinn að Laugalandi í Eyjafirði verður fimmtíu ára í haust og verður þess minnst með meiri háttar nemendamóti. Skólinn sjálfur á afinæli 3. október en nemendamótið verður haldið föstudagskvöldið 2. okt. Allir árgangar sem útskrifast hafa frá skólanum munu mæta á mótið. Um 1300 nemendur stunduðu þar nám á meðan skólinn var starfræktur. Skóla- stjóri var lengst af Lena Hallgrísmdóttir. „Við sjáum fram á mikið íjölmenni á nemendamótið, það er mikill áhugi á því og vonandi mæta allar konur sem voru í skólanum, “ sagði Þóra Hjaltadóttir en hún er ein þeirra sem undirbýr skemmtunina. Morten í A-ha kominn á fast? fslenskar stelpur lifa sælar í minn- ingunni um þá A-ha stráka þrjá sem heimsóttu landið fyrir stuttu. Aðal- söngvarinn Morten Harket vekur sérstaka athygli ungra stúlkna um víða veröld. Hann þykir andlitsfríður og í alla staði álitlegasta mannsefni. En nú er hann líklega kominn á fast. Hann sést æ oftar í fylgd ungrar bandarískrar söngkonu, Helenu Springs. Hún hefur nýlega sungið inn á sína aðra smáskífu og sækist hún stíft eftir frægð og frama. Sam- band hennar við Morten er kannski besta tækifærið sem henni hefur hlotnast til að láta á sér bera. Helena Springs er ung söngkona sem átt hefur „náiö samband” viö aöalsöngv- ára þljómsveitarinnar A-ha, Márten Harket, að undanfömu. v Hairn á heima á Akureyri Jón G. Hauksson, DV, Akureyii: Þennan tröppubíl þekkja örugg- lega allir sem fóru um gömlu flugstöðina í Keflavík. Hann var þar einn af tíu félögum sínum sem allir voru eins og sem notaðir voru sem landgangar úr þotunum. Þegar tæknin ruddi sér til rúms í flugstöð Leifs Eiríkssonar með rönum og öllu tilheyrandi var ekki lengur jafnmikið not fyrir þessa bíla. Þessi var því fluttur með skipi norður til Akureyrar og þar dúsir hann núm- erslaus á flugvellinum. Það er þörf fyrir hann því að annað slagið lenda þotur á Akureyrarflugvelli. Nú á hann heima á Akureyrarflug- velli en áður bjó hann í Keflavík. •■'StirjJti ''•*’-3ÍÍÍ4»'-Í»itsáfc.iis'i Aður Keflvíkingur en nú orðinn Akureyringur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.