Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. 3 dv ___________________________________________________________________________Fréttir Kaupmannahöfh: Islendingur eftirlýstur „Maðurinn er eftirlýstur í Dan- mörku og ef hann finnst ekki í dag eða á morgun munum við lýsa eftir honum alþjóðlega í gegnum Interp- ol,“ sagði Áxel Náskov hjá fíkniefna- lögreglunni í Kaupmannahöfn um íslending sem er leitað í Danmörku t - vegna amfetamínmálsins, þrír bíða enn dóms vegna aðildar hans að amfetamín- máli sem þrír aðrir fslendingar, 53, 44 og 23 ára gamlir, sitja í gæsluvarð- haldi vegna í Vestre fangelsinu í Kaupmannahöfn. „Það er jafnvel haldið að hann hafi farið úr landi strax þegar leit dönsku lögreglunnar að honum hófet. Við munum leita aðstoðar ís- lensku fíkniefnlögreglunnar því að möguleiki er á hð hann hafi farið til íslands,“ sagði Axel. íslendingur þessi er um þritugt og hefur búið í Kaupmannahöfn í nokk- ur ár án þess þó að hafa komið við sögu fíkniefnalögreglunnar þar áð- ur. Mun hann hafa aðstoðað hina íslendingana við flutning á tæplega einu og hálfu kilói af amfetamíni í lok síðasta mánaðar. Helgi Skúlason hjá fíkniefhadeild lögreglunnar vildi engar upplýsingar gefa um hvort ís- lenska fíkniefhalögreglan hefði hafið leit að manninum hér á landi eða hvort hann hefði komið við sögu hjá þeim áður. -BTH Kaup Lífeyrissjóðs verslunaimanna á hlutabréfum: Trúum að Út- vegsbankinn muni skila arði segir Þorgeir Eyjólfsson framkvæmdastjóri „Okkar meginmarkmið er arðsemi og það gildir um þetta mál sem önn- ur,“ sagði Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna, í samtali við DV í gær en Lífeyrissjóður verslunarmanna bauð 60 milljónir króna í hlutabréf Útvegs- bankans. Þorgeir var spurður hvort stjóm sjóðsins væri ekki hikandi við að verja sem nemur 5% af ráðstöfunarfé sjóðs- ins í ár til þessa fyrirtækis. „Við erum allsendis óbangnir við það. Þama verða bankaleg sjónarmið eflaust höfð að leiðarljósi. Síðan verð- ur bankinn að minnsta kosti samein- aður Iðnaðarbankanum og því fylgir mjög mikil rekstrarleg hagkvæmni." Lífeyrissjóður verslunarmanna á um 8% hlutafjár í Verzlunarbanka ís- lands, 2% i Iðnaðarbankanum, 3% í Eimskip og auk þess hluti í Tollvöm- geymslunni, Fjárfestingarfélaginu, Þróunarfélaginu óg Frumkvæði. Þá átti sjóðurinn nokkum hlut í Hafekip. „Við reiknuðum út arðsemi þessa hlutafjár í heild fyrir sjóðinn og hún var mjög góð. Þannig að menn átti sig á stærðarhlutföllunum get ég bent á að við síðustu áramót var aðeins um 1% af heildareignum sjóðsins bundið í hlutabréfum," sagði Þorgeir. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, sagði i samtali við DV í gær að mjög óalgengt væri að lífeyrissjóðir keyptu hlutafé. „Við höfum talið þetta allt of áhættusama fjárfestingu og aðrar leiðir betri við að ávaxta fé sjóð- anna.“ -ES Tvö Islandsmet í Strasbourg Jcm K. Sigurðssan, DV, Strasbourg; Tvö íslandsmet vom sett á EM í sundi hér í gær. Magnús Ólafsson setti met í 400 m skriðsundi, synti á 4:05,76 mín. Arnþór Ragnarsson setti met í 200 m bringusundi. Hann synti vegalengdina á 2:27,32 mín. Magnús og Amþór ko- must ekki áfram. Alls hafa verið sett fimm íslandsmet á EM. -sos Laugalæk 2, sími 686511. OPIÐ kl. 7.00-16.00 laugardaga Frábær sumarauki 8 daga ferð til Mallorka "I-. .2 U) Vegna mikillar eftirspurnar og fádæma vinsælda höfum við ákveðið að bjóða 8 daga sumarauka á Mallorka þann 3. til 10. nóvember næstkomandi. Gist verður á „klassa" íbúðarhótelunum okkar, Royal Magaluf og Royal Playa de Palma. Verðið slær allt út eða aðeins frá kr. 15.900,- á mann (fjórir saman í íbúð.) Tryggið ykkur sæti í tíma því þessi ferð selst upp á nokkrum dögum. íuchmth: O HALLVEIGARSTIG 1, SIMAR 28388 mammmm 28580 Umboð á islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.