Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Page 10
10
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Hægarí hagvöxtur
Aukning framleiðslunnar eða hagvöxturinn svo-
nefndi eru undirstaða lífskjara okkar. Ný ríkisstjórn
er setzt að völdum. Landsmenn spyrja: Hvert verður
framhaldið? Góðæri síðustu ára stafaði að miklu leyti
af því, að olíuverð lækkaði og verð á fiski okkar erlend-
is hækkaði vel. Auk þess var afli mikill. En nú segja
spekingarnir okkur, að dragi úr góðærinu. Verzlunarráð
hefur nýverið gert úttekt á stefnu ríkisstjórnarinnar
og fyrstu aðgerðum hennar. Þar sést, að átök eru lík-
leg. Úttektin sýnir, að góðærið kann að verða enda-
sleppt. Verzlunarráð leggur áherzlu á, að hagvöxtur og
sparnaður verði að vera það, sem við byggjum á næstu
ár. Þá þurfa stjórnvöld að skapa skilyrðin, svo að vel
gangi. Nú skrifar dr. Þorvaldur Gylfason prófessor at-
hyglisverða grein í síðasta hefti vikuritsins Vísbending.
Hann telur líklegt, að hægari hagvöxtur sé framundan.
Árin 1961-80 var hagvöxtur mjög mikill hér á landi
miðað við önnur lönd. Þjóðarframleiðslan óx í raun um
næstum fimm prósent á ári að meðaltali þessi tuttugu
ár. En mjög hefur hægt á hagvexti síðan 1981. Fram-
leiðslan óx aðeins um liðlega eitt prósent á ári að
meðaltali milli 1981 og 1986, eða svipað og fólksfjöld-
inn, svo að framleiðsla á mann stóð nokkurn veginn í
stað. Þetta þýddi meðal annars mjög aukna skulda-
byrði. Við lifðum um efni fram og jukum lánin erlendis.
Erlendar skuldir urðu miklu þungbærari á þessum ára-
tug en hinum næsta á undan vegna minni hagvaxtar.
Nefnum nokkur dæmi um orsakir aukins hagvaxtar
á fyrri áratugnum. Þar veldur miklu, hve konur komu
í vaxandi mæli út á vinnumarkaðinn. Mannaflinn óx
þannig. Líklegt er, að afnám stórra þátta haftakerfisins
hafi aukið hagvöxt. Þá þrefaldaðist orkuframleiðsla
landsins á sjöunda áratugnum. Útfærsla landhelginnar
réð miklu um vöxt framleiðslunnar. Dr. Þorvaldur seg-
ir, að álykta megi, að hagvöxturinn hefði gjarnan getað
orðið meiri en fimm prósent á ári þennan gjöfula ára-
tug, 1971-80, hefði verðbólgan ekki hamlað honum.
Slævandi áhrif verðbólgunnar á framleiðsluna hafi að
líkindum látið á sér kræla.
Hvað er framundan? Af þessu má skilja, hvers vegna
hægt hefur svo mjög á hagvexti á yfirstandandi áratug
þrátt fyrir góðærið 1984-86. Atvinnuþátttaka kvenna
hefur aukizt miklu hægar en áður. Ekki er líklegt, að
hún vaxi mikið úr þessu. Raunverulegt aflaverðmæti
hefur vaxið minna en áratuginn á undan. Aflasamdrátt-
ur kann að verða næstu ár. Ekki verður til lengdar stætt
á að skella skollaeyrum við tillögum fiskifræðinga um
aflamörk. Raforkuvinnsla hefur aukizt mun hægar en
áður. Ekki er þar búizt við örari vexti hin næstu ár.
Enn má bæta við, að sennilega er verðbólgan að
nýju að fara úr böndum. Yfirlit dr. Þorvalds sýnir,
hvernig verðbólga dregur úr hagvexti. Ríkisstjórnin
gæti þó enn skapað skilyrði til hagvaxtar með því að
auka frjálsræði á markaðnum og leggja af þau höft, sem
enn standa hagvexti fyrir þrifum. Það hefur stjórnin
heitið að gera. í úttekt Verzlunarráðs voru vonir bundn-
ar við þau loforð.
Þótt draga kunni úr hagvexti í bráð og landsmenn
lendi í nokkrum vanda við varðveizlu lífskjara, getur
ástandið batnað að nýju.
, Landið er auðugt. Þekkingu fleygir fram. Ekki er
vonlaust, að landsfeður taki upp betri búskaparhætti.
Haukur Helgason
Brigitte Bardot komst að því að það væri „barbarí" að drepa sel.
íslensk menn-
ing og hvalir
Menning Egypta var akuiyrkju-
menning, Lappar eru hirðingjar,
eskimóar eru veiðimenn. I mann-
kynssögu standa oft setningar sem
þessar og eru fullgildar skilgreining-
ar á því að lífsviðhorf viðkomandi
þjóða taka mið af þeirri staðreynd
að þar ræður menning sem kennd
er við akuryrkju, veiðar eða hjarð-
mennsku.
Til hvers lærum við sögu? Líklega
er hún sú mannfræði sem við þurfum
til að átta okkur á því hver við er-
um. Hvað erum við íslendingar?
Erum við akuryrkjuþjóð, hirðingjar
eða veiðimenn? Sú þjóð, sem byggir
afkomu sína að þrem fjórðu á veiði-
mennsku, hlýtur að kallast veiði-
menn. Eini tilgangur sjálfstæðis-
baráttu okkar er sá að viðhalda
þessari menningu.
Menning fær útrás í tilraunum
manna til að snerta aðra með þeim
hætti að eftir verði tekið. Það gildir
einu hvort um er að ræða ritstörf,
tónsmíðar, myndverkun eða túlkun
ó verkum annarra.
Samhengið milli listanna og ann-
arra þátta mannlífsins er oft óljóst
en þó líklegra órjúfanlegt. Ekki fær
maður t.d. með neinu móti séð sam-
hengi milli þess hugljúfa andblæs,
sem ríkir í myndum frönsku im-
pressionistanna, og þess grimmilega
blóðbaðs sem háð var á götum París-
ar í byrjun 19. aldar.
Samt er það víst að impressionism-
inn gat ekki orðið annars staðar til
en með því fólki sem sprottið var í
því sama menningartúni og fyrstu
lýðræðisríkin festu rætur í.
Eins og grösin raða sér á heiðina
eftir gerð og ástandi jarðvegs er
okkar menningarspretta í beinu
samhengi við þá staðreynd að við
erum veiðimannaþjóð að mestu en
annars hjarðmenn með fasta búsetu.
Islenskum stjómmálamönnum ber
einfaldlega skylda til að varðveita
þennan menningargrunn eða að öðr-
um kosti gera glögga grein fyrir
skoðunum sínum á því hvaða at-
vinnuvegir skuli móta menningu
okkar.
Á sjöunda áratugnum bjó mikil
bjartsýni með mönnum um að auka
mætti fjcjlbreytni atvinnulífs með
iðnaði og losna þannig við þær
sveiflur sem veiðimennsku fylgja.
Þær vonir, sem menn bundu við
álver o.fl., urðu ef til vill til þess að
menn uggðu ekki að sér þegar Bri-
gitte Bardot komst að því að það
væri „barbarí" að drepa sel. Þess
utan vorum við ef til vill viðkvæm-
ari fyrir þvi þá en nú að vera kallaðir
barbarar.
Hvað sem olli þá sváfum við á
verðinum og létum stela frá okkur
í talfæri
Stefán Benediktsson
arðbærri veiðimennsku sem hafði
verið okkur frá alda öðli lífsbjörg
og tekjulind.
Peningamir, sem áður runnu í
vasa veiðimanna og bænda á heim-
skautaslóðum, runnu nú i vasa
umhverfisvemdarfólks sem kenndi
sig við grænan fríð og flaug í þotum
milli heimsálfa til að bjarga heim-
inum undan villimönnum sem
drepa stóreyga seli og brosandi hvali
sér til framdráttar.
Stöku heimamaður flaug með
þessu fína fólki og tók undir þá fal-
legu „sófalísfylu" að það er ljótt að
drepa dýr eða hvað?
Menn spurðu ekki nógu hátt þá
hvort hér væri verið að eyðileggja
nýtilega auðlind manna sem urðu
þá og munu alltaf verða að byggja
afkomu sína á veiðum úr sjó.
Menn spurðu ekki nógu hátt þá
hvaða afleiðingar veiðibann hefði á
afkomu selsins og viðkomu hans.
Fullvaxinn selur étur 40 sinnum
meira af fiski en menn þeirra þjóða
sem hvað mest neyta fisks. Það er
spuming um 1000 kg á móti 25 kg.
Grænfriðungar hirtu auðvitað
ekki um að koma á norðurslóðir og
kanna aðstæður fólks og dýra fyrr
en eftir að allt var um garð gengið.
Byltingaröflum hægindastólanna
var bmgðið þegar þeim urðu ljósar
afleiðingar gerða sinna, t.d. í Grænl-
andi og Kanada.
Það er hægt að afbera það að
menn missi afkomu sína af völdum
óviðráðanlegra afla náttúrunnar en
það er niðurlægjandi að missa hana
vegna duttlunga fólks sem af þekk-
ingarskorti vinnur skaðræðisverk í
„góðri trú“.
Grænfriðungar reyndu að bæta um
betur og sögðu að auðvitað mættu
menn drepa sel sér til matar en fólk,
sem er komið á opinbert framfæri
vegna þess að það hefur misst at-
vinnu sína, bætir hag sinn lítið þó
það veiði sér til matar. Það kaupir
einfaldlega viðurværi sitt fyrir fram-
færsluna í súpermarkaðnum.
Þá skiptu þeir úr sel yfir í hval og
við meðtókum áróðurinn í fyrstu,
gerðum ekki greinarmun á yfir-
gengilegri rányrkju og veiðum
þeirra sem kosta litlu öðm til en lík-
amskröftum sínum.
Við samþykktum líka bláeygir vís-
indaveiðar og hugsanlegt veiðibann
eftir 1990. Nú fyrst er það að renna
upp fyrir mönnum að hér er e.t.v.
annað og meira á ferðinni. Vísinda-
veiðar Islendinga kunna að vera
vafasamar í ljósi þeirra hagsmuna
sem við verðum að beijast fyrir. Það
er sýnilegt að þeir sem vilja banna
okkur hvalveiðar stoppa ekki þar. I
auglýsingum þeirra og áróðri kemur
glöggt í ljós að þeir líta á ákvarðan-
ir um nýtingu allra auðlinda hafsins
sem sitt verkefni.
Veiðimenn norðursins hafa síðan
löngu bundist samtökum um sam-
vinnu við skynsamlega nýtingu
auðlinda sinna.
Við erum fyllilega færir um að
bera ábyrgð á vinnubrögðum okkar
við veiðar og rannsóknir og við verð-
um að stjóma veiðum okkar sjálfir
því sjórinn er líf okkar.
Af því að við erum veiðimenn er
einasta leið okkar til að viðhalda
mannréttindum eins og menntun,
heilsugæslu og umönnun bama og
gamalmenna sú að veiða meira en
við neytum.
Vegna aðstæðna á norðurslóð er
vinnuafl nánast það eina „kapítal“
sem við höfum til að byggja upp at-
vinnulíf.
Náttúra norðurslóðar þyldi aldrei
þá iðnvæðingu sem þyrfti til að koma
í stað veiða.
Menning á norðurslóðum byggist
á veiðimennsku, þ.e. sjósókn og úr-
vinnslu afla, og þessi menning mun
gera það meðan hún varir.
Þess vegna em öll brögð réttlætan-
leg til að viðhalda hvalveiðum vegna
þess að það em veiðar, og ekki bara
okkar vegna heldur líka vegna
bræðra okkar í austri og vestri.
Ef við samþykkjum rétt utanað-
komandi afla til að ákveða á hveiju
við byggjum menningu okkar þá
erum við að afsala okkur nýfengnu
sjálfstæði okkar með svipuðum
hætti og 1262. í stað forsjárhyggju
nýlenduherranna kæmi forsjár-
hyggja þotufólksins sem þvær
samvisku sína með því að gera villi-
menn að siðmenntuðu fólki.
Stefán Benediktsson