Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Síða 11
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. 11 Bankí á uppboði Nú er liðinn rúmlega aldarfjórð- ungur síðan við skólabræðumir tveir löbbuðum okkur inn í Útvegs- bankann og réðumst þar til starfa, nýbakaðir stúdentar og óvitar í bankamálum. Einu kynni mín af bankastarfsemi frarn að því voru fólgin í heimsókn á biðstofu banka- stjóra einu ári áður. Þegar ég var búinn að bíða þar í tvo tíma ásamt öðru taugaveikluðu fólki, sem sat og þagði á biðstofunni, var tilkynnt að bankastjórinn hefði því miður ekki tíma til að taka á móti fleiri í dag. Mér hlotnaðist aldrei sú náð að fá lán í bankanum, enda hafði maður hvorki biðlund né áræði í þá daga til að bíða eftir mönnum sem voru jafhmikilvægir og bankastjór- ar, jafrivel þótt lífið lægi við. Ég bjargaði lífi mínu með einhverjum öðrum hætti sem ég er nú búinn að gleyma. Ég er hins vegar ekki búinn að gleyma hinu ábyrgðarmikla starfi sem mér var falið eftir að ég gerðist bankastarfsmaður. Ofarlega í bankahúsinu, sennilega á þriðju eða fjórðu hæð, var mér plantað inn í herbergi, fullt af fylgiskjölum eða faktúrum, eins og það heitir á fag- máli, og þar var mér falið að raða nótunum eftir númerum. Ég man að ég dundaði við þetta ábyrgðarstarf í hálfan mánuð án þess að ég hefði nokkum tímann hugmynd um hvaða tilgangi þessi númeraröð þjónaði, enda voru þetta afrit af þriggja til fjögurra ára afgreiðslumálum sem sennilega hefur verið hent eftir að ég fór höndum um þau. Aldrei sá ég nokkum mann eiga leið inn í herbergið og um tíma hélt ég að ég hefði gleymst þama inni og það var bara þegar ég hitti kunn- ingja minn í kaffitímunum sem ég heyrði mér til hugarhægðar að hann stóð mér jafnfætis í ábyrgðinni og var grafinn lifandi við sams konar starf. Eftir hálfan mánuð birtist þó einn af yfirmönnunum með þver- slaufu og þéraði mig. Bankastarfs- menn í þá daga gengu allir um með þverslaufur og þémðu upp fyrir sig og niður fyrir sig. Ég hafði verið hækkaður í tign og var sendur niður í afgreiðslusal sem gjaldkeri á kassa. Þríhöfða bankastjórn Mér hafði aldrei verið sýndur annar eins trúnaður og enda þótt skólanum hefði láðst að kenna mér á stúdents- prófi hvemig margfalda átti og deila á reiknivél gat ég auðvitað ekki hafhað svona góðu boði og um tíma var ég viss um að hærra gæti ég ekki komist í mannvirðingum. Þetta væri toppurinn á ferlinum og eina vandamálið var í rauninni það að láta kassann stemma á kvöldin. Hvemig sem ég reyndi og lagði mig fram gat ég aldrei látið andskotans kassann stemma fyrr en allir aðrir vom famir og aðalgjaldkerinn sat í yfirvinnu með uppgjafarraunasvip og bjargaði mér úr klípunni. Svo var það einn daginn að kona nokkur í einni ríkisstofnuninni stóð fyrir framan mig í afgreiðslunni, þar sem ég sat í gjaldkerastúkunni, og snaraði inn á borðið til min búnti af peningaseðlum upp á nokkur hundmð þúsund og sagði: Þú gafst mér of mikið til baka áðan. Þá sá ég mína sæng upp reidda í gjaldkerastarfinu og forðaði mér úr bankanum áður en ég gæfi einhveij- um öðrum vitlaust til baka sem ekki hefði heiðarleika til að skila mis- muninum. Ég hætti um haustið. Minn gamli skólabróðir hélt hins vegar áfram og situr þar enn í föstu starfi og hefur hækkað í tign og ég hef stundum öfundað hann á lífsleið- inni fyrir það öryggi og ábyrgð sem hann hefur tileinkað sér í fasinu og rekja má til stöðu hans í Útvegs- bankanum. Mér hefur líka alltaf verið hlýtt til Útvegsbankans og verð að viðurkenna að mér lá það í léttu rúmi þótt bankinn væri ríkis- banki og hefði yfir höfði sér þríhöfða bankastjóm með pólitískri litgrein- ingu. Ég var einn af þessum saklausu viðskiptavinum og velvildarmönn- um Útvegsbankans sem ekki höfðu gert sér grein fyrir þeim hættum sem fólust í eignarhaldinu á þessum banka sem hafði staðið þama í Aust- urstrætinu svo lengi sem elstu menn muna. Ég hef að vísu aldrei treyst mér til að slá lán eftir að ég gafst upp á biðstofunni um árið og vissi þess vegna aldrei hverjir vom bankastjórar fyrr en bankastjóramir urðu frægir fyrir að þurfa að segja app starfi sínu eftif að saksóknari kærði þá fyrir að vera við og lána. En það var löngu eftir að ég var hættur og sýnir bara hvað það er vitlaust hjá bankastjórum að vera við. Bankastjóramir í gamla daga létu aðeins sjá sig á árshátíðum og sviða- veislum og vom þá fullir eins og hinir og klöppuðu starfsmönnunum á bakið og vom vinsælir. Þeir þurftu ekki að segja upp og vom heldur ekki reknir þótt illa áraði hjá útgerð- inni sem hélt bankanum gangandi með þvi að fá lánað hjá honum. Það var nefnilega þannig að þá lifðu bankamir á lánastarfsemi og græddu i stað þess að verða gjald- þrota eins og síðar gerðist. Ellert B. Schram Bærinn á taugum En svo skall Hafskipsóveðrið á og ég kom stundum í Útvegsbankann og undraðist alltaf að einhver skyldi þora að leggja peningana sína í bankann og vorkenndi mínum gömlu vinum sem þar stóðu enn í afgreiðslunni og bám sig karlmann- lega. En ég sá að þeim var bmgðið og minn gamli vinur var ekki lengur ömggur í fasi og spurði með augun- um: hvert er þá orðið mitt starf eftir sex hundmð sumur? Það sýnir kannski betur en flest annað hvað Útvegsbankinn stóð fastur í tilvemnni að hann lifði þess- ar hremmingar allar af og stendur enn í Austurstrætinu þótt Alþingi, fjölmiðlíir og illræmdir skuldunaut- ar hafi allir lagst á eitt um að leggja hann í rúst. Aldrei spurði neinn hver ætti þennan banka og aldrei vissi ég til að það skipti nokkm minnsta máli. En dag einn í síðustu viku hringdi síminn á skrifstofunni minni og kunningi minn úr bankanum var i símanum. Hann mátti varla mæla fyrir geðshræringu: „Sambandið er búið að gera tilboð í Útvegsban- kann. SÍS ætlar að gleypa bankann með húð og hári.“ Það var greinilegt að þessi yfirveg- aði bankastarfsmaður var í mikilli geðshræringu og það kom brátt i ljós að fleiri vom í geðshræringu úti um allan bæ. Bærinn bókstaflega skalf og titraði á taugum. Eftirleikurinn er kunnur. Fulltrú- ar hins svokallaða einkaframtaks urðu felmtri slegnir eins og banka- starfsmaðurinn og öngluðu saman sparifé sínu og afgangskrónum í rekstri stórfyrirtækjanna og lögðu fram gagntilboð. Og nú situr þriggja manna ráðherranefnd með sveittan skallann til að skera úr um það hveijir megi eiga minn gamla Út- vegsbanka sem aldrei hefur gert nokkrum manni mein og þéraði jafn- vel skúrkana sem ekki stóðu við sitt. Manni er sagt að þar sé hótað stjóm- arslitum á víxl. Stórkapítalið Nú verð ég að játa að mér er ekki alveg ljóst út á hvað þessi hama- gangur gengur. Aldrei hugleiddi ég hverjir ættu peningaseðlana sem ég afgreiddi út og inn um gjaldkeralúg- una í gamla daga. Aldrei vissi ég að krónumar skiptust í framsóknar- krónur og sjálfstæðiskrónur þegar ég var að gera upp kassann á kvöld- in. Og alveg er ég viss um að fólkið á biðstofunum hefur aldrei velt því fyrir sér heldur. Mér er auðvitað meinilla við Sambandið eins og góð- um sjálfstæðismanni sæmir en hef eiginlega aldrei gert mér grein fyrir hvers vegna. Sambandið er eins og hvert annað fyrirtæki í mínum aug- um, alltof stórt og alltof fjárfrekt, en þaö hefur verið þess vandamál en ekki mitt. Ég þekki Val og Hjalta Páls og ég þekki Erlend af afspum og hef ekki betur séð en að þetta séu allt saman ágætis menn og nokkum veginn eins í útliti og við hin. En maður verður að halda með sínum mönnum og ég fór þess vegna að skoða listann yfir þá einkafram- taksmenn sem ég á að halda með. Þar sá ég Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, sem ég er jafnfjarskyldur og Sambandinu. Þar sá ég forstjóra íslenskra aðalverktaka sem mér hef- ur hingað til verið sagt að sé í bróðurlegri sameign framsóknar- manna og sjálfstæðisforkólfa. Þama var líka Lífeyrissjóður verslunar- manna og ég fór að velta þvi fyrir mér hvort enginn verslunarmaður væri framsóknarmaður og sama má raunar spvrja um varðandi útgerðar- mennina. Skyldu þeir allir vera sjálfstæðismenn í LÍÚ? Og svo eru þama á listanum nöfri Halldórs H. Jónssonar og fleiri sem sjálfsagt eru ágætis menn án þess að ég þekki á þeim haus né sporð. Hveiju skyldi það nú brevta fyrir tilfinningar mín- ar gagnvart Útvegsbankanum eða bankareikningi mínum þar. að Halldór H. verði eigandi í staðinn fyrir ríkið eða SÍS? Góðgerðastarfsemi Ég gerði meira. Ég fór að velta því fyrir mér hvemig stæði á þvi að Sjálfstæðisflokkurinn. minn flokkur. væri allt í einu að sporðreisast í krossaprófi í flokksráðinu og alla leið upp í ríkisstjóm vegna þess að nokkrir peningamenn höfðu áhvggj- ur af því að þeir fengiu ekki að eiga Útvegsbankann? Xú. eða þá hitt. að Framsóknarflokkurinn umtumaðist í málflutningi f>TÍr hagsmunum SÍS? Getur það verið að stjómmáiin á íslandi snúist um svona hagsmtma- gæslu? Við vitum það jú. andstæð- ingar Framsóknar. að sá flokkur er pólitiskt útibú í SIS og verður að hlýða boðskapnum. En Sjálfstæðis- flokkurinn? Er hann líka útibú? Útibú hverra? Það verður að fyrir- gefa þó maður komi af fjöllum og geti illa gert upp við sig hvor sé betri. brúnn eða rauður. Er það virkilega upp á líf eða dauða ríkis- stjómarinnar hvort stórkapítalist- amir í Sambandinu eða stórkapítal- istamir í fjölskyldufyrirtækjunum fái að leggja milljónimar sínar í Útvegsbankann? Ég þori næstum að hengja mig upp á að Halldór og Thor og allir hinir strákamir í einkaframtakinu, svo ekki sé nú tal- að um fjármálaséníin hjá SÍS, eiga auðvelt með að ráðstafa þessum krónum sínum í ábatasama fjárfest- ingu, þótt þeir missi af þessum glæp. Hvers vegna eigum við þessir óbreyttu að hafa áhyggjur? Ekki em þetta peningamir mínir eða pening- amir þínir, eða hvað? Em þetta kannski framlög hinna ríku til að hjálpa öðram en sjálfum sér? Þarf þá ekki Útvegsbankinn framvegis að merkja seðlana svo við vitum hvaða krónur em lagðar ffarn i góð- gerðarskyni þegar hugsjónimar em orðnar hagsmunagæsla? Eða öfugt. Ég vona bara að Utvegsbankinn lifi þetta af svo að kunningi minn missi ekki atvinnuna á kostnað hugsjón- anna. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.