Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Page 13
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. 13 Erlend bóksjá Endurminningar Dirk Bogarde BACKCLOTH Höfundur: Dirk Bogarde. Penguin Books, 1987. Enski leikarinn Dirk Bogarde er af mörgum talinn í fremstu röð kvikmyndaleikara af sinni kyn- slóð. Síðustu árin hefur hann hins vegar einbeitt sér að ritstörfum. Endurminningar hans jafnt og skáldsögur hafa náð verulegum vinsældum og sumar reyndar orðið metsölubækur. Backcloth er endurminningabók þar sem Bogarde segir írá ýmsu því fólki sem hann hefur haft mik- il samskipti við á lífsleiðinni, bæði á uppvaxtarárum, manndómsár- unum í striðinu og í leiklistinni eftir stríð og svo síðustu áratugina sem hann hefur búið í suðurhluta Frakklands og einbeitt sér sífellt meira að bókaskrifum til þess að afla sér lífsviðurværis en hann hefurríka tilhneigingu til að draga sig í hlé frá skarkala heimsins, að búa sér skjól þar sem hann getur notið návistar góðra vina. Bogarde segir vel frá og hefur næmt auga fyrir því kímilega í til- verunni. Þetta er ekki bók mikilla átaka heldur vinaleg og látlaus kveðja til samferðamanna sem sumir hverjir eru horfnir úr þess- um heimi. LESLIE THOMAS Áflótta frá hversdagsleika THE ADVENTURES OF GOODNIGHT AND LOVING. Höfundur: Leslle Thomas. Penguin Books, 1987. George Goodnight er á miðjum aldri, skvapholda, ástríðulaus og hversdagslegur á allan hátt, býr í úthverfi, kvæntur konu sem er leið á tilbreytingaleysinu, barnlaus. Þegar það gerist nánast allt í senn að amerískur maður sem George hittir fyrir tilviljun segir honum frá ævintýnun tveggja félaga, sem hétu Goodnight og Loving, i bandaríska vestrinu, ungur maður á skrifstofunni þar sem George vinnur dettur allt í einu niður dauður og eiginkona George heimtar skilnað, bregður hann loks út af vegum vanans. Hann fer að heiman í langt ferðalag og lend- ir í mögnuðum ævintýrum í mörgum heimsálfum. Þessi gamansama og hugljúfa saga af ævintýrum og mannraun- um George Goodnight eftir að hann segir skilið við hversdagslei- kann og gerist heimshornaflakk- ari, er í einu orði sagt bráð- skemmtileg. Hetjuleg barátta gegn alræðisvaldi SHCHARANSKY: HERO OF OUR TIME. Höfundur: Martin Gllbert Penguln Books, 1987. Þeir sem fylgst hafa með alþjóðamál- um síðustu áratugina hafa oftsinnis heyrt minnst á Anatólí Sjaranskí. Hann var einn þeirra tugþúsunda so- vésku gyðinga sem vildu fá að flytjast búferlum til ísrael en fékk ekki brott- fararleyfi vegna forystu sinnar í mannréttindasamtökum sem mynduð voru í Sovétríkjunum í framhaldi af Helsinki-sáttmálanum. Kona hans, Avítal, fékk að fara úr landi árið 1974, en Anatólí ekki. Hann varð sífellt meira áberandi í hópi sové- skra gyðinga sem vildu komast úr landi og svo fór að lokum að sovésk stjómvöld létu dæma hann í þriggja ára fangelsi og tíu ára útlegð. Það var árið 1978. Gyðingar erlendis og þá alveg sérs- taklega Avítal, vom óþreytandi að vekja athygli ráðamanna í vestrænum ríkjum á fangelsun Sjaranskí. Svo fór að hann varð í augum margra að tákni um ástand mannréttindamála í Sovét- ríkjunum. Þegar bandarísk stjómvöld fóm að gera sívaxandi kröfur um umbætur i þeim efri'om sem skilyrði fyrir samningum um afvopnunarmál og viðskipti, varð nafh Sjaranskí þar ávallt efst á blaði. Enda fór svo að lokum, seint á síðasta ári, eftir hátt í áratugs fangavist, að sovéskir ráða- menn létu Sjaranskí lausan og leyfðu honum að flytjast úr landi. Á þessu ári hafa síðan ýmsir þjáningarbræður hans einnig verið látnir lausir úr haldi í Sovétríkjunum. í þessari bók er baráttu Sjaranskí- hjónanna lýst. Þau gáfust aldrei upp þótt svart væri framundan. Baráttan var löng og ströng en endaði að lokum með sigri. Við lestur þessarar bókar rifjast upp að nýju hversu hastarlega sovésk stjómvöld taka á hverjum þeim sem vill ekki aðlagast kerfinu og hve altæk tök ráðamenn þar hafa á lífi einstakl- ingsins. En jafhvel í slíku kerfi em einstaklingar sem sætta sig ekki við orðinn hlut og em reiðubúnir að fóma hamingju og heilsu fyrir það sem þeir telja rétt. Sjaranski-hjónin em þar í fremstu röð, öðrum til fyrirmyndar um hugrekki, kjark og staðfestu. Ættgöfiig pútnamamma MAYFLOWER MADAM. Höfundar: Sydney Biddle Barrows og Will- iam Novak. Futura Publications, 1987. I Ameríku er hægt að öðlast frægð fyrir ófíklegustu tiltæki. Sydney Biddle Barrows er dæmi um það. Hún setti á fót og rak í New York fyrir- tæki sem nefndist Cachet. Opinberlega var um að ræða svonefnda „escort"- þjónustu: viðskiptavinir sem vildu fá tímabundið fylgdarkonu í leikhús, á skemmtistað eða til einhvers annars löglegs brúks, gátu tekið stúlku á leigu i klukkutíma, eða heilt kvöld. í reynd vom stúlkumar hins vegar glæsilegar og rándýrar símavændiskonur. Lögreglan afhjúpaði þessa starfsemi. En símavændi er algengt í New York og því hefði Cachet ekki vakið sérlega mikla athygli nema vegna þess að konan sem átti og rak fyrirtækið var M/lftWl f I.TJ 7 j VI 1It.| ’ III SÍCRíI lifl |f THEQUEENOF C8EDIT-CARD SEX^ IIIIH IIMIf lllllif imiuimi engin venjuleg pútnamamma. Hún var ung og glæsileg og átti ættir að rekja til fyrstu ensku landnemanna í Amer- íku, þeirra sem komu á Mavflower yfir hafið. Þegar fjölmiðlamir komust að ættgöfgi hennar varð afhjúpun símavændishringsins að sjálfeögðu daglegt uppsláttarefni á forsíðum vik- um saman. I þessari skemmtilegu bók rekur Sydnev Biddle Barrows hvemig á þrí stóð að hún hóf rekstur Cachet og hvemig hún stóð að símavændis- rekstrinum. Má raunar segja að bókin sé einskonar handbók um rekstur slíkra fyTÍrtækja vestra. svo nákvæm- lega lýsir hún skipulagi og vinnufyrir- komulagi sem rannsóknaraðilum þótti til hinnar mestu fyrirm\Tidar og sýna óvenjugott viðskiptavit stúlkunnar. William Novak. sem er þekktur höf- undur metsölubóka vestra. hefur hjálpað henni til.að gera textann læsi- legan og frásögnina spennandi. Metsölubækur - pappírskiljur Bretland Bandaríkin: Rit almenns eðiis: 1. Jackie Collins: 1. Danielle Steel: 1. S.B. Barrows, W. Novak: HOLLYWOOD HUSBANDS.(I) WANDERLUST. MAYFLOWER MADAM. 2. Jeffrey Archer: 02. Tom Clancy: 2. M. Scott Peck: A MATTER OF HONOUR. (2) RED STORM RISING. THE ROAD LESS 3. Barbara Taylor Bradford: 3. Louis L’Amour: TRAVELED. ACT OF WILL. (3) LAST OF THE BREED. 3. Judith Viorst: 4. Dirk Bogarde: 4. James A. Michener: NECESSARY LOSSES. BACKCLOTH. (4) TEXAS. 4. Bill Cosby: 5. David Eddings: 5. Lawrence Sanders: FATHERHOOD. GU ARDIANS OF THE WEST. (-) THE EIGHTH COMMAND- S. Beryl Markham: 6. Isaac Asimov: MENT. WEST WITH THE NIGHT. FOUNDATION AND EARTH. (5) 6. Jeffrey Archer: (Byggt á The New York Times Book Review.) 7. M. Weís & T. Hickman: A MATTER OF HONOR. TEST OF THE TWINS. (-) 7. Margaret Truman: 8. S. Donaldson: MURDER IN GEORGETOWN. THE MIRROR OF HER 8. Barbara Taylor Bradford: DREAMS. (6) ACT OF WILL 9. Leslie Thomas: 09. Hank Searls: THE ADVENTURES OF GOOD- JAWS: THE REVENGE. NIGHT AND LOVING. (-) 10. Tom Clancy: 10. Danielle Steel: THE HUNT FOR RED WANDERLUST. (-) (Tölur tnnan svlga tákna röfl víökomandl bókar vlkuna á undan. Byggt á The Sunday Tlmes.) OCTOBER. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Þjóðsögur gyðinga og araba ELUAH'S VIOLIN & OTHER JEWISH FOLKTALES Vallö hetur Howard Schwartz ARAB FOLKTALES Val og ensk þýölng: Inea Boshnaq Penguln Books, 1987 Sérhver þjóð á í fórum sínum þjóðsögur og ævintýri sem fylgt hafa henni kynslóð fram af kyn- slóð, fyrst sem munnmælasögur en síðar sem ritaðar frásagnir. Þessar t\’ær bækur hafa að gevma safn slíkra sagna frá þeim þjóðum sem undanfama áratugi hafa eldað grátt silfur í löndum f\TÍr botni Miðjarðarhafsins: gyð- ingum og aröbum. Þær em líka harla ólíkar þótt sumar þeirra eigi uppruna sinn á líkum slóðum. svo sem í Palestínu. enda endurspegla sögumar gjörólík trúarbrögð og lífsviðhorf. Mörg þessara ævintýra hafa trú- arlegan og siðferðilegan boðskap að flytja auk þess að vera spenn- andi og skemmtileg frásögn. Arabísku sögumar em flestar valdar úr prentuðum þjóðsagna- söfrium en höfundurinn hefur einnig sjálfur safnað nokkrum þeirra á segulband hjá sagnaþulum sem enn segja gömul ævintýri á kvöldstundum í Palestínu. Margar sagnanna gerast meðal bedúína í arabísku eyðimörkinni en einnig í heldri mar.na höllum vítt og breitt um arabalönd. Gvðingaævintýrin fjalla gjaman um kóngafólk: kónga. drottningar. fagrar prinsessin og myndarlega prinsa. og svo galdranomir og annað slíkt illþýði. Ymsir fornir leiðtogar g\-ðinga koma hér víða við sögu. svo sem Davíð og Salóm- on. Hér má einnig lesa staðfærðar útgáfui’ af þekktum ævintýnm: t.d. dulítið breytta Öskubusku. Þessar sögtn em. eins og þær ai’ab- ísku. víða að komnar: þær elstu fi-á Babylon á fimmtu öldinni en þær nýjustu frá gyðingum i Evrópu á síðustu öld. Bækumar tvær opna fyrir les- endum ævint\Taheima sérstæðra þjóða. Mörg ævintýranna sameina það tvennt að vera spennandi frá- sögn og litskrúðug lýsing á lifnað- arháttum sem em harla ólíkir því sem við eigum að venjast. Þessar bækiu em í ritröðinni „Folklore Library" sem Penguin hefur hafið útgáfu á. vandaðar að öllum frágangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.