Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Síða 15
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. 15 Umm (rábært að fá svona konfekt hérna. Sniðugt að hafa konfekt svona handa fólki. • Þær voru sannarlega ánægðar að komast i nammið. Uppákoma Nei, konfekt, en æðislegt. Best að fá sér einn... Hún var ekkert að tví- nóna við hlutina og lét ekki svona gotteri fram hjá sér fara. Ætli maður megi fá sér einn mola? Konan lítur á stúlkurnar og veit sjálfsagt ekki sitt rjúkandi ráð. „Ég hef ekki hugmynd um hver á þetta. Ætli þetta sé ekki bara fyrir alla,“ gæti hún hafa svarað. Kringlan er nýopnuð og hvað væri að því þó einhverjum dytti í hug að bjóða konfekt. Á staðnum er konfektbúð Nóa og Siríus og ekkert væri athugavert þó þeim dytti í hug að setja Nóa konfektkassa um húsið handa gestum og gangandi. Eða hvað? Enn á ný datt það í okkur á helgarblaðinu að bregða á leik. Nú var hugmyndin að nýta Kringluna og nýja konfektbúð. Við fengum að þessu sinni þá hugmynd að setja Nóa-konfektkassa á bekk á efri hæð hússins og ætlunin var að sjá hvort gestir um húsið myndu þora að fá sér mola úr kassanum. Fyrst um sinn biðum við átekta á góðum felustað og horfðum á marga líta konfektið girndaraugum. Enginn þorði að taka mola. Kona nokkur settist á bekkinn leit á kassann með undrunarsvip og tók upp DV og fór að lesa. Á meðan gengu vegfa- rendur um og störðu á konuna með kassann við hlið sér. Konan stóð upp og fór og fullorðin kona settist. Hún var búin að sitja drykklanga stund og sjálfsagt hafa margir haldið að þessi eldri kona hefði keypt sér konfektkassa og biði nú eftir einhverjum sem hún þekkti... Kassinn var ósnertur og við vorum farin að örvænta. Við báðum þá strákgutta að fá sér einn mola úr kassanum. Hann gerði það og eftir að hann hafði fengið sér mola var ekki að sökum að spyija fleiri komu á eftir. Sumir fengu sér meira að segja fleiri en einn. Þetta var allt í gamni gert og við mynduðum saklaus fórnalömbin sem sjálfsagt hafa haldið að kassinn væri þarna uppstilltur fyrir gesti hússins - hann var það að vísu en engu að síður smá hrekkjarbragð DV. -ELA Vá maður, konfekt hérna. Strákarnir voru ófeimnir að krækja sér í mola en eitthvað gæti konan verið að segja við þá. „Eruð þið vissir um að þið megið þetta...? m m ...Og tvær konur settust. Þeim leist strax vel á kassann og fengu sér mola enda var nú svo komið að efri helmingurinn úr kassanum var búinn og búið að fjarlægja tóma hlutann og nú blasti við heil hæð af fallegum kon- fektmolum... Nei, hvað er að sjá - konfekt i boði. Þau hjónin fengu sér mola og strákurinn sem áður hafði verið að sniglast í kringum bekkinn góða starði á þau. Konan lætur sér ekk- ert bregða enda eru margir búnir að fá sér mola og sumir fleiri en einn... Fáðu þér mola elskan, sagði hún og síðan settu þær kassann á milli sin. Nú var blaöamaður DV farinn að örvænta um kassann og lallaði því til kvennanna og spurði hvort þær hefðu nokkuð séð konfektkassa....ó guð, það er fullt að fólki búið að fá sér úr kassanum, sagði önnur kvennanna skelfingu lostin. Blaðamaður sagði það allt i lagi, tók kassann og gekk burt án þess að skýra málið. Aumingja konurnar voru i öngum sinum og ekki siöur strákurinn til vinstri á myndinni sem hafði haft fyrir því að sniglast í kringum kassann á annan tima. Fremst á myndinni er sigri hrósandi illkvittinn blaðamaðurinn með nokkra mola i konfektkassa. En eins og við segjum þá var leikurinn gerður til að grinast pínulitið og leikurinn hefði ekkert orðið skemmtilegur ef enginn hefði fengið sér mola. Viö vonum bara að molarnir hafi smakkast vel og enginn taki þessu öðruvisi en sem gríni. DV-myndir Brynjar Gauti Ég get svo sem alveg fengið mér mola eins og hinir, hefur frúin hugsað með sér og nældi sér i einn. Skömmu síðar yfirgaf hún bekkinn og...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.