Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987.
17
Draumaíbúð Hófíar í Laugardalshöll:
- segir Hólmfríður um innkaupin í íbúðina
„Þetta er bæði búið að vera skemmti-
legt og erfitt,“ sagði Hólmfríður
Karlsdóttir er hún var spurð hvemig
það væri að koma upp heilli drauma-
íhúð í Laugardalshöll. „Ég var beðin
um þetta um mánaðamótin mars/
apríl og siðan hef ég verið að hugsa
um íbúðina."
Á fimmtudaginn kemur verður
opnuð í Laugardalshöll árleg heimil-
issýning. Þar munu á annað hundrað
fyrirtæki sýna vörur sínar til heimil-
ishalds.
Það sem einkennir þessa sýningu
fram yfir annað er draumaíbúð Hóf-
íar. Hún er á tveimur pöllum, alls
um tvö hundruð fermetrar. Allt sem
þarf að vera á heimili hefur Hófí
valið og þeir sem leggja leið sína í
verið erfitt. Það sem mér hefur þótt
erfiðast er hversu tímafrekt það er
að fara milli verslana. Ég er í fullu
starfi og þarf að gera þetta fyrir utan
minn vinnutíma.“
- Er draumaíbúðin svipuð þinni
eigin íbúð?
„Nei, hún er kannski ekki lík en
það eru ýmsir hlutir þar alveg eins
og ég á sjálf. “
- Á fólk að hafa það á tilfinning-
unni er það skoðar draumaíbúðina
að það sé að heimsækja þig?
„Já, nema það vantar fólkið," svar-
aði Hólmfríður.
- Verður þú ekki í íbúðinni á sýn-
ingunni?
„Ég verð eitthvað en ekki nærri
alltaf,“ sagði Hólmfríður og brosti
sínu fallega brosi.
Guðmundur Jónsson er einn af
framkvæmdaaðilum sýningarinnar.
Hann sagði að þessi sýning yrði
íburðarmeiri en sýningin í fyrra.
Þama verður mikið af heimilistækj-
um, innréttingum, raftækjum og
húsgögnum."
- Nú talaði fólk um í fyrra að heim-
ilissýningin stæði ekki undir nafni
þar sem minnstur hluti hennar væri
tengdur heimilinu?
„Það er rétt enda getum við sagt
að nú sé blaðinu snúið við. Á þessari
sýningu er nefnilega mjög fjölbreytt
úrval alls kyns hluta fyrir heimilið."
- Hvað um skemmtiatriði?
„Við verðum með mjög glæsilega
leysigeislasýningu, sýningu á heims-
mælikvarða sem erlendir listamenn
sjá um. Það er erfitt að lýsa slíkri
sýningu en það er ótrúlegt hvað
menn geta gert með leysigeislanum.
Þeir hafa haldið sýningar víða um
heim, til dæmis í Ríó,“ sagði Guð-
mundur Jónsson.
Heimilissýningin stendur yfir frá
27. ágúst til 6. september.
-ELA
Hólmfríður Karlsdóttir hefur i nogu
að snúast þessa dagana fyrir utan
að passa börnin. Hún hefur tekið
að sér að velja alla innanstokks-
muni i tvö hundruð fermetra íbúð i
Laugardalshöllinni.
DV-mynd Gunnar V. Andrésson
höllina eiga að geta séð hvernig
draumaheimili hennar lítur út.
„I júní voru teikningar að íbúðinni
tilbúnar og þá fór ég að ganga á
milli verslana og kanna hvað væri á
boðstólum. Ég leitaði meira að segja
í símaskránni svo ég myndi nú engri
verslun gleyma," sagði Hófí.
„Mjög margir hafa líka haft sam-
band við mig og sýnt áhuga á
íbúðinni. Ég versla ekkert frekar í
einni verslun en annarri enda er um
svo marga hluti að ræða.“
- Hefur verið erfitt að finna hluti
sem þig langar í?
„Nei, alls ekki. Það er einmitt svo
margt fallegt til að það hefur ekki
TOYOTA -1988- í ÁGÚST
TOYOTA
ER AD KOMA
FULLKOMNARI & FALLEGRI
EN NOKKRU SINNI
FYRR
„Bæði erfitt og skemmtilegt“