Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987.
Ragnar Örn Pétursson brosir þegar
hann er kallaður Ólafur Laufdal
Suðumesja. „Nei, ég get ekki fallist
á þessa samlíkingu,“ segir hann.
Samt er það svo að hann er orðinn
umsvifamikill í veitingarekstri á
Suðurnesjum og nú í vikunni færði
hann enn út kvíarnar. Þá samdi
hann við Flugleiðir um að annast
allan veitingarekstur í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Fyrir rekur hann
danshúsið Glaumberg í Keflavík og
veitingastaðinn Sjávargullið.
Ragnar Órn viðurkennir þó að
umsvifin verði orðin töluvert mikil
þegar reksturinn í flugstöðinni verð-
ur að fullu hafinn. Hann reiknar þá
með að hafa 90 manns í vinnu í allt.
Áður voru um 50 manns á launaskrá
hjá honum.
Stórt stökk
„Þetta er gífurleg aukning á rekstri
hjá mér,“ segir Ragnar, „ekki síst
vegna þess að flug er ekki bundið
við ákveðinn afgreiðslutíma heldur
kostar þetta 20 til 24 tíma vinnu á
staðinn áður en ég opnaði. Ég fékk
hundrað tillögur að nöfnum en
fannst ekkert þeirra passa þegar ég
fór að skoða þau.
Það er oft þannig með nöfn að þau
virðast ekki hljóma vel fyrr en farið
er að nota þau. Glaumberg var eitt
af þessum nöfnum cem ég hafnaði í
fyrstu en ákvað svo að nota.“
- Valdir þú Starlight í fyrstu til að
lokka Kanann að?
„Nei, ég var ekkert að hugsa um
slíkt."
Lærði á Borginni
Ragnar Öm er lærður þjónn og
útskrifaðist árið 1974 og hefur starf-
að í greininni alla tíð síðan. „Ég
byrjaði að læra á Hótel Borg árið
1971,“ segir Ragnar. „Mér þótti þetta
spennandi starf. Ég var að vísu ekki
nema 17 ára þegar ég byrjaði. Ég og
félagi minn, Guðjón Egilsson, sem
nú rekur Naustið, vorum síðustu
nemarnir sem útskrifuðust í hinum
hefðbundnu hvítu jökkum sem allir
þjónsnemar útskrifuðust í. Við ætt-
um því að komast í einhverjar bækur
ef einhvern tímann verður skrifað
um þjóna hér.
„Ja, kokkteilar eru nú ekki mínir
uppáhaldsdrykkir en ég kem þeim
niður. Það er ekki hægt að neita
því.“
Bíósjúkur
Þótt Ragnar telji sig nú til Suður-
nesjamanna þá er hann Reykvíking-
ur og segist einu sinni hafa átt
Austurbæjarbíó fyrir annað heimili.
Áður en bíóið var selt var það að
hluta í eigu íjölskyldu Ragnars og
rekið af föðurbróður hans. „Afi
minn, Kristján Þorgrímsson frá
Laugarnesi, stofnaði og byggði bíóið
ásamt Ólafi bróður sínum,“ segir
Ragnar. „Faðir minn var sýninga-
stjóri þar í mörg ár. Ég fór að vinna
þar strax og ég hafði aldur til að rífa
af miðum fólksins. Ég kom með mitt,
eigið vasaljós á myndir með Roy
Rogers og hjálpaði stelpunum að vísa
til sætis.
Það má því nærri geta að ég var
þama tíður gestur. Einu sinni sá ég
sömu myndina 24 sinnum. Það er
metið hjá mér. Það má sjá af þessu
að ég var eiginlega bíósjúkur á þess-
um árum.
Bróðir minn er lærður sýninga-
að selja það. Ég tel að þarna hefði
verið hægt að gera ágæta hluti ef
tímanlega hefði verið farið í það, án
þess þó að ég sé að segja að það
hafi endilega verið vitlaust að selja.“
Að missa ekki niður um sig
- Nú er kaupandinn, Árni Samúels-
son, Suðurnesjamaður en þú ert
Reykvíkingur að hasla þér völl á
Suðumesjum þannig að segja má að
þið hafið snúið hlutverkunum við:
„Ég vil nú ekki segja að ég sé að
gerast kóngur hér á Suðurnesjum.
Ég held að það sé ofsögum sagt.
Þótt menn eignist eitt og annað og
taki að sér rekstur á hinu og þessu
þá er engin vissa fyrir að það gangi
allt upp. Menn hafa verið með mikið
umleikis í veitingarekstrinum um
tíma en verið svo með allt niður um
sig áður en varði. Sumum tekst þetta
vissulega eins og komið hefur á dag-
inn.
En það er ekkert kappsmál hjá mér
að vera með einokunarstarfsemi í
veitingarekstri á Suðurnesjum."
- Nú er þetta verulegur rekstur sem
þú hefur á þinni könnu. Ertu alveg
hættur að þjóna sjálfur á barnum?
Vonin er auðvitað að þessi vinna
skili sér í því að maður geti sjálfur
slakað á þegar búið er að byggja
reksturinn upp.
Stefnan núna er að láta þetta kom-
ast á rekspöl og reyna að byggja upp
hið þokkalegasta fyrirtæki. Þetta er
ekki bara minn hagur heldur allra
Suðurnesjamanna. Glaumberg er
eina danshúsið með vínveitingaleyfi
á Suðurnesjum og þjónar 14 þúsund
manna byggð. Það hefur mjög tíðk-
ast að Suðurnesjamenn fari inn til
Reykjavíkur að skemmta sér. Nú er
stefnan að snúa því við og leggja
hina akbrautina á Reykjanesbraut-
ina.“
í beinni útsendingu
- Nú þekkja flestir þig sem íþrótta-
fréttamann. Hvernig stóð á því að
þú réðst í það starf?
„Ja, þetta er svolítið skondin saga.
Ég byijaði sem afleysingamaður á
Vísi og var þar sem sumarmaður fyr-
ir Kjartan L. Pálsson. Eftir það
bauðst mér starf á Tímanum og var
ég þar á annað ár. Síðan hætti ég
þar og kom ekki nálægt þessu um
tíma.
Ekki kóngur á Suðumesjum
Ragnar Örn Pétursson veitingamaður með meiru í helgarviðtali
sólarhring yfir mesta annatímann.
Síðan er það eilítið minna á veturna.
Það er heldur engin verslunar-
mannahelgi eða neitt slíkt þegar
hægt er að loka.“
Ekki vill Ragnar þó kannast við
að hann verði vellauðugur á þessum
umsvifum. „Hinu verður þó ,ekki
neitað að þetta styrkir reksturinn
hjá mér,“ segir hann og lætur það
duga um afraksturinn.
Flestir þekkja Ragnar Örn sem
íþróttafréttamann hjá Ríkisútvarp-
inu þctt hann hafi horfið af þeim
vettvangi fyrir nokkru. Hann hóf
veitingareksturinn í Keflavík árið
1983. Þá byrjaði hann með staðinn
sem nú heitir Glaumberg en var áður
rekinn undir nafninu KK og kenndur
við Karlakór Keflavíkur.
Þegar Ragnar byijaði gaf hann
staðnum nafnið Starlight og hlaut
ákúrur fyrir að velja honum erlent
nafn. „Þetta nafn hlaut óblíðar mót-
tökur,“ segir Ragnar. „Nú, ég varð
mjög vinsæll þegar ég breytti nafn-
inu í Glaumberg en óvinsæll áður.
Það má eiginlega segja að það hafi
verið fljótræði að velja þetta erlenda
nafn. Ég var með hugmyndasam-
keppni um nafnið í staðarblaði hér í
Keflavík og óskaði eftir nöfnum á
Ég gekk í barþjónaklúbbinn árið
1976 og varð þar fullgildur meðlimur
tveimur árum síðar og byrjaði þá að
taka þátt í mótum í blöndun hana-
stéla. Mér gekk svona þokkalega
framan af þótt mér hafi gengið ansi
erfiðlega að verða Islandsmeistari.
Ég var búinn að ná öðru og þriðja
sæti hér heima og verða Norður-
landameistari 1981 og 1982. Ég hafði
einnig náð öðru sæti á heimsmeist-
aramóti ungra barþjóna en það gekk
erfiðlega að vinna hér heima. Það
kom þó að því í fyrra og síðan aftur
í vor.
Nú stendur fyrir dyrum að keppa
á heimsmeistaramóti í Róm í haust
- og við hittum páfann í leiðinni.
Ég hef tekið þátt í einni keppni á
ári síðan 1978 þannig að ég er búinn
að laga nokkuð marga kokkteila og
fjórir þeirra hafa nægt mér til sig-
urs.“
- Lítur þú á þetta sem íþrótt eða
eitthvað annað?
„Nei, það er nú varla hægt að kalla
þetta íþrótt en það þarf að hugsa og
leggja sig fram, að ógleymdu því að
fylgjast með í greininni.“
- Éru þetta góðir drykkir sem þú
hefur blandað?
maður og starfar við það. Ég ætlaði
að verða sýningamaður en var eigin-
lega bannað það. Pabbi sagði þá að
ég væri ekki nógu gamall og leiddi
þetta hjá sér. Ég varð auðvitað alveg
öskuillur þegar bróðir minn fór að
læra þetta skömmu síðar þegar ég
var byrjaður að læra til þjóns.“
- En lifið í bíóinu hefur leitt beint
út í þjónsstarfið:
„Jú, jú, þetta hefur sjálfsagt fylgst
að. Það voru líka gullár hjá þjónum
á þessum tíma og ég hafði auðvitað
heyrt af því. Þar kom líka til að
móðurætt mín er mikið tengd tón-
list. Afi minni var Bjami Böðvarsson
og Ragnar Bjarnason er móðurbróðir
minn.“
- Er ekki eftirsjón í Austurbæjar-
bíói?
„Jú, ég fer ekkert ofan af því að
ég tel að það hafi verið alröng stefna
að selja það.“
- Þessi sala hefur ef til vill valdið
deilum í ættinni:
„Nei, það var nú reyndar ekki.
Þetta var hlutafélag þótt stærstu
hluthafamir séu í minni ætt. Amma
mín átti þarna stóran hlut en hún
skipti sér ekkert af rekstri bíósins.
En við sem tengdumst bíóinu höfðum
skiptar skoðanir um hvort rétt væri
„Nei, ég er búinn að afgreiða hér
á barnum síðan ég tók við honum
1. ágúst. Þetta hafa verið 18 til 20
tíma vaktir. Núna er ég að þjálfa upp
starfsfólk á vaktirnar. Það er því
aðeins farið að hægjast um en það
tekur annað við. Við opnum veit-
ingasalinn hér 1. september. Það
verða 12 manns í vinnu og við erum
að byrja að setja saman matseðil og
gera klárt fyrir opnunina.
Frekar en að skrifast á við
konuna
Konan mín, Sigríður Sigurðardótt-
ir, hefur unnið með mér við rekstur-
inn. Hún vinnur stundum meira en
ég og hefur verið með á fullu frá
byrjun. Það kom eiginlega ekkert
annað til greina. Hún vann aldrei
með mér þegar ég var í Reykjavík
en það var annaðhvort að fá hana
með eða skrifast á við hana. Ég er
ekkert of mikið heima.
Óneitanlega kemur svona vinna
niður á heimilinu og krökkunum.
Við eigum fjögur böm. Það elsta er
13 ára en það yngsta sjö. Ég held að
ég sé búinn að lofa veiðitúr núna í
þrjá mánuði en það hefur ekkert orð-
ið af því.
Þá gerðist það að Hermann Gunn-
arsson var að fara í frí og ég var
beðinn að leysa hann af á útvarpinu.
Þetta bar frekar brátt að. Ég var
þá að aðstoða Bjarna í Brauðbæ sem
var að breyta hjá sér og taka inn
vínveitingaleyfi. Það var hringt í mig
upp á Brauðbæ. Ég var ekki við því
að ég hafði skroppið niður i Skrif-
stofuvélar að kaupa rúllur í af-
greiðslukassann. Klukkan var
hálfþrjú þegar Kári Jónasson, vara-
fréttastjóri hjá útvarpinu, náði í mig
hjá Skrifstofuvélum og spurði hvort
ég gæti leyst Hermann af. Samúel
Öm Erlingsson var þá í hálfu starfi
hjá útvarpinu og það þurfti annan
með honum.
Ég sagðist ætla að kanna málið því
ég þurfti að tala við Bjarna og fá
mig lausan. Kári sagði að það yrði
að gerast strax því að ég yrði helst
að byrja þá um kvöldið. Nú, Bjarni
gaf mér frí og ég hringdi í Kára
klukkan fjögur og sagðist geta gert
þetta. Hann bað mig að mæta eftir
klukkutíma.
Þegar ég kom á fréttastofuna var
búið að úthluta mér fimm mínútna
útsendingu í fréttunum klukkan sjö.
Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um
hvað ég átti að gera. Ég vissi ekki