Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Qupperneq 36
r
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augtýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Útvatpsráð unt „Svefneyjafréts sjónvarpsins:
Mistök og dóm
greindarieysi
„Við höfum átt ákveðið og langt
samtal, ég og fréttastjórinn. Ég vil
ekki gera það að blaðamáli. Ég hef
sagt það áður að það var óeðlilega
staðið að fréttinni og ég hef rætt það
við fréttastjórarm,“ sagði Markús
Öm Antonsson útvarpsstjóri þegar
hann var spurður hver viðbrögð
fundar útvarpsráðs vegna „Svefh-
eyjafréttar“ sjónvarpsins hefðu
verið. Fundur ráðsins var haldinn í
gær.
Ami Bjömsson, fulltrúi í útvarps-
ráði, sagði að útvarpsráð hefði verið
sammála um að það hefðu verið
mistök að senda fréttina út og bæri
með sér dómgreindarleysi starfs-
manna fréttastofu.
Amþrúður Karlsdóttir fréttamað-
ur, sem vann hina umdeildu frétt,
sagði orðrétt í viðtali við Stjömuna
þegar hún var spurð hvort Ingvi
Hrafh hefði verið búinn að sjá þann
hluta fréttarinnar þegar viðmælandi
hennar kallar sakbominginn í
, ,Svefneyjamálinu“ kolmglaðan sík-
ópat: „Jú, jú, það var hann buinn
að sjá.“
Ingvi Hrafh Jónsson fréttastjóri
sagði fyrr í vikunni í viðtali við DV
að hann hefði ekki séð fréttina og
hefði hann séð hana þá hefði hann
tekið ákveðin atriði úr henni. Ingvi
Hrafn og Amþrúður segja því ekki
sömu söguna af meðferð fréttarinnar
fyrir útsendingu. Vegna fréttarinnar
hefur iögmaður sakbomingsins í
„Svefheyjamálinu“ lýst yfir að höfð-
að verði meiðyrðarmál á hendur
útvarpsstjóra og ákvörðun verður
tekin í næstu viku hvort bæjarfóget-
inn í Hafharfirði geri slíkt hið sama.
-sme
BU '87
Smyglaða skinkan
enn á boðstólum
„Engin heimild borist frá okkur,“ segir ráðuneytisstjórinn
„Það var með fullu leyfi Jónasar
Jónssonar búnaðarmálastjóra og
formanns sýningamefndar BÚ ’87 að
við buðum fólki upp á að smakka ís-
lenska skinku og danska. Það kom
j^-eyndar aldrei til tals að danska skink-
an yrði kynnt sem smygluð, eins og
gert var, í samtali okka Jónasar,"
sagði Bjami Harðarson, ritstjóri
Bændablaðsins, sem bauð sýningar-
gestum að bragða á smyglaðri danskri
skinku í bás sínum á BÚ ’87 á miðviku-
daginn. Bjami ætlar enn að bjóða upp
á danska skinku um helgina.
„Tilgangurinn með þessu uppátæki
okkar er að vekja athygli á stórfelldu
skinkusmygli til landsins og búnaðar-
málastjóri virtist vera mjög ánægður
með þetta frumkvæði okkar.“
ins, sagði i DV í gær að þetta mál
hefði aldrei verið borið undir sýning-
arstjóm og enn síður verið samþykkt.
Sveinbjöm var spurður hvað honum
fyndist um að framhald yrði á fram-
boði smyglaðrar skinku á BÚ ’87 um
helgina.
Ekki reyndist unnt að ná í Jónas
Jónsson búnaðarmálastjóra, sem
staddur er erlendis, én Sveinbjöm
Dagfinnsson ráðuneytisstjóri, sem er
í sýningarstjóm fyrir hönd ráðuneytis-
„Það hefur engin heimild komið frá
sýningarnefhd og þetta tiltæki sætti
ávítum. Ég átti satt að segja alls ekki
von á að framhald yrði á þessu,“ sagði
Sveinbjöm.
ATA
Frjálst,óháð dagblað
AGÚST 1987.
LAUGARDAGUR 22
Utvegsbankamálið:
KR-ingar skiluðu
tiyggingum
Hinir svo nefndu KR-ingar í Útvegs-
'bankamálinu, aðilamir 33 sem buðu á
móti Sambandsmönnum, komu í fjár-
málaráðuneytið um miðjan dag í gær
og lögðu fram umbeðnar tryggingar
fyrir eftirstöðvum þess kaupverðs er
þeir buðu í bankann.
Að sögn Sigurðar Þórðarsonar,
skrifstofustjóra fjármálaráðuneytis-
ins, verður unnið í því yfir helgina að
fara yfir þessa pappíra, sem em í það
minnsta 33 bréf og sennilega eitthvað
meira. Meiningin er að á mánudags-
morgun verði hægt að leggja niður-
stöðuna fyrir viðskiptaráðherra.
-S.dór
Bam hljóp fyrir bíl
í gær varð slys við leikvöll sem er
við Háabarð í Hafharfirði. Fjögurra
ára gamalt bam hljóp í veg fyrir bíl
sem kom akandi eftir Háabarði. Bam-
ið var flutt á slysadeild en mun ekki
hafa slasast alvarlega.
Fimm árekstrar urðu i Hafharfirði i
gær. Enginn þeirra var harður og eng-
in slys urðu á fólki. í fyrradag urðu
sjö árekstrar í Hafnarfirði og segir
lögreglan að sennilega megi kenna
góða veðrinu um þennan mikla fjölda
árekstra.
-sme
Jón L. Arnason varð sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins í gær. Hlaut hann
sex vinninga af sjö mögulegum en sex vinninga hlutu einnig Ágúst Karls-
son, Jóhannes Gísli Jónsson og Róbert Harðarson. DV-mynd GVA
LOKI
Þeir segja að LIU-Kristján
sé Valsari!
Veðurhorfur á sunnudag og mánudag:
Hægvíðri um allt land
Suðaustangola verður suðaustanlands á morgun en víðast hvar annars staðar hægviðri. Hiti verður 9-16 stig og hlýjast á Norðurlandi. Á mánudaginn
verður norðvestangola um norðvestanvert landið en annars staðar á landinu hægviðri. Hiti verður 9-16 stig og hlýjast suðvestan- og suðaustanlands.