Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 4
4 MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. Fréttir Landhelgisgæslan í Kjaradeilu við riklð: Þyrluflugmenn vinna ekki aukavinnu nema þeir fai greitt fyrir hana „Ef ekki nást samningar nm þessa miklu aukavinnu okkar vill ríkis- valdið augljóslega ekki halda uppi þessari öryggisþjónustu með því sniði sem hún hefur verið hingað til. Þá munum við einungis vinna þann tímafjölda sem samningar okk- ar kveða á um en þá skapast óneitan- lega alvarlegar gluíiir í þetta öryggiskerfi sem við höfum verið að byggja upp að undanfömu," sagði Bogi Agnarsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, í viðtali við DV. Nú stendur yfir kjaradeila flug- mannanna og fj ármál aráðuneytis vegna mikillar aukavinnu sem þyrluflugmenn hjá Landhelgisgæsl- unni hafa lagt af mörkum við björgunarstörf síðustu misserin. Á stóm þyrluna þarf flugstjóra og annan flugmann til en þyrluflug- menn hjá gæslunni hafa til skamms tíma verið fjórir þar til nú í sumar að sá fimmti bættist í hópinn. Þetta þýðir að tvær tveggja manna vaktir hafa í tæp þrjú ár skipt með sér bak- vöktum ajlan sólarhringinn allan ársins hring. „Það er augljóst mál að fimm menn geta ekki haldið úti þessari þjónustu til lengdar enda höfum frestað sumarfríum okkar margsinnis vegna þessarar mann- eklu,“ sagði Bogi. Þess má svo geta að útköllum þyrl- unnar hefur fjölgað mjög á síðustu mánuðum og nú þegar em útköllin á þessu ári orðin mun fleiri en þau vom á öllu síðasta ári. í síðustu viku veiktist einn flug- mannanna, með þeim afleiðingum að ekki hefur verið hægt að nota þyrluna nú um helgina, því að á þeim tíma hefúr enginn getað leyst þennan mann af. „Við fáum okkar kaup samkvæmt almennum taxta flugmanna og um það er enginn ágreiningur," sagði Bogi ennfremur. „Landhelgisgæslan hefur einfaldlega keypt af okkur hveijum og einum hundrað sjötiu og fimm stundir á mánuði en vegna mikils álags erum við iðulega með hátt á þriðja hundrað tíma á mán- uði. Þessar umframstundir höfum við aldrei fengið greiddar í þessi tæp þrjú ár. Það má þvi segja að hér sé um sjálfboðavinnu að ræða ef við ekki fáum eitthvað greitt fyrir þessa aukatíma." Bogi sagði að þeir hefðu hafið máls á þessu nú í vor og hann vildi taka fram að yfirmenn Landhelgis- gæslunnar sýndu skilning á sjónar- miðum flugmannanna enda væri samvinna þessara aðila mjög góð. Hins vegar eru þyrluflugmennimir orðnir þreyttir á seinagangi málsins í launadeild fjármálaráðuneytisins. Nú hefúr launadeildin hins vegar gefið þau svör að hún treysti sér ekki til að taka ákvörðun í málinu án samráðs við háttsetta aðila i ráðuneytinu en í morgun munu emb- ættismenn frá launadeildinni hafa fundað með fjármálaráðherra um málið. Flugmennimir eru svo boðað- ir á fund í launadeildinni á miðviku- dagsmorgun kl. ellefu en þá mun framvinda málsins væntanlega ráð- ast. KGK Við komuna til landsins í gær. Zheng Tuobin, utanríkisráðherra Kína, heils- ar Pétri Thorsteinssyni. DV-mynd S Utanríkisráð- herra Kína á íslandi Kínverski utanríkisráðherrann, Zheng Tuobin, kom í opinbera heim- sókn til íslands í gær ásamt tólf manna fylgdarliði. Pétur Thorsteins- son tók á móti utanríkisráðherran- um í stað Steingríms Hermannssonar sem hefur legið í flensu og sá sér ekki fært að mæta. Kínverski utanríkisráðherrann mun eiga viðræður við Steingrím í ferðinni auk þess sem hann mun skoða nokkur íslensk fyrirtæki. Af þeim fyrirtækjum má nefna Granda hf., Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- una hf. og Hampiðjuna hf. Zheng Tuobin mun dveljast hér á landi fram á miðvikudag. -ELA Kjaradeilur gæsluflugmanna: Ágreiningur um útreikninga - segir Ásmundur Vilhjálmsson hjá launadeildinni „Þessi ágreiningur snýst fyrst og því að þyrluflugmennimir vinna fremst um það hvemig eigi að reikna miklu fleiri bakvaktartíma heldur þá bakvaktatíma sem hér koma til en gengur og gerist í farþegaflugi. álita,“ sagði Ásmundur Vilhjálms- Það má því vera að almennir flug- son, lögfræðingur hjá launadeild mannasamningar eigi ekki við um fjármálaráðuneytisins, þegar DV bar björgunarflugiö að þessu leyti. Hinir undir hann þá kjaradeilu scm nú er eiginlegu flugtímar í björgunarflugi í gangi milli þyrluflugmanna hjá eru ekki nema h'till hluti af heildar- Landhelgisgæslunni og ríkisins. vinnu flugmannanna enda er það „Við erum að vinna að því að finna aðalatriðið að hafa aðgang að þess- leið til að tryggja þessa öryggis- um flugmönnum þegar á þarf að þjónustu en álitamálið kemur til af halda,“ sagði Ásmundur. KGK I dag mælir Dagfari__________________________ Ríkið selur sjálfu sér Nú er það nýjast að frétta af Útvegs- bankadeilunni að ríkisstjórnin hugleiðir þá hugmynd að Lands- bankinn og Búnaðarbankinn kaupi Útvegsbankann. Þetta er alveg stórsnjöll lausn á deilunni langvinnu og maður er eiginlega alveg hissa á því að þeim skyldi ekki hafa dottið þetta í hug fyrr. í fyrsta lagi losnar ríkisstjómin við að gera upp á milli Sambandsins og einkaframtaksins. í öðru lagi uppfylla þeir stjómarsátt- málann með því að selja ríkisbanka. í þriðja lagi á ríkið áfram bank- ann. Og í fjórða lagi verður allt óbreytt. Eins og menn muna varð uppi fót- ur og fit þegar Sambandið gerði mönnum þann óleik að bjóða í Út- vegsbankann meðan einkaframtakið stóð úti í miðri laxveiðiá. Handhafar peningavaldsins í einkageiranum urðu að fara á handahlaupum upp úr ánni og beint í bílasímann til að nurla saman gagntilboði. Síðan komu ráðherramir hver á fætur öðr- um og fögnuðu því mjög að geta losnað við útgjöldin af Útvegsbank- anum og fá sjö hundruð milljónir í kassann. Það þarf að vinna þetta mál hratt, sögðu þeir og töldu það tilboðshöfúm, ríkisstjóminni og bankanum fyrir bestu að ákvörðun lægi fyrir í vikunni. Fljótlega kom í ljós að það var ekki sama vikan, sem þeir höföu í huga, því nú em liðnar að minnsta kosti fjórar vikur síðan fyrstu al> burðir gerðust og enn hefur bankinn ekki verið seldur. Mikið vatn hefúr til sjávar runnið í millitíðinni. Flest- ir hafa talið að Sambandið hefði móralskan rétt á kaupunum og mun það vera í fyrsta skipti í sögunni að SÍS hefur siðferðið sín megin. Hlýtur það að vera merkilegur áfangi í sögu Sambandsins þegar það hefur rétt á einhverju af siðferðilegum ástæðum enda em Sambandsforstjóramir svo ánægðir að þeir hafa hótað málsókn til að innsigla þennan atburð í nafiii siðferðisins. Um tíma leit út fyrir að ríkisstjóm- in mundi falla á þessu máli eftir að Steini haföi hringt í flokksráðið og hótað stjómarshtum ef ekki væri farið eftir þeim skilaboðum sem hann fékk úr símahringingunum. Staða hans þótti hin versta. En svo kom Helgarpósturinn með skoðana- könnun og niðurstaðan varð sú að fylgi Sjálfstæðisflokksins rauk upp úr öllu valdi og verður ekki önnur ályktun dregin af þeim úrslitum en sú að það sé best fyrir formann Sjálf- stæðisflokksins að vera með allt niður um sig til að bæta fylgi flokks- ins. Ef menn vilja draga pólitískan lærdóm af deilu þessari þá sýnist best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leyfa framsóknarmönnum að eigna sér siðferðið meðan sjálfstæðismenn eigna sér atkvæðin, enda er marg- sannað að íslenskir kjósendur leggja lítið upp úr móral og siðferði. Um tíma ræddu menn þann mpgu- leika að selja Búnaðarbankann líka og svo fengu allir sér lögfræðinga til að finna út hver færi að lögum og hver ekki. Hinir siðlausu þurftu nefrdlega að hafa lögin sín megin, úr því þeir höföu ekki siðferðið á sínu bandi. En sú viðleitni að láta lögin ráða eða selja Búnaðarbank- ann í kaupbæti gekk heldur ekki upp vegna þess að enginn haföi áhuga á Búnaðarbankanum eða lögunum þegar á reyndi. Þegar allt var orðið blýfast og stál í stál kom viðskiptaráðherra með lausnina: Að selja sjálfúm sér Út- vegsbankann. Það er gert með því að láta Landsbankann og Búnaðar- bankann kaupa Útvegsbankann. Þar sem tveir fyrmefndu bankamir em líka ríkisbankar verður Útvegs- bankinn einfaldlega fluttur úr hægri vasa ríkisins í þann vinstri, Sam- bandið og einkaframtakið mega eiga það sem úti fiýs en ríkisstjómin er búin að efna loforðið um að selja Útvegsbankann! Snjallara getur það ekki verið. í staðinn fyrir að selja Útvegs- bankann kaupir ríkissjóður ban- kann aftur í gegnum hina ríkis- bankana. í staðinn fyrir að selja Búnaðarbankann í skiptum fyrir Útvegsbankann verður Búnaðar- bankinn látinn kaupa Útvegsban- kann í skiptum fyrir Sambandið og einkaframtakið. Og í staðinn fyrir að draga úr rekstri ríkisbankanna verða þeir efldir. Hókus, pókus og Útvegsbankinn verður áfram á sín- um stað. Nú vantar ekkert upp á nema bara ráða aftur gömlu banka- stjórana sem búið var að reka. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.