Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. UtLönd Verkfallsmenn biðu ósigur í gær var samþykkt að hækka orlofs- greiðslur og bætur til ættingja þeirra er látast vegna vinnuslysa. Hins vegar vildu námueigendur ekki hækka boð sitt um 23,4 prósent launahækkun. Verkfallsmenn fóru fram á 27 prósent hækkun. Ákveðið hefur verið að ráða aftur alla þá er sagt var upp störfum. Anglo American mun hins vegar ekki taka aftur við öllum þar sem ráðið hafði verið stöður sumra er reknir voru. Eigendur námufélaga í Suður-Afr- íku hafa brotið á bak aftur víðtækasta verkfall blökkumanna í landinu. Um tvö hundruð og fimmtíu þúsund námu- verkamenn streymdu aftur til vinnu í gær eftir þriggja klukkustunda við- ræður samningamanna . Samþykktu verkfallsmenn boð um bætt vinnuskilyrði og sams konar boð um launahækkun og þeir höfðu hafn- að fyrir nokkrum dögum. Leiðtogi samtaka námuverkamanna, Cyril Ramaphosa, neitaði samt að verka- menn hefðu beðið ósigur. Námueig- endur hefðu neitað að trúa því að svo margir myndu taka þátt í verkfallinu og að það myndi vara lengur en tvo sólarhringa. Námumenn litu á þetta sem eirrn lið í baráttu sem haldið yrði áfram þar til gengið hefði verið að öllum kröfum námumanna. Sérfræðingar telja að úrslit vinnu- deilunnar geti haft áhrif á aðstæður verkamanna í landinu í framtíðinni þar sem þau gætu orðið öðrum at- vinnurekendum hvatning til að ganga ekki að kröfum blökkumanna um laun á við hvíta. Naas Steenkamp, (ulltrúi námufélaga i Suður-Afríku, tilkynnti í gær að þriggja vikna verkfalli námuverkamanna lands- ins væri lokið. Simamynd Reuter BODDÍHLUTIR VATNSKASSAR Öxlar-liðir-hosusett-klossar DRIFLIÐIR Framljós Hliðarlistar Gólfmottur Þurrkublöð Límrendur Bíi nnsF Póstsendum. E IS SKEIFUNNI 5 - 108 REYKJAVÍK (91) 33510-688510. Viltu lægi við gerð a og ná góði Við bjóðum upp á al á mun lægra verði en : ÖLL PRENTUN kostnað luglýsinga tm árangri? hliða auglýsingagerð annarsstaðar þekkist. Á SAMA STAÐ tofa magnúsar ólafssonar Mmm''auglýsinqas Austurströnd 10, Seltjarnarnesi - Símar 611633 og 611533 Líbýskir hermenn sýna vopn er þeir segjast hafa tekið af hermönnum frá Chad eftir bardagann um landamæraborgina Aouzou. Símamynd Reuter Yfirvöld í Chad neita ósigri Yfirvöld í Chad fullyrða að her landsins hafi ekki hörfað undan Líbýuher í landamæraborginni Aouzou. Því er einnig vísað á bug að stjóm borgarinnar sé í höndum Líbýu- manna. Tilkynnt var í gær að líbýskir her- menn hefðu gert flugárásir á tvær borgir fyrir sunnan Aouzou. Segja yfirvöld í Chad að tvær herflugvélar og ein þyrla hefðu verið skotnar niður. Fréttamaður frá BBC greindi fiá því að hermenn frá Líbýu hefðu leitt hann um borgina Aouzou sem er á svæði sem báðir deiluaðilar gera tilkall til. Þykir frétt hans styðja þá fullyrðingu að Líbýumenn hafi borgina á valdi sínu en Chadmenn láta sér fátt um finnast. Yfirvöld í Líbýu tilkynntu á föstu- daginn að þau hefðu náð borginni Aouzou aftur á sitt vald eftir tveggja klukkustunda bardaga, þremur vikum eftir að hermenn frá Chad náðu borg- inni. Hún hafði þá verið undir yfirráð- um Líbýumanna í fjórtán ár. Oslóariögreglan sökuð um Pál VHhjáímaaon, DV, Ctóó: Lögregian í Osló hggur undir ámæli fyrir að beita ónauðsynlegu ofbeldi í viðskiptum sínum við mót- mælagöngu gegn Nató sem fór fram í vor. Opinber rannsóknamefiid seg- ir lögregluna í höfuðborginni allt of viljuga til að nota hunda og gúmmí- kylfúr gegn Natóandstæðingum. Sérstaklega er lögreglan gagnrýnd fyrir handtöku á Stein Lillevolden sem tahnn var höfuðpaurinn á bak við mótmælin í Osló, tólfta til fjórt- ánda maí síðastliðinn. Lögreglan réðst með miklum liðsafla inn á veit- ingahús í miðborg Osló að kvöldi fjórtánda maí og handtók Lillevold- en. í misgripum voru nokkrir sak- lausir gestir veitingahússins einnig handtcknir og einn þeirra var bitinn af lögregluhundi. Skæruliðar ráðgera árásir Tveir skipsfarmar af uppreisnar- hermönnum verða ef til vill settir í land á Caballo-eyju á Filippseyjum, að því er embættismaður, er ekki vill láta nafhs síns getið, hefur gefið í skyn. Þar muni þeim veitast tími til að hugsa um hvað þeir hafi gert af sér. Ekki hefur enn verið ákveðið hvem- ig refsa skuli þeim átta hundrnð liðsforingjum og hermönnum sem gáf- ust upp eða vom gripnir og komið var fyrir á tveimur skipum flotans þar sem ekki var um að ræða annað fanga- rými. Hins vegar hefúr verið ákveðið að yfirheyra um þrjú hundrnð starfs- menn Villamor flugvallarins í Manila. Uppreisnarmenn náðu hluta flugvall- arins á sitt vald á fimmtudaginn er þeir gerðu tilraun til að steypa Aquino forseta. Skæmliðar kommúnista hafa lýst því yfir að þeir muni gera árásir á bækistöðvar hersins. Ætla þeir að not- Corazon Aquino, forseti Filippseyja, sæmir hermann, sem særðist í bylt- ingartilrauninni, orðu. Simamynd Reuter færa sér það upplausnarástand sem ríkir eftir byltingartilraunina. Á laug- ardaginn gerðu þeir árás á lögreglu- stöð nálægt borginni Davao. Fjórtán manns létust, þar á meðal tíu skæm- liðar, að því er yfirvöld segja. Vinstri menn hafa aftur á móti til- kynnt að þeir muni ekki efna til mótmæla að nýju vegna verðhækkana á bensíni. í síðustu viku lamaðist allt atvinnulíf í höfuðborginni Manila vegna slíkra mótmæla. Aquino forseti, sem kom fyrst fram opinberlega í gær eftir uppreisnina, viðurkenndi að mikill klofhingur væri innan hersins. Hún tilkynnti að her- sveitir hollar sér mundu halda áfram að berjast gegn uppreisnarmönnum. Tvö dagblöð í Manila greindu frá því að nemar í herskóla hefðu farið í hung- urverkfall til að lýsa yfir stuðningi sínum við uppreisnarmenn. Leiðtogi uppreisnarmanna, Greg- orio „Gringo" Honasan, er nú eftir- lýstur maður. Ekkert er vltað hvar hann er nlðurkominn. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.