Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 9
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987.
9
DV
Útlönd
Lögfræðingar nokkurra af föngun-
um, sem nú hafe haldið tuttugu og
átta gíslum í sex daga í fengelsinu
á ítölsku eynni Elbu, hafa verið
fengnir til þess að reyna að miðla
málum.
Að sögn yfirvalda er vonast til
þess að lögfræðingarnir geti talað
skjólstæðinga sína til og fengið þá
til samninga við yfirvöld.
Stjómvöld vonast enn eftir því að
finna friðsamlega kusn á deilunum
en uppreisnarfengarnir, sem eru sex
talsins, hafe hótað að myrða gísla
sína verði ekki orðið við kröfúm
þeirra.
Myrti fímm og framdi sjálfsmorð
; Liðlega tvítugur maður myrti fimm
manns í Boston í Bandaríkjunum í
gærog ifamdi; að því loknu sjálfs-
morð.
Að sögn sjónarvotta varð fyrst
vart við manninn þegar hann elti
konu einn úti á götu og skaut hana
að lokum til buna. Hann leitaði að
því verki loknu skjóls í ibúðarbygg-
ingu og mvrti fióra þar, áður en
hann svipti sig lffi.
Ekki er vitað hvað olh því að berserksgangur rann á manninn. Hann var
innflytjandi ffá Vietnam og talið er að öll fómarlömb hans hafi einnig ver-
ið innflytjendur þaðan.
FjóldasjáKsmorð eða fjöldamorð?
Krufningar hafa leitt í ljós að margir af þeim þijátíu og tveim meðlimum
sértrúarsafnaðar í Seoul í Suður-Kóreu, sem fúndust látnir í verksmiðjubygg-
ingu þar í gær, létust af eitri. LÖgreglan í borginni segist þó ekki hafa neitt
scm bendi til hvort um fiöldamorð eða hópsjálfemorð er að ræða.
í gær var leitað sextíu verkamanna úr verksmiðjunni, sem er nokkuð
suður af Seoul, en án árangurs. TaLsmaður lögreglunnar sagði í gær að lík-
legast væri talið að söfimðurinn hefði ákveðið að frcanja hópsjálfemorð.
Þó var ekki talið útilokað að um morð hefði verið að ræða. Eirrn úr hópn-
um fannst hengdur og er talið hugsanlegt að hann hafi ráðið hinum bana.
Ummerki benda til að sumir þeirra hafi verið kyrktir en allir voru hinir
látnu bundnir á höndum og fótum.
Vanunu fyrir rétt
Mordechai Vanunu, fyrrum kjam-
orkutæknifræðingur, sem sakaður
hefur verið um að hafe afhent bresk-
um dagblöðum kjaniorkuleyndar-
mál ísraelsrikis, kemur fyrír rétt í:
dag.
Yfirvöld hafa byrgt glugga réttar-
salarins, þar sem réttarhöldin munu
fara fram fyrir luktum dyrum, til
þess að koma í veg fyriraö Vanunu,
sem er Iiðlega þrítugur ísraeli, skýri
frá því hvernig honum var komið til
baka til ísrael. Hann var fiuttur
nauðugur frá Bretlandi eftir að hafe
skýrt þai-lendiun dagblöðum frá því
að Israelsmenn hc-fðu átí kianwrku-
vopn í tvo áratugi.
Búist er við að réttarhöldin verði
síðar opnuð almenningi.
Minnast horfins leiðtoga
Shítar í Líbanon efiidu í gær til
minningargongu í t ilef'ni þess að níu
ár eru nú liðin frá hvarfi Imam
Musa Sadr, lciðtogans sem leiddi þá
fyrstu skref baráttu sinnar fyrir
tveim áratugum síðan.
Tugþúsundir gengu í gær um bæ-
inn Balbeck, þar sem nú er eitt helsta
vígi róttækra shíta og íranskra bylt-
ingarvarða.
Sadr sást síðast árið 1978 þegar
hann fór i heimsókn til Líbýu. Líbýu-
stjóm hefúr neitað með öllu að eiga
þátt í hvarfi hans og segir hann
hafa farið þaðan i flugvél.
30 TONN
af barnahúsgögnum tökum við heim og þau munu
seljast upp á nokkrum dögum.
HÉR ER VERÐIÐ!
Svefnbekkur m/dýnu og þrem púðum
kr. 8.320.
Svefnbekkur m/yfirhillu, dýnu og 3 púð-
um kr. 13.770.
Svefnbekkur m/endahillu, dýnu og 3
púðum kr. 11.710.
Bókahilla, há, kr. 3.670. Bókahilla, lág,
kr. 2.450.
Kommóða, 8 sk., mjó, kr. 4.240. Komm-
óða, 8 sk. m/skáp, kr. 6.490.
Kommóða, 8 sk.,kr. 5.380. Kommóða, 6
sk„ kr. 4.250. Kommóða, 4 sk„ kr. 3.250.
Skrifborð nr. 55, lengd 150 cm, kr. 5.730. Skrifborð nr. 56, lengd 150 cm, kr. 5.380.
Skrifborð nr. 53, lengd 120 cm, kr. 4.590.
Skrifborð nr. 54, lengd 120 cm, kr. 4.120.
Öll húsgögnin eru spónlögð með slitsterkri plastfilmu
í kvistafuru eða hvítu.
HUSGÖCIV
húsgagna-höllin
BÍLDSHÖFÐA 20 — 112 REYKJAVÍK —91-681199 og 681410