Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 12
12
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987.
Neytendur
Notið ykkur ódýra blómkálið
- biómkálsréttir nu svo ódýrir að þeir falla innan hins þrönga ramma heimilisbókhalds DV!
Blómkál er á mjög góðu verði þessa
dagana, víða hægt að fá það á rúmlega
65 kr. íslenskt blómkál er án efa eitt-
hvert allra besta sinnar tegundar í
heiminum og því sjálfsagt að notfæra
sér þessa vöru á meðan verðið er hag-
stætt.
Þannig kosta réttir með blómkál að
aðaluppistöðu ekki nema kannski rétt
rúmlega 150 kr. fyrir fjóra en eru samt
öndvegismatur. Það er því ekki úr
vegi að hafa blómkál í matinn þessa
dagana.
Blómkál er sérlega hollt og hitaein-
ingasnautt og tilheyrir einnig þeim
flokki grænmetis sem getur beinlínis
komið í veg fyrir krabbameinsmyndun
eftir því sem fróðir menn segja.
Blómkál geymist einnig vel í frysti.
Betra er þó að snöggsjóða það fyrir
frystingu. Munið að nauðsynlegt er
að snöggkæla kálið eftir suðu. Það er
best að gera með því að eiga nóg af
ísmolum í bala og kæla kálið með því
að setja það í plastpoka og síðan í
balann.
Hægt að matreiða á margan
hátt
Blómkál er hentugt í margvíslega
rétti. Hægt er að nota það í forrétt,
aðalrétt, með aðalréttinum, soðið eða
steikt og blómkál er líka einstaklega
gott hrátt borið fram með góðri ídýfu.
Þegar þið kaupið blómkál er best
að velja hausa með kálinu á jafnvel
þótt þurfi að greiða fyrir kálið sem
ekki er notað. Hausamir eru miklu
betri, hvítari og geymast þannig í
nokkra daga eða jafhvel vikur í kæli.
Geymslutíminn styttist um leið og
kálið er skorið af.
Veljið ykkur þétta og hvíta hausa,
þeir eru bestir. Einnig er hægt að nota
kálið í ýmsa rétti ef þið viljið.
Soðið blómkál
Hreinsið kálið af blómkálinu og
hluta af stilknum. Ef sjóða á hausinn
í heilu lagi er gott að skera kross í
stilkinn. Látið hausinn liggja í köldu
vatni með svolitlu ediki í í um það bil
klukkustund áður en það er soðið.
Þetta er gert til þess að lokka snigla
eða önnur smádýr út úr kálhausnum
áður en í pottinn kemur.
Kálið er síðan látið í sjóðandi salt-
vatn og soðið undir loki í 10-20
mínútur (fer eftir stærð). Gætið þess
að sjóða kálið ekki of mikið.
Kálið er síðan fært upp úr pottinum
með stóru gatasigti og látið á heitan
disk.
Blómkálsgratín
Blómkálsgratín eða bakstur er ein-
hver besti og sumarlegasti matur sem
hægt er að hugsa sér. í hann er notað
Þannig á að undirbúa og sjóða blómkál. Skera kálið af og hluta af stilknum, láta það liggja í bleyti í ediksvatni svolitla stund, láta það í pottinn með stilkinn upp,
færa það að lokinni suðu upp á heitt fat með gatasigti.
blómkál sem er soðið í stutta stund
og tekið sundur. Einnig er gott að
nota soðnar gulrætur í þennan rétt. f
hann fer:
1 stórt blómkálshöfuð
salt, pipar
50 g smjörl.
2 dl soð
85 g hveiti
1 dl kaffhjómi
4 eggjarauður
4 eggjahvítur, stífþeyttar
brauðrasp
Sjóðið blómkálið sundurtekið eins og
áður er sagt. Látið soðið leka af eftir
suðu og geymið. Látið suðuna koma
upp á ijóma og smjöri, hrærið hveitinu
út í og bætið soðinu smám saman út
í. Hrærið vel í.
Þegar sósan er orðin þykk og glans-
andi er potturinn tekinn af hitanum
og þá er eggjarauðunum hrært saman
við, einni í einu. Kiyddið nú með salti
og pipar eftir smekk. Sumum þykir
mjög gott að láta ögn af hvítlauks-
dufti út í. Stífþeytið nú eggjahvítumar
og blandið varlega saman við. Loks
er blómkálið látið út í og gulrætumar
ef þær em notaðar. Gætið þess að
gera þetta mjög varlega.
Þetta er látið í smurt eldfast mót
með nokkuð háum og beinum hliðum.
Stráið brauðraspi í formið og fyllið það
aðeins að 3/4 hluta og stráið einnig
brauðraspi ofan á. Bakið gratínið í 15
mín. við 200°C, lækkið 'þá hitann í
160°C og bakið áfram í ca 45 mín.
Berið fram strax! Gott er að bera fram
brætt smjör með gratíni en það er þó
alls ekki nauðsynlegt.
Þessi uppskrift passar fyrir fjóra en
hráefrúskostnaðurinn er mjög lítill,
eða um 150 kr. eða svo. Þessi réttur
fellur því fullkomlega inn í hinn
þrönga ramma heimilisbókhalds
DV.
Blómkál að pólskum hætti
Þessi réttur kemur frá Póllandi eins
og nafhið gefur til kynna. Þetta er
fljótlegur og mjög góður réttur. f hann
fer:
1 stórt blómkálshöfúð
salt og pipar
2 egg
100 g smjörl.
1,5-2 dl brauðrasp
söxuð steinselja
Sjóðið blómkálið í heilu lagi eins og
áður er sagt frá. Harðsjóðið eggin og
brytjið þau fínt. Brúnið smjörlíkið á
pönnu og látið brauðraspið út í. Bætið
svo eggjunum og steinseljunni út í og
kryddið með salti og pipar.
Látið blómkálshausinn á heitt fat
og hellið blöndunni yfir. Skreytið með
niðursneiddum tómötum. Þannig bo-
rið fram getur þessi réttur verið sem
aðalréttur en eins er þetta mjög gott
með kaldri skinku eða öðru köldu
kjöti.
Hráefhiskostnaðurinn við þennan
rétt er mjög lítill, eða um 150 kr. Hann
passar því einnig vel innan hins
þrönga ramma heimilisbókhaldsins.
Blómkál með ostasósu
Þá er blómkál með ostasósu mjög
ljúffengur réttur. Með honum passar
vel að hafa bita af harðsteiktu beikoni
eða annað reykt kjöt. En uppskriftin
er svona:
Stórt blómkálshöfuð
salt, pipar
40 g smjörl.
1,5 dl hveiti
2 dl soð
2 dl kaffiijómi
75 g rifinn ostur
4 harðsteiktar beikonsneiðar
Sjóðið kálið í heilu lagi eins og áður
er lýst. Búið svo til sósuna þannig að
25 g af smjörinu er brætt í potti, hveit>
inu hrært út í og síðan soðinu smátt
og smátt þar til komin er þykk sósa.
Látið hana sjóða í smástund en hræ-
rið í á meðan. Takið pottinn af
hitanum og hrærið 50 g af ostinum út
Italskir ungbarnaskór
nýkomnir
Leðurfóðraðlr með leður-
sóla, gúmmlhæl.
Stærðlr 19-24.
Verð kr. 1.580.
Svart lakk
Kvftt
Skóbúðin
Snorrabraut 38.
Sími 29350.
Skóbúðin Lipurtá,
Borgartúni 23.
Sími 29350.
Hvftt, bMtt og rautt
í og kryddið að vild.
Látið nú blómkálið á eldfastan disk,
hellið sósunni yfir, stráið afganginum
af ostinum yfir og loks afganginum
af smjörinu. Bregðið þá diskinum und-
ir heitt grill í smástund eða í heitan
ofn þangað til osturinn er bráðnaður.
Stráið yfir 4 harðsteiktum smátt söx-
uðum beikonsneiðum.
Hráefrúskostnaður er rétt um 100
kr. en verðið fer eftir því hve dýr ostur
er notaður í réttinn. Tilvalið að nota
gamla ostaenda.
Pikles
Ef mikið er notað af kæfumat á
heimilinu er ekki nokkur vafi á að það
margborgar sig að búa til eigið pikles.
Raunar er líka gaman að búa til eigið
pikles og alls ekki dýrt. Þá er ekki
amalegt að fínsaxa eigið pikles og
blanda saman við majones og sýrðan
rjóma og fá þannig remolaðisósu.
Héma er góð uppskrift sem gefur um
það bil 1 kg af pikles.
200 g smár laukur
200 g blómkál
3-4 stk. agúrkur
200 g gulrætur
vatn
salt
Lögurinn:
2'/j dl edik
2/4 dl vatn
2-2!4 dl sykur
10 stk. heilir negulnaglar
10 stk. mustarðskom
Setjið laukinn í sjóðandi vatn og látið
sjóða í nokkrar mínútur. Hellið vatn-
inu af og látið kalt vatn renna á hann.
Flysjið laukana. Skiptið blómkálinu
eftir greinum. Flysjið gulrætumar og
skerið í sneiðar. Flysjið agúrkumar
og skerið í cm bita. Látið allt græn-
metið í kalt vatn og bætið örlitlu salti
út í. Látið vatnið síðan renna vel af,
jafhvel á hreinu handklæði eða eld-
húsbréfi. Látið það síðan til skiptis í
hrein glerglös. Sjóðið löginn og hellið
á grænmetið og lokið glösunum.
Geymið á köldum stað. Eftir nokkra
daga á að hella leginum af á ný og
láta suðuna koma upp og hella svo
aftur sjóðandi yfir grænmetið. Lokið
glösunum aftur. Geymið á köldum
stað. Piklesinn er tilbúinn til neyslu
eftir ca tvo daga.
Þannig er hægt að nota blómkál á
ótal vegu eins og annað grænmeti.
Eins og segir fyrr í þessari grein er
blómkál prýðilega vel fallið til fryst-
ingar, raunar ein af fáum grænmetis-
tegundum sem missir ekki allt sitt við
þá geymsluaðferð.
-A.BJ.
Kjúklinga
chalupa
Það er áríðandi fyiir flest okkar
að minnka við sig fitu í mat en það
þarf þá að gera það þannig að hægt
sé að lifa við það. Hér kemur upp-
skrift að fitulitlum kjúklingarétti.
JHpMik
Svanfríður
Hagvag JNj
skrifar
Það er hægt að nota tilbúnar taco-
skeljar í þennan rétt en það er ekki
heppilegt þar sem þær eru steiktar
í feiti. Þess vegna fylgir uppskrift
af tortillukökum sem mjög auðvelt
er að baka.
2 bollar kjúklingasoð
2 stórir tómatar, saxaðir
1 stór saxaður laukur
1 hvítlauksbátur, smásaxaður
3 soðnar kjúklingabringur í tening-
um
1/8—1/4 tsk. cayenne pipar
1/8 tsk. svartur pipar
1/8 tsk. salt
8 tortillukökur
1 tómatur, smásaxaður
1/2 laukur, smásaxaður
2 msk. rifinn ostur
léttjógúrt
Látið suðuna koma upp á kjúkl-
ingasoðinu og bætið út í söxuðum
tómötunum, lauknum og hvítlaukn-
um. Látið suðuna koma upp aftur
og látið malla við góðan hita í hálfa
til eina klukkustund eða þangað til
vökvinn er mikið til gufaður upp.
Bætið út i kjúklingabitum og
kiyddinu og látið malla í 15 mínútur
í viðbót eða þangað til allt er orðið
að þykku mauki. Hitið ofrúnn í 170
gráður.
Leggið 8 tortillukökur á létt-
smurða bökunarplötu. Það er líka
hægt að leggja álpappír undir og þá
þarf ekki að smyrja plötuna. Setjið
kökumar í ofiiinn og hitið þær i 3-4
mínútur. Snúið þeim við og hitið í
um það bil 3 mínútur í viðbót.
Takið kökumar úr ofiúnum og
þekið hveija með kjúklingamauki,
síðím með smásöxuðum tómat, lauk
og rifiium osti. Setjið jógúrt efst.
Borið fram með salati.