Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 16
16
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Nýtt tilboð
Nýtt tilboð í Útvegsbankann hefur verið boðað frá
starfsmönnum og viðskiptavinum bankans. Ef að líkum
lætur mun þetta tilboð uppfylla þau skilyrði sem sett
hafa verið fyrir sölu þeirra hlutabréfa sem ríkissjóður
hefur boðið til kaups. Talað er um að boðið verði í öll
hlutabréfin og að tilboðið verði lagt fram í nafni þús-
unda einstaklinga.
Ekki fer á milli mála að hér er athyglisvert tilboð á
ferðinni og miklu fýsilegri kostur heldur en þau tvö sem
fram að þessu hafa séð dagsins ljós. í rauninni er hér
verið að gera tilraun til stofnunar almenningshlutafé-
lags með þátttöku fjöldans, en það var einmitt upphaf-
lega hugmyndin með sölu á Útvegsbankanum.
Undanfarna daga og vikur hefur hatrömm deila stað-
ið um það hvort fallast eigi á tilboð Sambandsins eða
þrjátíu og þriggja einkaaðila. Vísa menn þar bæði til
siðferðislegs réttar, laga og almennra samskipta í við-
skiptum og sýnist sitt hverjum. Ágreiningurinn er þó
fyrst og fremst pólitískur og nú um tveggja vikna skeið
hefur ríkt styrjaldarástand innan ríkisstjórnarinnar. í
örvæntingu sinni og ráðþroti hefur viðskiptaráðherra
varpað fjöldamörgum möguleikum upp á borðið til
lausnar á þessari pattstöðu en þeim hefur jafnharðan
verið mótmælt eða vísað á bug. Svo hart hefur verið
tekist á um þetta Útvegsbankamál að opinskátt er rætt
um að ríkisstjórnin kunni að springa af þess völdum.
Jafnvel þótt viðskiptaráðherra skeri á hnútinn á annan
hvorn veginn, þannig að ríkisstjórnin haldi lífi, má
ætla að trúnaður bresti og griðurinn rofni í samstarfi
sem ætti að öðru jöfnu að vera í lagi fyrstu hveitibrauðs-
daga nýrrar stjórnar.
Hugmyndin um kaup starfsmanna og viðskiptavina
Útvegsbankans er mikil himnasending. Ef tilboð þeirra
verður að veruleika og hlutafjársöfnun tekst eins og
fullyrt er, er einfaldast fyrir viðskiptaráðherra að hafna
báðum tilboðunum tveim sem bitist hefur verið um og
taka þriðja og síðasta boðinu. Bæði Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur eru skornir niður úr snörunni
með þeirri ákvörðun. Báðir eru komnir upp í horn,
harðákveðnir í að gefa ekki eftir. Hvorugur getur unnt
hinum að hafa betur og pólitískur þrýstingur er á báða
flokka að standa fast á sínu.
Með þriðju leiðinni, þeirri að taka síðasta tilboðinu,
bjarga ráðherrar og stjórnarflokkar andlitinu, auk þess
sem sú leið er af efnisástæðum langgeðþekkust. Það
hefur aldrei verið fýsilegur kostur að láta SÍS-hringinn
yfirtaka Útvegsbankann og það eru margir fyrirvarar
á ágæti þess að örfáir aðilar í nafni einkaframtaksins
kaupi hlutabréf ríkisins. En þegar tilboð berast frá þús-
undum einstaklinga og einkafyrirtækja innan og utan
bankans sjálfs gegnir öðru máli. Þá er hrundið í fram-
kvæmd þeim gamla draumi að ríkisbankar og ríkis-
fyrirtæki verði eign fjöldans.
Það er full ástæða til að fagna frumkvæði starfs-
manna Útvegsbankans og hvetja almenning, sem lætur
sig varða framtíð bankans, að taka þátt í þessari tilraun
sem nú hefur verið hleypt af stokkunum. Hún er póli-
tískt sniðug, hún er spennandi út frá sjónarhóli
áhættufj árfestingar og hún er andsvar fjöldans gegn
ofurvaldi hinna fáu sterku og ríku á fj ármálamarkaðin-
um. Tilraunin er krókur á móti bragði, makleg og
mátuleg ráðning gagnvart þeim sem vilja ráðskast með
fjármagnið og valdið.
Ellert B. Schram
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987.
Fyrir rúmum áratug, þegar ég vann
að skipulagi Kvosarinnar í Reykja-
vík fyrir þáverandi borgaryfirvöld,
lagði ég meðal annars til að Lækjart-
org, Austurstræti og hluti Pósthús-
strætis væru gerð að göngusvæðum.
I tengslum við þessar aðgerðir var
einnig lagt til að verulegt átak væri
gert í bifreiðastæðamálum Kvosar-
innar; að byggt væri yfir Hallæris-
planið til að mynda nauðsynlegt
mótvægi við væntanlegan miðbæ við
Miklubraut/Kringlumýrarbraut og
að umhverfi þessa svæðis væri bætt
til muna. Einnig voru athugaðir
möguleikar á því að byggja þak yfir
Austurstræti, en horfið frá þeim
hugmyndum, m.a. vegna þess hve
margir bankar eru við götuna.
Einungis hluti þessara tillagna var
framkvæmdur, eða breyting Lækj-
artorgs og Austurstrætis í upphitaða
göngugötu. Þar með eignuðust ís-
lendingar sína fyrstu göngugötu þar
sem hægt var að njóta götulífs á
alveg sérstakan hátt. Þar var hægt
að hafa útimarkað, sóla sig og rabba
saman í tiltölulega mengunarlausu
umhverfi án þess að eiga á hættu
að ekið væri á mann við næsta fót-
mál.
Tuminn gerir Austurstræti
vistlegra
Á þessum tíma bar það til að nauð-
synlegt þótti að endumýja sölutum-
inn sem áður hafði staðið á
Lækjartorgi en þá stóð við gatnamót
Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Ekki
þótti samt rétt að flytja tuminn á
sama stað við Kalkofhsveg aftur þvi
að ráðgert var að tengja betur Hverf-
isgötu og Hafharstræti um þann
stað.
Til álita kom að flytja tuminn á
sinn fyrri stað á Lækjartorgi, sem
þá var orðið að göngusvæði, en rétt
þótti að hafa tuminn ekki á miðju
torginu þvi að þar var talið að hann
rýrði notagildi torgsins til samkomu-
og fundahalda. Tók ég þátt í þessum
„Allt orkar tvimælis þá gert er, hvort heldur um er að ræða göngugötur
eða turna. Þó held ég að margir hafi haft gaman af göngugötunni, útimark-
aðnum sem þar var komið á fót og jafnvel turninum lika.“
Turninn á
Lækjartorgi
bollaleggingum og vom fjölmargir
staðir athugaðir áður en núverandi
staður varð fyrir valinu. Þótti það
vega þyngst að tuminn, eins og hann
stendur nú, lokar Austurstræti og
gerir það vistlegra en ella t.d. ef stað-
ið er í Austurstræti eða Bankastræti.
Einnig hjálpar tuminn til við að
tengja stærðarhlutfóU gamalla og
ný~ra bygginga á þessu svæði.
Dæmi um líkar aðgerðir í sögu
borgarskipulags em margar. Ef mig
brestur ekki minni þá vakti eitthvað
svipað fyrir Sixtusi páfa fimmta og
arkitekt hans, Dominikusi Fontana,
þegar þeir forðum völdu höfuðkirkj-
um í Rómaborg stað á gatnamótum.
Eitthvað svipað er líka sagt að hafi
verið uppi á teningnum þegar Suður-
gatan var látin stefiia á fjallið Keili.
Allt orkar tvímælis þá gert er,
hvort heldur um er að ræða göngu-
götur eða tuma. Þó held ég að
margir hafi haft gaman af göngugöt-
unni, útimarkaðnum sem þar var
komið á fót og jafnvel tuminum líka.
Nú hafa borgaryfirvöld í Reykja-
vík samt ákveðið að ganga í þetta
mál og láta flyfja tuminn burt en
ekki ákveðið hvurt. Þótt hér sé ekki
um mikið skipulagsmál að ræða tel
ég rétt að ofangreindar forsendur,
sem réðu núverandi staðarvali, komi
fram.
Með nýjum herrum koma nýir sið-
ir og ný sjónarmið. Það er ekki nema
eðlilegt. Þó er margt skrýtið. Eitt
af því fáa sem bjargaðist þegar það
brann ofan af mér fyrir nokkrum
mánuðum var bréf frá borgaiyfir-
völdum í Reykjavík þar sem það var
KjaUaiinn
Gestur Ólafsson
arkitekt og
skipulagssfræðingur
ítrekað að ég og samstarfsmenn mín-
ir, sem unnu að ofangreindu skipu-
lagi, væm ráðgjafar borgarinnar við
skipulag Kvosarinnar í Reykjavík
þar til aðalskipulag Reykjavíkur
hefði hlotið staðfestingu. Jafnframt
er okkur bannað að taka að okkur
að teikna hús á þessu svæði. Síðan
það bréf var ritað hafa margir arki-
tektar verið settir í þetta verk og
farið þar um bæði frjálsum höndum
og ófrjálsum, án þess að ég og sam-
starfsmenn mínir hafi verið hafðir
þar með í ráðum eða leystir undan
ofangreindri kvöð. Þetta hefði þótt
undarlegur hjúaréttur í minni sveit
og eru þó ekki ófáir löglærðir menn
við stjómvölinn í Reykjavík.
í aldanna rás skiptir það sennilega
ekki miklu máli hvort tuminn á
Lækjartorgi er eða fer. Aðalatriðið
er kannski bara að búa til gott um-
hverfi á hverjum tíma sem fólk getur
fellt sig við. Hins vegar reynist það
erfitt að skilja samhengið í meðferð
Reykjavíkurborgar á hugverkum
manna ef saman em borin loftið á
Kjarvalsstöðum og göngugatan
Austurstræti f Reykjavík. Vonandi
tekst borgaryfirvöldum samt að
finna betri stað fyrir tuminn og von-
andi sér enginn eftir honum þegar
hann er farinn af núverandi stað.
Gestur Ólafsson
„í aldanna rás skiptir það sennilega ekki
miklu máli hvort tuminn á Lækjartorgi
er eða fer. Aðalatriðið er kannski bara að
búa til gott umhverfi á hverjum tíma, sem
fólk getur fellt sig við.“