Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Side 17
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. 17 Markmiðið er upp- stokkun bankakeifisins Á sameiginlegum fundi stjómar og framkvæmdastjómar Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, sem hald- inn var fimmtudaginn 13. ágúst 1987, var samþykkt samhljóða að Sam- bandið ásamt nokkrum samstarfs- fyrirtækjum keypti 67% af heildarhlutafé Útvegsbankans hf., á grundvelli útboðs ríkisins á þeim. í samræmi við þessa ákvörðun var viðskiptaráðherra afhent kauptilboð í umrædd hlutabréf, jafiiframt því sem afhent var ávísun fyrir 5 hundr- aðshlutum af kaupverðinu, svo sem áskilið var í útboðinu. Upphæð tékk- ans nam 33,5 milljónum króna og síðar var afhentur tékki að fjárhæð 1,6 milljónir, vegna verðbóta. í fram- haldi af þessu hefur orðið eitthvert mesta fjaðrafok í íslenskum við- skipta- og stjómmálaheimi sem sögur fara af. Fyrirtækjaklíka nokkurra auð- ugra ætta í Reykjavík tók sig saman og bauð á móti samvinnumönnum og í framhaldi af því var beitt hótun- um um stjómarslit af hálfu þess aðila sem gætir hagsmuna klíkunnar, Sjálfstæðisflokksins. Samvinnu- menn telja sig hafa bæði siðferðileg- an og lagalegan rétt í þessu máli. Bréftn vom til sölu á ákveðnum kjörum fram til 15. nóvember og samvinnumenn ákváðu að slá til. Nokkrir útgerðarmenn höfðu haft þær hugmyndir að þeir ættu að kaupa bréfin en komust ekki að neinu samkomulagi. Eftir að sam- vinnumenn höfðu gert sín kaup komu þeir með yfirboð upp á 1% í Kjallarinn Hermann Sveinbjörnsson blaðafulltrúi Sambandsins útborgun. Allt er þetta mál hið furðulegasta og þegar þetta er skrifað ekki útséð hvaða niðurstöðu það fær. Sam- vinnumenn höfðu það eitt í huga að stuðla að endurskipulagningu bankakerfisins sem allir em sam- mála um að sé nauðsynleg. Hér fer á eftir sá hluti fréttatilkynningar, sem geftn var út í tilefhi af kaupun- um, þar sem röksemdir samvinnu- manna em lagðar fram í stuttu máli: Stórfelld hagræðing „Svo sem alþjóð er kunnugt hefur á undanfömum árum verið rætt um brýna þörf þess að endurskipuleggja bankakerfið, sem sé allt of dýrt og vanmegnugt í núverandi mynd. Þrátt fyrir margítrekaðar úttektir og athuganir og eindreginn vilja rík- isins á því að endurskipuleggja bankakerfið hafa slíkar tilraunir reynst árangurslausar. Með kaupum á meirihluta í Út- vegsbanka íslands hf. vilja Sam- bandið og samstarfeaðilar þess stuðla að því að endurskipulagning bankakerfisins hefjist, en fyrirhugað er að Samvinnubanki Islands hf. og Útvegsbanki íslands hf. sameinist. Þá er það eindreginn áhugi og vilji stjómar Sambandsins að leitað verði leiða til þess að Alþýðubankinn hf. geti tekið þátt í þeirri sameiningu. Innlánsdeildir kaupfélaganna geta einnig komið til álita í þeirri mynd, auk Samvinnusjóðs íslands hf. Hiklaust má því fullyrða að þessar aðgerðir muni leiða til þeirrar mestu uppstokkunar bankakerfisins, sem átt hefur sér stað um áratuga skeið, með þeim árangri að stórfelld hag- rseðing verði. Að þessari endurskipulagningu af- staðinni, sem stefnt er að, hefur Sambandið áhuga á að selja aftur hluta þess hlutafjár sem nú er keypt, innlendum eða erlendum aðilum, og breikka með því grundvöll bank- _ „ _ íí ans. Svo mörg vom þau orð, sem valdið hafa svo miklu hugarangri þeirra afla sem telja sig þess umkomin að segja samvinnumönnum að þeir skuli vera á afmörkuðum bás í þjóð- félaginu. Þessi bás má ekki stækka, en hann má gjaman minnka, að mati þessara afla. Samvinnumenn em hins vegar ekki reiðubúnir til þess að láta einhverja óskylda aðila segja sér hvemig þeir vilja reka sín viðskipti. Samvinnurekstur tíðkast i nær öllum löndum heims og hvergi annars staðar í heiminum er þvílíku offorsi beitt gegn samvinnumönnum sem hér á landi. Þetta er umhugsun- arefni öllum þeim sem vilja, og telja að samvinna geti leitt til góðs. Hvað um Pálma í Hagkaup? Það er yfirlýst stefnumark sam- vinnuhreyfingar að efla og auka velferð félagsmanna sinna sem em hálfur fimmti tugur þúsunda. Fram hjá þessum hluta almennings í landinu er einfaldlega ekki hægt að ganga. Hann hefur valið sér ákveðið rekstrarform á fyrirtæki sín - full- gilt samkvæmt íslenskum lögum og lögum allra siðmenntaðra þjóða. Þegar því er haldið fram af fjár- málaöflunum í landinu að Samband- ið stundi útþenslustefhu má gjaman spyrja þess hvort þessum mönnum hafi aldrei komið til hugar að líta til einstaklinga sem þenja út fyrir- tæki sín víðs vegar um landið. Hvað um Pálma í Hagkaup t.d., sem í raun er miklu skæðari keppinautur einkaframtaksins í verslun heldur en nokkru sinni samvinnuhre\-fing- in? Svo er hér að lokum ein áskorun til Dagblaðsins Vísis. Látið nú glöggan mann setjast niður með fyr- irtækjaskrár fyrir framan sig og helst ættfræðing við hlið sér. Saman gætu þeir gert ótrúlega fróðlega mynd af tengslum fjáraflamanna í Reykjavík og fyrirtækja sem þeir stjóma. Byrja mætti með Eimskip og Halldór Jónsson í miðjunni. Með myndrænum hætti mætti sýna fram á það hvar auðhringurinn í íslensku þjóðfélagi á rætur sínar og hvemig valdaþræðimir hríslast um íslenskt samfélag. Ekki sakaði að sýna tengslin við Sjálfstæðisflokkinn og e.t.v. viðeigandi að hafa hann allt- umlvkjandi þennan hríng. Hermann Sveinbjörnsson „Hiklaust má því fullyrða að þessar að- gerðir muni leiða til þeirrar mestu upp- stokkunar bankakerfisins sem átt hefur sér stað um áratuga skeið, . . Fjárlög í skugga verðbólgu í nýútgefinni tilkvnningu Seðla- bankans um dráttarvexti, ársávöxt- un og meðalvexti fyrir september segir að dráttarvextir séu 42% í mánuðinum og meðaltal ársávöxt- unar almennra útlána sé 32,6%. Þetta em hæstu vaxtatölur sem sést hafa hér á landi í mörg ár og setur nú að mörgum ugg um að tími óða- verðbólgu sé aftur upprunninn á íslandi. Lausagangur í efnahags- stjórn Að vísu var löngu búið að vara við þessu og ein af höfuðábendingum Alþýðuflokksins til þjóðarinnar í kosningabaráttunni var einmitt sú að allt of mikill lausagangur væri á efhahagsstjóm landsins og þó sér- staklega á ríkisfjármálunum. Partur af hinu fræga góðæri gömlu ríkis- stjómarflokkanna væri ekkert annað en venjulegt kosningagóðæri sem heyrði til hinu hefðbundna munstri. Allt sé í lagi fram að kosn- ingum og þegar búið er að endur- kjósa okkur þú getum við snúið okkur að því að taka á hlutunum. Tekjur og gjöld Hluti svokallaðs góðæris var auð- vitað raunverulegt góðæri en það þýddi ekki að algjörlega mætti fara lausbeislað um ríkissjóð. Að vísu var vandinn einnig vegna þátttöku ríkis- ins í launahækkunum, sem var af hinu góða, en verðbólgan staðfestir einfaldlega það að ekki var sparað á öðrum sviðum eða tryggðar raun- tekjur á móti til þess að hagkerfið þyldi álagið. Þenslan breyttist í hita- sótt með sínum venjulemi einkenn- um, verðbólgunni. Ávísað var ódýrari peningum á of lítil verð- mæti. Ráöherranefnd Ríkisstjómin hefur nú skipað ráð- Kjallariim Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur herranefnd undir forystu fjármála- ráðherra, Jóns Baldvins Hannibals- sonar, til þess að ráða fram úr þessum vanda og eiga sjávarútvegs- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, og iðnaðarráðherra, Friðrik Sophus- son, einnig sæti í nefndinni. Dæmið er svo hrikalegt að þrátt fyrir 3,5 milljarða tekjuauka af ráðstöfunum ríkisstjómarinnar stefhir samt í stór- felldan hallarekstur ríkisins á næstu árum ef ekkert verður að gert. Á mæltu máli getur það einfaldlega þýtt enn aukna verðbólgu með frek- ari vaxtahækkun, gengisfalli og lækkun kaupmáttar launa. Minnkandi innflutningstollar Þá er það til þess að auka vandann enn frekar að samkvæmt breytingu á tollalögum og fleiru á síðasta kjör- tímabili hefur ríkissjóður minni tök á því að standa undir auknum kröf- um með tollatekjum. Ríkissjóður er sem sagt alveg hættur að græða á verðbólgunni eða þeim aukna inn- flutningi sem fylgir í kjölfar eftir- spumarþenslu. Nái verðbólgan sér á strik em auðvitað rauðu strikin gagnvart kaupgjaldinu farin að hafa áhrif og þá er stutt í það að útflutningsat- vinnuvegimir kikni undan álaginu með tilheyrandi gengisfellingu og verðbólguskrúfu. Áhrifin á ríkissjóð beint sjást svo á því að um 50% ríkis- útgjalda em laun og launatengd gjöld. Samningsbundnar hækkanir til hinna lægst launuðu hafa einnig leitað upp allan stigann með til- heyrandi launaskriði á toppnum. Góðæri án efnahagsstefnu I landinu hefur því ríkt óumdeilt góðæri en þar sem því hefur ekki fylgt nein efhahagsstefha lengst af er það farið úr böndunum að hluta til vegna kosninganna. Nú ríður því á að finna góðar lausnir á vandanum til þess að verðbólguholskefla ríði ekki yfir þjóðarbúið, öllum til óþurft- ar. Þessi ríkisstjóm hefúr nú þegar gert ráðstafanir til þess að draga úr þenslunni með peningaaðgerðum, eins og t.d. hækkun vaxta á ríkis- skuldabréf og gjaldi á erlendar lántökur. Nú stre.vmir lánsfé til landsins í formi kaupleigufjár og er talað um allt að 40% raunvexti á því fé. Auðvitað hafa þessi lánagjöld sínár dökku hliðar. Þannig kvarta menn i útflutningsgreinunum undan þessu þar sem starfeemi þeirra er einungis gjaldeyrisöflun í alþjóðlegri samkeppni. Ríkið megi ekki stuðla að minnkun gjaldeyrisöflunar eða auka hættuna á gengisfellingu. Auð- vitað verður aldrei gert svo öllum líki og svo má líka skoða sérstök dæmi út af fyrir sig. Enn finnast lág laun Varðandi útflutningsatvinnuveg- ina þá kvartar fiskverkunarfólk mjög undan lágum launum þótt það eigi vissulega sinn stóra þátt í gjald- eyrisöfluninni. Þessi laun þarf greinilega að hækka og gefur góð afkoma sjávarútvegsins almennt vonir um að þetta sé hægt. Ríkið getur þannig slegið á þenslu og verðbólguhættu í þjóðfélaginu með peningaaðgerðum og aukningu ríkistekna tif þess að mæta útgjöld- um. Auðvitað getur það líka slegið á þenslu og hamlað gegn verðbólgu með því einfaldlega að vera ekki þensluvaldur sjálft, þ.e.a.s. að eyða minna sjálft. Viðkvæmir gjaldaliðir Á fjárlögum eru gífurlegar upp- hæðir markaðar til ákveðinna þátta í þjóðfélaginu og ef allt um þrýtur með aðhaldið af peningaaðgerðun- um og tekjuöflun ríkisins neyðist ráðherranefndin sjálfsagt til þess að skoða eyðsluna. Þama eru þó mjög viðkvæm mál, eins og framlögin til byggingasjóðanna, Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, samgöngu- mála, heilbrigðismála, fæðingaror- lofe, málefria fatlaðra, lífeyrissjóðs opinberra starfemanna og niður- greiðslur og útflutningsbætur til landbúnaðarins, auk fjölda annarra mála. Verði farið að hreyfa við þess- um póstum má búast við ýmsu. Auk þess er alls ekki hægt að segja að sum þessara mála séu i lagi. Brotalöm velferðarinnar í velferðarþjóðfélagi íslenska lýð- veldisins er það aumkunarvert t.d. að launakjör sumra heilbrigðisstétt- anna séu þannig að vísa þurfi sjúklingum á salemið, þegar þeir koma á spítalann. vegna mannfæðar á öðrum deildum. Þótt slíkar fr éttir berist yfir sumar- mánuðina. þegar eðlileg sumarfrí eru á sjúkrahúsunum. þá hlvtur þetta að vekja ríkisvaldið til vitund- ar um vissa þversögn í velferðarkerf- inu og það vinnuálag á fólkið sem revTiir að standa vaktina hvemig sem á stendur. Líka mú benda á aðkallandi verk- efni í vegamálum í landinu en umferðarslysin á íslandi hljóta að vera stjómvöldum sífellt meira áhyggjuefni. Það er ekki nóg að skammast bara út í bflstjórana og umferðarmenninguna. Vegakerfið verður að fá aukið fjármagn með bílafjölguninni ef nokkurt lag á að vera á. Hreinskiptin umfjöllun Sjálfeagt eiga ráðherranefridin og ríkisstjómin nú þegar sínar and- vökustundir vegna fjárlaganna, enda styttist í að þing komi saman og fjárlögin verði að vera klár. Hreinskiptni Jóns Baldvins fjár- málaráðherra í umreeðunni um fjárlagavandann og verðlagsþróun- ina hefur vakið athygh. Vissulega hefur einnig allt komið á daginn sem hann sagði um þennan vanda í kosn- ingabaráttunni. Heiðarleiki er aðalkostur á fjármálaráðherra og því mun þjóðin komast vel frá verð- bólguvandanum núna. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Ríkið getur þannig slegið á þenslu og verðbólguhættu í þjóðfélaginu með pen- ingaaðgerðum og aukningu ríkistekna til þess að mæta útgjöldum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.