Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 26
38 MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. Hárgreiðslustofan Klapparstíg Pántanasími 13010 ^ ^ Litakynning. Permanettkynning. Strípukynning. Rakarastofan Klapparstíg Pantanasími 12725 SENDLAR ÓSKAST Á AFGREIÐSLU STRAX Upplýsingar í síma 27022. MATREIÐSLUMENN Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða mat- reiðslumenn til starfa. Einnig er óskað eftir nemum í matreiðslu. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðu- neytisins, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 8. september. Nánari upplýsingar í síma 92-11973. Sandkom Hver á þig, góða mín? Þúáttekki músina Margir vita að það getur verið erfitt að eiga við trygg- ingafélögin ef eitthvað þarf að fá bætt og margir þekkja skondnar sögur um „smáa letrið". Kylfingur nokkur á Akur- eyri varð fyrir þeirri reynslu að mús át stórt gat á golfpoka hans sem var í geymslu á golf- vellinum. Þar sem maðurinn var með heimilistryggingu hélt hann að tryggingafélagið myndi bæta skaðann og hélt því þangað. Þar var honum hins vegar tjáð að ef hann hefði sjálfur átt músina sem tjóninu olli hefði tjónið að sjálfsögðu verið bætt. Billfyrirtug- milljónir Samver hf. á Akureyri hefur fengið nýjan upptökubíl og er kaupverð hans á þriðja tug milljóna króna. Bíllinn kom til landsins á dögunum en ekki hefur verið viðlit að fá að taka myndir af tækjakosti bílsins sem mun vera ákaflega full- kominn. Hlýtur það líka að vera því verðið er aðeins hærra en gengur og gerist með bíla. P&ll Magnússon fær engu að ráða hjá Eyflrska sjónvarpsfélaglnu. Páll ræður ekki hér Mikið hefur verið um það rætt að Gestur Einar Jónsson útvarpsstjóri Hlóðbylgjunnar, á Akureyri, yrði ráðinn frétta- maður Stöðvar 2 í bænum. Mun Páll Magnússon frétta- stjóri hafa sótt það nokkuð stíft en þó með því skilyrði að Eyfirska sjónvarpsfélagið réði hann á móti stöðinni og greiddi helming launa hans. Bjami Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Eyfirska sjónvarpsfélagsins, mun ekki hafa verið tilbúinn að fallast á þetta og segir sagan að ástæðan sé sú að Páll Magn- ússon hafi ekki með manna- ráðningar að gera fyrir Eyfirska sjónvarpsfélagið. Hljóðbylgjan áfmm Þeir Hljóðbylgjumenn hafa ekki farið varhluta af ýmsum kjaftasögum í bænum að und- anfömu. Einersúaðnúum mánaðamótin fari allir starfs- menn af launaskrá enda eigi að loka stöðinni innan skamms. Hið rétta mun þó vera samkvæmt heimildum Sandkoms að rekstur stöðvar- innar hefur gengið þokkalega eftir að gripið var til spamað- arráðstafana sem meðal annars fólu í sér styttri út- sendingartíma. Þó hafi aug- lýsingum eitthvað fækkað eftir að sögusagnimar um að verið væri að leggja stöðina niður urðu sem háværastar. í samkeppni við sjálfan sig f síðustu viku kom fram í þessum dálki að Baldvin Vald- imarsson hefur tekið við sem forstjóri Sana á Akureyri en Baldvin er sonur Valdimars Baldvinssonar heildsala i bænum. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni að Heildverslun Valdimars Baldvinssonar hef- ur nú fengið umboð á Akur- eyri fyrir Sól-gos Davíðs Schevings og er því óhætt að segja að Baldvin, forstjóri Sana, sé kominn í hörkusam- keppni við Hólmgeir bróður sinn sem rekur heildverslun föður þeirra. Svo má geta þess í lokin að forstjóri Sana er um leið hluthafi í heildverslun Valdimars Baldvinssonar og er því kominn í samkeppni við sjálfan sig. Þessl Akureyrlngur slakar á i góóa veðrinu og lær sér smáblund auslan III á bekknum. Talað í áttum Akureyringar hafa þann skemmtilega sið að „tala i átt- um“ ef svo má segja. Þeir tala um að „skora á syðra mark- ið“ þegar þeir fara á völlinn, þeir tala um að hitt og þetta sé norðan við eða austan við þetta eða hitt þegar höfuð- borgarbúar myndu segja framan við eða aftan við. Einn höfuðborgarbúi, sem sótti Ak- ureyri heim, var búinn að fá sig fullsaddan á þessu en fór þó í mat á Hótel KE A. Þegar þjónninn kom og ætlaði að skammta á diskinn hans bað höfuðborgarbúinn hann um að setja kjötið vestast á disk- inn en kartöflurnar austast. Umsjón: Gylfi Kristjánsson LÖGREGLUMENN Lausar eru til umsóknar tvær stöður lögreglumanna við embætti undirritaðs með aðsetri á Húsavík. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. Stöðurnar veitast frá 1. október 1987. Allar upplýsingar gefa Þröstur Brynjólfsson yfirlög- regluþjónn og Daníel Guðjónsson varðstjóri í síma 96-41630. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Bæjarfógeti Húsavíkur, Halldór Kristinsson. REYKJKMIKURBORG Jlauécvi Sfödun FÓSTRUR ÓSKAST Á EFTIRTALIN HEIMILI: Skóladagheimilin: Völvukot, Hólakot, Hagakot, Heið- argerði, Langholt og Hraunkot. Dagheimilin: Vesturborg, Valhöll, Bakkaborg, Völvuborg, Suðurborg, Garða- borg, Laugaborg, Austurborg, Múlaborg, Dyngjuborg, Hlíðar- enda, Sunnuborg. Leikskólana: Kvistaborg, Drafnarborg, Leikfell, Árborg, Fellaborg, Hólaborg, Lækjaborg, Barónsborg, Tjarnar- borg. Dagh./leiksk.: Ægisborg, Kvarnaborg (nýtt heim- ili), Iðuborg, Fálkaborg, Hraun- borg, Rofaborg, Ösp, Foldaborg, Nóaborg. Upplýsingar gefa forstöðumenn viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. HAUSTTILBOÐ SOLHUSIÐ Sólbaðsstofa Astu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Takmarkað upplag tilboðskorta á að seljast. VERIÐVELKOMIN ÁVALLTHEITTÁ KÖNNUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.