Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 32
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. Sviðsljós « Morten Harket söngvari hljómsveitarinnar A-ha, á nóg af seðlum. Hann hefur nýverið fest kaup á þrjátíu og fimm milljón króna húsi í London. Þar hyggst hann bjóða vinum og kunningjum að gista og hafa það þægilegt þegar leiðin liggur um London. Mort- en er mikill gleðimaður og hefur reglulega gaman af því að bjóða fólki til veislu. En allir sem leggja leið sína til Mortens koma út saddir og glaðir. Morten er nefnilega mjög lagið að fylla vini sína af súkkulaðibúðingi sem er hans uppáhald og er reglulega á borðum hjá honum. Bruce Springsteen er orðinn dauðþreyttur á því að vera stjarna. Allur hans tími fer í vinnuna og ekkert annað kemst að. Endalausar hljóm- plötuupptökur, tónleikar og annað. Hann segist gjarnan vilja eiga meiri tíma fyrir sjálfan sig eins og venjulegt fólk. Söngvar- inn sér því fram á að hætta söngnum og snúa sér að ein- hverju sem tekur minni tíma. Hætt er við að Springsteen- aðdáendur verði svekktir og . sárir við þessar fréttir. En því miður, karlinn er orðinn lú- inn... Linda Evans sem leikur eitt aðalkvenhlut- verkið í Dynasty, fær hvorki fleiri né færri en átján þúsund aðdáendabréf í hverri viku. Þau eru flest frá karlmönnum á öll- um aldri sem tjá henni hrifningu sína. Þeir eru flestir að bjóða henni út að borða, vilja fá hana í veislu til sín eða annað í þeim dúr. Nokkuð fær hún þó af bréf- um frá konum sem vilja leita upplýsinga um það hvernig henni tekst að líta eins vel út og raun ber vitni. Enn aðrir eru að ræða framkomu hennar í ein- stökum sjónvarpsþætti. Telja að hún hefði frekar átt að gera svona en ekki hinsegin. Nú, svo eru alltaf einhverjir sem eru frámunalega dónalegir. Linda les ekkert af þessum bréfum sjálf enda gerði hún þá ekkert annað. —.. *-------------------------- sér Á heimaslóðum eiginmannsins, frumskógum Afriku. Þar búa hjúin í þessum kofa. „Ég kann ágætlega við það. Ailtaf áður en við förum að sofa hreinsar hann allar pöddur burtu svo mér liði betur,“ segir Monika stolt af eiginmanninum. áttu svo vel saman og voru fullviss um að gifting væri það eina rétta. Það verður að segjast eins og er að ólík eru þau og ekki bara í út- liti eins og myndirnar sýna glögg- lega heldur og í öllu öðru atgervi. Ástin á Tískuhönnuðurinn Monika Lea- dismo var ósköp venjuleg þýsk stúlka sem hannaði kjóla og kunni ágætlega við ljúfa lífið í tískuheim- inum. En á ferðalagi í Afríku kynntist hún afrískum bardaga- manni sem hún varð ákaflega ástfangin af. Skötuhjúin voru nú ekki búin að þekkjast mjög lengi þegar þau ákváðu að gifta sig. Þau engin takmörk... Enda ekki nema von, þau eru alin upp og hafa lifað við ansi ólíkar aðstæður í gegnum árin. Hún í tískuheiminum í stórborg en hann í kofum í afrískum skógum. En Monika er hæstánægð með eiginmanninn og nýja heimilið. Það sama er ekki hægt að segja um foreldra og vini Moniku. For- eldrar hennar fengu hálfgert taugaáfall þegar þau hittu tengda- soninn fyrst. Það er svo sem ekkert skrýtið. Það er vel hægt að ímynda sér venjulegt evrópskt borgarafólk fá kolsvartan mann, síðhærðan með fléttur og alls kyns skraut, allt í einu inn á gafl til sín. Og þar að auki giftan dótturinni. En það er allt saman í lagi á meðan parið sjálft er ánægt. „Það var gaman að koma með hann heim til foreldranna,“ segir Monika. Hann hafði aldrei komið í flugvél og var alveg með lífið í lúkunum þegar hann settist í vél- ina. En ég gat hughreyst hann og sýnt honum fram á að þetta var allt í lagi. Það var ekki síður gam- an þegar hann settist við matar- borðið hjá foreldrum mínum. Hann gat varla hugsað sér að nota hnífapör. Vildi bara nota fingurna eins og venjulega. En það reddaðist allt saman. Og eftir nokkra daga með ættingjunum voru þeir alveg farnir að venjast honum.“ l Afriski eiginmaður Moniku gat varla hugsað sér að nota hnífapör þegar þau snæddu kvöldverö hjá foreldrum hennar. En hann lét undan og reyndi eins og hann gat. Sjón- varp r 1 háloft- unum Tæknin, og um leið þægindin, eykst með degi hverjum. Sífellt fáum við fregnir af nýjum tækni- brellum. Hvaða nöfnum sem þær nefnast. Fátt kemur fólki orðið á óvart. Allt gert til að auka á þæg- indin, spara sporin og tímann. Flugfélögin hafa ekki látið sitt eftir liggja í samkeppninni um við- skiptavinina. Nú er farið að bjóða upp á þessi litlu sjónvörp sem við sjáum hér fyrir neðan. Flugfar- þegar geta orðið stytt sér stundir við að glápa á sjónvarp. Reyndar á video og sjónvarpsleiki. Það er breska flugfélagið British Airways sem fyrst mun bjóða upp á þessa nýju þjónustu. Farþegar munu geta valið um fimm kvikmyndir og um leið hvaða tungumál það kýs að heyra talað í myndinni. Ensku, spænsku eða frönsku. Þá verða sjö tegundir sjónvarpsleikja á boðstól- um sem og upplýsingar frá áhöfn vélarinnar. Mat- og vínseðill, upp- lýsingar um veður í helstu borgum og fleira í þeim dúr. Bandarísk flugfélög hyggjast fylgja í kjölfarið og bjóða upp á þessa þjónustu. En fyrst á að fylgj- ast með því hvernig farþegar taka þessu hjá breska flugfélaginu. Ýj&i :*•*'*'■*; Það er nú ekki amalegt að geta horft á heila kvikmynd á meðan á flugferð stendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.