Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 33
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. 45 Sviðsljós Þessar myndir eru á meðal þeirra tuttugu og fimm Ijósmynda sem fundist hafa af Marilyn Monroe og hafa fæstar birst ðður. Merkur lj ósmyndafundur Eins dauði er annars brauð. Þessi orð sannast rækilega á hverju ári og nú síðast þegar tutt- ugu og fimm ár voru liðin frá því að Marilyn Monroe dó. Alls kyns minjagripir hafa selst eins og heit- ar lummur og virðist ekkert lát vera þar á. Nú hafa fundist tuttugu og fimm gamlar myndir af kyn- bombunni sem teknar voru af henni þegar hún var rétt að byrja að koma fram. Fimmtán þessara mynda hafa aldrei nokkurs staðar birst almenningi og er því hér um merkan fund að ræða. Er talið að andvirði þessara mynda sé ein- hvers staðar á bilinu ein til ein og hálf milljón króna. Dágóð summa það. Nammi, namm..........súkkulaði er það besta sem ég veit. Og þaö er ekkert verra að borða það með öllu andlitinu. Bowie að róast? David Bowie, sem hingað til hefur verið rokkari í meira lagi, langar til að snúa sér að rólegri tónlist og jafn- vel vísnasöng í framtíðinni. Hann segist vera búinn að rokka og ham- ast svo mikið í gegnum tíðina að tími sé kominn til að spreyta sig á ein- hverri annarri tegund tónlistar. Aðspurður hvort hann færi kannski út í klassíkina svaraði hann að það væri nú heldur ólíklegt. En róleg- heitin ættu hug hans og hjarta og hygðist hann einblína á þá línu á næstu árum. David hefur einnig haft orð á því að hann vildi fara í ein- hverja kennslu hjá góðum söng- kennara til að ná fullkomnu valdi á röddinni í þeirri nýju tegund tónlist- ar sem hann ætlar að einbeita sér að. Þá höfum við það og bíðum spennt eftir næstu ballöðu frá rokk- aranum. TÖSKUOG HANZKABUÐIN HF SKOLAVORÐUSTIG 7. S.15814 REYKJAVIK. MWiiM David Bowie hyggst snúa sér að rólegheitunum og Ijúfu tónunum í tónlistinni. KYOLIC alveg lyktar- og bragðlausi hvítlaukurirm Nú geta borðað úvitlauk Algjörlega jafngildi hráhvítlauks Gæði KYOLIC eru könnuð 250 sinnum frá sáningu til fullunninnar vöru. 20 mánaða kælitæknivinnsla KYOLIC hráhvít- lauksins fjarlægir alla lykt en viðheldur öllum hinum fráhæru eiginleikum. KYOLIC er eini iifrænt ræktaði hvítlaukurinn í heimi án tilbúins áburðar eða úðunar skordýraeit- urs. KYOLIC er ræktaður á nyrstu eyju Japans þar sem jörð, vatn og loft er ómengað. Jarðvegur er einungis blandaður laufi, jurtarótum og öðrum líf- rænum efnum. KYOLIC inniheldur margfalt meira af virkum frumefnum og efnasamböndum hráu hvítlauks- jurtarinnar í fullu jafnvægi en nokkur önnur framleiðsla í veröldinni. Það er sameiginlegt öllum öðrum hvitlauksfram- leiðendum að nota mjög háan hita við fjarlægingu lyktar og þurrkun eða þá að innihald er mestmegn- is jurtaolíur annarra jurta (mjúk hylki og perlur). Hitameðferð eyðileggur hvata og önnur mikilvæg efnasambönd. Ókeypis bæklingar fást á sölustöðum. Þeir fjalla m.a. um nýjustu vísindarannsóknir, undraverða lækninga- og heilsustyrkjandi eiginleika hvítlauks og einstæð áhrif KYOLIC hvítlauksins. Lesið sjálf hvað læknarit segja. KYOLIC hefur til skamms tíma verið ófáanlegt utan Japans en fæst nú loks hérlendis. KYOLIC hefur nýlega verið bætt við hið sérstaka heilsufæði sem íþróttamenn í Bandaríkjunum borða á meðan þeir æfa fyrir Ólympíuleikana. Njótið lífsgleði, orku og hreysti, komið í veg fyrir sjúkdóma, notið þess vegna KYOLIC daglega. Helstu útsölustaðir eru heilsuvöruverslanir, lyfja- verslanir og fleiri. Sendum í póstkröfu. Fæst í töflum, hylkjum og fljótandi. Heildsölubirgðix: Logaland, heildverslun, simar 1-28-04 og 2-90-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.