Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, 'hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RÍtÉÁÍ'Örn - Auglýsingar - Áskrift - DreífSng: Slmi 27022 MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. Tveir unnu 5 milljónir Eftir að dregið hafði verið í lottó- inu á laugardagskvöld kom fljótt í ^jós að tveir miðar höfðu allar fimm tölumar réttar. Vinningurinn skipt- ist því á handhafa miðanna þannig að hvor um sig fær hvorki meira né minna en 5.396.256,00 kr. Þetta er hæsti lottóvinningur hér á landi til þessa en næsthæsta vinninginn hreppti á sínum tíma Ólafía Anan- íasdóttir fi-á Akureyri, 3,2 milljónir. Þegar DV hafði í morgun samband við Vilhjálm Vilhjálmsson og Þórð Þorkelsson hjá íslenskri getspá hafði hins vegar hvorugur handhafa vinn- ingsseðlanna gefið sig fram. Annar miðinn hafði verið keyptur í félagsheimili Fylkis í Árbæjar- hverfi. Þann vinning munu hafa hreppt þrír menn sem spiluðu eftir ^aokkuð stóru kerfi. I þeirra hlut kemur hálf sjötta milljón. Síðast þeg- ar þrefaldur vinningur var í boði í Lottóinu vann þessi sami hópur einnig og komu þá 2,4 milljónir í þeirra hlut. KGK/ATA Maður hlaut áverka á hálsi Mikil ölvun var í miðborg Reykja- víkur á föstudags- og laugardags- Ivöld. Mannfjöldi var mikill og réð ögregla ekki við neitt þegar verst lét.Talsverðar róstur voru og margar rúður brotnar. Alvarlegasti atburðurinn gerðist þegar 25 ára gamall maður var skor- inn á háls, að því er virðist án nokkurs tilefnis. Maðurinn var á gangi er komið var aftan að honum og hann skorinn með hníf eða rak- vélarblaði. Árásarmaðurinn hvarf í mannþröngina efitir að hafa veitt áverkann og er ekki vitað hver þar var að verki. Að sögn lögreglu hefur maðurinn enga hugmynd um það hver þama gæti verið að verki né hver ástæða getur legið að baki verknaðinum. Samkvæmt upplýsingum DV var vSm tvo skurði að ræða og voru þeir sinn hvorum megin á hálsinum, alls um 10 cm á lengd. Þeir voru þó grunnir og sluppu báðar hálsæðar óskaddaðar en að sögn sjónarvotta mátti ekki miklu muna að æðamar sködduðust. -PLP JVC Stakk G5j4fi Knspnssan, DV, Akmeyxi; Portúgalskur maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 14 daga gæslu- varðhald fyrir að særa Dalvíking með hnífi. Atburðurinn áttd sér stað eflár dansleik í Víkurröst á Dalvík Atvitóð mun hafa borið þannig að, aðm mönnunum tveimur lenti sam- an á planinu fyrir framan Víkurröst Mennimir voru báðir ölvaðir. eftir dansleikinn og lauk þeim við- Portúgalinn, aem er búsettur á Dal- stóptum þannig að sá portúgalstó vík, mun hafa lent í útistöðura við stakk Dalvítónginn tvívegis með annan mann á dansleiknum fyrr um hnífi í bíjósthol vinstra raegin. Dal- kvöldið og samkvæmt heimildum víkingurinn var Öuttur í Fjórðungs- DV mun að einhverju leyti vera sjúJcrahúsið á Akureyri þar sem gert hægt að tengja þessa tvo atburði var að sárum hans. Hann mun ektó saman. vera í Iífehættu og er Mðan hans eft- ir atvikum. Hjálparstofnun kirkjunnar: Um 30 tonn af fötum hafa safnast Að minnsta kosti 30 torrn fatnaðar eru afrakstur söfnunar sem Hjálpar- stofhun kirkjunnar stóð fyrir og lauk í gær. Er DV leit inn í bækistöðvum söfhunarinnar í Breiðholtskirkju síð- degis í gær voru komin um 15 tonn í hús og áttu þá eftir að berast föt frá mörgum sóknum á Reykjavíkursvæð- inu og utan af landi. Sigríður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofriunar kirkj- unnar, sagði m.a. að söfriunin hefði gengið miklu betur en vænst hefði verið. „Þetta er miklu meira en búist hafði verið við og í merkilega góðu ástandi, fötin eru nær öll nýþvegin." -PLP Veðrið á morgun: Þurrt að mestu sunnan lands Á-morgun verður norðaustanátt og rigning norðan- og austanlands en að mestu þurrt suðvestanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 11 stig eða heldur minni en verið hefur undanfarið. Skemmdar- veik á bílum Um hálffimmleytið á laugardags- morgun voru tveir bílar skemmdir í Breiðholti. Skemmdimar voru tals- verðar en hellt hafði verið yfir þá lakki og dekk skorin í tætlur. Báðir bílamir vom í eigu sama manns og taldi lög- reglan að verlcnaðurinn væri persónu- legs eðlis og stefht gegn eiganda bifreiðanna. -PLP Mikil olvun í Keflavík Mikil ölvun var í Keflavík um helg- ina. Að sögn lögreglu var mikið annrító bæði föstudags- og laugar- dagskvöld og stóð það langt fram eftir morgni bæði kvöldin. Iögregluþjónn sagði í samtali við DV að það væri eins og það hefði komið einhver hvell- ur í mannskapinn því ölvun var langtum meiri en venjulega og allar fangageymslur fullar. -PLP Akureyri: Hrapaði 8-9 metra Gylfi Kiistjáns9an, DV, Akureyri: Fatasöfnun Hjálparstofnunarinnar hefur gengið vonum framar og hafa þegar borist mörg tonn af fatnaði. Er nú unnið af krafti við að flokka fatnaðinn og pakka honum. DV-mynd JAK Ungur piltur lirapaði 8-9 metra er Hjálparsveit skáta á Akureyri var að sýna sig á húsvegg í miðbænum á laugardag. Sig skátanna utan á húsvegg að Ráðhústorgi 1 var liður í hátíðar- höldum í tilefhi af afmæli Akureyrar. Skátamir létu sig síga niður af húsinu á homi Ráðhústorgs og Hafharstrætis og fylgdist fjöldi fólks með atburðin- um. Þegar pilturinn, sem slasaðist, hafði sigið niður frá þaki hússins og átti efitir um 8-9 metra að jörðu mun kað- allinn, sem hann seig í, hafa skorist sundur á þakbrúninni. Pilturinn skall í hellulagða gangstétt, lenti á bakinu og mun hafa brotnað nokkuð en nán- ari upplýsingar um líðan hans liggja ektó fyrir. Uoydsmótið: Þróstur með annan áfanga Þröstur Þórhallsson skákmaður náði sér í annan áfanga af þremur að alþjóðlegum meistaratitli þegar hann gerði jaihtefli í gær við kanadíska skákmanninn Ivanov á skákmóti Llo- yds bankans sem haldið er í London. Þröstur sagðist í samtali við DV hafa haft unnið tafl á móti Kanada- manninum en lenti í tímahraki og missti skákina niður í jafntefli. Þröst- ur er nú með 6,5 vinninga ásamt nokkrum öðrum skákmönnum en í efeta sæti eru þeir Chandler og Weild- er með 7,5 vinninga, en næstir þeim koma síðan Benjamin og Rogers með 7 vinninga. Síðan koma Þröstur og nokltrir aðrir með 6,5 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson er með 5,5 vinninga, Jón G. Viðarsson er með 5 vinninga og Amþór Einarsson er með 4,5 vinninga á mótinu. Síðasta umferðin verður tefld í dag og mætir þá Þröstur Bandaríkjamann- inum Fedovitz. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.