Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987. Fréttir Steingrímur Hermannsson sat ekki fundinn með bandarísku nefndinni: Tillaga Bandaríkjamanna frestun en ekki lausn? - Steingrímur ræðir við Shultz í New York eftir tíu daga Ólato Amaraon, DV, Otlawa Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra ákvað að sitja ekki fundinn með sendinefnd Bandaríkj- anna í Ottawa í gær. Ástæðan var sú að í forsvari fyrir ellefu manna nefnd frá viðskipta-, dómsmála- og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna var Antony Calio, fráfarandi sjávar- útvegsráðherra, sem verið hefur svarinn fjandmaður íslendinga vegna hvalamálsins. íslendingar höfðu farið fram á að viðræðumar færu fram á utanríkis- málagrundvelli þvi hér væri ekki lengur um hvalamálið að ræða held- ur miklu alvarlegra mál varðandi samskipti íslands og Bandaríkjanna. í samskiptum ríkja gilda vissar siðareglur. Ein er sú að háttsettir ráðamenn eru ekki látnir ræða við aðra en jafningja sína. Það verður því að teljast fádæma ósvifni af Bandaríkjamönnum að senda mann, sem lætur af embætti sjávarútvegs- ráðherra á morgun. Þar að auki hefur Calio leikið mjög tveimur skjöldum gagnvart Islendingum, sagt eitt og gert annað. Það varð úr að Ingvi S. Ingvason, sendiherra íslands í Washington, Helgi Ágústsson og Kjartan Júlíus- son mættu á fundinn með Banda- ríkjamönnum til að athuga hvemig til hans væri stofhað. 1 ljós kom að bandaríska sendi- nefhdin var komin til að ræða hvalamál en hafði ekki umboð til að ræða samskipti landanna í víðu samhengi eins og íslenska ríkis- stjómin hafði farið fram á. Á fundinum veittu Islendingamir viðtöku nýju tilboði Bandaríkja- manna í hvalamálinu. Tilboðið felur í sér mun meiri eftirgjöf af hálfu Bandaríkjamanna en áður. Sam- kvæmt heimildum DV felur þetta tilboð þó ekki í sér neina varanlega lausn í hvalamálinu heldur að báðir aðilar haldi að sér höndum fram á næsta ár og í millitíðinni verði mál- in almennt skoðuð. íslendingamir vom mjög óhressir með þá framkomu Bandaríkjamanna að virða ekki óskir íslensku ríkis- stjómarinnar um viðræðugrundvöll, það má hins vegar búast við þvi að málið skýrist þegar Steingrímur Hermannsson hittir George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í New York eftir tíu daga, ef ekki verður komin hreyfing fyrir þann tíma. Bandaríska sendinefhdin hélt heim síðdegis í gær. Verða því ekki frek- ari umræður í Ottawa. Antony Calio: Vildi meiri Ólato Amaoœv DV, Otawa: Antony Calio, fráfarandi sjávarút- vegsráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við DV í gær að málin heföu þokast en erfitt væri að spá um úrslit málsins á þessari við- kvæmu stundu. Calio var þungur á svip og vildi syna horku ekki tjá sig um tilboðið sem Banda- ríkjamenn lögðu fram á fundinum. DV hefur það eftir heimildum að Calio hafi verið mjög óánægður með tilboðið og viljað sýna mun meiri hörku en kemur fram í tilboðinu. Honum mun hins vegar hafa verið skipað af æðri stöðum að halda sig á mottunni. Hrein móðgun - segir Hjörieifur Guttormsson „Þetta er hrein móðgun við íslend- inga og Steingrímur fór ekki á þennan fund og mótmælti þannig með óbein- um hætti,“ sagði Hjörleifur Guttorms- son alþingismaður, sem sæti á í utanríkismálanefnd Alþingis, eftir fund nefhdarinnar í gær. Var Hjörleif- ur spurður hvemig hann liti á það að Bandaríkjamenn sendu viðræðunefnd til Kanada undir forystu annarra en manna úr utanríkisráðuneytinu bandaríska. Ekki vildi Hjörleifur greina frá því sem gerðist á fundi utanríkismála- nefhdar en sagði að málið snerist ekki lengur um hvalveiðar heldur um al- menn samskipti á milli tveggja ríkja. Þetta er fyrsti fundur utanríkismála- nefhdar um þetta mál um nokkurt skeið og sagði Hjörleifur að nefhdin hefði átt að fá málið til umfiöllunar fyrr og áður en bréfaskipti hófust á milli ríkisstjómarinnar og Banda- ríkjaforseta. Spumingu um það hvort málinu hefði verið klúðrað með ótíma- bærum bréfaskriftum sagði Hjörleifur svo ekki vera. „En það er ljóst að Bandaríkin ætla að koma fram við okkur eins og bananalýðveldi í þessu máli. Við höfum fengið alvarleg skila- boð frá Bandaríkjunum með þessum hætti og þessi framkoma er lítilsvirð- ing við okkur,“ sagði Hjörleifur. -ój Guðrún Agnarsdóttir: Eigum ekki að láta aðra þvinga okkur „Það er greinilegt að það er tog- streita á milli ráðuneyta innan Bandaríkjastjómar um hvalamálið og svo virðist sem sjónarmið viðskipta- ráðuneytisins hafi orðið ofan á,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir, fulltrúi Kvennalistans í utanríkismálanefiid. „Ætlun þeirra er, að því er virðist, sú að sýna okkur fyllstu ákveðni í málinu. Jafhframt er ekki tekið tillit til óska forsætisráðherra okkar um viðræðugrundvöll á fundinum í Kanada. Þetta er flókið mál,“ sagði Guðrún. „Við hljótum að þurfa að taka fyllsta tillit til umhverfisvemdarsjón- armiða og hafa í huga að við erum sjálfetæð þjóð sem hefur jafiistöðu við aðrar þjóðir og þegar við gerum hlé á hvalveiðum sem má vera að við gerum um síðir, þá eigum við að gera það af sjálfedáðum og eftir yfirvegun, en ekki að láta aðra þvinga eða kúga okkur til þess,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir. -ój Steingrímur Hermannsson: „Verulegur órói getur skapast á íslandi" Ólato Ainaraan, DV, Odawa: Steingrímur Hermannsson utan- ríksiráðherra sagði í viðtali við DV í gærkvöldi að þegar íslenska ríkis- stjómin hefði samþykkt tillögu Bandaríkjaforseta um viðræður hefði hún óskað eftir því að þær yrðu á utan- ríkismálasviði, það er milli hans og George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eða fulltrúa hans. I fyrradag hefði hins vegar komið í ljós að bandaríska sendinefndin var undir forystu Antony Calio í viðskiptaráðu- neytinu þótt í henni væm jafhframt fulltrúar frá utanríkis- og dómsmála- ráðuneytinu. Þegar þetta var ljóst ákvað Steingrímur að hann hefði ekki ástæðu til að sitja fundina. Hann hefði ekki áhuga á að ræða um hvalamálið því hér væri um allt annað og stærra mál að ræða. Steingrímur sagði að íslenska sendi- nefndin hefði hlýtt á málflutning Bandaríkjamanna í hvalamálinu og veitt móttöku nýrri tillögu frá þeim í málinu. Steingrímur sagðist ekki treysta sér til að meta hvort sú tillaga gæti orðið grundvöllur að lausn í málinu. Það þyrfti ríkisstjómin og sjávarútvegsráðherra að taka ákvörð- un um. Sagði Steingrímur að i tillög- unni gengju Bandaríkjamenn lengra til móts við íslendinga en áður hefur gerst en að hann myndi vilja athuga málið gaumgæfilega áður en íslenska ríkisstjómin gengi að henni. Steingrímur sagði það ljóst ef sú staða kæmi upp að Bandaríkjamenn birtu staðfestingarkæru, eða certific- ation, á hendur íslandi vegna hval- veiða myndi það valda mikilli ólgu milli landanna. Benti Steingrímur á að í nýlegri skoðanakönnun virtist mjög minnkandi fylgi við veru Vamar- liðsins í Keflavík og nú sé minnihluti þjóðarinnar fylgjandi henni. Stein- Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á spjalli viö DV í Ottawa í gær. DV-símamynd Ólafur Arnarson grímur sagði að ríkisstjómin hefði á þessu stigi ekki blandað Vamarliðinu inn f þetta mál en almenningur væri augljóslega farinn að velta þessum hlutum fyrir sér. „Ég tel þó rétt að við ræðum Vamar- liðið við Bandaríkjamenn og þá áður en til staðfestingarkæru kæmi, og ger- um þeim grein fyrir því að verulegur órói geti skapast á íslandi," sagði Steingrímur. „Ég er alls ekki að tala um uppsögn á vamarsamningnum á þessu stigi. En menn hljóta að hugsa sig um tvisvar þegar samstarfe- og vinaþjóð beitir okkur slíku ofríki sem við teljum vera,“ sagði Steingrímur ennfremur. Steingrímur sagði að vandamálið væri að þrátt fyrir allar tilraunir til annars hefði viðskiptaráðuneytinu alltaf tekist að halda málinu hjá sér eins og þessi fundur bæri vott um. Steingrímur sagði að nú væri boltinn hjá ríkisstjóm felands og einnig myndi málið bera á góma er hann og Shultz hittast eftir tíu daga á þingi Samein- uðu þjóðanna í New York. Hitii sjávamtvegsráðherra Kanada Ölafur Amarson, DV, Ottawa: Steingrímur Hermannsson utan- ríkferáðherra er staddur í Ottawa á alþjóðaþingi Samtaka frjáls- lyndra flokka. Einnig étti Stein- grímur í gær fund með sjávarút- vegsráðherra Kanada. Steingrímur að aá fundur hefði ve- rið mjög gagnlegur. Kanadamenn hefðu sömu afetöðu gagnvart skyn- samlegri nýtingu sjávarspendýra. Á fundinum ræddu þeir þá hug- mynd Halldóre Asgrímssonar sjávarútvegsráðherra að ríki með svipaða hagsmuni á þessu sviði myndu stofna með sér samtök og reyna að stuðla að bættum upplýs- ingum til fólks í heiminum til mótvægfe við áróður náttúru- vemdarmanna. I dag og á morgun mun Stein- grímur eiga fundi með utanríkis- og vamarmálaráðherra Kanada.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.