Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Page 9
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987. 9 Utlönd Stjórnarmyndun Ný fjögurra flokka stjóm Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, á tali við fréttamenn eftir að hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt i gær. Simamynd Reuter Hauknr L. Haukssan, DV, Kaupmanuahafn; Poul Schlíiter forsætisráðherra kom flestum á óvart þegar hann hélt til drottingarinnar í gærmorgun og baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. A þriðjudagskvöld hafði hann ákveðið að fara ekki til drottningar- innar en eftir smásvefri var hann að eigin sögn skýrari í höfðinu en í ring- ulreið kosningakvöldsins. Sagðist Schluter hafa tekið þessa ákvörðun upp á eigin spýtur, ekki síst þar sem flokkamir taka þá stjómlagalega ábjTgð á þeirri ríkisstjóm sem verð- ur mynduð. Þannig væri best að fá hreinar línur. Formenn borgaraflokkanna sex bentu allir á Schlúter sem manninn til að mynda nýja stjóm. Jafnaðar- menn og sósíalistar bentu á Anker Jörgensen en Sameiningarstefnan benti á Gert Petersen, formann sós- íalista. Anker Jörgensen hafði vonast eftir samvinnu róttækra vinstri manna í stjóm jafnaðarmanna og sósíalista en Nils Helveg Petersen, formaður róttækra vinstri manna, sagði að hans flokkur hefði ekki gengið til kosninga í þeim tilgangi að styðja slíka stjóm. Poul Schlúter kynnir nýju stjóm- ina, sem eins og áður saman stendur af íhaldsflokki, Vinstri flokki, Kristilegum þjóðarflokki og Mið- demókrötum, fyrir drottningunni í dag. Verður um nokkur ný andlit að ræða en búist er við að nýtt ráðu- neyti, samskiptaráðuneytið, sem taka á hluta af umráðasviði sam- gönguráðuneytisins, verði stofnað. Ekki þykir ólíklegt að Erhard Jacobsen, frá miðdemókrötum, fái ráðherrastöðu. Sagði Schlúter að annað en fjögurra flokka stjómin hefði aldrei komið til greina. Þykir mörgum að stjóm, sem háð er stuðningi bæði Róttæka vinstri flokksins og Framfaraflokksins, verði ekki langlíf. Framfaraflokkur- inn kreíjist áhrifa sem erfitt er fyrir stjómina að taka tillit til og því spuming um hvenær en ekki hvort Framfaraflokkurinn sprengi stjóm- ina. í því sambandi talar varaform- aður Alþýðusambandsins um jólakosningar. Róttækir vinstri menn muni ekki styðja stjóm er sit- ur með hjálp Framfaraflokksins skilyrðislaust. Mun flokkurinn taka afstöðu í einstökum málum, óháð tilliti til stjómarinnar. Því hefur verið talað um aukið samstarf yfir miðjuna, það er við Jafhaðarflokkinn. Getur stjómin og Jafhaðarflokkurinn, samkvæmt heimildum úr stjómarbúðum, mæst á miðri leið í ófáum málum. Þykir farsælla upp á stöðugleika í dönsk- um stjómmálum og ekki síst við- skipta- og atvinnulífi að jafhaðar- flokkurinn leiti yfir miðjuna í stað þess að gera hosur sínar grænar fyr- ir sósíalistum. Jafnaðarmenn fái nýjan formann Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahö&i; Finn Thorgrimson, varaformaður danska Alþýðusambandsins, sagði við blaðamenn í gær að leiðtoga- skipti í Jafhaðarflokknum væm innan sjónmáls. Sagði hann Anker Jörgensen varla geta gegnt hlut- verki flokksformanns við aðrar kosningar, alla vega ekki ef þær yrðu fyrst eftir fjögur ár. Þó ekki sé hægt að skella skuld- inni vegna þriðja fylgistaps jafriað- armanna í röð yfir á Anker Jörgensen er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hann er orðinn sextíu og fimm ára. Þyrfti að fara að hugsa fyrir nýjum formanni Jafnaðarflokksins er gæti gert sitt til að lyfta ímynd flokksins í næstu kosningum. Lánsvextir hækkuðu Haukur L. Haukssan, DV, Káupmaimaho&u Kosningaúrslitin á þriðjudags- kvöld og heimsókn Schlúters til drottningarinnar orsökuðu öng- þveiti á verðbréfamarkaðnum við opnun hans í gær. Verðbréf og hlutabréf hraðféllu en er líða tók á daginn róaðist ástand- ið. Verðfall verðbréfa hafði þá orsakað hækkun vaxta á lánum til bygginga um hálft prósent. Óopinber verðbréfamarkaður var opinn kosningakvöldið og hraðféllu verðbréf þá í verði. Sú tilhneiging hélt áfram í gær og á tímabili voru sum verðbréf íjórum stigum undir gengi þriðjudagsins. Talsmaður eins stórbankanna sagði að margur, sem ætlaði að græða á áframhaldandi og sterkari fjögurra flokka stjóm, hefði tapað töluverðum fjármunum. Gengi krónunnar seig nokkuð í gær og náði krítiskum mörkum á tímabili miðað við vestur-þýska markið. Fall krónu og verðbréfa or- sakast af því að fólki á fjárhags- og gjaldeyrismarkaðnum er illa við óstöðugleika í stjómmálalífinu. Óttast ófáir að lánsmöguleikar Dana erlendis eigi eftir að minnka eða vextir lánanna hækki. Hefur enginn þó trú á að fundur fjármála- ráðherra Evrópubandalagsins um helgina muni orsaka gengisfellingu. Em gjaldeyrissjóðir Seðlabankans gildir og því hægt að styðja krónuna í neyðartilfellum. Góður fundur Fundir Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, með bandarískum ráðamönnum, þar á meðal Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, munu hafa verið gagnlegir fyrir samskipti þjóð- anna þótt á þeim hafi enn eitt sinn sannreynst að stjómvöld þessara tveggja ríkja greinir á um margt. Carlsson hjónin sátu í gær kvöld- verðarboð bandarísku forsetahjón- anna. Felldu níu manns Skæmliðar kontrahreyfingarinnar, sem með fulltingi bandaríkskra stjóm- valda berst gegn ríkisstjóm Nic- aragua, felldu í gær níu manns, þar á meðal konu og unga stúlku, í árás á samyrkjubú í Matagalpa héraði. I árásinni eyðilögðu skæmliðarnir heimili tólf fjölskyldna. Skæmliðar hafa undanfarið aukið aðgerðir sínar gegn samyrkjubúum og öðrum illa vörðum miðstöðvum borg- ara Nicaragua. Þeir hafa hins vegar forðast bein átök við stjómarher landsins. INNFLUTTIR NOTAÐIR 1987 CHEROKEE LAREDO * CHEROKEE PIONEER 1.390.000 1.280.000 TIL AFGREIÐSLU STRAX Bílar þessir eru lítið eknir með 4,0 lítra -6 cyl. -173 hestafla vél, sjálfskiptir, með rafmagnslæsingar, rafdrifnar rúður og hlaðnir aukahlutum. Þessir bílar eru keyptir af AMC JEEP verk- smiðjunum og eru því í ábyrgð, sem og aðrir bílarsem fluttireru inn af AMC JEEP um- boðinu á Islandi, Agli Vilhjálmssyni. WAGONEE^UMETUDJ<R^U53frOO^J|^m^^m||^H| ri Jeep EGH.L VILHJÁLMSSON HF., EINKAUMBOÐ A ISLANDI Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202. n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.