Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987. 39 TUNGATA5 Sandkom Lóðaslóðar í Kópavogi hundeltir Þeir eiga ekki von á góðu, slóðamir í Kópavogi sem ekki hafa notað sumarið til þess að koma lóðum sínum í sóma- samlegt ástand. Bæjarráð hefur ákveðið að fela heil- brigðisfulltrúa og bygginga- fulltrúa að taka í lurginn á slóðunum og gefa þeim engin grið. Þeir verða beittir sektum og gætu þess vegna endað í grjótinu ef þeir sjá ekki að sér eins og skot. Annars em það ekki ein- göngu sumar lóðir í Kópavogi sem þarf að snikka tii. Nokkr- ar byggingar em eins og rústir úr síðari heimsstyrjöldinni, sérstaklega á helstu atvinnu- svæðum bæjarins. Það virðist því ekki vanþörf á að bæjarráð láti sendimenn sína hafa víð- tækara umboð til þess að berja áslóðunum. Þarsemgyð- ingamir gráta Forseti sameinaðs Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, goði af Vestfjörðum, er staddur í ísrael í boði heima- manna. Fátt hefur heyrst af för hans en ein saga er þó komin upp á Frón þama neð- an að. Þegar Þorvaldur Garðar var í Jerúsalem lang- aði hann óskaplega til þess að sjá grátmúrinn fræga, þann helga stað gyðinga. Nú mundi hann ekki enska nafnið á grátmúrnum og bað því fylgd- armann sinn að sýna sér staðinn þar sem gyðingamir grétu. Fylgdarmaðurinn tók þessari málaleitan vel og ók með Þorvald Garðar sem leið lá á skattstofuna. Höfðu hendur í hári þjálfarans lsfirskar knattspymukonur brugðu sér nýlega á Hótel Isa- fjörð og héldu þar upp á að hafa endurheimt sæti sitt í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spymu. Að sögn Vestfirska fréttablaðsins mættu þar einn- ig áhangendur kvennanna- og aðrir velunnarar. Helsta skemmtun þeirra kvennanna á hótelinu var þó að taka í hnakkadrambið á þjálfara sín- um, Lamba, sem mætti á svæðið eins og gemlingur í tveimur reifum. Hann hafði nefnilega stigið á stokk og strengt þesslieit í vor að láta hvorki skerða hár sitt né skegg fyrr en ísafjarðarkonur væm komnar aftur í 1. deild. Til allrar hamingju fyrir Lamba tókst þetta á einu sumri en ekki tíu og því réð- ust konurnar á hann þarna á hótelinu með öllum tiltækum apparötum og linntu ekki lát- um fyrr en þjálfarinn hafði verið rúinn hverju strái um allt höfuð sér og ekki stóðu nema broddar upp úr hvirflin- um. Svo mikið gekk á að á tímabili tóku konumar aðra menn viðstadda í misgripum og rúðu þá einnig inn að skinni. Á höttunum eftir Leifi Sjónvarpið er nú á höttun- um eftir viðtali við Leif Jóhannesson, formann Lands- sambands hestamanna, og hafa leitarflokkar verið að störfum um skeið. Ástæðan er sú að talsmaður eyfirskra hestamanna hafði komist í sjónvarpið með sjónarmið þeirra en þeir mótmæla því að landssambandið tók skag- firskan kappreiðavöll fram yfir eyfirskan fyrir næsta landsmót. Til þess að gæta allrarsanngimi átti að fjalla frekar um málið og kynna þá sjónarmið landssambandsins um leið og Eyfirðinganna. Ástæðan fyrir því að sjón- varpið er strandað í málinu er sem sagt einfaldlega þessi, að formaður landssambands- ins hefur verið á slíkri þeysi- reið um iönd og álfur að sjónvarpsmenn hafa hvergi náð að snara hann ennþá. Það er því ekki aiveg rétt sem ýjað var að í sandkomi fyrr í vik- unni að Leifur þyrði ekki í sjónvarpið út af iandsmótinu. Á það hefði einfaldlega ekki reynt. Báknið mitt Sjálfstæðismenn hafa sumir hverjir látið öllum illum látum yfir kosningaósigri flokksins síns í vor og leitað ástæðna fyrir þeim örlögum. Nú hafa vitringar úr þessum hópi ráðið ráðum sínum og liggja því fyr- ir tillögur um að byrgja bmnninn áður en barnið dett- ur aftur ofan í. Og það á ekki að láta sér nægja að hósta og humma heldur á nú að ráða svona einn tug af nýjum yfir- og undirstjórum til viðbótar við núverandi starfslið og auk þess að hefja útgáfu á eftirlík- ingu af Alþýðublaðinu. Það em ekki mörg ár síðan ungir sjálfstæðismenn börðust fyrir stefnu flokksins síns und- ir kjörorðinu „báknið burt“. Vel má vera að þeir séu ennþá við sama heygarðshornið en bjargráð samflokksmanna þeirra sem nú vilja bjarga flokknum em greinilega á allt aðra lund, sem sé „báknið mitt kjurt“ og samt ekki al- deilis nóg með það. Það er kannski best fýrir Sjálfstæðis- flokkinn að ráða alla kjósend- ur í vinnu til þess að geta gert sér meiri vonir um atkvæði næst. Merkisafmæli í Kópavogi Reisuleg bygging í miðbæ Kópavogs á merkisafmæli um þessar mundir. Þetta er síma- klefinn í Hamraborginni, aðalverslunargötunni, en eldri menn í bænum telja ekki fjarri lagi að eigi um það bil tíu ára afmæli. En það er ekki nóg með að símaklefinn sé talinn eiga merkisafmæli heldur er þetta mjög merkileg- ur símaklefi því að síminn, sem í hann var settur einhvem tíma í upphafi, var aldrei tengdur við símakerfið og þess vegna skiljanlega rifinn niður af vonsviknum og bálreiðum bæjarbúum sem álpuðust í klefann til þess að hringja. Líklega er þó merkiiegast af sömu ástæðum að klefinn sjálfur skuli standa ennþá til- tölulega lítið slasaður því að oft hafa vegfarendur hugsað vont til símafyrirtækisins fyr- ir að láta það gabba sig inn í símaklefann, fyrst með síma sem aldrei var í sambandi og síðan með alls engum síma. En svona er menningin marg- breytileg og hugmyndaflugið hjá því opinbera með ólíkind- um sérkenniiegt. Umsjón: Herbert Guðmundsson. Hafnarfjörður Okkur vantar blaðbera víðs vegar um Hafnar- fjörð. Upplýsingar gefa umboösmenn, Ásta í síma 51031 og Guörún í síma 50641. OLAFSVIK Okkur vantar blaðbera í Ólafsvík. Upplýsingar hjá Lindu í síma 61269. UTFLUTNINGSTÆKIFÆRI - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Er þetta þitt tækifæri? Stenst framleiðsla þín alþjóðlegt gæöamat? Viltu koma vöru þinni á framfæri erlendis? Danskir markaðsmenn hafa látiö uppi þá ósk viö Áhrif - Transit að þeir fái að sjá - og reyna íslenskar framleiðsluvörur, með markaðssetningu í huga. Upplýsingar á íslensku um vöru, verð og útlit, fram- leiðslugetu o.fl. sendist til ÁHRIF - TRANSIT VINKELVEJ 3, REERSNÆS 4930 MARIBO, DANMARK Sjallinn á Akureyri: Hljómsvertir Ingimars í sviðsljósinu Gyifi Kristjánssoin, DV, Akureyii „Við erum orðnir tveimur árum of seinir að halda upp á 25 ára afmælið. Því var um tvennt að velja, gera þetta núna eða geyma það til fimmtíu ára afinælishljómsveitarinnar. Fyrri kost- urinn var valinn því það er ekki vitað hversu margir af strákunum, sem hafa verið með mér í þessu, verða ofar moldu eftir 23 ár,“ sagði Ingimar Eyd- al, hinn kunni hljómlistarmaður á Akureyri, í spjalli við DV. í næsta mánuði á að hleypa af stokk- unum mikilli Sjallaveislu á Akureyri þar sem hljómsveitir Ingimars verða miðpunkturinn og ér ætlunin að ná þar öllum saman sem hægt er af þeim sem starfað hafa í hljómsveitinni á ferli hennar. Hljómsveit undir nafni Ingimars kom fyrst fram fyrir 27 árum. Sjallinn er nú 24 ára og hljómsveitir Ingimars hafa verið í húsinu allt frá fyrsta ári og fram á þennan dag með örlitlum hléum. „Það er ætlunin að rifja upp söguna í Sjallanum," sagði Ingimar. „Það er hægt að setja saman tvær eldri útgáf- ur af hljómsveitinni, þá sem starfaði á árunum 1966-68 og þá sem var við lýði á árunum 1970-72. Og hljómsveit- in eins og hún er í dag verður að sjálisögðu til staðar. Við ætlum að leyfa fólki að skyggn- ast inn í gamla Sjallann og rifja upp stemmninguna sem þá var. Það gerum við með hjálp myndbanda. Inn í þetta er ætlunin að blanda skemmtilegum og spaugilegum atvikum sem átt hafa sér stað á ferli hljómsveitarinnar en mörg þeirra hefur almenningur að sjálfsögðu aldrei vitað um,“ sagði Ing- imar. Hann sagði að stefiit væri að því að ná saman sem flestum þeirra er sungið hafa með hljómsveitinni á ferli henn- ar. Má í því sambandi nefha söng- konumar Helenu Eyjólfedóttur, Erlu Stefánsdóttur og Ingu Eydal og þá Bjarka Tryggvason, Þorvald Halldórs- son, Grím Sigurðsson og Grétar Ingvarsson. Æfingar á dagskránni eru nú að hefjast og verður Saga Jónsdóttir leik- stjóri. Ekki er að efa að þama munu margir fá kærkomið tækifæri til að skreppa í Sjallann og rifja upp gömul ævintýri og það má fastlega gera ráð fyrir að Sjallastemmningin landsfræga verði við lýði þegar þessari miklu „Ingimarshátið" verður hleypt af stokkunum í næsta mánuði. $> KASSAGERO REYKJAVÍKUR H.F. NPkLEPPSVEGI 33. REVKJAVÍK MIKIL VINNA Við hjá Kassagerð Reykjavíkur óskum eftir starfsmönn- um til eftirfarandi starfa nú þegar. Mikil vinna er framundan. Gott mötuneyti er á staðnum. 1. Starfsmann á arkskera. 2. Vana starfsmenn til stillingar og keyrslu á iðnað- arvéium. 3. Aðstoðarmenn. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi samband við Þóru Magnúsdóttur milli kl. 13 og 16. Fyrirspurn- um ekki svarað í síma. Kassagerð Reykjavíkur, Kleppsvegi 33. SK0L//y^ ' nJARTA Innritun stendur út þessa viku. ENSKUSKOLINN Dag- og síðdegisnám- skeið hefjast 9.-10. sept. Barnanámskeið ffyrir börn 8-12 ára hefjast 14.-15. sept. Unglinganámskeið ffyrir 13-16 ára hefjast 14.-15. sept. * Sérmenntaðir, * Öll erlendir námsgögn kennarar. innifalin. EVROPUSKOUNN Kvöldnámskeið í ÞÝSKU SPÆNSKU iTÖLSKU og FRÖNSKU hefjast 16.-17. sept. * Sanngjarnt * Skemmtileg verð. og lifandi kennsla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.