Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Side 6
24 MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1987. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1987. 25 íþróttir íþróttir Þorgrímur með íslandsbikarinn íslendingaliðin í Belgíu unnu bæði Knstján Bemburg, DV, Belgía; Ghent, sem ekki hefur unnið leik í 1. deildinni ennþá, mannaði liðið upp fyrir leikinn gegn Winterslag, keypti gamla landsliðsmanninn Vandereyc- ken. í fyrri hálfleik leit út fyrir að Ghent færi heim með bæði stigin þar sem Raven náði að skora tvisvar í íýrri hálfleik fyrir Ghent. Guðmundur Torfason átti eitt hættulegasta færið hjá Winterslag er hann skallaði góðum bolta sem Laurij- ssen náði að verja í hom. í seinni hálfleik fóru leikmenn Winterslag á kostum og jöfnuðu þeir Van Becelar- ere og Daraeue leikinn. Á síðustu mínútum leiksins skoraði Denier úr vítaspymu og tryggði þar með Winter- slag góðan sigur. Guðmundur Torfason átti gott skot úr vitateignum í seinni hálfleiknum en Laurijssen markvörður varði á undraverðan hátt. Ghent situr því á botni deildarinnar með ekkert stig eft- ir sex umferðir. „Við vorum miklu betri allan leik- tímann. Einnig vorum við óheppnir að fá á okkur mark eftir aðeins 40 sekúndur. Þeir áttu þijár sóknir í fyrri hálfleik og skomðu tvö mörk,“ sagði Guðmundur Torfason í samtali við DV. „Annars er ég orðinn vel þreyttur eftir erfiða landsleiki og flug. Ég ætla að reyna að hvíla mig vel á milli æf- inga í næstu viku,“ sagði Guðmundur. • Anderlecht átti ekki í vandræðum með Beerschot þó að ekki liti vel út í fyrri hálfleik. Thamata var felldur inn- an vítateigs Anderlecht en Darden, sem tók vítaspymuna, lét markmann Anderlecht verja frá sér. í síðari hálfleik varð fyrsti útisigur Anderlecht að vemleika með mörkum frá Vervoort, Van Tiggelen og Danan- um Friman. Amór Guðjohnsen lék ekki með Anderlecht. Harrn lék hins vegar með varaliðinu á laugardag. „Ég fæ úr því skorið í dag hvort ég fæ að fara til Þýskalands í meðferð vegna meiðslanna. Einnig er sá mögu- leiki fyrir hendi að ég þurfi að fara með Anderlecht til Svíþjóðar í Evr- ópuleikinn gegn Gautaborg. Þjálfar- inn leggur þunga áherslu á að ég leiki Evrópuleikmn," sagði Amór í viðtali við DV. V Úrslit í 1. deild: Beerschot - Anderlecht.......0-3 Waregem - Beveren.............4-1 Winterslag - Ghent............3-2 Mechelen - St. Tmiden.........3-0 Charleroi - Racing............0-1 Lokeren - Kortrijk............2-2 Club Briigge - Antwerpen......2-2 Molenbeek - Cercle Briigge....0-0 FC Liege - Standard...........2-2 • Eftir sex umferðir er Antwerpen efst með 10 stig. Waregem, Mechelen og Anderlecht hafa hlotið 9 stig. -JKS in leynir sér ekki í svip Valsmannanna á þessari mynd. Þessir kappar áttu ekki líFTrin þátt i sigri Valsmanna á íslandsmótinu. Frá vinstri er Jón Grétar Jónsson, sem lék í fremstu víglínu liðsins í sumar, þá Sævar Jónsson, varnarkletturinn sterki, Ámundi Sigmundsson horfir hugfanginn á verðlaunagripinn og sama má segja um þá Guðna Bergsson, aftasta mann Valsvarnarinnar, og Guðmund Baldursson mark- vörð sem virðist vera að spegla sig i gljáfægðum bikarnum. Guðmundur, sem margir telja einn albesta markvörð landsins, varð nú íslandsmeistari annað árið í röð en hann varð í fyrra meistari með Fram. DV-mynd Brynjar Gauti Valsstúlkurnar i meistaraflokki gáfu körlunum ekkert eftir um helgina. Þá tryggði Valur sér bikarmelstaratitilinn með því að leggja Skagastúlkurn- ar að velli, 2-1, i Laugardal. Guðrún Sæmundsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir komu Val i 2-0 en Laufey Sigurðardóttir minnkaði muninn fyrir leikslok fyrir ÍA. Þessi félög elduðu grátt silfur á dögunum i úrslitaleik islandsmótsins og þá höfðu Skaga- stúlkumar betur og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn á Hliðarenda með því að sigra Val, 0-1. Á myndinni fagna Valsstúlkurnar sigrinum. Ragnheiður Víkings- dóttir, fyrirliði liðsins, hampar bikamum en þjálfarinn, Logi Ólafsson, er annar frá vinstri. DV-mynd HH ÞEGAR TVEIR STERKIR STANDA AÐ ÞUÓNUSTUNNI... Van Leeuwen erstærsta lagerfyrirtæki röra og fylgihluta þeirra í Evrópu. Sindra Stál rekurstærstu birgðastöð fyriríslenskan málmiðnað. Öflugtsamstarfvið V. Leeuwen gerir okkurkleift að bjóðafjölbreytt úrval af svörtum og galvaniseruðum pípum, prófílpípum, heildregnum pípum og suðutengjum. Skjót og öflug þjónusta vegna sérverkefna! VAN LEEUWEN SINDRA Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. „Við stefndum að því í byrjun að halda sæti okkar í 1. deild og auðvitað er mað- ur ánægður með að það skuli hafa tekist. En þetta var tæpt í lokin og í raun mátti þetta ekki tæpara standa,“ sagði Guð- mundur Ólafsson, þjálfari Völsungs frá Húsavík, eftir að Völsungar höfðu tryggt sér áframhaldandi veru í 1. deildinni í knattspymu. Völsungar gerðu marka- laust jaíhtefli við íslandsmeistara Vals á Hlíðarendavelli á laugardaginn og það nægði þeim til að halda 1. deildar sætinu. „Við gerðum okkur fulla grein fyrir því í vor að það yrði á brattann að sækja hjá okkur í sumar. En þrátt fyrir að við höfum náð að tryggja okkur áframhaldandi veru í 1. deild er ég ekki alls kostar ánægður með árangur liðsins í sumar. Ég hefði viljað ná í fleiri stig á heimavelli. Liðið hafði alla burði til þess,“ sagði Guðmund- ur ennfremur. Rokið hafði völdin Mikið rok var á meðan leikurinn fór fram og einkenndist leikur beggja liða mjög af aðstæðum. Bæði lið áttu þó sín marktækifæri. Til að mynda fengu Völs- ungar rakið marktækifæri innan vítateigs í fyrri hálfleik en hittu knöttinn mjög illa. I síðari hálfleik fengu Valsmenn mun fleiri tækifæri og voru oft nálægt því að skora. • Leikur Valsmanna einkenndist fyrst og fremst af því að þeir voru þegar orðn- ir Islandsmeistarar og svo rokinu sem áður er nefnt. Leikmenn liðsins reyndu þó að halda knettinum niðri og tókst það oft bærilega. • Leikmenn Völsungs börðust hetju- lega í þessum leik en léku þó greinilega upp á jafnteflið, sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Þeim tókst að halda jöfnu og geta þeir vel við árangurinn unað. Eftir leikinn var íögnuður Völsunga og stuðn- ingsmanna liðsins mikill en heldur dró þó af norðanmönnum er það spurðist út að þeir væru fallnir. Um nokkra hríð vissu þeir ekki sjálfir hvort þeir væru fallnir eða ekki. Síðan kom staðfestingin og þá tóku menn gleði sína á ný. • Eftir leikinn aíhenti Ellert B. Schram, formaður KSÍ, Valsmönnum nýj- an og stórglæsilegan bikar fyrir sigurinn í 1. deild. Árangur Valsmanna hefur verið glæsilegur undanfarin ár og knattspymu- menn félagsins geta borið höfuðið hátt um þessar mundir. -SK Valsmenn kiýndir ölsungar uppl - Völsungar sluppu fýrir hom á Hlíðarenda, Valur-Völsungur 0-0 Knstjan Arason átti stórleik - þegar Gummersbach vann Schwabing, 18-22 Siguiöur Bjömsscn, DV, Þýskalandi’ Keppnistímabil þýskra hand- knattleiksmanna hófst um helg- ina. íslendingaliðin áttumisgóðu gengi að fagna í sínum fyrstu leikjum. Övæntustu úrslitin urðu í leik meistaranna frá Essen og Numberg sem em nýliðar í Bundesligunni. Jafntefli varð í leiknum, 20-20, sem fram fór f Essen. • Kristján Arason var besti maður Gummersbach þegar liðið sigraði Schwabing, 18-22, á úti- velli en í hálfleik var staðan 7-11. Kristján skoraði átta mörk í leiknum. Gummersbach er spáð mikilli velgengni í vetur. • Dusseldorf, sem Páll Ólafs- son leikur með, gerði jafhtefli við Milbertshofen, 19-19. Dússeldorf hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 11-9. í seinni hálfleik missti liðið forskot niður og var einu marki undir þegar 12 sek- úndur vom til leiksloka. Þá fékk Dússeldorf vítakast og Páll ól- afsson skoraði af öryggi úr vítinu °g tryggði liði sínu jafntefii. Alls skoraði Páll 7 mörk. • Lið Sigurðar Sveinssonar, Lemgo, tapaði fyrir Grosswald- stadt, 23-16. -JKS I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.