Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987.
Fréttir i>v
ATVR á Akureyri:
Hörkudeilur um
stöðuveitingu
Gj* Kristjánssan, DV, Akureyri;
„Það er óhætt að segja að hér rík-
ir geysileg óánægja, svo ekki sé
meira sagt, og það kann að fara svo
að nýtt „fræðslustjóramál" sé í upp-
siglingu," sagði Hjörtur Herberts-
son, starfsmaður hjá áfengisútsölu
ÁTVR á Akureyri, við DV .
Óánægja starfsmannanna er til-
komin vegna þess að Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra hef-
ur skipað Hauk Torfason útsölu-
stjóra ÁTVR á Akureyri en Haukur,
sem er alþýðuflokksmaður, hefur
undanfarin ár veitt forstöðu vinnu-
miðlunarskrifstofu Akureyrar.
Alls sóttu 21 um stöðuna. Þar af
voru þrír starfsmenn ÁTVR á Akur-
eyri og einn þeirra hefur 15 ára
starfsaldur að baki. Þá var einn
umsækjenda fulltrúi hjá ÁTVR sem
hefur starfað hjá fyrirtækinu í 20 ár.
„Við erum ekki neitt persónulega
á móti Hauki Torfasyni, það vil ég
taka fram,“ sagði Hjörtur Herberts-
son. „En hefur Jón Baldvin fjármála-
ráðherra ekki sífellt hamrað á því
að hann væri andvígur pólitískum
stöðuveitingum? Svo notar hann
fyrsta tækifæri til að koma flokks-
bróður sínum að en menn, sem hafa
starfað lengi hjá fyrirtækinu, eru
hundsaðir. Það er alveg óhætt að
segja að það ríkir mikil gremja hjá
okkur og það er ekki séð fyrir end-
ann á þessu máli,“ sagði Hjörtur.
Hart er nú deilt i áfenginu á Akureyri.
Skáldkonan Isabell Allende áritaði bók sína, Hús andanna, í bókaverslun Máls og menningar á Laugaveginum i
gær. Eins og myndin ber með sér beið fólk i röðum eftir að komast að skáldinu og fá eintak af bókinni áritað.
DV-mynd GVA
Álbobbingamir
ÍSAL á ekkert í
Grænfríðungar:
Ákvörðun um
aðgerðir
- á allra næstu dögum
Ólafiir Amaisom, DV, New York
Dean Wilkinson, talsmaður græn-
fríðunga í hvalamálum, sagði í samtali
við DV í gær að grænfríðungar væru
óánægðir með samkomulag íslands og
Bandaríkjanna í hvaladeilunni.
Wilkinson sagði að græðgi fárra Is-
lendinga hefði sett alla þjóðina í
neikvætt ljós á alþjóðavettvangi og
að íslenska ríkisstjómin hefði valdið
miklum vonbrigðum með því að
standa að þessu samkomulagi.
Aðspurður sagðist Wilkinson ekki
vilja áfella bandarísk stjómvöld fyrir
að gera þetta samkomulag og að
bandaríska viðskiptaráðuneytið hefði
unnið mjög mikið og fómfúst starf í
þessu máli.
DV hefur óyggjandi heimildir fyrir
því að viðskiptaráðuneytið hafi átt
mjög náið samstarf við grænfríðunga
varðandi alla stefnumörkun gagnvart
íslandi í hvalamálinu. Aðspurður játti
Wilkinson því að samtökin ættu full-
trúa í ráðgjafanefnd viðskiptaráðu-
neytisins varðandi stefhumörkun í
hvalveiðimálum. Einnig sagðist Wilk-
inson nokkrum sinnum hafa rætt við
Anthony Callio, fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra, og Dan McGovem, einn
aðalsérfræðing ráðuneytisins í hval-
veiðimálum.
DV hefur það eftir heimildum að
viðskiptaráðuneytið hafi verið í nær
daglegu sambandi við samtök græn-
fríðunga allt frá þvi að hvalveiðideilan
magnaðist aftur upp nú í sumar. Það
þarf því engan að undra þótt afstaða
ráðuneytisins í málinu hafi verið ein-
strengingsleg. Að lokum þurfti þó
viðskiptaráðuneytið að beygja sig fyrir
vilja annarra ráðuneyta.
Samtök grænfríðunga hafa enn ekki
ákveðið til hvaða aðgerða verður grip-
ið gegn íslandi og íslenskum fyrirtækj-
um í Bandaríkjunum vegna
áframhaldandi veiða. Ákvörðunar er
þó að vænta á allra næstu dögum.
þessari hugmynd
- segir Guðbjartur Einarsson
„Ég mun tala við lögfræðing minn frá Noregi í gær þar sem hann vinn- Guðbjartur.
á eílir en það verður erfitt mál fyrir ur að þróun álbobbinga. „Það er Ijóst að ÍSAL á ekkert í
mig að berjast við það stórveldi sem „Ég mun ræða það við lögfræðing þessari hugmynd og það er engum
ÍSAL er,“ sagði Guðbjartur Einars- minn í dag um það hvaða atefhu ég blöðum um það að fletta að þetta
son, framkvæmdastjóri Véltaks hf„ á að taka í þeseu máli. Ég hef kostað er mín hugmynd sem þeir eru þama
í samtali við DV. þessar tilraunir vegna álbobbíng- með,“ sagði Guðbjartur Einarsson.
Guðbjartur telur sig hafa fundið anna að öllu leyti og ÍSAL hefur -ój
upp álbobbinga þá sem ÍSAL er að kostað mig mikið fé vegna mistaka - sjá einnig bls. 4
hefja framleiðslu á. Guðbjartur kom sem fyrirtækið hefur gert,“ sagði
Reykjavík:
Rýmri opnunartími verslana
Álverið:
Engin yfirvinna
„Starísmenn héldu fund í gær eftir
að ljóst varð að bónusgreiðslumar
okkar höfðu verið skertar og menn
voru mjög sárir út í forráðamenn fyrir-
tækisins. I lok fundarins samþykktu
allir starfsmennimir að neita að vinna
yfirvinnu," sagði Baldur Baldursson,
trúnaðarmaður starfsmanna í Álver-
inu í Straumsvík.
Baldur sagði að bónusinn hefði verið
lækkaður úr 7 % niður í 5,3 % og að
hann myndi halda áfram að lækka á
næstu 2-3 mánuðum ef forráðamenn
fyrirtækisins sæju ekki að sér, jafnvel
allt niður í 2 %.
„Það ríkti mikill einhugur á fundi
starfsmannanna í gær og nánast hver
einasti starfemaður tók þátt í fundin-
um og þögulli mótmælagöngu sem við
forum í eftir fundinn. Við gengum um
vinnusvæðið og í gegnum skrifstofu-
bygginguna til að láta óánægju okkar
í ljós,“ sagði Baldur Baldursson.
-ATA
Skákþing íslands:
Meistaramir friðsamir
Borgarstjóm Reykjavíkur sam-
þykkti í gærkvöldi með 12 atkvæðum
gegnum 3 að frá og með 1. nóvember
verði heimilt að hafa verslanir opnar
til klukkan tíu á kvöldin alla daga
nema sunnudaga. Þeir kaupmenn sem
vilja hafa opið á sunnudögum geta
leitað til borgarráðs um það.
„Ég hefði gjaman kosið að heimildin
væri rýmri en ég er sáttur við þessa
niðurstöðu," sagði Ámi Sigfússon
borgarfulltrúi en hann flutti tillögu
um að kaupmenn gætu haft opið til
klukkan 23.30 alla daga, sunnudaga
líka.
Davíð Oddsson borgarstjóri kom
með breytingartillögu um að opið yrði
til 22.00 og sunnudagar væru undan-
skildir. Það var sú tillaga sem var
samþykkt.
Athygli vekur að fjögur þeirra sem
fluttu aðaltillöguna með Áma, þau
Katrín Fjeldsted, Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir, Júlíus Hafstein og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, sátu ekki fundinn í
gærkvöldi. Ámi sagði í morgun að þau
væm erlendis. Þá sat Hilmar Guð-
laugsson ekki fundinn.
Magnús L. Sveinsson, forseti borgar-
stjómar og sjálfetæðismaður, greiddi
atkvæði á móti rýmri verslunartíma
ásamt þeim Guðrúnu Ágústsdóttur,
Alþýðubandalagi, og Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, Kvennalista.
-JGH
Gjífi Kristjánæan, DV, Akureyii
Stórmeistaramir Helgi Ólafeson og
Margeir Pétursson vom ekki í neinum
bardagaham og gerðu jafhtefli í 16
leikjum í fyrstu umferð í landshðs-
flokki á Skákþingi Islands sem hófet
á Akureyri í gær.
Óvæntustu úrshtin í gær urðu í skák
Jóns G. Viðarssonar, ungs skákmanns
frá Akureyri, og alþjóðlega meistarans
Sævars Bjamasonar, en Jón gerði sér
lítið fyrir og sigraði í 59 leikjum.