Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Síða 7
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987.
7
Viðtalið
Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndagerðarmaður og formaður undirbún-
ingsnefndar Kvikmyndahátíðar.
Kvikmyndahátíð:
SAAB
SÝNUM OG SELJUM
í DAG OG NÆSTU
Hrikalega mikið að gera
- segir Sigurður Sverrir Pálsson
DAGA
SÍÐUSTU BÍLANA
„Það hefur verið alveg hrikalega
mikið að gera í sambandi við Kvik-
mjmdahátíðina að undanfömu en um
leið hefur þetta verið skemmtilegt
enda em kvikmyndir bæði atvinna
mín og áhugamál," sagði Sigurður
Sverrir Pálsson, formaður undirbún-
ingsnefhdar Kvikmyndahátíðar, en
hátíðin verður haldin í Laugarásbíói
19.-27. september.
„Á hátíðinni sýnum við 30 kvik-
myndir, allt erlendar myndir, en ein
þeirra er eftir íslenskan leikstjóra. Það
er sænska kvikmyndin „Frosni hlé-
barðinn" eftir Láms Ými Óskarsson.
Sérstakir gestir hátíðarinnar verða
sex erlendir leikstjórar og þar skal
fremstan telja Roman Polanski. Við
sýnum tvær myndir eftir hann á hátíð-
inni, „Tess“ og „Hnífur í vatnið". Aðrir
gestir verða ítalski leikstjórinn Ettore
Scola, Pólverjinn Krzyztof Zanussi,
finnsku bræðumir Aki og Mika Ka-
aurismaki og franski rithöfundurinn
og leikstjórinn Alain Robbe-Grillet,
sem er staddur hér á bókmenntahátíð-
inni.“
Kvikmyndahátíð var fyrst haldin í
Reykjavík árið 1978 og síðan 1980. Svo
var kvikmyndahátíð haldin á hveiju
ári til 1985 þegar ákveðið var að halda
hana annað hvert ár á móti Listahá-
tíð. Sigurður Sverrir er sem fyrr sagði
formaður undirbúningsnefiidar Kvik-
myndahátíðar sem heyrir undir
framkvæmdastjóm Listahátíðar þar
sem Jón Þórarinsson er formaður.
„Á Kvikmyndahátíð verður að þessu
sinni bryddað upp á ýmsum nýjungum.
Við verðum til að mynda með forsölu
á sýningar í upplýsingatuminum á
Lækjartorgi og við höfum ákveðið að
hafa miðaverðið lægra á sýningum
klukkan 15 og 19.
Þá efhdi Listahátíð til kvikmynda-
handritasamkeppni sem segja má að
sé framlag Kvikmyndahátíðarinnar til
íslenskrar kvikmyndagerðar. Á laug-
ardaginn verður svo tilkynnt valið á
þremur bestu kvikmyndahandritunum
sem bárust í samkeppnina."
Sigurður Sverrir Pálsson rekur fyrir-
tækið Lifandi myndir sem hefur
sérhæft sig í gerð heimildakvikmynda
og em að hans sögn mörg jám í eldin-
um hjá fyrirtækinu. Þá vann hann í
vor að gerð sex þátta náttúrufræði-
myndaflokks ásamt þeim Jóni
Hermannssyni og Guðmundi Sig-
valdasyni. Þessir þættir em teknir upp
víðs vegar um heiminn og em gerðir
fyrir íslenska sjónvarpið og er gert ráð
fyrir að þeir verði seldir út um allar
jarðir.
„Ég geri ráð fyrir að við höldum
áfram vinnslu þessara þátta í haust
og í vetur svo ég geri ekki ráð fyrir
að ég þurfi að láta mér leiðast eftir
að Kvikmyndahátíðinni lýkur.“ ,
Sigurður Sverrir er 42 ára gamall,
kvæntur Unni Kristjánsdóttur og eiga
þau þrjú böm, tvær stúlkur, 22 ára
og 16 ára, og 14 ára gamlan son.
„Ég hef oft verið að velta því fyrir
mér hveiju ég ætti að svara ef ég yrði
spurður um það hver áhugamál mín
eða hobbí væm. Ég get eiginlega engu
svarað. Kvikmyndaheimurinn tekur
upp svo mikið af tíma mínum, bæði í
vinnu og frístundum. Og ef ég á ein-
hvem lausan tíma vil ég helst vera
heima hjá fjölskyldunni og ég hef gam-
an af því að dútla eitthvað með
höndunum, smíða eða lagfæra í íbúð-
inni,“ sagði Sigurður Sverrir Pálsson.
-ATA
AF ’87
GÓÐIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Globusa
Lágmúli 5, Reykjavík
Sími 91-681555
INNRITUN OG UPPLYSINGAR
I SIMA 656522 FRA KL. 13-19 DAGLEGA.
AFHENDING SKÍRTEINA
KR-HEIMILID V/FROSTASKJÓL
LAUGARDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 13-18 í SKEIFUNN117.
GERÐUBERG, BREIÐHOLTI
LAUGARDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 13-18 í SKEIFUNN117.
SKEIFAN 17, (FORD-HÚSIÐ)
LAUGARDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 13-18.
ÍÞRÓTTAHÚS HAFNFIRÐINGA V/STRANDGÓTU
í DAG, FÖSTUDAGINN 18. SEPTEMBER, KL. 16-19. í ÍÞRÓHAHÚSINU V/STRANDGÖTU.
KEFLAVIK
í DAG, FÖSTUDAGINN18. SEPTEMBER, KL. 15-20 AÐ HAFNARGÖTU 31 (SAMA HÚSIOG GUNNARSBAKARÍ).
:i Vt- -SSrMtJ