Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987.
Utlönd
Breytt fyrir hefðbundin vopn
Yfirmaður flughers Bandaríkj-
anna staðfesti í gær að B-52G
sprengjuflugvélum yrði breytt,
þannig að þær gætu borið hefö-
bundin vopn, einkiun flugskeyti, til
þesa að verða til vamar í kjamorku-
vopnalausri Evrópu.
Sagði heiforinginn að með hlið-
sjón af því að útrýming meðaldrægra
kjamorkuvopna virtist nú framund-
an í Evrópu væri þegar hafin
endurþjálfun flugmanjia á vélum
þessum.
Þjálfimin miðaði að því að þeir gætu farið inn yfir lönd Austur-Evrópu
að næturlagi, í innan við sjötíu metra hæð yfir jörðu, og gert þar árásir
raeð flugskeytum sem ekki verða búin kjamavopnum.
TVeggja alda afmæli
Meira en hálf milljón manna kom
saman í borginni Philadelphia í
Bandaríkjunum í gær til þess að
minnast tvö hundruð ára afinælis
stjómarskríir Bandaríkjanna en lok-
ið var við samningu hennar sumarið
1787.
Ronald Reagan, forseti Bandaríkj-
anna, kom fram við hátíðarhöldin
og sagði við það tækifæri aö stjóm-
arskráin heföi orðið til á erfiðum
tínium;þégár sambúð ríkjanna, sem
síðar urðu íýrstu fylki Bandaríkj-
anna, gekk fruniur stirðlega fyrir sig.
Meðal hátíðargesta í gær var tölu-
vert af fólki sem notaði tækifærið
íil að mótmæla hinum ýmsu málum,
allt fm fósturevðingum ti 1 stuðnings ■
Bandaríkjastjórnar við skæruliða
kontrahreyfingarinnar í Niearagua.
Afmæli fjöldamorða
Palestínumenn í ísrael giýttu íaraelska hermenn, kveiktu í dekkjum og
byggðu hindranir á götum í bæjum landsins í gær til þess að minnast þesa
að þá voru fimm ár liðin frá fjöldamorðunum í Sabra og Shatila flóttamanna-
búðunum í Beirút, höfuðborg Líbanon.
Fjöldamorðin í flóttamannabúðunum 17. september 1982 vöktu óhug um
allan heim. Hersveitum kristinna manna í Líbanon var þá hleypt inn í búð-
irnar í skj óli nætur og myrtu þær, að því er talið er, hundruð Palestínumanna.
Mótmælin í gær fóru frekar friðsamlega fram og leituðu fréttaBkýrendur
ákaft orsaka þess að ekki kom til frekari átaka. Talið er hugsanlegt að til
einhverra tíðinda kimni að draga á næstunni.
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á tali við Reagan Bandarikjaforseta í Hvíta húsinu i gær.
Maraþonviðræður utanríkisráðherranna enduðu með því að bráðabirgðasamkomulag um eyðingu meðaldrægra
eldflauga náðist. Símamynd Reuter
Bráðabirgðasam-
komulag eftir
maraþonviðræður
Ólafiir Amaisom, DV, New York:
Reagan Bandaríkjaforseti mun í dag
gefa út tilkynningu um að tekist hafi
að mestu samkomulag milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna um eyð-
ingu allra meðaldrægra eldtlauga.
Endanlegt form á samkomulaginu
mun vera hægt að gera á fjórum til
átta vikum.
í gærkvöldi áttu Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og Sé-
vardnadse, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, hálftíma fund með for-
setanum í Hvíta húsinu. Að loknum
þeim fundi töldu menn ljóst að sögu-
legt samkomulag heföi náðst. Er
jafhvel talið að forsetinn tilkynni í dag
um leiðtogafund síðari hluta nóvemb-
ermánaðar í Washington.
Ekki eru allir jathhrifnir af eyðingu
meðaldrægra eldflauga. Yfirmenn
bandaríska heraflans telja að með því
sé Sovétmönnum gefið of mikið oln-
bogarými í Evrópu og því verði að
stórauka hefðbundinn herafla Banda-
ríkjamanna í álfunni. Er talað um að
fjölga þurfi mjög B52 sprengjuvélum.
Þetta mun vera vegna þess að Pers-
hing eldflaugamar meðaldrægu eru
svo nákvæmar að þær eru einu eld-
flaugar Nató sem geta hitt af mikilli
nákvæmni stjómstöðvar sovéska her-
aflans í Sovétríkunum.
Páfi heimsækir indíána norðursins
Gísli Guðmundsson, DV, Oniario:
Jóhannes Páll páfi II heimsækir
dene-indíana í Kanada á sunnudaginn.
Búist er við að sex þúsund innfæddir
mæti til að hlýða á messu hans sem
haldin verður á fomum verslunarstað
indíána í norðvesturhluta Kanada.
Þó heimsókn páfa sé trúarlegs eðlis
þá eiga hinir rómversk-kaþólsku
dene-indíánar von á því að páfi gefi í
ræðu sinni út stuðningsyfírlýsingu við
baráttu indíána fyrir rétti þeirra til
landsins. Dene-indíánar vilja með
heimsókn páfa sýna heiminum að inn-
fæddir séu af öðrum uppmna en aðrir
íbúar Kanada.
Höfnuðu samvinnu
Leiðtogar aðskilnaðarsinna Kan-
aka á Nýju Kaledóníu höfhuðu í gær
hvatningu Jacques Chirac, forsætis-
ráðherra Frakklands, um að stofhað
yrði til nánari samvinnu milli þeirra
og franskra innflytjenda í landinu
um stjóm þess.
Chirac flaug sérstaklega til Nýju
Kaledóníu í gær til þessað leita sátta
í deilum kanaka og franskra innflytj-
enda. Mikil óánægja ríkir nú meðal
kanalca sem tolja sig hafa verið
Iicitto þvingunum í tengslum við
þjóðaratkvæðagi-eiðslu sem fram fór
í landinu um síðustu helgi.
I þjóðaratkvæðagreiðslu þeasari var kosið um hvort landið skyldi fara
fram á sjálfstæði eða vera áfram frönsk nýlenda. Þeir sem vildu vera áfram
nýlenda unnu enda hundsuðu aðskilnaðarsinnar kanaka atkvæðagreiðsluna
að mestu á þeim forsendum að hún væri sett upp á þann hátt að þeirra sjón-
armið gætu ekki orðið ofan á.
Náðu flugræningja
Bandaríkjamenn skýrðu fró því í
gær að löggæslumenn þeirra heföu
handtekið flugræningja þann sem
haföi yfirstjóm á ráninu á jór-
danskri flugvél í Beirút og sprengdi
hana síðar í loft upp. Maðurinn, sem
heitir Fawaz Younis, var handtek-
inn af alríkislögreglumönnum um
borð í báti á Miðjarðarhafi og verð-
ur dreginn fyrir rétt í Bandaríkjun-
um.
íbúi í Basra í írak við rústir heimilis síns en íranir hafa gert loftárásir þar síð-
ustu daga. Alls hafa hundrað íbúar Basra fallið í loftárásum á þessu ári.
Simamynd Reuter
Hart
barist
á landi
Háðir vom í gær bardagar á landi
milli írana og Iraka, þeir hörðustu í
tvo mónuði.
íranir tilkynntu um árásir á efiia-
hagsleg og hemaðarleg skotmörk í
frak sem gerðar hafi verið í hefndar-
skyni fyrir loftárásir íraka. Búist er
við að Iranir ráðist á skip á Persaflóa
á hverri stundu.
írakar sögðust hafa hrint órás Irana
eftir sextán tíma bardaga þar sem
notast var við skriðdreka, stórskotalið
og vopnaðar þyrlur. íranir greindu frá
að þeir hafi komist í gegnum raðir íra-
skra hermanna við borgina Mandali.
írakar tilkynntu um loftárásir á tvær
olíubirgðastöðvar og tvær verksmiðj-
ur í fran. Einnig kváðust þeir hafa
ráðist á skip á norðurhluta Persaflóa.
Einungis Iranar hafa tilkynnt um
mannfall, segja þeir verkamenn hafa
fallið í loftárásum íraka.