Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987.
Námskeið
Námskeið eru haldin í
stjörnukortagerð (Esoteric
Astrology), þróunarheim-
speki og sálarheimspeki.
Stjörnukortarannsóknir,
sími 79763.
DAGHEIMILIÐ EFRIHLÍÐ
V/STIGAHLÍÐ
óskar að ráða fóstrur til starfa nú þegar, einnig vantar
starfsmann til afleysinga í 50% starf.
Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 83560.
BILEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
Ódýr trefjaplastbretti, brettakantar o.fl. á
flestar gerðir bíla, ásetning fæst á staðn-
um.
svo sem á Bronco, Galant, Lancer, Daihatsu, Subaru, Willys, Volvo,
Polonez, Concord, Escort, Range Rover, Isuzu Trooper, Mazda,
Toyota, Scania, Dodge og m.fl. Einnig brettakantar og skyggni á
Blazer, Dodge Van, Patrol, Bronco, Lada Sport, Rocky, Pajero,
Hi-Lux, Ch. Van og Toyota Landcruiser og margt fleira.
BÍLPLAST Tpl (^JS^Tökum að okkur trefjaplastvinnu.
Vagnhöföa 19, sími 688233. l/JsB-j j Weliiö 'slenskt.
Póstsendum. |
Veljið islenskt.
Opið laugard. frá 9-12
DODGE RAMCHARGER
árg. 1983, 8 cyl., 318 cub., sjálfsk., Cruise control,
vökvastýri, rafm. í rúðum, álfelgur, ný dekk o.fl. o.fl.
ANKINN SF
Hamarshöfða, sími 67-32-32.
æ
BÍLASALAN BUK
SkoifunniS Simi68-64-77.
HONDA PRELUDE
Honda Prelude 2.0i -16 ventla árg. 1986, ekinn 20.000
km, svartur, með öllum hugsanlegum útbúnaði.
Verð kr. 880.000,-
Honda Prelude EX árg. 1987, ekinn 10.000 km.,
hvítur, 5 gíra, topplúga o.fl.
Útlönd
Tök Aquino á
sljóm Filippseyja
að minnka?
Jón Omuir Halldórsson, DV, Landon;
Erfiðleikar Corazon Aquino við
að koma saman nýrri ríkisstjóm á
Filippseyjum eru aðeins ein vís-
bending af mörgum um ört vaxandi
erfíðleika forsetans við að halda í
valdataumana á Filippseyjum.
Þótt tök forsetans á þjóðinni virð-
ist enn sterk, einu og hálfu ári eftir
að milljónir manna tóku þátt í hinni
sérstæðu byltingu gegn stjóm Marc-
osar forseta, þá hafa atburðir síðustu
vikna veikt taumhald Aquinos for-
seta á stjómmálakerfi Filippseyja
svo mjög að allra veðra kann að
vera þar von.
Síðustu daga hafa borist fréttir af
vaxandi bardögum við skæruliða
kommúnista þar sem í það minnsta
sextíu hermenn stjómarinnar hafa
fallið en um leið gætir vaxandi ólgu
í hemum. Á sama tíma hefur óá-
nægja með stjóm forsetans vaxið
meðal fátæklinga í Manila og meðal
smábænda á landsbyggðinni sem
krefjast umbóta í jarðnæðismálum.
Hrein örbirgð er hlutskipti mikils
meirihluta íbúa landsins og milljónir
þjást af næringarskorti.
Mikill vafi á hollustu
Þó að byltingartilraun Gregorio
Honasans fyrir tveimur vikum hafi
mistekist og þjóðin hafi yfirleitt haft
litla samúð með þessari uppreisn,
sem kostaði meir en sextíu manns-
líf, þá tókst uppreisnarmönnum að
vekja athygli á þeirri ólgu sem ríkir
innan hersins á Filippseyjum. Þó að
þátttaka í uppreisninni hafi ein-
skorðast við fáeinar deildir innan
hersins og margir þeirra tæplega
fjögur þúsund hermanna, sem tóku
þátt í uppreisninni, hafi einfaldlega
verið að hlýða kalli yfirboðara sinna
þá verður nú að telja mikinn vafa á
hollustu hersins við stjómina. Um
leið hafa menn í viðskiptalífi Filipps-
eyja í auknum mæli krafist breyt-
inga á stjóm landsins.
Það vom þessi tvö öfl, herinn og
sá hluti viðskiptalífsins sem ekki var
í höndum klíku Marcosar forseta,
sem ásamt kaþólsku kirkjunni
hrundu Marcosi frá völdum og settu
Aquino í embætti forseta. Þó að tug-
ir milljóna fátæklinga héldu hollustu
sinni við forsetann myndi það litlu
máli skipta ef hún glatar hollustu
hersins og fjármálamanna í Manilla.
Óttast stuðning við skæruliða
Eitt af því sem kom á óvart eftir
byltingartilraun Honasans var
hversu lítið kaþólska kirkjan gerði
til þess að aðstoða forsetann. Margir
á Filippseyjum hafa því bent á það
síðustu dagana að stoðimar undir
stjóm Aquinos hafi gliðnað svo mjög
að henni sé nauðugur sá kostur að
grípa til aðgerða sem þóknanlegar
þykja hemum, fjármálarnönnum og
íhaldssamari öflum innan kirkjunn-
ar. Það sem þessi öfl eiga helst
sameiginlegt er ótti við vaxandi
stuðning almennings á landsbyggð-
inni við skæruhemað kommúnista.
En kröfur hersins og fjármálamanna
um aukna hörku í baráttunni við
skæmliða ásamt þeim kröfum fjár-
málamanna um stefnu í efnahags-
málum, sem leitt geta til enn frekari
erfiðleika meirihluta íbúanna á að
tryggja sér næstu máltíð, munu hins
vegar án efa leiða til aukins stuðn-
ings við skæmliða.
Aquino hefur þegar gengið gegn
helstu kröfum verkalýðshreyfingar-
innar í Manila og gegn kröfum
smábænda úti á landi þannig að
búast má við minnkandi stuðningi
þessara afla við forsetann ef hún
fellst nú á kröfur hægri aflanna um
að hreinsa í burtu síðustu vinstri
mennina úr ríkisstjóm sinni. Forset-
inn virðist hins vegar varla eiga
annars úrkosti því möguleikar henn-
ar á að lifa af byltingartilraun hægri
manna í hemum hafa minnkað.
Byltingarforingi á faraldsfæti
Það er til marks um hversu lítil
tök stjómin hefur víða í landinu að
Honasan liðsforingi ferðast þessa
dagana eins og honum sýnist með
þrjú hundmð manna herflokk í
næsta nágrenni við Manila þar sem
hann hélt blaðamannafúnd nú um
helgina. Þar rétt hjá hafa skæruliðar
kommúnista sömuleiðis athafnað sig
síðustu daga. Um leið hafa herflokk-
ar hliðhollir stjóminni tekið sér
stöðu rétt innan borgarmarkanna
þar sem vegatálmanir em nú tíðar.
Stuðningsmennstjómarinnarhafa
ákveðið að boða til fjöldafúndar í
Manila í næstu viku til að sýna holl-
ustu almennings við forsetann.
Almenningur verður hins vegar lík-
lega ekki frekar spurður nú en fyrri
daginn þegar stjómmál og efnahags-
mál Filippseyja verða ráðin. Þeir
sem þessu ráða em að stokka upp
spil sín þessa dagana.
Þó að uppreisnin á Filippseyjum í ágústlok hafi mistekist tókst uppreisnarmönnum að vekja athyglí á þeirri ólgu
sem ríkir innan hersins á Filippseyjum. Fjármálamenn í Manila hafa einnig í auknum mæli krafist breytinga á
Stjóm landsins. Simamynd Rcuter