Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Kúnstir í húsnæðismálum Ábyrgðarlaust er af fj ármálaráðherra að halda því nú fram í fjölmiðlum, að húsnæðiskerfið ætti ekki að greiða lífeyrissjóðum nema mjög lága vexti, 4-5 pró- sent. Húsnæðiskerfið byggir á lánum frá lífeyrissjóðum og lánar féð síðan til húsnæðiskaupenda. Nú hafa vext- ir hækkað. Ráðherra veit, að í lögum er sagt, að vextir á lánum lífeyrissjóðanna skuli vera ámóta og ríkið greiðir almennt á markaði. Vextir á ríkisskuldabréfum hafa hækkað allt upp í 8,5 prósent. Ætlar Jón Baldvin kannski að lækka þá í 5 prósent? Það gæti hann gert, en þá mundi ekkert bréf seljast og ríkið ekki fá þá pen- inga, sem það biður sparifjáreigendur um. Auðvitað verður ríkið að greiða hærri vexti til lífeyrissjóða. Þar hefur verið rætt um 7 prósent vexti sem hina almennu reglu. Það virðist sanngjarnt. Ráðherra verður einnig að hugsa til þess, að lífeyrissjóðirnir verða að greiða lífeyrisþegum sínum sem þokkalegastan lífeyri. Eða vill ráðherrann eyðileggja lífeyrinn? Þetta ábyrgðarleysi veldur vandkvæðum í þeirri erf- iðu stöðu, sem húsnæðismálin eru í. Ráðherra talar um, að lán frá lífeyrissjóðunum séu miðuð við langan tíma og geti því borið lægri vexti en til dæmis ríkisskulda- bréf til tveggja ára. Ráðherra virðist telja 4-5 prósent vexti umfram verðtryggingu eðlilegt vaxtastig til langs tíma. En hitt er líklegra, að verðbólga sé á uppleið og einnig vextir. Ekki verður séð fyrir endann á því ástandi. Því geta lífeyrissjóðir ekki tekið þá ábyrgð gagnvart lífeyrisþegum sínum að semja um lága vexti á því fé, sem þeir lána í húsnæðiskerfið. Fé lífeyrissjóðanna hefur síðan verið lánað kaupend- um húsnæðis með 3,5 prósent vöxtum. Þetta er með öðrum orðum gífurleg niðurgreiðsla vaxta, sem ríkið hefur tekið á sig. Þar sem vextir fara hækkandi, er ekki óeðlilegt, að vextir á húsnæðislánum hækki eitt- hvað. Það mun sumum kaupendum húsnæðis þykja súrt í broti en er í raun aðeins eðileg afleiðing ástands- ins á markaðnum. Þetta mun ríkisstjórnin ætla að gera. En hún ræðir jafnframt, að ákveðnir svokallaðir for- gangshópar skuli greiða lægri vexti en aðrir. Þessi dilkadráttur er varasamur. Ekki er auðvelt að meta stöðu manna, til dæmis geta skattframtöl verið býsna villandi. Við kaup og sölu húsnæðis ganga húsnæðislán- in frá einum til annars. Ráðherrar ættu að falla frá þessum hugmyndum um mismundandi háa vexti. Þá er rætt að breyta ennfrekar reglum um húsnæðis- lán. Þetta á að koma í veg fyrir ýmsa ágalla núverandi kerfis. Félagsmálaráðherra hefur bent á, að margir, sem eiga skuldlausar íbúðir fyrir, hafi fengið lánsloforð sam- kvæmt nýja kerfinu og fái því aðgang að hinu niður- greidda fé. Þá er nefnt dæmi um, að umsækjandi, sem átti fimm íbúðir, hafi fengið lánsloforð til kaupa á hinni sjöttu. Þetta kemur til af þeirri sjálfvirkni, sem verið hefur ríkjandi í kerfinu. Sjálfsagt er að hindra, að auð- menn njóti neiðurgreidds fjár kerfisins. Slíkum ágöllum má eyða, en varlega verður að fara, svo að það lendi ekki á saklausum, til dæmis þeim, sem eru að stækka við sig með eðlilegum hætti. Félagsmálaráðherra hefur viljað setja bráðabirgða- lög til að breyta kerfinu. Þing kemur saman eftir rúmar þrjár vikur. Þótt hugsanlegt sé að sníða svona agnúa af, er óverjandi að gera slíkt með bráðabirgðalögum rétt fyrir þingbyrjun. Haukur Helgason Hver var að tala um pólitík? Síðastliðinn vetur og vor hafa sveitarstjómarmenn í Austur- Barðastrandarsýslu unnið að sam- einingu fimm hreppa í eitt sveitarfé- lag. Þann 4. júlí sl. tók sameiningin formlega gildi og eftir stendur einn hreppur í sýslunni, kenndur við höf- uðbólið Reykhóla. Hin nýja hrepps- nefiid Reykhólahrepps er skipuð sjö fulltrúum sem kosnir vom af tveim- ur listum vítt og breitt af svæðinu en áður vom samtals sautján hreppsnefndarmenn i A-Barð. Þessa dagana er unnið að víðtækri byggðaþróunaráætlun fyrir nýja Reykhólahreppinn. Óskandi er að sú áætiun reynist þeim Reykhóla- hreppsbúum betur en nafiia hennar sem út kom fyrir réttum tíu árum, eða árið 1977. Það ár gaf byggða- deild Framkvæmdastofnunar ríkis- ins út rúmlega eitt hundrað blaðsíðna rit sem bar heitið „Dala- byggð - drög að byggðaþróunaráætl- un“. Dalabyggð er þar talin Dalasýsla og þrír hreppar A-Barð., Geiradals-, Reykhóla- og Gufúdalshreppur. Bók- in (mitt eintak er stimplað trúnaðar- mál!) hefur að geyma merkar upplýsingar og staðreyndir um hér- aðið. Auk þess er í henni fjöldi tillagna (kannski misgóðra) til lausnar þeim vandamálum sem þá (og nú?) steðjuðu að héraðinu. Opinber aðstoð við hvern? Það er furðulegt hvað við íbúar Dalabyggðar höfum verið máttlausir við að berjast fyrir bættum hag okk- ar og héraðsins þrátt fyrir að hafa haft í höndunum í heilan áratug þær upplýsingar og tillögur sem þetta rit geymir. Ástæðan er trúlega sú að þegar stjómarfar er gott eru opinber afskipti af því góða. En þegar slæm- ar stjómir sitja er varasamt að fylgja ráðum stofnanafræðinga og getur reynst mönnum æði dýrkeypt þegar pólitískur kjarkur er ekki til staðar. Um það langar mig að nefiia dæmi: Á bls. 75 í því ágæta riti, sem vitn- að var til hér að framan, stendur eftirfarandi: „Ljóst er að frekari iðn- aðaruppbygging, sem telja verður forsendu fyrir bættri aðstöðu og þar með áframhaldandi búsetu í Dala- byggð, verður vart án aðstoðar opinberra aðila. Rétt þykir að leggja til að Framkvæmdastofnun ríkisins stuðli að bygginggu iðngarða í Búð- ardal og hafi á þann hátt áhrif á staðsetningu iðnfyrirtækja í Dala- byggð.“ Síðan segir: „Á vegum Efnahagsstofnunar vom gerð drög að áætlun um byggingu iðngarða sem taldir vom ódýrir í byggingu og auðvelt var að skipta niður í misstórar einingar. Niðurstaða þeirrar áætlunar um byggingagerð var sú að hver eining yrði 6x26 m eða 120 m2 í vinnusal og 36 m2 í skrifstofur, snyrtirými og kaffi- stofu.“ Á bls. 77 kemur eftirfarandi: „Talið er að sjö einingar séu lág- marksbyggingaráfangi, þ.e. 1.090 m2 eða 5.250 m3.“ Og svo áfram: „Verk- efni þau, sem Framkvæmdastofriun ríkisins þarf að leysa til þess að koma hugmyndum um byggingu iðngarða í framkvæmd og reyna með þeim hætti að hafa .áhrif á atvinnu- og byggðaþróun í Dalabygð, em í stuttu máli sem hér segir: 1) Að leita samvinnu við hrepps- nefnd og atvinnumálanefnd Laxár- dalshrepps um byggingu iðngarða. Bæri hreppsnefnd eða atvinnumála- nefnd að kanna áhuga heimaaðila á þátttöku í slíkri samvinnu. 2) Að leita samvinnu við fjárfest- ingarlánasjóði um fjármögnun iðngarðabygginga. “ Saga iðngarða í Búðardal og draumurinn um leirinn Ungir og hugdjarfir framkvæmda- menn, valdaðir af stærsta stjóm- málaflokki landsins, gripu fegins hendi þetta tækifæri og stofhuðu hlutafélagið Melborg sem hóf bygg- ingu iðngarða í Búðardal. Hrepps- nefiid og atvinnumálanefnd Laxárdalshrepps lagði blessun sína yfir tiltækið og samvinna tókst mill; KjaUariim Kristjón Sigurðsson rafvirki Búðardal Iðnlánasjóðs, Framkvæmdastoíhun- ar og Búnaðarbankans um að fjármagna framkvæmdimar. Húsið, sem byggt var, er að vísu ekki eins stórt og tillaga Byggðastofhunar gerði ráð fyrir, aðeins 684 m2 í stað 1.092 m2. En til hvers átti að nota húsið? Á þessum tíma lagði danskt fyrir- tæki fram skýrslu um rannsóknir á hagkvæmni leiriðju í Búðardal. Skýrslan þótti svo glæsileg að stjóm Leiriðjunnar fór með hana sem trún- aðarmál. Ekki þótti hættandi á að efhi hennar læki í fjölmiðla því ef svo færi þótti fullvíst að peninga- menn úr Reykjavík sæju sér leik á borði að koma á fót eigin leiriðju á undan Dalamönnum. Stjóm Leiriðj- unnar hélt því til fundar við þáver- andi iðnaðarráðherra og óskaði eftir stuðningi við málið en ráðherrann sagði: Nei. Ef Dalamenn hefja leir- vinnslu þá fellir ríkisstjómin niður tolla á innfluttum leir. Og þar með var draumurinn búinn. Hvar sem þið eruð að störfum Síðan hefur gengið á ýmsu og framkvæmdamennimir hugdjörfu gert ítrekaðar tilraunir til að losna út úr iðngarðaskuldasúpunni, sem nú í vor var orðin um 19 milljónir króna, en án árangurs. Húsinu varð ekki forðað undan hamrinum en slegið hæstbjóðanda. Iðnlánasjóður átti eina boðið, kr. 7.600.000. Aðrir kröfuhafar gerðu ekki boð í húsið. Búnaðarbankinn var auðvitað með sitt á hreinu, enda er það álit hagdeildar Búnaðarbankans að hús- ið sé ekki nema 7,5 milljón króna virði. Og hvað um hluthafana, græddu þeir kannski á öllu saman? Nei, því miður. Tak hf. tapaði að- stöðunni og um 3 milljónum króna á ævintýrinu þar-, sem því láðist að taka frá 1. veðrétt fyrir sig eins og nú tíðkast. Og ekki nóg með það. Tveir stjómarmanna Melborgar hf„ sem töldu sig skrifa undir skuld- bindingu á ábyrgð hlutafélagsins, tapa 5,5 milljónum króna sem ábyrgðaraðilar! á skuld við útibú Búnaðarbankans í Búðardal. Fellsstrendingar í ráðherrastólum Til að tryggja áframhaldandi bú- setu í Dalabyggð þótti Fram- kvæmdastofnun ríkisins rétt að stuðla að byggingu iðngarða í Búð- ardal. Ungir framkvæmdamenn stofiiuðu hlutafélag sem hóf bygg- ingu iðngarða. Iðnlánasjóður, Framkvæmdastofhun ríkisins og Búnaðarbankinn fjámögnuðu fram- kvæmdimar. Framkvæmdastofnun ríkisins (nú Byggðastofhun) og Búnaðarbankinn halda sínum hlut með vöxtum og vaxtavoxtúm. Ufn hagriáð eða tap Iðnlánasjóðs er ekki hægt að segja á þessu stigi (hann er víst ekkert óvanur að þurfa að blæða). Hitt er Ijóst að nokkrir flokkshollir ein- staklingar hafa orðið fyrir umtals- verðu fjárhagstjóni. Samtals hafa þeir misst út í veður og vind 8,5 milljónir króna og ástæðan er sú að opinberir aðilar hafa ekki staðið við sitt. Ríkisstjómin, sem kennd var við Gunnar Thoroddsen en stjómað af kommúnistum eins og sagt var, lagði áherslu á að halda landinu öllu í byggð, þar með talið Dalasýslu. En nú er öldin önnur. Markaðsöflin ráða ferðinni og fyrrverandi ráð- herrar úr ráðuneyti Gunnars heitins Thoroddsen styðja nú ríkisstjómir, fjandsamlegar landsbyggðinni, sem taka við völdum hver af annarri. I ljósi þeirrar staðreyndar gerðu fram- kvæmdamennimir hugdjörfu ör- lagarík mistök. Þeir byggðu iðnaðarhúsnæðið á röngum stað. Á Reykjavíkursvæð- inu seljast svona hús ekki fyrir minna en 25 milljónir króna. Látum skynsemina ráða Úrslit liggja nú fyrir í skoðana- könnun um sameiningu sveitarfé- laga í Dalasýslu sem fram fór dagana 11. og 12. september sl. Atkvæði greiddu 74,7%. Með sameiningu vom 64% en á móti 24%. Þegar á heildina er litið kemur mér niður- staðan ekki á óvart enda þykist ég þekkja mitt heimafólk. Meirihluti íbúa í sex hreppum telur sameiningu eðlilega en íbúar Haukadals- og Saurbæjarhrepps eiga það sameigin- legt að hafna henni. En þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tapað þriðjungi íbúa sinna á siðastliðnum 16 árum á meðan öðrum hreppum sýslunnar hefur þó tekist að halda höfðatölunni. Hverjum hefði dottið það í hug um síðustu aldamót að íbúum sýslunnar ætti eftir að fækka um helming á 76 árum án þess að til kæmu mann- skæðar drepsóttir eða náttúruham- farir? Er það ekki okkar hlutverk að vemda byggð í Dalasýslu? Með sama áframhaldi verður hún komin í eyði á dögum barna okkar, fyrir miðja næstu öld! Nei. Það er ekki auðvelt að verða að viðurkenna að fjórðungur Dala- manna séu jafnþröngsýnir og raun ber vitni eða skilningssljóir á nauð- syn þess að snúa bökum saman til hagsbóta fyrir byggðarlagið. 1. Byggðarlag sem í vora samkvæmt síðasta manntali aðeins 1044 íbú- ar. 2. Byggðarlag sem í atvinnulegu til- liti stendur á brauðfótum en er í raun eitt atvinnusvæði. 3. Byggðarlag sem á allt sitt undir landbúnaðarframleiðslu. 4. Byggðarlag sem rekur tvöfalt skólakerfi en á þó engan fram- haldsskóla. 5. Byggðarlag sem býr við lélegustu póstsamgöngur á landinu. 6. Byggðarlag sem í era 34 hrepps- nefndarmenn en kæmist hæglega af með 7. 7. Byggðarlag sem hrópar á allt okk- ar vit og strit og veitir ekki af. 8. Byggðarlag sem verður að standa saman gegn fjímdsíimlegu ríkis- valdi þótt íbúamir slysist til að kjósa það yfir sig. = Okkar byggð, Dalabyggð! (Það er nefriilega ekki sjálfgefið að Fellsstrendingur setjist á ráð- herrastól.) Var einhver að tala um pólitík? Kristjón Sigurðsson „Hverjum hefði dottið það í hug um síð- ustu aldamót að íbúum sýslunnar ætti eftir að fækka um helming á 76 árum án þess að til kæmu mannskæðar drepsóttir eða náttúruhamfarir?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.