Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Page 15
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. 15 Sætum lagi „Það á ekki að þurfa bonusa, alls kyns álag og aðra þætti til að ná mannsæmandi launum." Eftir bullandi hagvöxt og mestu þjóðartekjur í langan tíma er það engu að síður hörmuleg staðreynd að launamisrétti í þjóðfélaginu eykst stöðugt. H vemig geta sömu aðilar og kaupa nú fisk á hinum frjálsu mörkuðum dag eftir dag á langtum hærra verði en þekkst hefur nú rökstutt það sem þeir ávallt hafa borið fyrir sig: bull- andi taprekstur og gífurlega rekstr- arerfiðleika sem einfaldlega geri þeim ekki kleift - né að rekstur fyrir- tækja þeirra þoli að hækka laun fólks í fiskvinnslu? Hvemig geta þeir m,eð góðri samvisku sannfært fiskvinnslufólk um slíkt þegar þeir nú em tilbúnir að greiða snöggtum hærra verð fyrir fiskinn en áður hefúr þekkst? Nú er ekki skortur á fjármagni þannig að ljóst er að auð- velt hlýtur að vera að sækja á um hækkun launa til þess sem mann- sæmandi getur talist. Ég leyfi mér að efast um að málið verði svo auðsótt. Ætli við heyrum ekki sama gamla vælið, sömu gömlu tugguna? Hvemig getum við verið sátt við sjálf okkur þegar við nánast göngum á höfðum þeirra sem vinna við undir- stöðuatvinnuveg þjóðarinnar - þeirra sem skapa verðmætin sem við lifum á? KjaUarinn Ingi Björn Albertsson alþingismaður tyrir Borgaraflokkinn Við verðum að leiðrétta þetta mikla ósamræmi sem nú er við skipt- ingu þjóðartekna. Það em sjálfsögð mannréttindi að 8 stunda vinnudagur og 40 stunda vinnuvika dugi til framfærslu vísi- tölufjölskyldunnar. Það á ekki að þurfa bónusa, alls kyns álag og aðra þætti til að ná mannsæmandi launum. Bónusinn er líka mjög ósanngjam gagnvart þeim sem síst skyldi, þ.e. þeim sem lengst hafa starfað hjá viðkomandi fyrir- tæki, verið trúir og traustir starfs- menn. En sökum þess hve mjög þeir hafa þurft að leggja að sér í hinni erfiðu vinnú em þeir famir að lýj- ast, bæði með aldrinum og fyrir aldur fram, sem þýðir það að þetta fólk á sífellt erfiðara með að ná bónsnum þannig að verðlaun vinnuveitandans fyrir vel unnin störf em lækkandi laun. - Sanngimi? Ég segi nei, þetta er til háborinnar skammar. Sjálfsagðar kröfur Við verðum að stöðva launamis- réttið sem eykst ár frá ári. Það er sjálfsögð krafa að laun einnar fyrir- vinnu dugi til framfærslu fjölskyldu. Það er sjálfsögð krafa að fólk fái að lifa eðlilegu lífi með fjölskyldu og vinum en þurfi ekki að vinna myrkr- anna milli til að hafa í sig og á. Það er sjálfsögð krafa að fjölskyld- ur séu ekki sundraðar vegna vinnuá- lags beggja foreldra. Það á ekki að vera lúxus að geta tekið sér sumarfrí. Fólk á að geta valið og hafnað sjálft hvort það vill vinna meira en hina hefðbundnu 40 stunda vinnu- viku eða hvort bæði hjónin vinna úti. Laun vinnuvikunnar eiga að duga til framfærslu hinnar alþekktu vásitölufjölskyldu - í landi sem hreykir sér af einhverjum hæstu þjóðartekjum á mann í hinum vest- ræna heimi. Það verð, sem verið er að greiða fyrir fiskinn í dag, og það fjármagn, sem skyndilega kom í leitimar vegna fyrirhugaðrar sölu Útvegsbankans, sýnir okkur að ekki er skortur á fjár- magni heldur vilja. Sannur vilji er allt sem þarf til að leysa launamál fiskvinnslufólks, sem og annarra láglaunahópa. Nú er lag, sætum því lagi. Lngi Björn Albertsson „Hvernig getum við verið sátt við sjálf okkur þegar við nánast göngum á höfð- um þeirra sem vinna við undirstöðuat- vinnuveg þjóðarinnar, þeirra sem skapa verðmætin sem við ■lifum á?“ Hvernig getur Sambandið misnotað Útvegsbankann? Það hefiu verið nokkurt áhyggju- efni undanfamar vikur mörgum sem fylgst hafa með iglulátum Sam- bandsins í Útvegsbankamálinu hversu forráðamenn þjóðarinnar sýna mikið tómlæti þegar þessi auð- hringsóvættur glennir vígtennur sínar skælbrosandi framan í almenn- ing. Ég kalla þetta iglulæti og ekki að ófyrirsynju því vitað er að iglur sjúga blóð úr mönnum, en Samband- ið ætlar sennilega að beita Útvegs- bankanum til að tæma lífsblóðið úr fjöldamörgum fyirirtækjum sem til- heyra viðskiptamannahópi bankans. Frammi fyrir þessari skefjalausu auðhringsáfergju er sofanda- og und- irlægjuháttur forráðamanna þjóðar- innar óskiljanlegur og Sambands- menn skríkja af kæti þegar þeir fá heimsóknir bóngreiðugra og þý- lyndra ráðherra ríkisstjómarinnar sem skríða eins og lamdir rakkar inn og út af Sambandsskrifstofunum. „Svona mikið er þá orðið vald okkar. Við búum til ríkisstjómir og rjúfúm þær þegar okkur þykir henta. Ráðherramir dansa eflir slættinum í okkar slaghörpu. Þjóðarbúið liggur fyrir fótum okkar eins og óvarinn ránsfengur og bíður ekki annars en að við réttum út höndina og hrifsum til okkar það sem okkur þurfa þyk- ir. Enginn getur sagt við okkur: „Nei, hingað og ekki lengra!!!“.“ Allur tekjuskattur lands- manna til samvinnuhreyfing- arinnar Þetta tómlæti forráðamanna þjóð- arinnar gagnvart yfirgangi sam- vinnuhreyfingarinanr ætti samt ekki að koma landsmönnum á óvart þeg- ar þeir hafa þurft að horfa upp á það nálega allan framsóknaráratuginn hvemig tekjuskatti þeirra hefur næstum öllum verið sturtað niður í úttroðna vasa samvinnuhreyfingar- innar í formi niðurgreiðslna, útflutn- ingsbóta og vaxtalausra lána. Svikamylla landbúnaðarstefriunn- ar, sem þó er aðeins einn tindur ísjakans, hefúr samt ekki vakið for- ráðamenn landsins af þymirósar- svefninum. Þvert á móti virðist hún hafa lamað vamarvilja þeirra gjör- samlega enda sjá þeir nú engin Kjallaiiim Árni Thoroddsen kennari hvergi nærri tæmandi, enda er ég enginn jafnoki Sambandsauðhrii.gs- ins í því að finna upp fjármálabrell- ur. Til að byrja með gæti Sambandið notað Útvegsbankann til að beina viðskiptum lánþega bankans til traustari viðskiptavina, nefiiilega samvinnuhreyfingarinnar. Til þessa þarf aðeins vingjamlegan þiýsting, studdan af þeirri óþægilegu hótun að skrúfa skyndilega fyrir alla fjár- magnsfyrirgreiðslu eða að hún sé skorin við nögl. Við þurfum því ekki að búast við fjöldagjald- (3g greiðsluþroti við- skiptavina Útvegsbankans fyrstu tvö árin (en kannski vekur það eng- an af svefninum þótt eitt eða tvö fyrirtæki séu gleypt með húð og hári á þessu tímabili). „Ef Sambandið er orðið hamstola af frekju nú, hvernig verður það þá þegar það er búið að gleypa annað hvert fyrir- tæki í Vestmannaeyjum og allt annað sem Utvegsbankinn getur fært því á silf- urfati? “ skatta á almenning þegar þeir standa nú frammi fyrir margtafinni greiðslu á samvinnuvíxli framsókn- aráratugarins. Það er hins vegar mikill misskiln- ingur að halda að hægt sé að sefa fjármagnshungur samvinnuhreyf- ingarinnar með því að skvetta í hana auknum tekjuskatti landsmanna. Svikamylla landbúnaðarstefnunn- ar og byggðastefnunnar er þannig hönnuð að aldrei verður dælt í hana það miklu af skattpeningum lapds- manna að högg sjái á vatni. Hvernig Útvegsbankinn verður misnotaður Almenningur, sem hefúr litla inn- sýn í rekstur og fjármál stórfyrir- tækja, hvað þá banka, á ef til vill erfitt með að gera'sér grein fyrir hvemig fjármálaveldi Sambandsins getur misnotað Útvegsbankann sjálfu sér til framdráttar. Ég ætla úrræði önnur en að leggja meiri því að gefa öríá dæmi sem verða þó vegsbankans. Miklu frekar má búast við að menn verði varir við skyndilegan og óvæntan áhuga viðskiptavina Út- vegsbankans á þvi að færa öll sín viðskipti til samvinnuhreyfingarinn- ar (skilja menn nú af hverju Eimskip vill kaupa?). Þetta mun auðvitað styrkja og treysta fyrirtæki sam- vinnuhreyfingarinnar og veikja að sama skapi samkeppnisaðila hennar. Þá má allt eins vænta þess að oft- ar taki að berast til fyrirtækja innan samvinnuhreyfingarinnar óstaðfest- ar fregnir (en frá mjög áreiðanlegum heimildum, nefnilega Útvegsbank- anum sem hefur aðgang að flestum upplýsingum viðskiptavina sinna) um áform eða áföll samkeppnisaðila og ekki mun þetta veikja samvinnu- fyrirtækin neitt að ráði. Og það getur líka verið mikil lyftistöng fyrir fyrirtæki að vita hversu lágt verð þau geta boðið fyrir aðföng sín sem þau kaupa frá viðskiptavinum Út- Leikur kattarins En að tveimur árum liðnum má vera að úlfsgræðgi Sambandsins fari að renna á þáverandi forystumenn bankans. Viðskiptavinum má setja afarkosti og síðan má herða kyrk- ingaról íjármagnsskortsins æ meir að þeim viðskiptavinum sem veik- burða eru. Snöruna um háls sprikl- andi fómarlambanna má herða úr öllum áttum. Sum fómarlömbin miunu eflaust endast minna en eitt ár. Önnur traustari og úrræðabetri geta kannski tórt í fimm til sjö ár. Enda- lokin verða þó óumflýjanlega þau sömu. Eflaust má hafa nokkra skemmtun af því að fylgjast með þessum leik kattarins að músunum litlu. Sá hópur 33 aðila, sem boðið hefur í Útvegsbankann á móti Samband- inu, gerir það ekki af einskærri fégræðgi. Þó eflaust sé einhver hagnaðarvon í bankanum í höndum einkaaðila sem reka hann sem arð- bæran banka en ekki pólitíska skömmtunarskrifstofu. Þó hlýtur meginhvati þeirra til þessara kaupa að vera ótti, ótti við að hér á íslandi rísi upp fjármála- veldi sem á sér enga hliðstæðu í vestrænum lýðraaðisríkjum sé miðað við höfðatölu, og meira en það, því að í einræðisríkjum Suður-Ameríku er enginn aðili með annað eins fjár- málaveldi og' ég efast um að það hafi verið að finna meira að segja í Þýskalandi nasismans. Nú er það svo að ég tel mig engan sérstakan vildarvin flestra þeirra 33 aðila sem boðið hafa móti Samband- inu í bankann og á sumum þeirra hef ég ímugust. En þó tel ég skárri kost að þessir að mörgu leyti ósam- stæðu aðilar kaupi bankann en að hann sé afhentur fjármálaveldi Sam- bandsins. Ef Sambandið er orðið hamstola af frekju nú, hvemig verður það þá þegar það er búið að gleypa annað hvert fyrirtæki í Vestmannaeyjum og allt annað sem Útvegsbankinn getur fært því á silfurfati? Ein strengjabrúða í viðbót? Þeir sem sitja í ríkisstjóm með Framsóknarflokknum sitja á miðils- fúndi með Sambandsforstjórunum og ríkisstjómin situr og stendur í takt við vofuóminn frá Sambands- skrifstofunum sem framsóknarráð- herramir bergmála af auðmýktri og undantekningarlausri hlýðni á hverjum ríkisstjómarfundi. Mönnum kemur það þó á óvart að Jón Sigvrðsson viðskiptaráð- herra virðist einnig vera á góðri leið með að ganga í hóp strengjabrúð- anna. I stað þess að senda Sam- bandsforstjórana heim sneypta og rassskellta lætur hann eins og frekja og yfirgangur þeirra sé þeim heilag- ur og meðfæddur réttur og hann býður þjóðinni upp á það að sjá við- skiptaráðherra sinn meðhöndlaðan eins og reynslulausan smalastrák sem sendur er eftir rollum. Eftir þessa málavörslu alla eru reyndar margir famir að efast um dómgreind Jóns Baldvins um það hverjir skuli sitja í ráðherrastólum fyrir Alþýðuflokkinn eða gat hann ekki fúndið annan auðmjúkan innan Alþýðuflokksins til að sitja í emb- ætti viðskiptaráðherra? Eyðum auðhringnum Það á ekki að bjóða Sambandinu neinar miskabætur fyrir það að Út- vegsbankanum sé bjargað úr klóm þess. Og ráðherrar eiga ekki að tala til þess í neinum auðmjúkum afsök- unartóni eftir alla þá skattpeninga sem hrilsaðir hafa verið af skatt- borgurum í nafrii samvinnuhreyfing- arinnar. Þvert á móti á að gera því að greiða miskabætur til almennings í þessu landi í formi skatta fyrir alla þá skattpeninga sem samvinnu- hreyfingin hefúr hrifsað til sín fiá skattborgurum út allan framsóknar- áratuginn. Ráðherrar og alþingi íslendinga eiga að sjá til þess að þetta skrímsli sé ham- og roðflett með sköttum og auðhringalöggjöf til þess að skatt- borgarar þessa lands fái svefnfrið fyrir hunguröskrunum, enda verður fjármagnshungur samvinnuhreyf- ingarinnar ekki mettað með öllum ellefu hundruð ára skattpeningum þjóðarinnar. Ámi Thoroddsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.