Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. Spumingin Lesendur Fórstu að veiða í sumar? Guðsteinn Hlöðversson: Nei, ég hef ekki haft tíma til þess. Annars hef ég gaman af því að veiða og veiði þá silung fyrir austan, rétt hjá Hvols- velli. ' Sigurður G. Sigurðsson: Já, ég fór upp í Borgarfjörð í Svínavatn og ætlaði í silung en fékk engan. Ég fer í silung svona tvisvar til þrisvar á Árni Jónsson: Ég hef farið út á sjó á sportbáti og látið mér það nægja. Ég fer út á Faxaflóann í kringum Éngey og Viðey. Ég er nú ekki fiskinn, hef meira gaman af þessu. Ég fæ þó allt- af smáýsu í soðið. „I skólanum er sketfilegt að vera“ Garðabær: Kolsvört hraðbraut í gegnum bæínn - þar sem hraðinn á sér engin takmörk íbúi við Holtsbyggö er óhress meö umferöarþunga og Ijósleysi nýju Reykja- nesbrautarinnar. Ibúi í Holtsbyggð skrifar: í DV sl. laugardag birtist teikning þar sem inn voru settar tölur um um- ferðarþunga á götum. Samkvæmt þeim tölum er nýja Reykjanesbrautin með mesta umferðarþungann. íbúar í Holtsbyggð í Garðabæ hafa haft að því þungar áhyggjur allt frá því að þessi gata var opnuð hversu mikil umferð er þama um og einnig þvílíkur rosalegur hraði er á umferð- inni. Mjög oft kemur það t.d. fyrir, þegar komið er úr norðri og beygt inn í íbúðarhverfið frá Reykjanesbraut, að bílar fara fram úr þeim bíl sem er með stefhuljós og er í þann mund að beygja. Einungis varkámi íbúanna, sem em orðnir þessu vanir, kemur í veg fyrir stórslys við þessi gatnamót. Annað atriði er að fyrir ári var lofað að settir yrðu upp ljósastaurar við „þessa_götiii,ííað.iiefmÍ£kki verið .efht. og eftir því sem mér skilst stendur það ekki til. Reykjanesbrautin er kolsvört þegar skyggja tekur, að ég tali ekki um þegar rignir líka. Menn verða raunar að hægja ferð til að sjá út úr augum - en það gera bara ekki allir. Ekki er hægt að bjarga sér með háum ljósum vegna þeirrar miklu umferðar sem ávallt kemur á móti. Mörg böm búa í Holtsbyggðinni og þurfa þau að sækja allt yfir Reykjanes- brautina. Unglingar, sem em að koma heim að kvöldi, hlaupa yfir þessa stór- hættulegu götu. Það er ekki laust við að menn séu með hjartslátt á hverju kvöldi af áhyggjum yfir þessari dimmu hraðbraut sem liggur í gegnum bæinn. Er það eðlilegt ástand að láta sem þetta sé í lagi? Hvað með bæjarstjóm Garðabæjar - em íbúar í Holtsbyggð ekki með þegar fjallað er um umferð- armál í bænum? Eða er það eins og . y e.njulega aðstjómyöldopai ekkiaug-. un fyrr en slysin hafa átt sér stað. . «3* Adela Halldórsdóttir: Nei, ég hef aldrei farið að veiða en ég hef ekk- ert á móti því að prufa það. Guðrún Óladóttir: Nei, ég fór ekki í sumar en ég hef samt farið að veiða. Það var voða gaman, ég veiddi murtu í Þingvallavatni og festi öngulinn í lopapeysunni. Valrún Guðmundsdóttir: Já, ég fer yfirleitt á hverju sumri. í sumar fór ég að veiða rétt fyrir utan Akureyri. Það var ofsalega gaman og ég veiddi 4 silunga. W . ISS Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú í upphafi skólaárs hef ég hug- leitt hve mörg fyrsta bekkjar böm verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá dag lengja né náttúm lands vors lifna við og springa út í fúllan skrúða á sumri komandi. Bollaleggingar af þeim toga spunnar em sannast sagna dapurlegar. Þær em engu að síður holl og góð lesning öllu vel hugsandi fólki, mönnum er vilja m.ö.o. heimta blessuð bömin heil heim úr þeirri ógn- vænlegu umferð ökutækja er tilheyrir orðið þéttbýli. Bifreiðaeign Reykvíkinga er langt umfram flutningsgetu gatnakerfisins og lætur nærri að tveir bílar tilheyr: hverju heimili, án þess að ég þori þar neitt að fúllyrða. Ég fór að velta hlut- unum fyrir mér eftir sakleysislega frétt frá fréttastofu ríkissjónvarpsins á dög- unum. Þar var telpa ein, er stígur nú sín fyrstu skref á menntabrautinni, tekin tali. Stór stund í lífi sérhvers bams, allt lífið blasir við , ásamt heil- um hellingi af tækifærum, það er að segja verði heppnin henni hliðholl og gefi færi á að hafa not af. Slíkt veit því miður enginn. Tíminn mun aftur á móti leiða það í ljós. Sannleikurinn er nefriilega sá, hvort brautargöngu og ekkert er nema gott um að segja. Þeir mælast einnig til að bömin virði þær í alla staði. En í hita ærslanna á gangstéttunum gleyma greyin litlu sér gjaman og hlaupa eitthvað út í buskann og bang, sama þó hættumar séu slag í slag brýndar fyrir bömunum. Þess vegna skal fólk aldrei, ekki eina einustu sek- úndu, slaka á árvekni sinni undir stýri. Bíllinn er stór, bamið smátt. Ég þarf vart að taka fram að Bakkus fals- kóngur er ófær ökumannsfélagi. Með tilkomu farsímans hefur hættan á sofandaskap stóraukist. Um notkun farsíma þarf að setja strangar reglur og banna með öllu ónauðsynlegt blað- ur á ferð. Hyggist menn brúka taltæk- ið vinsæla verða þeir sömu að gjöra svo vel að stöðva farkostinn eða sleppa þvi ella. Bömin eiga heimtingu á að jafnal- varlegt mál og hér hefur verið rakið hljóti skaplega umfjöllun á hæstvirtu alþingi Islendinga í vetur og bömun- um verði tryggt frekara öryggi í umferðinni en í dag þekkist. Skóla- rútur vegna yngstu bekkjanna yrðu t.d. til mikilla bóta. Eins og ástandið er í dag þá er í skólanum skelfilegt að vera. Áfram með golfið Hafþór Gunnarsson hringdi: Ég vil þakka Stöð 2 fyrir golfþættina sem hún sýnir á laugardögum kl. 18.00. Þetta em góðir þættir sem allir golfá- hugamenn fylgjast með og hafa gaman af. Ég vil einnig hvetja Stöðina til að sýna þessa þætti áfram í vetur því það er sá tími sem nauðsynlegast er fyrir forfallna golfáhugamenn að geta horft á golfþætti. Á vetuma getum við nefni- lega ekki spilað sjálfir golf vegna snjóa og frosts. Ég vona því að Stöðin haldi áfram á sömu braut. Það er um að gera að byrja ungur því æfingin skapar meistarann. Þessi vill örugglega fá að fylgjast með golf- þáttum á Stöð 2 i vetur eins og aðrir golfarar. „Sannleikurinn er nefnilega sá, hvort sem þegnum er Ijúft eða leitt að heyra, að of margir krakkar gerast fómarlömb umferðar ár hvert.“ sem þegnum er ljúft eða leitt að heyra, að of margir krakkar gerast fóm- arlömb umferðar ár hvert. Þeirri þróun ber nauðsyn til að snúa við á stundinni og þar kemur til kasta hins almenna fullvaxna borgara. Ungur nemur, gamall temur. Fullorðnir kenna ungviðinu reglur er lúta að TVisvar nærri fyrir bíl á gönguljósum! Gunnlaugur, 12 ára, hringdi: Ég vil vekja athygli á hröðum akstri og tillitsleysi bflstjóra við gönguljósin á Suðurgötunni, rétt hjá Hótel Sögu og HáskólabíóL Ég þarf oft að fara þama yfir og tvisvar sinnurn hef ég nærri því orð- ið fyrir bfl þama, á þessum ljósum, þegar grænt ljós hefiir verið hjá mér en rautt Ijós á umferðinni. Ég vil því hvetja bflstjóra til að fara dálítið gætilegar þama svo að maður geti óhræddur farið yfir á gönguljósunum. Þaift átak Foreldri hringdi: Ég vil koma innilegu þakklæti á framfæri til lögreglunnar út af þessu sérstaka átaki hennar til að lækka umferðahraða. Þetta er virðingarvert framtak og þessar radarmælingar við skóla og helstu umferðaæðar í Reykja- vík em löngu tímabærar. Það sýnir best sú tala þeirra sem teknir em fyr- ir of hraðan akstur. Lögreglan hefur frá mánaðamótum verið með þetta átak til að fækka umferðarslysum og minnka hraðakst- ur. Það er um að gera að hrósa því sem vel er gert og foreldrar em mjög ánægðir með þetta framtak núna þeg- ar skólar em að byrja og birtan að dvína. Það er vonandi að að þetta átak verði til þess að vekja fólk af dvalr og fækkun slysa verði raunveruleg. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.