Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Síða 33
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. 45 Merming Tilraunaleikhús: Hefðin liflr Fröken Júlía var flutt af sænskum hópi, Institutet för scenkonst. Þau styttu leikrit Strindbergs nokkuð, en ekki mikið, og steíndu einkum að samþjöppun. Aðeins þrjár persón- ur á sviðinu, aðalsmærin, þjónninn og þjónustustúlkan. Þjónninn Jean var hér hafður miklu yngri og fríð- ari en fröken Júlía, svo að samband þeirra bar svip þess að húsbóndi misnoti vald sitt yfir hjúi. En annars er þetta valdatafl þar sem ýmsir hafa betur, eins og svo oft hjá Strindberg, og sterk áhersla lögð á andstæður losta og lífsfegurðar annarsvegar, en hinsvegar stéttaskiptingar, sem bæ- klar alla andlega. Hreyfingar per- sónanna voru vandlega samdar til að magna verkið, Jean og fröken Júlía dansa í kringum Kristínu grát- andi, án þess að veita henni meiri athygli en stofuborði. Þegar parið segir táknræna drauma sína - Jean dreymir að hann klifri upp tré, en Júlíu dreymir að hún sökkvi í jörð- ina - þá liggur Júlía fyrst á gólfinu, en læsir sig svo hægt og lostafengið upp eftir líkama Jean. Norski leikhópurinn Grenland Friteater er með þeim eldri á þessari hátíð, ellefu ára. Hann flutti klukku- tíma sýningu, Vákenatt, þar sem tveir karlar og tvær konur vöktu yfir líki. Búningar og húsmunir bentu til að þetta væri norrænt sveitafólk á 19. öld. Það kyrjaði fað- irvor og sálma á latínu. Sú mennt stakk nokkuð í stúf við háttalag þess að öðru leyti, því hver einasta persóna hegðaði sér eins og þorps- fífl. Ekki veit ég hversvegna, og ekki öðlaðist ég neina ánægju né skilning af að horfa á þessar afkáralegu fett- ur og brettur, gaul og ánahátt. Kvöldið eftir var frægur velskur hópur, Brith Gof, og flutti sýningu sem byggð var á myndum Goya, Hörmungar stríðsins, sem birtust í Þjóðviljanum fyrir um áratug með skýringum og hugleiðingum Guð- bergs Bergssonar. Og í vetur sýndi íslenska sjónvarpið framhaldsvellu um Goya þar sem þetta myndefni birtist; hermenn Napóleons myrða spænska andspymumenn. Sýning þessi var þannig, að kona sat við borð og flutti spænska texta, sem ég fékk ekkert samhengi í, einnig söng hún fallega flamenco. En tveir karl- menn í vinnugalla görguðu hvor á annan, hristu hvor annan, kefluðu, lömdu og föðmuðust. Hefði ekki ver- ið heiti verksins og hljóð konunnar, þá hefðu þetta alveg eins getað verið tveir fullir kallar, hvar sem var í heiminum. Og ekkert samhengi í þessum uppstillingum, sem mér þættu betur nefndar Hörmungar leikhússins. Þó gátu þessir leikarar mætavel leikið, það sýndu þeir í pyntingaatriðum, þar sem fimm metrar vom á milli leikara: einn karlinn kleip spýtu með töng, hinn engdist, en konan hljóðaði. Þetta var óhugnanlegt. En annars fannst mér þetta vera tilraunaleikhús í sinni verstu, stöðluðustu mynd. Samhentir hópar Átta Sikileyingar, Actores Alidos, sýndu verk sem hét Allt er of rólegt. Sviðsmyndin var biðsalur í jám- brautarstöð. Þar stóð æskufólk í biðröð, klætt eins og nú er algengt. En stöðvarstjórinn klappaði skyndi- lega saman höndum, og þá fraus fólkið, en starfsmaður lét það fá gamlar ferðatöskur fyrir nýjar, og upp úr þeim tók það föt frá 3. ára- tugnum og klæddist. Þá birtust þama týpur: Fasistinn, Presturinn, Gljátík, Sjóliði, Sveitakona, Bjálfi. Og þau biðu nú eftir lestum sem aldr- ei komu. Ef til vill hefur þetta tákn verið valið til að svara gorti Mússó- línis um að hann hafi séð til þess að á Ítalíu fóm lestimar loksins að ganga eftir áætlun. Nema hvað fólk- ið sýnir alls konar viðbrögð; foður- landsstolt og hrifningu undir útvörpuðum ræðum leiðtogans, síð- an skiptist grimmileg samkeppni allra á við staðlað daður. Það sem ég nam af orðræðum var klisjur ein- ar eins og háttalagið, enda hefur þetta átt að sýna að fólk komist ekkert á venjubundnum viðbrögð- um. Þetta var allt heldur skoplegt, en loks örvæntir fólkið, rífur farmið- ana og myndar sjálft einhverskonar jámbrautarlest, en sýningunni lauk á stílrofi, fólkið tíndi af sér spjarim- ar í einhverju örvæntingarfullu kapphlaupi. Ágæt sýning, en ekki fannst mér hún rista djúpt, kannski meðfram af því að fólkið hegðar sér allt eins, svo sem einn gagnrýnandi benti á. Tukak Tukak heitir hópur Grænlendinga, nú aukinn Dönum, sem starfað hefur síðan 1975 og víða getið sér frægð. Hann flutti sýningu upp úr ljóða- bálki William Blake; Himinn tengist helvíti. I þeim ljóðum snýr Blake baki við kristindóminum sem lífs- hatursstefhu, en dýrkar satanisma sem tákn losta og lífsunaðar. Og vissulega var þessi sýning á þeim nótum. Þrír Grænlendingar sýndu Satan og ára hans, auk aðalpersónu, sem er ungur maður í leit að til- gangi í lífinu, sá gengur í gegnum æ fegri dýrðarheima í sölum Heljar. Ljóshærður bláeygur Dani lék and- herja hans, heldur einfaldan engil. En texti Blake var aðeins hluti hrá- efnis sýningarinnar, auk hans vom ýmis skopleg atriði úr hversdagslíf- inu. Þessi sýnjng leiddi hugann að því hvernig listamenn skapa úr stöðluð- um einingum, sem oft em kallaðar tuggur eða klisjur, svo sem „villir hann, stillir hann“ í þjóðkvæðunum og sérstakur andlitssvipur og stafa- gerð í veggjakroti hvers tíma. Allir þekkja þetta úr kúrekamyndum og reyfurum. Hér vom allar klisjur nútíma tilraimaleikhúss og sýndu hve stöðluð stefha þetta er, hver fylg- ir öðrum i því að láta leikarana æla á sviðinu, sóða hver annan út í tóm- atssósu, sinnepi og hráum eggjum, ákafar líkamshreyfingar sýna geðs- hræringar af ýmsu tagi. Svo þegar fjöldi manns er búinn að japla á þessum tuggum langtímum saman, gerist það oft, að sannur listamaður tengir þessar stöðluðu einingar sam- an í áhrifamikla heild. Kannski hefur listamaðurinn ömgg tök á efhiviðinum einmitt vegna þess hve þaulkannaður hann er af ótal and- leysingjum. Þannig var það víst um Passíusálma Hallgríms Péturssonar, Actores Alidos sýndu verk sitt „Allt er of rólegt". og þetta sá ég í sýningu Tukaks. Ljósaspil, diskódans, látbragðsleikur og hefðbundinn karakterleikur tengdist léttilega í áhrifamikla heild, iðandi af lífi,_skopi og fegurð. Það vona ég að íslendingar megi sem fyrst fá þennan hóp í heimsókn og að sjónvarpið taki hann upp og sýni öllum landslýð. Leiklist Örn Ólafsson Pólverjar Akademia Ruchu frá Póllandi sýndi hálftíma þátt: Enskutíma. Leikarar sátu á bekkjum með sterk ljós og hlýddu á segulband, ensk orð fyrir algeng pólsk orð: „núna, opinn gluggi, bandarísk ófrægingarher- ferð“. Smám saman fór fólkið að endurtaka og varð úr því hið kátleg- asta mgl, en æ meir vom Rússar nefndir í stað Bandaríkjamanna, og margir fóm að æsast og öskra. greinilega sundurþykkir. Þá kvikn- aði sterkt ljós framan í nemendur að ofan, og þeir hljóðnuðu nema ein- hveijir þeirra tuldmðu: mistök. mistök. Augljós var pólitísk merking þessa. Þriðja atriði sýningarinnar var með ærandi diskó, en nemendur stóðu klæddir eins og búðargínur og hreyfðu sig rykkjótt. allir með spegla upp í sér. Þá hefur enskunám- ið verið frillkomnað. Sami hópur átti siðustu sýninguna: Kartagó. Framan af var sviðið frem- ur dimmt, stór fleki skipti því í tvennt, hallaðist yfir leikarana sem sátu fjórir í hnapp vinstra megin og hvísluðu hver upp í annan. Þeir færðu sig til og urðu æ æstari, ráku sig loks á flekann. Þá fóm þeir að hlaupa á hann, skjóta á hann og berja hausnum við hann, en allt kom fyrir ekki, hann hnykktist bara nið- ur á við, og leikaramir hurfu út baksviðs. Nú hófst diskógarg, og í góðri birtu kom maður inn frá hægri og fór að setja niður stengur i flek- ann, sumar tölusettar. Stúlka í íþróttagalla sýndi mikla fimleika á höllum flekanum sem minnti nú á metorðastiga, og hlaut þetta að leiða Brith Gof sýndu „Hörmungar stríðsins". hugann að íþróttaveldum Austur- Evrópu og stjómmálasögu þeirra undanfama áratugi. En þá birtust leikaramir klæddir á vesturevr- ópska vísu og kollbyltu flekanum, reistu upp á rönd frá ánorfendum. Stúlkan málaði einhver ólæsileg vig- orð á vegginn, en hljóp undan, þegar hann féll í áttina að áhorfendum. Ég rek þessa táknrænu sögu ekki lengra, en eitt glæstasta atriðið var þegar kastljós kviknaði innst á svið- inu, en leikarar flettu upp stórum klippimyndum milli þess og áhorf- enda, með allskyns táknum: stjömu, manni með fána, kókakóla, hval, o. s.frv., en félagar þeirra þeyttu sömu táknum upp í loftið á bak við þau. Texti var enginn, en verkið var sam- hnituð heild. Framan af var það táknrænt, síðan æ óræðara, en jafri- framt áhrifameira. Einleikur kvenna Tine Madsen frá Cantabile 2 flutti klukkutíma sýningu um líf Marie Grubbe, aðalskonu á 17. öld. sem átti fyrst launson konungs, síðan aðalsmann, en loks þjón hans. í þess- ari sýningu var textinn mjög mikil- vægur. Hann var unninn íir málsskjölunum, verkum H.C. And- ersen o.fL Þama kviknaði nokkuð skörp og eftirminnileg mvnd af þess- ari sjálfstæðu konu, sem fór að eigin vilja en ekki að áliti samfélagsins. Ýmist sagði Tine frá, og þá stundum í gervi þjónustustúlku sem var hneyksluð á Marie Gmbbe, eða hún lék Marie í ýmiskonar tilsvörum og tók ailan tilfinningaskalann. Auð- velt var að sjá fyrir sér mótleikarana. þótt þeir væm ekki á sviðinu nema elskhuginn rétt í lokin, í fimmlegum atlotum. Þó held ég að persónusköp- unin hefði orðið sterkari ef meira hefði verið tálgað burt af frásögn. en tilsvör komið í staðinn. Athvgli vakti finlegur og nákvæmur lima- burðiu- leikkonunnar, enda æfir hún indverska dansa daglega til þess eins að ná sem meðvituðustum tökum á öllum hreyfingum sínum. Bandaríska leikkonan María Lexa mun hafa komið fram á íslandi. Hún var hér með hálfs annars tíma sýn- ingu úr Odysseifskviðu og fylgdi rás hennar í stórum dráttum. Hún rakti nokkur meginatriði söguþráðar ann- að veifið á dönsku, en lék á ensku ýmsar persónur; Helenu fögm, Odys- seif, svínahirði hans, Polvfemos, Circe o.s.frv. Hún náði vel sérkenn- um í hreyfingum og tali. Þetta vom mest skopstælingar, nema Penelópa, kona Odysseifs. María notaði ýmis- konar gervi og búninga, leikbrúður og kínverskar skuggabrúður, það em einskonar sprellikallar, hálf- gagnsæir, sem hreyfðir em á prikum framan við tjald, en ljós bakvið. Allt flutti hún þetta af hraða og öryggi, og varð ágæt skopsýning. Grimmdarleiklist I lok hátíðarinnar úrskurðaði dómnefnd verðlaunahafa, og varð það ítalski hópurinn Fiat Teatro Settimo fyrir sýninguna „Risö am- aro“, sem ég missti af. Academia Ruchu kom og sterklega til greina, en Kimbri fékk sérstaka viðurkenn- ingu fyrir Pétur Gaut. Sýningar vom ekki nema tvær á hveiju verki, í litlum sölum, og að- sóknin samanlagt lítil. Ekki hafði neinn fyrir því að taka þetta upp. Það er í sarmleika leitt að sjá svo merkilegar sýningar fara framhjá almenningi, skyldi hann fá nasasjón af því eftir 30 ár eða 40? Það er svo sannarlega á ábyrgð opinberra fjöl- miðla hve mikil seinkun verður oft á menningamýjungum. Dagblöðin skrifuðu hinsvegar öll um sýning- amar. Ég hefi hér fundið að mörgum sýn- ingum, og vissulega finnst mér þær misgóðar. En í heild vom þær þó merkilegar tilraunir, hátt hafiiar vfir t.d. það athæfi að klippa sundur vin- sælar skáldsögur og skipta niður á leikara að þylja það sem tilheyrir eirrni persónu - bæði það sem hún sjálf segir og það sem sagt er um hana af sögumanni sem hæðist að henni. Það er von að útkoman úr slíku verði bara flattur þorskur á Granda. Flestar sýninganna á þessari hátíð mörkuðust af mjög ákveðinni stefnu, sem Antonin Artaud setti fram á 4. áratugnum undir heitinu: grimmdar- leiklist. Með því meinti hann: skefja- laus leiklist. án málamiðlana. Á 3. áratugnum var Artaud einn virkustu surrealistanna og leiklistarkenning- ar hans mótast af andúð þeirra á „skáldverkum'1 þar sem ríkja rök- ræður og lágkúra svo sem peninga- mál, metorðagimd. einföld ástamál án dulúðar o.s.frv: Stofudrama og sálfræðileg leikrit af þessum toga kallaði Artaud vændi leiklistar og afneitaði því að leiklist væri undir- deild bókmennta. Hún átti að vera sjáfstæð listgrein, og því boðaði hann leiksýningar að asískri fyrir- m>nd, svo sem tíðkast á Balí, án ritaðs leiktexta, sýningar sem bvggð- ust á skáldskap hreyfinga, ljósa, á grímum, fögrum og óvenjulegum búningum, hljómi o.s.frv.. þær áttu að höfða til skynjunar og ímyndun- arafls áhorfenda fremur en til skiln- ings þeirra. Hann kallaði þetta líka frumspekilega leiklist og átti með því við að hún ætti að beinast að kjamanum í tilveru fólks en ekki að atburðum eða tilviljunarkennd- um ytri aðstæðum. „Við erum ekki frjáls. Og himinninn getur hmnið yfir okkur. Og til þess er leiklist að sýna okkur þetta." Kunni almenn- ingur ekki að meta leikrit Sófóklesar og annarra slíkra, þá er það ekki almenningi að kenna, heldur hinu, að menn kunna ekki lengur að leika, heldur flyfja bara texta. Ýmislegt hefur bæst við á hálfri öld, en það er einkennilegt að enginn leikhópur á íslandi skuli leggja stund á leiklist af þessu tagi. Von- andi gefur litla leiksviðið í Borgar- leikhúsinu færi á slíkum tilraunum. En fyrst þyrfti að bjóða til íslands einhverjum hópi sem af ber á því sviði, t.d. Academia Ruchu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.