Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Qupperneq 36
62 • 25 • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, -hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Oreifing: Sími 27022 Gullkortastríðið: Euro-menn sjái að sér „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um framhald þessa máls en ég geri fastlega ráð fyrir að Kreditkort hf. hætti að nota vörumerkið gull- kort,“ sagði Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri Visa Is- lands. Síðastliðinn miðvikudag sendi Visa ísland Kreditkortum hf. hréf þar sem þess var krafist að Kreditkort létu þegar í stað af notkun vöruheitisins gullkort. Leifur Steinn var spurður hvort Visa ísland hefði hótað Kredit- kortum hf. kæru eða lögbanni i þessu bréfi. Hann kvaðst ekki vilja svara því. „Við teljum okkur eiga vörumerkið gullkort þar sem við létum lögvemda ^að og skrásetja sem sérstakt vöru- heiti í ágúst síðastliðnum. Ég geri því fastlega ráð fyrir að þeir sjái að sér og hætti að nota vörumerkið gull- kort,“ sagði Leifur Steinn að lokum. -jme Mjólkurfræðingar: Hafa setið ,á fundi síðan á miðvikudag Mjólkurfræðingar og viðsemjendur þeirra hafa setið á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðan á miðvikudag. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar rík- issáttasemjara þokaðist nokkuð áleið- is í nótt. Hann sagði þó ekki farið að sjá fyrir endann á málinu en ef svo héldi fram sem horfði ættu samningar að geta tekist í dag eða nótt. Þetta er þó sagt með hinum venjulega fyrirvara um að snurða hlaupi ekki á þráðinn. Starfsfólk í húsgagnaiðnaði sat á fundi hjá sáttasemjara fram að mið- nætti í gær og hefur annar sáttafundur ^ .J/kjaradeilu þess verið boðaður klukk- an 17.00 í dag. Guðlaugur Þorvaldsson sagði að þar væm málin líka farin að' þokast áfram, alla vega væm deiluað- ilar famir að talast við aftur. -S.dór llar gerðir sendibíla 25050 SSJlDIBiLHSTÖÐM Borgartúni 21 LOKI Skyldi mjólkin ekki vera farin að súrna? Frjálst,óháð dagblað FOSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. fúndist í Þegar ríkisstjórnin kom saman í morgunsárið virtust sættir um meginatriði ijárlaga ríkisins fyrir næsta ár vera í sjónmáli. Búið er að skera af niðurgreiðslum á bú- vörur og fé til húsnæðislánakerfis- ins, líklega alls 500-600 milljónir af báðum liðum. Ljóst þótti að álagning tekjuskatts mundi skila 500-600 milljónum meirn 1988 en áður var reiknað með án hækkunar skattprósentu. Loks leit út fyrir að jöfhun söluskatts og nokkur hækk- un tekjuskatts og iaunaskatts á atvinnurekstur myndi brúa að mestu bilið upp í 1.800 miUjóna króna markið. Markmiðið er að loka fjárlögun- um þannig að áætlaður halli verði ekki yfir 1.300 milljónum króna, 5 % af landsframleiðslu. Á þriðj- dagsmorgun var allt gatið 3.700 milljónir en með breyttum verð- lagsforsendum, lækkun launaliða, var það minnkað í 3.100 milljónir. Glíman í dag og á morgun stendur því um 1.800 milljónir króna. Samkvæmt heimildum DV hefúr áætlun um niðurgreiðslur á búvör- ur reynst 200 milljónum króna of há og lækkar í 1.360 milljónir. Jafh- framt er nú talið víst að álagning tekjuskatts á einstaklinga eftir nýjum lögum skili miklu meiru en áætlað var og óhætt sé að hækka þá áætlun um jafnvel 600 milljónir króna eða meira. Heimildum ber ekki saman um, hvort þama hafi verið rangt reiknað eða hvort fjár- málaráðherra hafi þama búið sér til varasjóð í fyrstu umferð. Á þessum tveim liðum sýnist því að fundist hafi 800 milljónir króna. Þá er talað um að lækka húsnæðis- féð um 300 milljónir króna eða jafhvel 400 milljónir og að það komi niður á þeim lánbeiðendum sem talið er að þurfi ekki á lánum að halda. Loks koma svo til skatta- hækkanimar, í söluskatti og sköttura á fyrirtæki. Ekki er talið líklegt að vegafé eða annað sam- göngufé verði skert. Ríkisstjómin verður meira eða minna á fundum í dag og á morgun og ætlunin er að ljúka gerð frum- varpa að fjárlögum og lánsfjárlög- -HERB Ríkisrekin þjónusta: Ráðunautar slegnir af? Viðleitni til þess að færa þjónustu ríkisins við atvinnuvegina eða kostn- að af henni virðist ekki ætla að bera mikinn árangur við afgreiðslu fjár- lagafrumvarpsins nú. Helst er talað um að ríkið hætti að kosta iðnráð- gjafa og einhvem hluta ráðunauta í landbúnaði og felli niður einhvem sambærilegan kostnað vegna sjávar- útvegsins. Nokkur vilji er til þess að stíga skref í þessa átt en jafhljóst að það verður ekki gert nema skorið verði af öllum stóru atvinnuvegunum nokkum veg- inn jafnt. Tæpast verður gert mikið veður út af þessu að sinni, enda fyrir- sjáanlegt að samstaða er ekki um að ganga í þetta þjónustumál þannig að mikið muni um það fyrir ríkissjóð á næsta ári. -HERB Bjöm Borg til íslands „Ætli ég byrji ekki á því að leggj’ann á,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra þegar Verslunarráð íslands færði honum „niðurskurðarhníf" að gjöf i gær. Ekkert sá á skeggi ráðherra eftir „niðurskurðinn," en það þarf ekki að þýða að hnífurinn bíti ekki. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Hæg norð- austanátt um allt land Það verður fremur hæg norðaust- anátt á landinu. Sums staðar létt- skýjað vestanlands, annars skýjað og skúrir eða él á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 3 til 7 stig. Hinn heimsfrægi tennisleikari Bjöm Borg er væntanlegur til íslands nú í nóvember og mun standa hér við í tvo daga. Bjöm Borg kemur hingað á veg- um Margrétar Jónsdóttur, eiganda verslunarinnar Sonju. Tilefhið er að í nóvember er fyrirhugað að hefja sölu á Bjöm Borg vörum og ætlar Bjöm að kynna vörur sínar hér á landi. -jme Réðst inn á konu og var bitinn Maður réðst inn í íbúðarhús við Baldursgötu snemma í morgun. Kona, sem bjó í íbúðinni, snerist til vamar og tókst henni að bíta manninn í hönd- ina. Eftir að hafa verið bitinn lagði maðurinn á flótta. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hans er leitað. Lögreglan hefur góða lýsingu á manninum. •sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.