Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 8
3U
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
Jón Örn
Guðbjartsson
DV-LISTINN
Þaö er ákveðin ró yfir listanum aö
þessu sinni. Þrjár efstu myndimar
halda allar sætum sínum en greini-
legt er aö sprellið hans Ferris
Buellers fellur myndbandafólki vel
í geö.
Nafn Rósarinnar skýst aftur inn
á listann. já. þaö lifir lengi í göml-
um glæðum. Nú má fara búast viö
miklum tilfæringum á listanum
enda flestir útgefendur farnir að
hugsa sér til hreyfings fyrir vetr-
artörnina en þá má búast við aö
fólk gerist þaulsætnara við tækin
til aö stytta sér stundir í skamm-
deginu.
Að þessu sinni birtum við banda-
ríska listann en þar trónir Króku-
díla Dundee á toppnum. Greinilegt
er að þessi ástralska mynd ætlar
aö gera það gott eins og þegar hún
var sýnd í bíó.
MYNDIR
1. (1) Ferris Buellers
Day Off
2. ( 2 ) Leagal Eagals
3. ( 3 ) Weels of Terror
4. (-) Nothing in Common
5. ( 4 ) Room with a View
6. (- ) Nafn Rósarinnar
7. ( 5 ) Marin Issue
8. ( 8 ) Shout at the Devil
9. ( 6 ) Harem
10. (10) Soul Man
BANDARIKIN
1. Krókudíla Dundee
2. Color Purple
3. Black Widdow
4. Golden Child
5. Three Amigos
6. Hanna and Her Sisters
7. Crimes of Heart
8. Little Shop of Horror
9. The Morning After
10. No Merci
ick'A
Lagaspaug og hasarleikur
LEGAL EAGLES
Útgefandi: Laugarásbió/CIC
Leikstjóri: Ivan Reitman. Handrit: Jim
Cash og Jack Epps. Myndataka: Laszlo
Kovacs. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðal-
hlutverk: Robert Redford, Debra Winger
og Daryl Hannah.
Bandarisk 1986. Sýningartimi 115 min.
Bönnuó yngri en 12 ára.
Lagarefir er hin prýðilegasta
skemmtun þó að ekki veröi sagt að
myndin risti djúpt.
Hún segir frá harðskeyttum að-
stoðarsaksóknara (Robert Redford)
og frumlegum verjenda (Debra
Winger) sem snúa saman bökum
til að komast aö hinu sanna í mjög
óvenjulegu morðmáli sem nær 20
ár aftur í tímann. Winger er skond-
inn verjandi sem meðal annars
hefur kallað hund í vitnastúkuna
og reynir að sanna að fullt bílhlass
að þjófsgóssi hafi eingöngu verið
gjafir. Hannah kemur síðan inni í
söguna sem saklausa stúlkan sem
ekkert skilur en tekst þó að svipta
aðstoðarsaksóknarann ærunni
enda á fárra manna færi að stand-
ast töfra hennar.
Það er í raun skrítiö af hveiju
Lagarefir er svona vel heppnuð
gamanmynd - því það er hún vissu-
lega eins og allar aðsóknartölur
sanna. Handritið er alls ekki það
fyndnasta sem sést hefur og leikar-
ar myndarinnar líklega flestir
þekktir fyrir annað en að kitla hlát-
urtaugamar. Líklega er það hið
óhemju fagmannlega yfirbragð
sem er á öllu í myndinni ásamt
góðu samspili þeirra Winger og
Redford (sem hafa víst átt í ástar-
sambandi fyrir utan kvikmyndave-
rið) sem gerir gæfumuninn og
bjargar myndinni frá meðalmenns-
kunni. Þá er forvitnilegt að fylgjast
með Daryl Hannah sem getur alls
ekki leikið en hefur hinsvegar
óvenju glæsilegt útht. Spurningin
er bara hvort hún fær nógu mörg
tækifæri vegna útlitsins að hún
náði að læra að leika áður en það
er um seinan.
Reitman sýndi það með Drauga-
bönunum að hann er snjall
gamanmyndaleikstjóri og hér stað-
festir hann að frammistaða hans
þar var engin tilviljun.
-SMJ
Vinsælt vatn
THE BALLAD OF CABLE HOUGE
Útgefandi: Tefli/Warner
Leikstjóri og framleiðandi: Sam Peckinpah. Hand-
rit: John Crawford og Edmund Penney. Tónlist:
Jerry Goldsmith. Aðalhlutverk: Jason Robards,
Stella Stevens og David Warner.
Bandarisk 1970.117 mín. Bönnuð yngri en 12 ára.
Cable Hough (Jason Robards) er skondinn
og harðskeyttur karl. Hann hefur ekki
brjóst í sér til að kála einum félaga sínum
og hefnist fyrir það og er skilinn eftir einn
og vatnslaus úti í miðri eyðimörk til þess
eins að bera beinin þar. Hann er þó þrjósk-
ur og neitar að deyja og að lokum gengur
hann fram á vatnsból sem engin veit af.
Hann sér strax möguleikana sem í því felast
og áður en langt um líður er hann búinn
að setja upp stöð þar sem hann selur þyrst-
um ferðalöngum vatn og græðir á tá og
fingri. Hann verður hrifin af gleðikonu einni
(Stella Stevens) en hugsar um það eitt að
ná fram hefndum á félögum sínum.
Þetta er ansi hreint ljúfur vestri sem Peck-
inpah hefur töfrað fram hér og á maður
ekki að venjast svona myndum frá þeim
gamla ofbeldisjaxli. Greinilegt er að hann
hefur verið í hátíðarskapi við gerð myndar-
innar. Myndin er vel fyndin á köflum auk
þess að hafa ágætlega mannlegar tilfinning-
ar en það sem gerir útslagiö er frábær leikur
Robards í aðalhlutverkinu. Hann er hreint
út sagt frábær hér. Myndataxa er hin ljúf-
asca og tónlist Goldsmith rekur smiðshögg-
ið. Sem sagt, hin prýöilegasta skemmtun og
þá ekki bara fyrir vestraaðdáendur.
-SMJ
0 0
Gaman-
mynd
Astarsaga
Tónlist
© O
Barna-
mynd
Fjölskyldu-
mynd
Vísindaskáld-
saga
Hrylllngs-
mynd
Iþróttir
Hasar-
mynd
Fulloröins-
mynd
e
Annaó
ick*
Draumur deyr
DEATH OF A SALESMAN
Útgefandi: Warner
Gerö eftir leikriti Arthurs Miller
Framleiðandi: Robert F. Colesberry
Leikstjóri: Volker Schlondorff
Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Charles Durning,
John Malkovich
öllum leyfð.
Ef grannt er skoðað í hillum myndbanda-
leiga er ýmislegt bitastætt að finna. Víðsveg-
ar má finna gömul meistaraverk á borö við
Möltufálka Johns heitins Houston, Borgara
Kane eftir Orson Wells og fleiri slíkar. Þetta
eru myndir sem leigumar flytja inn upp á
sitt einsdæmi, vegna þess að útgáfufyrir-
tækin sjá sér ekki hag í að gefa þær út með
íslenskum texta. Út frá markaðssjónarmið-
um er það vel skiljanlegt. í eijum útgefenda
og myndabandaleiga er þetta þegjandi sam-
komulag því kærkomið fyrir blessaðan
neytandann sem kærir sig kollóttan hver á
rétt á hveiju.
Sölumaður deyr er einmitt gott dæmi um
mynd sem ekki myndi seljast í mörgum ein-
tökum væri hún gefin út á íslandi. Ástæö-
urnar liggja í eðli markaðarins þar sem
bardaga og spennumyndir leigjast best.
Þessi sjónvarpsmynd er tveggja ára og var
gerð eftir að leikritið hafði gengið á Broad-
way í nokkum tíma. Arthur Miller skrifaði
verkið 1949. Það hefur ótal sinnum verið
sett upp síðar, meðal annars í Þjóðleik-
húsinu, þannig að efni verksins ætti að vera
mörgum kunnugt.
Aðalpersónan er sölumaðurinn Willy Lo-
man. Hann hefur ferðast um í áratugi og
selt vörur í hinum ýmsu fylkjum Bandaríkj-
anna. Leikritið hefst þar sem Willy snýr
heim úr söluferð án þess að hafa selt nokk-
urn skapaðan hlut. Heima bíður konan hans
Linda og tveir uppkomnir synir þeirra,
Happy og Biff. Loman er aö niðurlotum
kominn, andlega og líkamlega og hugsar
stöðugt um fortíðina. Þannig afhjúpar Mill-
er smám saman harmleik fjölskyldunnar,
mestmegnis með „flashbökkum" Willys
sjálfs.
Þetta verk Millers lýsir á magnaöann hátt
mannlegum tilfinningum, vonbrigðum,
vonum og þrá. Willy Loman er lítið peð í
stórum heimi og hefur ekki til bera þá kosti
(galla?) sem þarf til að koma sér áfram í
heiminum. í staðinn byggir hann sér og fjöl-
skyldu sinni skýjaborgir sem samanstanda
af draumum hans um viðurkenningu á sér
og sínum í harðsnúnu þjóðfélaginu. Skýja-
borgimar leysast smám saman upp í loftiö
eitt. Willy trúir samt á kraftaverkin en lend-
ir þar uppá kant við annan son sinn. Biff
hefur séð í gegn um sjálfsblekkingu fjölskyl-
dunnar og neitar aö spila meö lengur.
Efni leikritsins er stórbrotnara en svo að
því verði gerð skil í greinarkorni. Þessi sjón-
varpsútfærsla er í alla staði hin ágætasta.
Útfærsla verksins er klassísk og sviðsetn-
ingar sterkar. Kostir sjónvarpsuppsetning-
ar eru svo þeir að með nærmyndum er
hægt að opinbera heilmikið um persónum-
ar, meira en á hefðbundnu leiksviði.
Frábærlega hefur tekist með val leikara í
aðalhlutverkin. Dustin Hoffman er Willy
Loman holdi klæddur. Ótrúlegur leikur.
Eins ríður baggamuninn að John Malkovich
nær góðu valdi á hlutverki Biffs og dregur
eftirminnilega fram innri baráttu persón-
unnar við sjálfa sig.
Hér er á ferðinni klassískt verk sem hæg-
lega má njóta heima í stofu. Þetta leikrit
Millers á fullt erindi til áhorfenda í nútíma-
þjóðfélagi. Samkeppnin ríður ekki við
einteyming og markmiðið: Frægð og
frami...
-ÞJV