Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Leikfélagi Reykjavíkur Faðirinn eftir August Strindberg Oþarft er að fjölyrða um August Strindberg. Hann er eitt frægasta leikskáld heimsbókmenntanna og hafa hans verk verið sett upp hvar- vetna um heimsbyggðina og oftar en tölu verður á komið. Strindberg er Svíi, fæddur í Stokkhólmi 1849 og lést þar vorið 1912, 63 ára gamall. Lengst af bjó hann í Svíþjóð og var öll hans ævi vægast sagt mjög stormasöm; hjónabönd hans urðu þrjú og öll heldur ófriðleg, hann var sjaldnast sáttur við samtíð sína og hlut- skipti, stundaði auk ritstarfa alls kvns vísindakukl - m.a. tilraunir á sviði efnafræði og var manna dug- legastur við að kom sér upp óvild- ar- og hatursmönnum í hverju horni. Strindberg átti um skeið við geðræn vandamál að stríða og reyndi a.m.k. tvisvar að stytta sér aldur. En alltaf stóð hann upp aft- ur. tvöfaidur að sköpunarkrafti og sköpunarþrá og skrifaði firnagóð leikrit sem eiga eftir að halda nafni hans lengi á lofti. Strindberg var gríðarlega af- kastamikill rithöfundur - samdi auk leikritanna (sem fylla marga tugi) sagnfræðirit, smásögur, Ijóð, skáldsögur, sjálfsævisögur, greinar um allt milh himins og jarðar og vísindaritgerðir um efnafræði, merkingarfræði, málfræði o.fl. Faðirinn Faðirinn er mjög aðgengilegt og auðskiljanlegt leikrit. Verkið samdi Strindberg á hálfum mánuði (að eigin sögn) í byrjun árs 1887 og ber leikritið þess glögg merki að hjónaband hans og leikkonunnar með barnsandlitið - Siri von Essen, var á þeim tíma endanlega að fara í hundana. Þeim hjónabandsshtum fylgdi mikið lilfinningastríð. Strindberg lagði sál sína í þetta magnþrungna verk - það er sprot- tið af þeim logandi tilfinningum sem brunnu í huga hans; efasemd- um um faðerni, miskunnarleysi og óbilgirni konunnar í eilífu stríði hjónabandsins, öfund og afbrýði, og þeim titrandi ótta við að geð- heilsan væri að bila. Fróðleiksmolar Faðirinn er nú sýndur hjá LR í fyrsta sinn. í Þjóðleikhúsinu var verkið sýnt vorið 1958 - þýðing Lofts Guðmundssonar, undir leik- stjórn Lárusar Pálssonar. Einnig hefur Faðirinn verið fluttur a.m.k. þrisvar í útvarpi. Fyrri Strindbergssýningar hjá LR eru upprærsla á Bandinu (frums. 18/6 1929), Dauðadansi árið 1974 undir leikstjórn Helga Skúla- sonar og Fröken Júlíu - frums. 24/5 1924, og aftur árið 1932 undir leik- stjórn Soffiu Guðmundsdóttur. Sveinn Einarsson, leikstjóri verksins, leikstýrir nú í Iðnó eftir 14 ára fjarveru frá þeim störfum hér, en Sveinn er í hópi þeirra sem flest verk hafa sett upp hér á Tjarn- arbakkanum, og eins og allri vita var hann leikhússtjóri hér í 9 ár. Meðal leikenda verksins eru tveir ungir leikarar sem ekki hafa stigið á ijahr Iðnó fyrr. Þetta eru þau Hjálmar Hjálmarsson, sem útskrif- aðist frá Leiklistarskóla íslands sl. vor, og Guðrún Marinósdóttir, sem nam leiklist í Lundúnum og hefur leikið hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Guðrún Þ. Stephensen leikur gestaleik í Föðurnum, en 13 ár eru liðin frá því hún lék síðast hjá LR. Guðrún er nú leikari hjá Þjóðleik- húsinu, en lék í Iðnó á árunum 1957-1974. Steinunn Þórarinsdóttir gerir nú sína fyrstu leikmynd í Iðnó. Bíóborgin í Bíóborginni er verið að sýna Svörtu ekkjuna. Mynd sem íjallar um konur og samband kvenna sem er ansi títt um þessar mundir. Þyk- ir mörgum orðin ærin ástæða til. Mynd þessi er að öðrum þræði sakamálamynd sem segir frá konu einni sem hefur það fyrir leik og atvinnu að giftast ríkum mönnum og myrða þá svo. Álíka ósiður er kominn frá kóngulóartegund sem ber sama heiti og myndin. Hin kon- an hefur það fyrir stafni að leita uppi og ná tangarhaldi á þessari sömu konu og leggur allt í sölumar th þess. Tvær framúrskarandi leik- konur fara með aðalhlutverkin en það em þær Debra Winger og Ther- esa Russel. Dennis Hooper er í einu hlutverkanna. Bob Rafelson leik- stýrir myndinni. Bíóhúsið Örar skiptingar eru um þessar mundir í Bíóhúsinu en hvort kvik- myndahátíðin á þar hlut að máli skal ósagt látið. Nú hefur önnur gamanmynd tekiö við af Sönnum sögum David Byme, Talking Heads félaga. Mynd þessi heitir Lífgjafinn eða Creator og er með tveimur þekktum leikurum, hvorum af sinni kynslóðinni, í aöalhlutverk- um. Það eru þau Peter O’Toole og Mauriel Hemingway. Myndin segir frá nóbelsverðlaunahafa að nafni Harry Hooper sem langar til að endurskapa konu í mynd annarrar sem dó drottni sínum fyrir 30 árum. En til þess þarf hann hjálp frjórrar kvenkynsveru. Leitin að henni er hins vegar heldur brösótt. Myndin er fmmleg á margan hátt og ættu þeir að hafa gaman af henni sem gaman hafa af absúrd húmor. Regnboginn í Regnboganum er um þessar mundir sýnd kvikmyndin Malcom sem er nafn manns sem bæði er snilhngur og sérvitringur þrátt fyr- ir bamalega takta. Hans sérgáfa hggur einkum í vélum, einkanlega öhu því sem viðkemur fjarstýrðum bifreiðum. Dag einn kynnist hann innbrotsþjófum sem leiða hann af vegi laga og reglna sem þrátt fyrir þaö er ekki verra þvi margir ansi skemmthegir hlutir fara að gerast. Fær þar kunnátta Malcoms að njóta sín th fuhs. Mynd þessi hefur víða hlotið ágætisviðtökur og dóma, ekki síst fyrir leikstjóm Nadiu Tess. Einnig sýnir Regn- boginn Vhd’ðú værir hér (Wish You Were Here) sem hefur fengið góðar viðtökur. Sérstaka athygli hefur vakið ung, 17 ára leikkona, Emhy Lloyd, er leikur aðalhlut- verkið og er henni spáð miklum frama. Leikstjóri myndarinnar er David Leland. Alvara er í sögu- þræðinum en 1 handritinu leynist gamansemi sem léttir myndina. Stjörnubíó Agætis þriher er nú kominn í Stjömubíó. Hann nefnist Hinn út- valdi (The White of the eye). Myndin fjallar um morð í Tulsa í Bandaríkjunum og hefst á blóðugu morði. Sýnd er fortíð hjóna sem búa utan Tulsa. Þá vom tímar föln- andi hippa og er reynt að leita upphafs morðanna með því að Háskólabíó Lögreglan í Beverly Hills II Önnur myndin með skondnu hetjunni Axel Foley verður fmm- sýnd á íslandi í kvöld eftir vafa- laust óþreyjufuha bið margra sem skemmtu sér vel yfir fyrri Lög- reglumyndinni í Beverly Hihs. Þessi mynd er ekki síðri en sú fyrri nema hvað gætir hths framleika hjá leikstjóranum Tony Scott. Ein- kenni hennar er sem fyrr hraði, spenna og húmor, sem og gott lagaval Harold Faltermeyers. Hvert stórránið af öðru er framið í hinni friðsælu borg Beverly Hihs og lögreglan í þeim bænum stendur ráðþrota gagnvart ránunum. í starf lögreglustjóra hefur verið vahnn maður sem ekki er starfi sínu vax- in og gerir htið annað en að kýta við samstarfsmenn sína. Axel Fo- ley kemur inn í myndina er vinur hans verður fyrir barðinu á bófun- um og heldur th samstarfs við fyrri félaga, þá Taggart og Rosewood. Hann kemst fljólega í tæri við bóf- ana og reyna þeir að ryðja hver öðmm úr vegi sem fyrr. Leikararnir em þeir sömu og fyrr, það er að segja Eddie Murphy, Judge Reinhold og John Astin. Auk þess bætist hin sænskættaða Birg- itte Nhsen við í eitt meginhlutverk- anna. Myndin þessi er sjálfstætt framhald hinnar fyrri og sem slík vel þessi virði að sjá. flakka á mhh tíma. Hinum útvalda hefur tíðum verið hkt við Skörðótta hnífblaðið og stendur henni síst að baki. Leikurinn er framúrskarandi góður sem og leikstjórnin, sem er í höndum Donald Gammell, en samt vantar einhveija fyhingu. Bíóhöllin Framboð mynda í Bíóhöhinni er ágætt sem fyrr en í aðalsal er nýj- asta myndin sem Madonna leikur í og tekst henni mun betur upp hér en í Shanghai Surprise þar sem hún lék á móti eiginmanninum fyrrverandi. Þessi mynd er í aha staði mun betri, einkum leikurinn, þó hún sé ekki framúrskarandi. Ekki sphhr fyrir að myndin er Evrópufrumsýnd á íslandi og að tithlag myndarinnar hefur verið hvað vinsælast í heiminum upp á síðkastiö. í smærri sal er Geimskól- inn, mynd sem er í senn unglinga- og geimmynd. Og merkilegt nokk, vel þykir hafa tekist th. Þá má nefna nýjustu James Bond myndina Logandi hræddir (The Living Daylight) sem fengið hefur ágætar viðtökur. Gnnmyndin Geggjað sumar (One Crazy Sum- mer) íjallar um skólalok og hressa nemendur. Þá má nefna gæða- myndina Blátt flauel (Blue Velvet), umdehda en geysimagnaða kvik- mynd. Laugarásbíó í Laugarásbíói stendur nú yfir kvikmyndahátíð hstahátíðar 1987. Þar eru margar úrvalsmyndir í boði frá fjölda lánda. Verður helgin þéttsetin myndum uns yfir lýkur á sunnudagskvöld. -GKr Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Hafnargallerí Alda Sveinsdóttir og Kristín Amgrims- dóttir sýna verk sín í Hafnargalleríi. Sýningin stendur til 1. október og er opin á verslunartíma. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á morgun verða opnaðar 3 nýjar sýningar á Kjarvalsstöðum. f austursal opnar Rúrí sýningu er hún nefhir „Tími“ og byggist á fimm verkum, tvö umhverfislistaverkum, gralískum dókúmentasjónum, ljósmynd- um og teikningum. Þetta er sjöunda einkasýning Rúríar. Hún hefur að auki tekið þátt í yfir 50 samsýningum í um 11 þjóðlöndum. Þá opnar Katrín H. Ágústs- dóttir sýningu á vatnslitamyndum. Þetta er 5. einkasýning hennar á vatnslitamynd- um en einnig hefur hún sýnt batikmyndir pg fatnað. Björg örvar, Jón Axel Bjöms- son og Valgarður Gunnarsson opna einnig sýningu á verkum sínum á morgun. Sýn- ingamar standa til 11. október og em opnar daglega kl. 14-22. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Sigurður Öm Brynjólfsson, SÖB, sýnir grafíska hönnun í Listasafni ASf. SÖB, sem er auglýsingateiknari, sýnir verk unn- in á bilinu 1967-’87. Þau spanna yfir hinar margvíslegu hliðar grafískrar hönnunar, plaköt, bókakápur, auglýsingar, umbúðir, myndskreytingar o.fl. Sýningin er opin alla virka daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. Henni lýkur 4. okt. nk. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Gunnar Kristinsson sýnir verk sín á Mokka kaffi. Hann sýnir þar myndir unn- ar með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 8. október. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Ragna Hermannsdóttir sýnir bækur, graf- ík, málverk og klippimyndir. Ragna lauk námi írá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1983 og hefur síðan dvalið að mestu erlendis, eitt ár í New York og síðustu þrjú árin í Hollandi. Sýningin stendur til 27. september. Norræna húsið v/Hringbraut f anddyri hússins stendur yfir sýning tveggja Dana. Það em þeir Henrik Blön- dal Bengtsson og Ulrik Junkersen sem sýna skartgripi úr gulli og silfri. Sýning- unni lýkur 4. október. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 til ágústloka. Þjóðminjasafnið f Bogasal Þjóðminjasafns fslands stendur yfir sýningin „Hvað er á seyði?“ Sýning um eldhúsið fyrr og nú. Opið alla daga frá kl. 13.30-16. Sýningunni lýkur 11. október. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði 1 safninu stendur yfir sýning sem byggir á riti Lúðvíks Kristjánssonar, fslenskum sjávarháttum, verki í 5 bindum, sem nú er komið út í heild sinni. Sýningin kallast Árabátaöldin. Teikningar, ljósmyndir og textar eru úr íslenskum sjávarháttum en munir em úr sjóminjadeild Þjóðminja- safnsins og frá ýmsum velunnumm safns- ins. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sýningar á landsbyggðinni. Slunkaríki, ísafirði. Margrét Ámadóttir Auðuns sýnir verk sín í Slunkaríki. Margrét stundaði nám við Myndlista- og handiðaskóla fslands frá 1970-1974, og Ecoles des Beaux Arts í Toulouse og París á ámnum 1974-1979. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en hún hefúr tekið þátt í samsýningum heima og í Frakklandi. Sýningin stendur til mánað- armóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.