Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987. 27 DV-mynd Brynjar Gauti r“ Sigurðar aö málaralist Sigurðar sé í ætt við eldflaugar þær sem skjóta gerfitunglum meö feiknakrafti út í geiminn, en sjá um leið til þess að þau lendi á réttri sporbraut.“ Gallerí Svart á hvítu er opið frá kl. 14 til 18 aUa daga nema mánudaga. Síð- asti sýningardagur er 11. október. lingar hjá MÍR einum eða öörum hætti 70 ára afmæli októberbyltingarinnar sem minnst verður í nóvemberbyrjun. Sunnudaginn 27. sept. kl. 16 verður sýnd klukkustundar löng kvikmynd um Sovétríkin, hið víðlenda ríkjasamband. Skýringar á íslensku flyt- ur Sergei Hahpov, háskólakennari í Leningrad, en hann hefur verið aðaltúlkur- inn í hópferðum MÍR til Sovétríkjanna undanfarin ár. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR að Vatnsstíg 10 er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Akureyri: Þráinn sýnir ,,Er það eirúeikið“ Þráinn Karlsson leikari er nú aö hefja sýningar aö nýju á tveimur einþáttungum eftir Böðvar Guð- mundsson sem saman ganga undir nafninu „Er það einleikið“. Þráinn flutti þessa einþáttunga sl. vetur í Reykjavík og á Akureyri og fékk mjög góða dóma gagnrýnenda. Böðvar Guðmundsson samdi þessa einþáttunga sérstaklega fyrir Þráinn að beiöni hans, en á sl. ári voru 30 ár liðin frá því að Þráinn steig fyrst á fjalimar hjá Leikfélagi Akureyrar. Einþáttungamir nefn- ast „Varnarræða mannkynslausn- ara“ og „Gamli maðurinn og kvenmannsley sið“. Þráinn er eini leikarinn sem kemur fram í sýningunni og þótti fara á kostum í þessu verki sl. vet- ur að mati gagnrýnenda. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Fyrsta sýningin veröur í Sam- komuhúsinu á Akureyri annað kvöld og hefst kl. 20.30. Onnur sýn- ing verður síðan á sama stað og sama tíma á sunrtudagskvöld en alls eru áformaðar fimm sýningar á Akureyri. Aö þeim sýningum loknum heldur Þráinn meö sýning- una úr bænum og ætlar að sýna hana víðsvegar um Norðurland. Kristiim og Jónas á Sauðárkróki Sunnudaginn kl. 16 halda þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson tónleika í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á tónleikunum flytja þeir íslensk lög af ýmsu tagi, svo sem Hamraborg- ina eftir Sigvalda Kaldalóns, Vor hinsti dagur er hniginn eftir Þórarin Guðmundsson og Litla kvæðiö um htlu hjónin eftir Pál ísólfsson. Auk þess flytja þeir lög úr amerískum söngleikjum og ítölsk sönglög. Síðast en ekki síst má telja Ijóðaflokkana Don Quichotte a Dulcinée eftir Maurice Ravel og Dichterlibe eftir Robert Schumann. Ragnar Kjartansson myndlistar- maður sýnir í Hveragerði. Ragnar sýnir í Hveragerði Nú stendur yfir sýning Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara á keramikmálverkum og höggmynd- um í Heilsuhælinu í Hveragerði. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Náttúrulækningafé- lags íslands og gaf hstamaðurinn félaginu verk eftir sig, keramik- málverið Parið. Sýningin hófst sunnudaginn 20. september og stendur til 31. október. starfsmenn Múlabæjar efna til flóamark- aðar í húsakynnum heimilisins að Ármúla 34, Reykjavík. Sala hefst kl. 14. Á boðstól- um er mikið úrval af ágætum fatnaði, blómum, húsmunum og jafnvel leikföngum sem að hluta til eru smíðuð á stofnun- inni. Verðið er við allra hæfi og er almenningur hvattur til þess að koma, kaupa og styrkja góðan málstað. Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík heldur útimarkað á Lækjartorgi í dag. Á boðstólum eru kökur og fl. Ágóðinn renn- ur til styrktar húsbyggingu F’lugbjörgun- arsveitarinnar. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra verður með opið hús laugardaginn 26. september í Hátúni 12. Húsið verður opnað kl. 14. Kl. 14.30 verður skoðunarferð um húsið, lagt af stað fyrir framan endur- hæfingastöðina. Síðan verður farið ú hálftíma fresti frá sama stað. Kl. 15 syngur Jóhanna Þórhallsdóttir við undirleik Svönu Víkingsdóttur og kl. 16 munu Gísli og Herdís lífga upp á stemninguna. Iþrótt- ir, ljósmyndir og litskyggnur. Kaffiveit- ingar á lágu verði. Merkjasöludagur Sjálfsbjargar er sunnudaginn 27. septemb- er. Doktorsvörn Laugardaginn 26. september fer fram dokt- orsvörn við læknadeild Háskóla íslands. Stefán Skaftason læknir ver doktorsrit- gerð sína sem íjallar um eyrnaskurðlækn- ingar á íslandi 1970 til 1980. Heiti ritgerðarinnar er „Otosurgery in Iceland 1970-1980“. Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða prófessor Otto Meurman frá Ábo Universittet og dr. med. Ole Bentzen, yfirlæknir frá Árósum. Prófessor Davíð Davíðsson stjórnar athöfninni. Doktors- vömin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14. Öllum er heimill aðgangur. Squashmót Sunnudaginn 27. september fer fram fyrsta squashmót vetrarins. Mótið er eitt af fjór- um squashmótum á vegum eftirtalinna aðila: Stjömunnar fm-102,2, Dansstúdíós Sóleyjar og Veggsports hf. Mótið nefnist „Opna Stjömu - Matin Bleu mótið" og verður það haldið í Dansstúdíói Sóleyjar og hefst það kl. 13. Verðlaun á þessu móti eru gefin af Sportvöruþjónustunni og eru það íþróttavörur frá Matin Bleu. Þátttaka tilkynnist í Veggsport hf. í síma 19011 eða í Dansstúdíó Sóleyjar í síma 687701 fyrir kl. 13 laugardaginn 26. september. Hallgrímskirkja -starf aldraðra Nk. sunnudag, 26. september. verður farið til Garðakirkju og verið þar við guðs- þjónustu. Prestur verður sr. Bragi Frið- riksson. Á eftir verður drukkið messukaffi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístundahóps- ins Hana nú í Kópavogi verður laugardag- inn 26. september. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Einfalt og skemmti- legt frístundagaman. Góður félagsskapur. Nýlagað molakaffi. Allir velkomnir. Tónleikar Tónleikar á Akureyri Tónleikar verða haldnir í sal Tónlistar- skólans á Akureyri laugardaginn 26. september kl. 17 síðdegis. Flytjendur eru Signý Sæmundsdóttir sópran og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Á efn- isskránni em lög eftir Pál Isólfsson, Þórarín Guðmundsson, Sigvalda Kalda- lóns. J. Haydn. R. Strauss. A. Berg og óperuaríur. Fyrirlestur Fyrirlestur um grafík Clinton Adams verður með fyrirlestur í menningarstofnun Bandaríkjanna við Neshaga í kvöld. 25. september. kl. 20. Clinton er annar af stofnendum Tamarind Institute og stjómandi til 1985. Fyrirlest- urinn mun fjalla um nýja grafíkverkstæðið í Bandaríkjunum, þróun grafíklistar fyrr og nú með sérstakri áherslu á Tamarind. Veitingar að loknum fyrirlestri. Leikhús Þjóðleikhúsið Rómúlus mikli eftir Friedrich Durren- matt verður á fjölum Þjóðleikhússins fóstudags-. laugardags- og sunnudags- kvöld. Ég dansa við þig. Danssýning Islenska dansflokksins verður á dagskrá aftur 30. september og er miðasala hafin. Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar, fyrsta sýning á þessu leik- ári, verður í Iðnó í kvöld kl. 20 og önnur á sunnudagskvöld. Djöflaeyjan verður sýnd í Skem- munni í kvöld og laugardagskvöld kl. 20. Faðirinn. 3 sýning laugardagskvöld kl. 20.30. Sýningar Árbæjarsafn Opið um belgar frá kl. 12.30-18 í septemb- er. ^ Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Sumarsýning safnsins er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur vfir sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamvndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomvnd sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur. kort. litskvggnur, videomvndir og afstevpur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega vfir sumarið kl. 10-16. Ásmuhdarsalur v/Freyjugötu Jakob Jónsson opnaði sína 4. einkasýn- ingu í Ásmundarsal v/Frevjugötu sl. laugardag en sýningin er opin virka daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-22. Sýning- unni lýkur 4. október. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Anna S. Gunnlaugsdóttir sýnir í Gallerí Borg við Pósthússtræti. Á sýningunni eru verk unnin með akrýl á striga og pappír. Þetta er seinni sýningarhelgin og er opið virka daga kl. 10-18 en um helgina kl. 14-18. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 29. september. Gallerí Grjót, Skólavörðustig Samsýning í tilefni 4 ára starfsafmælis gallerísins stendur yfir. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðna- dóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjöms- son. Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18. Gallerí List, Skipholti 50, nýr sýningarsalur og listmunaverslun. Sýning á handblásnu gleri frá Noregi, Finnlandi og Bretlandi. Sýningin stendur til 3. október. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12. Gallerí119 v/JL húsið Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir þekkta listamenn. Opnunartími er mánu- daga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir samsýning Listmálarafé- lagsins. Þar eru sýnd verk 14 þekktra listamanna. Þetta er sölusýning. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-17. Gallerí Langbrók, Textíll, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Til synis vefnaður, tauþrykk, myndverk, módeífatnaður og fleiri list- munir. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. ssT SIP kolsýrusuðuvélunum 110 AMP vél með segul- rofa, tekur 0,6 mm úr og 0,8 mm. Verð 16.910 m/söluskatti 130 AMP vél sem notar 24 volta DC straum. Er með segulrofa, notar 0,6 mm vír og 0,8 mm. Verð 13.926 m/söluskatti 120 AMP vél á hjólum, er með segulrofa. Notar 0,6 mm og 0,8 mm vír. Verð 17.575 m/söluskatti Öllum vélunum fylgir virrúlla og gashylki. Eigum einnig fyrirliggj- andi 140 AMP og 160 AMP vélar. Opið á laugardögum kl. 10-13. Tjöhnson rsteinsson Armúla 1, sími 685533

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.