Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1987, Side 31
MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1987. 43 Fólk í fréttum Helgi Kristbjamarson Helgi Kristbjamarson geðlæknir, talsmaður HvaJavinafélagsins, hefur verið í fréttum DV en hann hugaði að heilsu þeirra hvalavina sem mót- mæltu í Hvalfirðinum á dögunum. Helgi er fæddur í Reykjavík 25. júní 1947 og lauk læknanámi frá Háskóla íslands 1975 og starfaði síð- an á sjúkrahúsum og héruðum um landið. Hann stundaði rannsóknir í taugalífeðlisfræði og varði doktors- ritgerð við Nóbelsstofnunina í Stokkhólmi 1983. Helgi hefur síðan 1983 stundað rannsóknir við geð- deild Landspítalans, einkum á svefni og svefnsjúkdómum, og heíur lokið ' sémámi í geðlækningum. Hann hef- ur skrifað ýmsar greinar í erlend læknatímarit og er einn af höfund- um Islensku lyfjabókarinnar. Helgi hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og er í stjóm læknaráðs Landspítal- ans. Kona Helga er Sigríður Sigurðar- dóttir tölvukennari, BA. frá HÍ. Foreldrar hennar era Sigurður Gunnarsson, prentari í Rvík, sem nú er látinn, og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir. Helgi og Sigríður eiga fjögur böm, Bimu, f. 1969, mennta- skólanema, Tryggva, f. 1971, menntaskólanema, Höllu, f. 1977 og Kristbjöm, f. 1979. Systur Helga em Fanney, f. 1949, meinatæknir á Akureyri, gift Gunn- ari Rafni Einarssyni, skattstjóra í Noröurlandi eystra, og Halla, f. 1951, sérkennari í Rvík. Foreldrar Helga em Kristbjöm Tryggvason, prófessor og yfirlæknir í Rvfk, og kona hans, Guðbjörg Helgadóttir húsmæðrakennari. Föð- ursystkini Helga era Þuríður, en hún er látin, var gift Magnúsi Möll- er, málara í Rvík. Fanney, bókavörð- ur á Borgarbókasafninu, en hún er látin, Aðalsteinn, rafviki í Rvík, gift- ur Sigríöi Þorláksdóttur, og Geir, b. á Steinum undir Eyjafiöllum, giftur Þórönnu Finnbogadóttur. Faðir Helga, Kristbjöm, var sonur Tryggva, skipstjóra í Rvík, Bjöms- sonar, tómthúsmanns á Litla Velh í Rvík. Bjömssonar, b. á Stóra Velh í Vesturhópi í Húnavatnssýslu Páls- sonar. Móðir Tryggva var Kristjana Guðlaugsdóttir, b. í Hvammi í Eyja- firði Jónssonar. Bróðir Kristjönu var Jón, sparisjóðsstjóri á Akureyri, afi Bjama Arnasonar sjónvarpsþuls. Móðursystkini Helga era Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suður- lands, giftur Gyðu Thorsteinsson, Helgi H. Bergs, bankastjóri Lands- bankans, giftur Lis Eriksen, og Halla sendiráðunautur. Faðir Guðbjargar var Helgi Bergs, forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands, Helgasonar, b. á Fossi á Síðu Bergssonar, b. á Fossi Jónssonar, dótturdóttursonar Jóns „eldprests" Steingrímssonar. Móðir Guðbjargar var EUn Jónsdóttir Thorstensen, prests á Þingvöllum, bróður Elínar, ömmu Guðrúnar Agnarsdóttur alþingismanns. Móðir Elínar var Guðbjörg Hermaníus- Helgi Kristbjamarson. dóttir, sýslumanns á Velli í Hvol- hreppi Jónssonar, systir Jóns tollstjóra, afa Jóns Thors skrifstofu- stjóra í dómsmálaráðuneytinu. Ivar H. Jónsson ívar H. Jónsson skrifstofustjóri, Frostaskjóh 9, Reykjavík, er sextug- ur í dag. ívar Haukur er fæddur í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1947. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1953 og var ráðinn blaðamaður við dagblaðið Þjóðviljann 5. febrúar 1953 og fréttasijóri sama blaðs 24. nóvember 1959. ívar var ritstjóri Þjóðviljans frá 1. janúar 1963 - 8. júlí 1971 og skrifstofustjóri Þjóðleik- hússins frá 1. september 1971. Hann var fiármálafulltrúi Þjóðleikhússins frá 1. janúar 1979 og rak um skeið 1954 lögfræðiskrifstofu í Rvík. í félagi með öðrum. ívar var formaður Fé- lags róttækra stúdenta 1950-1951 og í stjóm Blaðamannafélags íslands 1963-1971, þar af formaður 1963-1964 og 1969-1970. Hann sótti á þessum árum sem fulltrúi BÍ allmarga fundi sem haldnir vora erlendis á vegum Blaðamannasambands Norður- landa. ívar var fulltrúi BÍ frá 1969 í norrænni samstarfsnefnd um höf- undarréttarmál blaðamanna og síðar laganefnd norræna blaða- manna. Hann var fulltrúi BÍ í ráði Norræna hússins frá stofnun þess 1968-1972 og skipulagði og sfiómaði fyrsta almenna námskeiöinu í blaða- mennsku sem haldið hefur verið hér vegum BÍ febrúar-apríl 1969 svo og námskeiðum fyrir starfandi blaða- menn 1970 og 1971. ívar var í nefnd er samdi reglugerð fyrir Lífeyrissjóð blaðamanna 1958 og í nefnd er samdi siðareglur blaðamanna 1965. Hann var kosinn í aðalsfióm MÍR, Menn- ingartengsla íslands og Ráösfiómar- ríkjanna 1972 og var formaður þess frá því apríl 1974. Kona Ivars er Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir kennari. Foreldrar hennar era Þórarinn Vigfússon, verkamaður í Rvík, og kona hans, Klara Hallgrímsdóttir, og eiga þau tvö böm, Jón og Þórdísi. Systkini ívars vora sjö og era fimm þeirra á lífi, þau vora Margrét, sem er látin, Ragnheiður, býr í Reykjavík, Guð- munda Rósa, býr í Reykjavík, Ólafía, býr á Akranesi, Sigurpáll, starfs- maður ísafoldar, býr í Reykjavík, og Ragnar, lagersfióri hjá ísafold, sem er látinn. Foreldrar ívars era, Jón ívarsson, b. í á Hálsi í Grafningi síðar verka- maður í Rvík, og kona hans, Aðal- heiður Ólafsdóttir. Faðir ívars, Jón, Ólöf Ingimundardóttir Ólöf Ingimundardóttir, Brekku- götu 25, Ólafsfirði, er áttræð í dag. Ólöf er fædd á Háagerði í Ólafs- firði og fór tveggja ára í fóstur til Halldórs Guðmundssonar og Ingi- bjargar Gísladóttur á Bursta- brekku í Ólafsfirði og ólst upp hjá þeim og var þar þangað til hún giftist. Olöf fór til Vestmannaeyja þegar hún var áfián ára og var þar í tvo vetur. Hún giftist 1929 Guð- mundi Guðmundssyni, útgeröar- manni og skipsfióra. Foreldrar hans vora Guðmundur Ólafsson og Freydís Guðmundsdóttir. Synir Ólafar og Guðmundar era Garðar, fæddur 1930, útgeröarmaður í Ól- afsfirði, giftur Sigríði Hannesdótt- ur, og eiga þau fiögur böm, Halldór Ingvar, útgerðarmaður í Ólafsfirði. Ólöf og Guðmundur ólu auk þess upp tvö böm, Olgu Albertsdóttur, fædda 1936, deildarsfióra hjá Kaupfélagi Ólafsfiarðar, en hún er bróðurdóttir Guðmundar, gift Ágústi Sigurlaugssyni, starfs- manni Verkalýösfélagsins Eining- arinnar, og eiga þau átta böm. Einnig Guðbrand Þorvaldsson, fæddan 1945, verksfióra hjá Vega- gerð ríkisins á Akranesi, en hann er bróðursonur Ólafar, giftur Þu- ríði Óskarsdóttur og eignuðust þau fimm böm en misstu eitt þeirra. Systkini Ólafar vora níu og eru sex á p, þau era Ingibjörg, fædd 1901, er látin, gift Sigurði, sjómanni á Hofsósi, sem drukknaði á bátn- um Þvengli milh Hofsóss og Siglufiarðar, Ólöf, fædd 1902, dó þriggja ára, Jakob, fæddur 1905, sjómaður og netagerðarmaður í Olafsfirði, giftur Sigríði Pálmadótt- ur, Gísli, fæddur 1909, sjómaður í Ólafsfirði, giftur Sigríði Sæmunds- dóttir, Sigurður, fæddur 1912, bifreiðarsfióri í Ólafsfirði, fyrri kona hans var Guðný Jakobsen, seinni kona hans var Rósa Sigurð- ardóttfr, Sigríöur, fædd 1913, gift Helga ísleifssyni, sjómanni á Ólafs- firði, Halldóra, fædd 1914, gift Guðvarði Þorkelssyni, sjómanni í Grímsey, sem er látinn, og Þor- valdur, fæddur 1918, bjó í Ólafs- ffrði, er látinn, fyrri kona hans var Lára Guðbrandsdóttir, ættuð frá Akureyri, seinni kona hans var Sigurbjörg Stefánsdóttir, ættuð úr Fljótum og Siglufirði. Foreldrar Ólafar vora Ingi- mundur Jónsson, b. á Hombrekku í Ólafsfirði, og kona hans, Guðrún Stefanía Guðmundsdóttfr. Faöir Ingimundar, var Jón, b. á Ver- mundarstöðum í Ólafsfiröi, Gísla- sonar, b. á Óslandi í Skagafirði, Gíslasonar. Móðir Ingimundar var Ingibjörg Ingjmundardóttir, ættuð úr Skagafirði. Móðir Ólafar, Guðr- ún, var dóttir Guömundar, b. á Lái í Ólafsfirði, Guömundsspnar. Móð- ir Guðrúnar var Ólöf Ámadóttir, b. á Auönudal í Skagafirði. Afmæli Ása Ólafsdóttir ívar H. Jónsson. var sonur ívars, b. á Króki í Ölfusi Halldórssonar. Móðir Jóns var Margrét Steindórsdóttir, b. í Sölv- holti í Flóa Sæmundssonar. Móðir ívars, Aðalheiður, var dóttir Ólafs, b. og formanns í Sogni í Ölf- usi Guðmundssonar, tómthúsmanns íHLiði á Álftanesi Ólafssonar. Móðir Ólafs var Þóranna Rósa, dóttir Nat- ans Ketilssonar, b. og skálds á Dlugastöðum á Vatnsnesi, og Rósu Guðmundsdóttur skáldkonu, Vatns- enda-Rósu. Móðir Aðalheiðar var Ragnheiður Símonardóttfr, b. í Hallstúni í Holtum, Eyjólfssonar. 70 ára Haukur Sveinsson bifreiðarstjóri, Langholtsvegi 154, Reykjavík, er sjötugur í dag. Asa Ólafsdóttfr, Vesturgötu 163, Ata-anesi, er fimmtug í dag. Ása Sigríður fæddist í Ynnsta-Vogi fyrir innan Ataanesbæ en fluttist með móður sinni til Akraness fiög- urra til fimm ára og ólst þar upp. Hún var í námi í Gagnfræðaskólan- um á Akranesi í tvo vetur og vann síðan í versluninni Staðarfelli á Ataanesi í þrjú og hálft ár. Ása vann nokkur ár í Dairy-Queen ísbúðinni í Reykjavík og hjá Coca Cola en flutt- ist aftur til Ataaness 1964 og hefur búið þar síöan. Ása giftist 23. október 1965 Val Gunnarssyni, f. 20. ágúst 1939, hrein- geminga- og teppahreinsunarmanni á Akranesi. Foreldrar hans era Gunnar Gíslason sjómaöur í Reykja- vík, sem dvelst nú á Hrafnistu, og kona hans, Auður Guðmundsdóttir, sem lést 1981. Böm hennar era Jó- hanna Margrét, fædd 1959, hár- greiðslukona, gift Stefáni Snorra Stefánssyni, raftæknifræðingi í Reykjavík, og eiga þau tvo syni, Auðunn Sólberg, fæddur 1964, mat- sveinn á Hótel Sögu, giftur Þórdisi Sigurðardóttur og eiga þau einn son, Saga, fædd 1966, gift Jóni Bergmann Arsælssyni, bakara á Seyðisfirði, og eiga þau eina dóttur, Hekla, fædd 1968, verslunarmaður á Ataanesi, sambýlismaður hennar er Jón Þór Helgason, viðskiptafræðinemi í HÍ, og eiga þau eina dóttur, og Valur Ásberg, fæddur 1971, námsmaður í foreldrahúsum. Systkini Ásu voru tíu, þar af tvö hálfsystkini og era átta á lífi. Þau era Jóhann Hinriksson, býr í Sví- þjóð, gjftur Þuríði Júlíusdóttur, Hörður, b. í Lyngholti í Melasveit, giftur Iillý Einarsdóttur, Ólafur, bif- reiðarstjóri hjá Olíufélagjnu á Akranesi, gjftur Lilju Halldórsdótt- ur, DOjá, gift Pétri Torfasyni, b. á Höfri í Melasveit, Margrét, gift Jó- hanni Vilhjálmssyni, prentara í Rvik. Ingjbjörg, gjft Vilhjálmi Þor- steinssyni, b. á Kambshóli í Svínad- al, Heiðar, b. í Melkoti í Melasveit, er látinn, giftur Öldu Guðmunds- dóttur, Sigurður, sjómaður í Rvík, Kolbrún, gift Gunnari Sigmarssyni, sjómanni á Seyðisfirði, og Ólafina, gift Birgi Guðnasyni, rafvirkja á Ataanesi. Foreldrar Ásu vora Ólafur Sig- urðsson, sjómaður á Akranesi, og kona hans, Ólafina Ólafsdóttir. Faðir Ólafs var Sigurður, b. á Fiskilæk í Melasveit, Sigurðssonar. Móðir Ól- afs, var Guðrún Diljá Ólafsdóttir, b. og hreppstjóra í Mýrarhúsum á Sel- tjamamesi, Guðmundssonar. Meðal systkina Guðrúnar Diljár vora Hall- dóra, amma Sigrúnar, konu Matthi- asar Á. Mathiesen ráðherra, og Þórunn, amma Örlygs og Steingríms Sigurðssona listmálara. Móðir Guð- rúnar Diljár var Karítas Runólfs- dóttir, b. í Saurbæ á Kjalamesi Þóröarsonar. Meðal systkina Karít- asar vora Guðrún, kona Matthíasar skálds Jochumssonar, og Þórður á Móum á Kjalamesi, afi Þórðar Bjömssonar fyrrv. ríkissaksóknara. Móðir Ásu, Ólafína, er dóttfr Ólafs, vélsmiðs á Atoanesi Ólafssonar og konu hans, Sigríðar Jóhannesdótt- ur. Andlát Gunnar Bjamason Gunnar Bjamason, fyrrverandi skólasfióri Vélskólans, lést 24. sept- ember. Gunnar fæddist 12. febrúar 1901 og lauk stúdentsprófi úr máladeild 1921 og úr stærðfræðideild Mennta- skólans í Reykjavík 1922 og hóf nám viö Verkfræðiskólann í Kaup- mannahöfii en hætti námi vegna veikinda. Hann lauk verklegri þjálf- un hjá Burmeister og Wein 1923-1924 og véltækniprófi frá Tækniskólaum í Mittweida í Þýskalandi 1931. Gunn- ar hannaði nýja gerð fiskþurrkunar- húsa, hið fyrsta sinnar tegundar í Kothúsum í Garði 1949 og sfiómaði verki við gerð undiretöðu raflínum- astra frá Olfusi til Irafossvirkjunar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1953. Hann var kennari viö Vélskól- ann 1945 og skólasfióri þar 1955-1971. Gunnar beitti sér fyrir stofriun Tæknifræðiskóla á íslandi. Hann hóf 1971 rannsóknir og tilraunir á mögu- leikum á að brenna svartolíu í íslenskum fiskiskipum. Kona Gunnars var Anna Guðrún Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1900, d. 1982. Foreldrar hennar vora Jón Ámason, prestur á Bíldudal, og kona hans, Jóhanna Pálsdóttfr. Böm Gunnars og Önnu era Anna Guð- björg blaðamaður, gift Atla Steinars- syni blaðamanni og eiga þau fiögur böm, Jón Páll gítarleikari, búsettur í Los Angeles, giftur Roberta Ost- roff, og á hann eina dóttur. Systkini Gunnars era Þorsteinn, bókari og Verslunarskólakennari, fyrri' kona hans var Steinunn Pét- ursdóttir, seinni kona hans var Klara Sigurðardóttir, Jóhanna, gift Steindóri Gunnarssyni prensmiöju- eiganda og Hjálmar, bankaritari í Útvegsbankanum, fyrri kona hans var Elísabet Jónsdóttir, seinni kona hans var Sóley Steingrímsdóttir. Foreldrar Gunnars vora Nicolai Carl Friðrik Bjamason, kaupmaður og skipaafgreiðslumaður í Rvík, og kona hans, Anna Emilía Þorsteins- dóttir. Faðir Nicolai, var Jóhann Pétur Bjamesen, verslúnarsfióri í Vestmannaeyjum. Móðir Nicolai var Johanne, faedd Rasmussen. Móöir Gunnars, Anna, var dóttir Þorsteins Thorsteinsson yngraj kaupmanns og alþingismanns á Isafiröi. Móðir Önnu var Amalie, fædd Löwe. Reynir Viggósson andaöist 25. sept- ember að heimili sínu í New York. Anna Sigurjónsdóttir, Borðeyri, lést í Sjúkrahúsinu á Akranesi fimmtudaginn 24. september. Siggeir Ólafsson, Digranesvegi 121, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 25. september. Guðmundur Úlfar Sigurjónsson, Nökkvavogi 5, andaðist á gjör- gæsludeild Borgarspítalans laug- ardaginn 26. september. Sveinbjörg Pálsdóttir, Sólvöllum 5, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri aö kvöldi fóstudagsins 25. september. Sérverslun með blóm og skreytingar. q§2°iv l^)ugaregi 5J. simi 20266 Sendum unx lund allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.