Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Qupperneq 6
28
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
Frumsýning í Þjódleikhúsinu:
Flaksandi
faldar
- Islenski dansflokkurinn á fljúgandi ferð
íslenski dansflokkurinn frumsýnir
á sunnudagskvöld í Þjóðleikhúsinu
nýjasta verkefni sitt sem hlotið
hefur heitið Flaksandi faldar. Naf-
nið á vel við þar seir síöpilsin
sviptast og faidarnir lyftast í þess-
um tveimur nýju dansverkum eftir
Hlíf Svavarsdóttur, nýjan listdans-
stjóra Þjóðleikhússins, og hol-
lenska danshöfundinn Angelu
Linsen. Verk Hlífar heitir Á milli
þagna og er samið við valsastef úr
ýmsum áttum en verk Angelu heit-
ir Kvennahjal og er allnýstárlegt.
Þar er dansað eftir ítalskri alþýðu-
tónlist, söngli, ljóðafíutningi og
þögnum. Ljóð eftir Jón úr Vör er
fellt að þessu verki. Búningarnir í
sýningunni eru eftir Sigrúnu Úlf-
arsdóttur en Sveinn Benediktsson
annast lýsingu.
Það eru að sjálfsögðu dansarar
íslenska dansflokksins sem dansa
á sýningunni en flokkurinn er að
þessu sinni eingöngu skipaður
kvenfólki. Auk meðlima dans-
flokksins dansar María Gísladóttir
í sýningunni og er þetta-í fyrsta
skipti sem hún æfir fyrir uppfærslu
með flokknum. María dansaði síð-
ast hér á landi sem gestur er hún
var nokkrum sinnum i hlutverki
Giselle í rómaðri uppfærslu Antons
Dolin árið 1982. Sem kunnugt er
hefur María gert garðinn frægan
sem sólódansmær í Þýskalandi og
íslenski dansflokkurinn æfir fyrir Flaksandi falda.
Bandaríkjunum. Hún hverfur aft-
ur til Bandaríkjanna þegar í næsta
mánuði. Dansarar dansflokksins
eru að þessu sinni: Ásta Henriks-
dóttir, Birgitte Heide, Guðrún
Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir,
Helga Bernhard, Guðmunda Jó-
hannesdóttir, Katrín Háll, Lára
Stefánsdóttir, Ólafía Bjamleifs-
dóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.
Frumsýningin veröur að kvöldi
sunnudagsins 22. nóvember. Ein-
ungis verða þrjár sýningar. Seinni
sýningarnar tvær verða fimmtu-
daginn 26. nóvember og laugardag-
inn 28. nóvember. Allar sýningarn-
ar hefjast kl. 20 og er miðasala
hafin.
Kvikmyndahús - Kvikmyndahús
Stjörnubíó
Ritchie Valen var ungur og efni-
legur söngvari þegar hann lést í
flugslysi 1958. Hann var aðeins
sautján ára. Samt hafði honum tek-
ist á nokkrum mánuðum að eiga
þrjú vinsæl lög, meðal þeirra La
Bamba, lag sem er titill kvikmynd-
ar um ævi piltsins. Fjallar myndin
um stutta ævi piltsins sem var af
mexíkönsku bergi brotinn. Mynd
þessi hefur vakið nokkra athygli
og hafa lög Ritchie Valen öðlast líf
í meðförum hljómsveitarinnar Los
Lobos. Þá hefur Stjömubió hafið
sýningar á 84 Charing Cross Road
sem fjallar um samband rithöfund-
ar og útgefanda, samband sem fer
að mestu fram bréfleiðis. Það eru
úrvalsleikararnir Anne Bancroft
og Anthony Hopkins er leika aðal-
hlutverkin.
Bíóborgin
Laganeminn (From the Hip) er
um ungan laganema, Robin Weath-
ers, er tekur að sér að verja Benoit
sem ákærður er fyrir morð. Þetta
er gamanmynd með alvarlegu ívafi
og gerist að nokkru leyti í réttar-
sal. Judd Nelson leikur laganem-
ann og John Hurt hinn ákærða. Þá
er óhætt að mæla með Nornunum
frá Eastwick (The Witches of East-
wick) þar sem Jack Nicholson fer
á kostum í hlutverki sjálfs kölska
sem þrjár ungar og fallegar galdra-
konur særa til sín. Og þá er ekki
síðri hin dulúðuga sakamálamynd,
Svörtu ekkjurnar (Black Widows)
þar sem þær Theresa Russell og
Debra Winger fara á kostum.
Háskólabíó
Framtíðarmyndin Riddari göt-
unnar (Robo Cop) er gerð af Hol-
lendingnum Paul Verhoven og
hefur fengið góðar viðtökur vestan-
hafs. Þetta er sakamálamynd er
gerist í náinni framtíð þegar glæpir
eru orðnir þjóðarvandamál. Nýj-
asta vopnið í baráttu við glæpalýð-
inn er vélmennið Robo Cop sem er
að hluta mannleg vera en að hluta
til er efnið í róbótnum lögregla sem
hafði verið skotin í tætlur. Þykir
Verhoven hafa gert góða spennu-
mynd.
Laugarásbíó
Furðusögur (Amazing Stories)
eru þrjár stuttar kvikmyndir sem
allar eiga það sameiginlegt að fjalla
um dularfulla atburði. Yfirumsjón
með myndum þessum hefur sjálfur
Steven Spielberg og leikstýrir hann
fyrsta hlutanum, Ferðinni. Annar
Regnboginn
í djörfum dansi
Bandaríkjamenn eru iðnir við að
gera táningamyndir sem eiga að
gerast á sjöunda áratugnum fyrir
daga Víetnamstríðsins. Sú síðasta
í röðinni er í djörfum dansi (Dirty
Dancing) sem notið hefur tölu-
verðra vinsælda vestanhafs að
undanfórnu og mun sjálfsagt fá
hjartað til að slá hraðar í ungum
rómantískum íslendingum, þá
kannski aðallega vegna góöra
dansatriða.
Efni myndarinnar er í þynnra
lagi en lífleg tónlist ásamt dansin-
um lyftir myndinni nokkuð upp.
Aðalhlutverkin eru tvö og leikin
af Patrick Swayze sem hefur leikið
í nokkrum unglingamyndum og þá
helst töffara. Hann sýnir hér nýja
hlið á sér og er hinn ágætasti dans-
ari. Hitt aðalhlutverkið leikur
Jennifer Gray. Þótt í djörfum dansi
eigi meira erindi til unglinga þá
hafa allir, sém á annað borð hafa
gaman að dansi, ábyggilega gaman
af.
Fyrir þá sem vilja bitastæðari
kvikmyndir er óhætt að benda á
nýjustu kvikmynd Woody Allen
Útvarpsdagar (Radio Days),
skemmtileg kvikmynd um árdaga
útvarpsins og þá hefur Regnboginn
tekið til sýningar Skytturnar sem
alltof fáir sáu fyrr á árinu og hvet
ég alla til að sjá mynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar sem hefur vak-
ið hrifningu hvar sem hún hefur
verið sýnd.-HK
Kvikmyndahús
hlutinn nefnist Múmíufaðir og er
leikstýrður af Wflliam Dear. Þriðja
hlutanum, Höfði bekkjarins, leik-
stýrir Robert Zemckis sem á á baki
Aftur til framtíðar. Af öðrum
myndum Laugarásbíós er vert að
nefna Vitni á vígvellinum (War
Zone), þar sem Christopher Walk-
en leikur fréttamann í leit að
æsifréttum, og gamanmyndina
Fjör á framabraut með táningagoð-
inu Michael J. Fox.
Bíóhöllin
Hin magnaða mynd Stanleys
Kubrick, Skothylkið (FuR Metal
Jacket), fjallar um unga drengi sem
kallaðir eru í herinn þegar Víet-
namstríðið stóð yfir, þjálfun þeirra,
sem lýst er á eftirminnilegan hátt
í upphafsatriði, og svo reynslu
þeirra á vígvellinum sjálfum. í
heild er Skothylkið vel gerð drama-
tísk kvikmynd. í aðalsali Bióhallar-
innar er sýnd myndin Týndir
drengir (The Lost Boys) sem er
rokkuð unglingahrollvekja með
gamansömu ívafi. Fjallar hún um
blóðsugugengi sem að sjálfsögðu
hreyfir sig aðeins á nóttunni og
baráttu nokkurra unglinga við það.
Af öðrum myndum má nefna Blátt
flauel (Blue Velvet), umdeilda en
sterka kvikmynd ér lætur engan
ósnortinn.
Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn
Gallerí Langbrók,
Bókhlöðustíg 2,
textílgallerí. Opið þriðjudaga til föstudaga
kl. 12-18 og laugardaga kl. 11 14.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Rúna Gísladóttir sýnir málverk og collage
myndir sem hún hefur unnið á undanförn-
um 3-4 árum. Þetta er fyrsta einkasýning
Rúnu en hún hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum á undanfömum árum. Sýn-
ingin er opin daglega kl. 14-22 og stendur
til 22. nóvember. Þá sýnir einnig Björn
Birnir málverk.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 11-17.
Listasafn Háskóla íslands
1 Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgan'Tur að safn-
inu er ókeypis.
Mokka,
Skólavörðustíg
Gunnar I. Guðjónsson sýnir vatnslita-
myndir, málaðar í Svíðþjóð. Mokka er
opið daglega kl. 9-23.30.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4
Opið á sunnudögum kl. 14-16.
Norræna húsið
v/Hringbraut
A morgun kl. 15 verður opnuð sýning í
Norræna húsinu á 80 grafíkmyndum eftir
12 listamenn. Sýningin er hingað komin á
vegum „Grafiska sállskapet" sem er félag
grafíklistamanna þar í landi og er það
elsta hreina grafíkfélag í heiminum. Sýn-
ingin verður opin daglega kl. 14-19 fram
til 15. desember.
Nýlistasafnið
v/Vatnsstíg
Grétar Reynisson og Þórunn S. Þorgríms-
dóttir sýna verk sín. Sýningin stendur til
29. nóvember.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Áma Magnússonar er í
Arnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Opnunartími í vetur er laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar
geta pantað tíma í síma 52502 alla daga
vikunnar.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Sýning í Landsbókasafni ís-
lands
Landsbókasafn efnir til sýningar í minn-
ingu tveggja alda afmælis Rasmusar Rasks
og er þar lögð aðaláhersla á þann þátt
ævi hans og verka er snýr að Islandi og
íslenskum fræðum. Sýningin verður opnuð
23. nóvember og mun standa til áramóta
á opnunartíma safnsins, mánudaga til
föstudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 9-12.
Listsýning frá Hvíta-Rússlandi
I húsakynnum MlR, Vatnsstíg 10, stendur
nú yfir sýning á myndlist og listmunum
frá Sovétlýðveldinu Hvíta-Rússlandi. Á
sýningunni eru 73 grafíkmyndir, nær 200
munir úr tré og basti auk vefnaðar, 40
myndir eftir böm og um 100 bækur og
bæklingar. Sýningin er opin virka daga
kl. 17-18.30 og um helgar kl. 14-18. Að-
gangur er ókeypis.
Myndlistarsýning í
Mosfellsbæ
Nú stendur yfir í héraðsbókasafni Kjósar-
sýslu sýning á verkum Kristínar Magnús-
dóttur. Þetta er fyrsta einkasýning hennar
en hún hefur tekið þátt í samsýningum.
Bókasafnið er opið virka daga kl. 13-20
og stendur sýningin út nóvember.
Sýning í Gerðubergi
Sunnudaginn 15. nóv sl. opnaði Ásta Erl-
ingsdóttir grasalæknir sýningu á um 40
vatnslitamyndum. Flesta liti, sem Ásta
notar, hefur hún sjálf blandað úr íslensk-
um jurtum. Sýningin er opin kl. 13-22 frá
mánudegi til fimmtudags og fra kl. 13-18
frá föstudegi til sunnudags. Myndimar á
sýningunni era til sölu og er aðgangur að
henni ókeypis. Sýningin stendur til sunnu-
dags 6. desember.
Listkynning Alþýðubankans á
Akureyri
Menningarsamtök Norðlendinga og Al-
þýðubankinn hf. kynna að þessu sinni
listakonuna Soffíu Árnadóttur. Á list-
kynningunni era 6 verk, 5 unnin með
biýanti og bleki á pappír og 1 dúkrista.
Sýningin stendur til 28. desember.