Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Qupperneq 12
3a
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1987.
Iþróttir
Frétta-
stúfar
Forráða-
menn belgíska félagsins
Club Brugge gera nú þá kröfu að
Evrópuleikur þeirra við v-þýska
félagið Borussia Dortmund verði
háður að nýju.
Viþa forkólfarnir meina að Jo-
an Igna, rúmenskur dómari
leiksins, hafi hindraö framgang
-réttvisinnar með afspymuslakri
framgöngu sinni.
Segja forvígismennimir að
fyrsta mark leiksins hafi verið
kolólöglegt. Kveða þeir dómar-
ann hafa flautað leikinn af til
skamms tíma vegna brots ör-
skömmu áður en Frank Mill gerði
fyrsta markið. Hafi hann síðan,
öllum á óvart, skipt um skdðun
og dæmt markið gott og gilt
„Þegar dómarinn flautaði
hasttu allir leikmenn okkar og
markvöröurinn Jensen með
sama lagi. Hann gerði ekkert til
að forða marki,“ sagði ritari Club
Bruges, Antonie Van Hove, við
blaöamenn.
Van Hove sagöi að EUFA væri
nú að kanna málavexti en belg-
íska félagiö gerir þá kröfú að
leikurinn fari fram í Dortmund
eða á öðrum veUi en sá fyrri verð-
ur úrskurðaöur ómerkur.
Talsverð
meiðsli hafa htjáð
Haukaliðið í körfuknattleiknum
það sem af er keppnistímabilinu.
.Pálmar Sigurðsson, þeirra sterk-
asti leikmaður, er nýstiginn upp
úr meiðslum og er langt frá því
að vera orðinn góður þó að hann
sé byrjaöur að leika.
Tveir aðrir sterkir leikmenn,
þeir Reynir Kristjánsson og ÓM-
ur Rafnsson, eiga við meiösli að
stríða. Reynir er með shtin hð-
bönd en Ólafur er með slæma
tognum í hðbandi. Á þessu sést
að hafa Haukamir ekki getað
stfilt upp sínu sterkasta liði í und-
anfómum leikjum.
Á heims-
meistara-
moti unghngahöa í
handknattleik, skipuöum leik-
mönnum 21 árs og yngri, verða
fjórir riölar.
ísland keppir í C-riðh og eru þar
engir aukvisar fyrir.
Munu okkar menn ghma við hö
Sovétmanna, Norðmanna og
Ungverja. Það er því ljóst að róö-
urinn verður þungur hjá íslensku
piltunum.
íslandsmótið
í blaki. Einn leikur var í 1. deild
karla í blakinu á Akureyri á laug-
ardag. KA sigraöi Fram, 3-1 (15-8,
15/3, 11-15 og 16-14). _
Tveir leikir vom á íslandsmót-
inu í blaki á miðvikudaginn. í 1.
deild kvenna sigraði UBK HK
3-0,15-4,15-12 og 15-5. í 1. deild
karla sigraði HK Fram 3-1.16-15,
15-12,15-3 og 17-15.
Valur sigraði
KR í 1. deild kvenna í handbolta
í gærkvöldi, 21-7, en í liálfleik var
staöan 11-1 fyrir Val. Leikurinn
var eign Valsstúlknanna ahan
timann.
Mörk Vals skoruöu: Kristín 7,
Katrín 6. Erna 3, Guðrún 3,
Magnea 1 og Guðný 1.
í hði KR skiptu sjö stúlkur
mörkunum á milli sfn, þær Sigur-
björg, Jóhanna, Ágústa,. Snjó-
laug, Karólína, Bryndis og
Birthe.
• Arnór Guðjonhsen á fullri ferð í leik með Anderlecht en um helgina átti Arnór mjög góðan leik og skoraði mark
í sigri Anderlecht gegn Mechelen. DV-mynd Marc De Waele
Amór skoraði mark og
nálgast sitt fyrra form
- Winterslag steinlá fýrir Club Briigge, 0-6? og er í neðsta sæti
Kristján Bemburg, DV, Belgia:
Það birti heldur betur til hjá Ar-
nóri Guðjonhsen og félögum í
Anderlecht um helgina er liðið sigr-
aði Mechelen, 3-2. Mikill áhugi var
fyrir leiknum og mættu 30 þúsUnd
áhorfendur á leikvang Anderlecht í
Brússel og sáu þeir mjög góðan leik.
Leikurinn líktist meira hörkuleik í
bikarkeppni heldur en deildarleik.
Nilis skoraði fyrsta mark And-
erlecht en hann var jafnframt besti
leikmaður vallarins. Mark Nihs kom
eftir sendingu frá Svíanum, Lind-
mann. Mark Nihs var sérlega glæsi-
legt og átti markvörður Mechelen
ekki möguleika á að verja.
Arnór fékk stuttu seinna góðan
stungubolta inn fyrir vörn Mechelen
en markvöröurinn var aðeins fljótari
á knöttinn og varði. Arnór var aftur
á ferðinni undir lok hálfleiksins er
hann átti skalla í stöng.
• Strax í byrjun seinni hálileiks
skoraði Arnór og kom Anderlecht
yfir, 2-1. Nilis tók hornspyrnu sem
Lindmann framlengdi með höfðinu
og Arnór kom aövíðandi á stöngina
fjær og sem fimleikamaður skoraði
hann og hafnaði knötturinn hátt uppi
í netmöskvunum. Þriðja mark And-
erlecht kom eftir sendingu frá Arnóri
til Frimann sem þakkaði fyrir sig og
skoraði. Mechelen tókst að minnka
muninn rétt fyrir leikslok og var Den
Boer þar að verki.
• Arnór lék sinn besta leik á
keppnistímabilinu og virðist vera að
komast í sitt gamla góða form sem
hann var í í fyrra. Áhorfendur fógn-
uðu innilega úrslitunum í leikslok
og fóm heim syngjandi.
• Útlitið er svart hjá Winterslag,
liðinu sem Guðmundur Torfason
leikur með. Liðið tapaði um helgina
fyrir Club Brúgge á heimavelli, 0-6,
og er eitt á botninum með átta stig,
tveimur stigum minna en næstu lið.
Guðmundur Torfason lék ekki með
um helgina.
„Ég er búinn að vera slæmur í bak-
inu undanfarið. Það er einhver
skekkja á milli hryggjarliða. Líklega
em taugar klemmdar, þess vegna
leiðir verki niður í fótinn. Ég vonast
til að verða orðinn góður um næstu
helgi þegar við leikum gegn Loker-
en,“ sagði Guðmundur Torfason í
samtali við DV.
• Helstu úrslit urðu þessi:
Anderlecht-Mechelen........3-2
Beveren-Charleroi............0-0
Ghent-Lokeren................3-1
Winterslag-Club Brúgge.......0-6
Beerschot-Molenbeek..........0-0
HM í rallakstri
Hérlendir rallmenn reyndu í annað
sinn við heimsmeistarakeppni, en
margfrægir bræður, Ómar og Jón
Ragnarssynir/luku sænska rallinu í
66. sæti árið 1981. Tvær áhafnir
mættu nú til leiks í RAC-ralhnu en
hvorug náði tilætluðum árangri.
Hjörleifur/Sigurður (Peugeot 205)
féllu úr keppni vegna rafmagnsbil-’
unar á öðrum degi í 82. sæti en
Hafsteinn/Vitek (Mazda 323 4x4
turbo) fóru yfir hámarkstíma á
þriðja degi eftir tafir vegna bilana.
Þeir voru þá í 50. sæti. Þetta er fjórða
misheppnaða tilraun Hafsteins til að
ljúka keppni á erlendri grundu. Mik-
ið þarf til að ná árangri í keppni sem
þessari. Góður undirbúningur og
harðsnúnir aðstoðarmenn er eitt
stærsta atriðið því að í fjóra daga eru
aðeins örfáar mínútur ætlaðar til
dekkjaskipta, viðgerða og eldsneyti-
stöku. Það er gífurlegt álag á
ökumenn að beijast í fjóra sólar-
hringa við þyngdar- og tregðulögmál-
ið, tifandi sekúndur, rata um
ókunnar slóðir, sofa 3-4 tíma milli
daga, aldrei á sama stað. Aðeins
hönnuðum dekkjaskiptiverkstæðum
á hjólum. Tvær þyrlur til að annast
bráðaþjónustu og Qarskipti. Að auki
má nefna lækna, nuddara, mat-
reiðslumenn, fréttafulltrúa, ljós-
myndara, kvikmyndatökulið,
keppnistjóra og sálfræðinga.
Þó athygli heimsins beinist ein-
göngu að atvinnumönnunum á
keppnisbílunum þremur má vægt
áætla að það séu um hundrað manna
lið sem vinna viö að koma þeim í
mark. Svo þegar keppninni er lokiö
er allt hafurtaskið flutt á brott í eim-
skipi verksmiðjuliðsins sem legið
hefur við festar á meðan keppnin
stóð yfir.
Auraráð áhugamannanna vega því
ekki mikið í samanburði við öll þessi
ósköp. Það er því ekki að undra þó
íslenskir áhugamenn á aflvana bíl-
um með takmarkaðan búnað og
þunna buddu eigi ekki möguleika á
að standast þeim bestu snúning. Það
er í rallíþróttinni eins og í svo mörg-
um öðrum íþróttum að árangur er
keyptur fyrir fé. Því miður!
-BG/ÁS
þjálfaðir rallökumenn eru færir um
að halda slíkt út án þess að missa
einbeitingu og rökrétta hugsun.
Atvinnumannaliðin hafa á þessum
sviðum algera forustu. Fyrir þrjá
verksmiöjubíla, sem att er til keppni
í RAC-rallinu, er eftirtalinn búnaður
talinn nauðsynlegur ef árangur á að
nást: Nokkrir tugir þrautþjálfaðra
viðgerðarmanna með alla varahluti
í fimmtán sérbúnum þjónustubílum.
2000 (já, tvö þúsund) keppnisdekk
sem flutt eru á milli staöa á sér-
Hrakfarir íslenskra
ökumanna í Englandi
Orugg
foiysta
Monaco
Monaco heldur öryggri forystu
í 1. deild frönsku knattspyrnunn-
ar þrátt fyrir markalaust jafiiteíli
gegn Le Havre á útivelli um helg-
ina. Bordeaux, sem verið hefur
lengst af í vetur i öðru sæti, tap-
aði fyrir Marseille og féll við
ósigurinn niður um eitt sæti.
• Matra Racing vann 1-0 sigur
á Laval og við sigurinn fór liðið
í annað sæti deildarinnar.
• Saint-Etienne, sem hefur átt
erfitt uppdráttar undanfarin ár,
virðist vera aö rétta úr kútnum.
Liðið sigraði Nantes um helgina
á útivelli, 2-3. Skoski landsliðs-
raaðurinn Maurice Johnston
skoraöi eitt marka Nantes í leikn-
um, hefur skoraö 11 mörk á
keppnistimabilinu.
• Úrslit í 1. deildinni um helg-
ina:
LeHavre-Monaco 0-0
Matra Racing-Laval 1-0
Nantes-Saint-Etienne 2-3
Lens-Cannes 0-0
Auxerre-Toulon 0-0
Montpellier-Niort 1-0
Metz-Lille 3-1
Toulouse-Paris SG 2-1
Nice-Brest 2-0 -JKS
Jónog
Guðbergur
unnu
rallsprettinn
BÍKR og Bylgjan stóðu fyrir
sprettralli á laugardag I vonsku-
veðri. 10 bílar mættu til leiks í
Bylgjuportinu en fyrsta sérleiö
af 4 var um aurbleytuna við
ísólfsskálaveginn. Jón S./Guö-
bergur á léttbeygluðum Porsche
911 tóku strax forustu og héldu
henni til enda. Það var ekki mik-
ið um glæsilegan akstur í þeirri
slagveðursrigningu sem var á
laugardag. Þaö var þó helst að
Ágúst Guömundsson á Opel Kad-
ett sýndi tilþrif í akstrinum í
sinni fyrstu keppni, en hann
skorti afl til að blanda sér í sigur-
baráttuna en náði 3. sæti. í öðru
sæti varð Guðmundur Jónsson á
Nissan 240 rs en hann náði ekki
að sýna sitt rétta andlit í þessari
keppni. Nissan-bíllinn er einn sá
besti á landinu og hann á að geta
náð mun betri árangri.
-BG/ÁS
UBK vann
ÍBK í
bikamum
Ægir Már Káiason, DV, Sudumesjum:
Breiðablik sigraði Keflvíkinga
22-26 í bikarkeppni HSÍ í Kefiavík
í gærkvöldi. Keflvíkingar, sem
leika í 2. deild, stóðu lengi vel í
1. deildar liðinu en reynsla
Breiðabliks reyndist sterk á loka-
sprettinum. Markahæstir í liði
ÍBK voru Björgvin 8, Einvarður
3 og Hafsteinn 3. Hjá Breiðabliki
var Hans markahæstur meö 9,
Jón Þórir 6 og Þórður 4.