Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Page 8
34 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1987. íþróttir Dortmund lék Bæjara grátt á ólympíuleikvanginum - og Kaiserslautem vann sinn fyrsta útisigur gegn Frankfurt og lárus kom inn á sem varamaður • Leikmenn Bremen hafa góða ástæðu til að fagna þessa dagana. Þrátt fyrir heppnissigur um helgina er liðið efsta sæti deildarinnar. Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalartdi: Óvæntustu úrslitin í vestur-þýsku knattspyrnunni um helgina var sig- ur Borussia Dortmund yfir Bayern Miinchen, 1-3, á ólympíuleikvangin- um í Miinchen. Sigur Dortmund var eigi að síður mjög sanngjam og lék liðið oft á tíðum Bayern liðið sundur og saman. • Simmers og Andebriigge komu Dortmund yfir, 0-2, en Klaus Augent- haler minnkaði muninn í 1-2 fyrir Bayem Miinchen rétt undir lok fyrri hálfleiks. Simmers var svo aftur á ferðinni fyrir Dortmund þremur mínútum fyrir leikslok og innsiglaði þar með glæsilegan sigur Dortmund. • Kaiserslautem kom mjög á óvart er liðið gerði sér htið fyrir og sigraði hið sterka Uð Eintracht Frankfurt á útivelli, 0-2. Þetta var jafnframt fyrsti útisigur Kaiserslaut- em á keppnistímaþilinu. Hartmann náði forystu fyrir Kaiserslautem í byijun síðari hálfleiks og síðara markið skoraði Lutz. Hann var ekki búinn að vera inn á í eina mínútu þegar hann skoraði markið en hann kom inn sem varamaður. Lárus stóð fyrir sínu • Láms Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur vora til leiksloka og stóð fyrir sínu. „Það kom mér á óvart að vera valinn í hópinn að nýju og hvað þá að koma inn á í leiknum. Það er hálfskrýtið að vera frystur í fjórar vikur og vera vahnn í hópinn og fá enga skýringu en þetta er merki um að einhveijar breytingar eru í væntum hjá félag- inu,“ sagði Lárus Guðmundsson í samtali við DV. Nýr þjálfari ráðinn hjá Kais- erslautern eftir helgina • Nýr þjálfari verður ráðinn hjá Kaiserslautern eftir helgina og er tahð að Klaus Schlappner verði fyrir vahnu en hann sagði upp störfum hjá Darmstadt sem leikur í 2. deild á laugardaginn var. Hann er mjög vin- sæh og var meðal annars þjálfari hjá Waldhof Mannheim í sjö ár með frá- bæmm árangri og kom liðinu upp í Bundesliguna. Stuttgart kastaði frá sér sigrinum • Stuttgart kastaði frá sér sigrin- um í leiknum gegn Homburg á útivelU. Homburg náði að jafna, 2-2, þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Stickroth kom Homburg yfir, 1-0, á 30. mínútu en Walter jafh- aði fyrir Stuttgart á 38. mínútu. í upphafi síðari hálfleiks kom Caudino Stuttgart yfir, 1-2, og réð eftir það lögum og lofum á vellinum. En það var Bláttel sem náði að jafna, 2-2, fyrir Homburg. Vollack lék í marki Homburg í fyrsta sinn en hann var rekinn sem kunngt er frá Uerd- ingen fyrir nokkra. Lítið bar á Ásgeiri Sigurvinssyni og hefur hann oft leikið betur. Hann fékk fjóra í einkunn í þýsku dagblöðunum í gær. Markvörður Uerdingen rekinn af leikvelli • Kuntz kom Bayer Uerdingen yfir, 0-1, á móti Nurnberg á 5. mín- útu. En Adam var ekki lengi í paradís því Eckstein svaraði þrívegis fyrir Numberg. Kubik, markvörður Uerd- ingen, fékk að sjá rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik eftir ljót brot á einum sóknarmanna fyrir utan víta- teiginn. Ath Eðvaldsson sat á varamannabekk Uerdingen. Heppnissigur hjá Werder Bremen • Werder Bremen, sem vermir efsta sæti deildarinnar ásamt Köln, vann heppnissigur á Hannover. Ri- edle skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok. Hannover var með einum leikmanni færra frá því um miðjan fyrri hálf- leik en þá var Kntiwe rekinn af leikvelli. • Waldhof Mannheim tapaði illa á heimavehi fyrir Bayer Leverkusen. Schreier kom Leverkusen yfir, 0-1, en Búhrer jafnaði, 1-1. Þaö var síðan Brasihumaðurinn Tita sem skoraði þijú mörk og tryggði Leverkusen yfirburðasigur. • Köln var ekki í vandræðum með Karlsrahe og vann stórt, 4-0, í léleg- um leik. Daninn Morten Olsen skoraði fyrsta mark leiksins en í síð- ari hálfleik bættu þeir Körtz, Bar- anowski og Littbarski úr víti þremur mörkum við. • Schalke 04 sigraði Hamburger SV, 1-0. Það var Hannes sem tryggði Schalke 04 mikilvægan sigur tíu mín- útum fyrir leikslok. Leikurinn var annars í daprara lagi. • Hochstatter, 2, og Kraus tryggðu Gladbach 3-0 sigur yfir Bochum í slökum leik. Bochum situr eitt og yfirgefið á botni Bundesligunnar með 11 stig. • Úrslit leikjanna urðu þessi: FC Homburg-Stuttgart.....2-2 Bayem-Dortmund.............1-3 Mannheim-Leverkusen........1-4 Númberg-Uerdingen..........3-1 Gladbach-Bochum............3-0 Frankfurt-Kaiserslautem....0-2 Bremen-Hannover............1-0 Schalke-Hamburger..........1-0 Köln-Karlsruhe.............4-0 • Köln og Bremen er efst með 28 stig en Bremen hefur leikið einum leik minna. Bayern er í þriðja sæti með 26 stig. Stuttgart er í sjötta sæti með 21 stig. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður skrifar Það er ekkert sjáHsagt að sigra Allir sem tekið hafa þátt í íþrótta- keppni vita að einhver ijúfasta tilfmn- ing, sem þeir þekkja, er að sigra í íþróttakeppni. Þeir sem á annað borð hafa keppniskap leggja flest á sig til að bera sigur úr býtum til að finna vellíð- anina sem því fylgir. Því er það að íþróttafélög leggja mikið á sig til að ná góðum leikmönnum tii sín, í von um sigra, ekki bara í einstökum leikjum heldur mótunum sem lið félagsins taka þátt í. Ég minnist þess þegar ég var strákur á Akranesi að þar voru oft til svokölluð strákafélög sem kepptu í knattspymu (auðvitaö) sín í milli dag eftir dag á öllum árstíðum. Svo mikill var metnað- urinn fyrir hönd félagsins að flest var gert til að efla liðið sem frekast var kostur. Þá þegar var byijað að greiða fyrir góða leikmenn. Gjaldið var mjög mishátt eða frá einni og upp í tíu kara- mellur, allt eftir því hve góðir leik- mennimir vom. Maður þurfti að vera ipjög góöur til aö veröa tíu karmella virði. Það var einnig eftirsótt að hafa í félögunum stráka sem áttu kaupmann sem fóður því þeir áttu oft auðvelt með að ná i gjaldeyri fyrir góðan leikmann. Því er ég að rifja þessar æskuminn- ingar upp að nú heyrir maður að greiddar séu háar peningaupphæðir fyrir góða leikmenn í handknattleik og' knattspymu hér á landi. Það þykir ekki frágangssök að greiða nokkur hundrað þúsund krónur fyrir góðan handknatt- leiksmarkvörð eða snjallan framherja sem skorar mörk í knattspymu. Um þetta era áreiðanlega skiptar skoðanir. Þeir sem líta svo á að íþróttir beri að iðka fyrir ánægjuna eina saman munu seint samþykkja greiðslur fyrir leik- menn, alveg sama hversu mikið keppniskap þeir hafa og þrá eftir sig- rum. Hinir sem sjá ekkert og þola ekkert nema sigur munu aftur á móti mæla þessu bót. Ég er ekki viss um að í svo litlu landi og fámennu, sem ísland er, gangi þetta dæmi upp vegna þess að fámennið skapar fátækt hjá félögun- um. Það era fyrst og fremst risastórir leikvangar troðfullir af fólki sem skapa ríkidæmi íþróttafélaga mílljónaþjóð- anna og gera þeim mögulegt að kaupa góða leikmenn dýra verði. Ahangendur slíkra félaga geta að vonum gert kröfur um sigur og ekkert nema sigur, enda þótt þeir viti að sigur í kappleikjum er ekki sjálfgefinn. Mér þykía oft kröfurnar á hendur landsliösmanna okkar, hvort heldur er í knattspyrnu ellegar handknattleik, ganga út í öfgar. Nú er svo komið að menn verða æfir af reiði ef handknatt- leikslandsliðið okkar vinnur ekki alla leiki. Menn fara að sálgreina og sund- urliða hópinn og leik liðsins ef sigur ekki vinnst og er þá ekkert tillit tekið lengur til við hveija er verið aö leika. Strákarnir eiga að sigra og skiptir þá ekki máli hvort leikið er við byijendur eins og Portúgali eða heimsmeistara Júgóslava. Þetta þykja mér allt of mikl- ar kröfur. Við eigum vissulega firna- sterkt landslið um þessar mundir. Hjá svo fámennri þjóð sem íslendingum getur slíkt gerst einstaka sinnum með margra ára millibili. Það sem til þarf er að fá nógu stóran hóp af afburða leikmönnum á sama tíma. Milljóna- þjóðunum tekst ekki einu sinni að eiga alltaf góð landslið. Ég lit svo á að við eigum að njóta vellíðaninnar sem fylgir sigrum liðsins og sætta okkur við töpin og bíða betri tíma í stað þess að verða æfir eins og nú er ef liðið tapar. Enn verra er það í knattspymunni. Landsliðið okkar hefur staðið sig mjög vel síðustu misserin. Og það er eins og við manninn mælt að um leið og það annaðhvort vinnur sigur á sterkri þjóð ellegar nær jafntefli, svo sem gegn Frökkum og Sovétmönnum, þá veröur liðinu ekki þolað tap. Við eigum tvo afburða atvinnumenn í knattspymu og nokkra miðlungs atvinnumenn eða þaðan af lakari. Samt era gerðar kröfur til þess að liðið vinni sigra á landsliöum sem era með 11 menn í liðinu af sama gæðaflokki og þessir tveir í íslenska liðinu. Menn segja sem svo: Þetta era atvinnumenn í liðinu okkar og þeir eiga að sigra. Það er ekkert tillit tekið til þess að flestir íslensku atvinnumann- anna era varamenn í sínum liðum og sumir þeirra komast ekki einu sinni á bekkinn hjá miðlungs félagsliðum. Samt eiga þeir að sigra sterkustu lands- lið heims! Hér kemst engin sanngimi að. Það er út af fyrir sig í lagi að ijúka stutta stund upp á nef sér þegar landsliðið okkar tapar 14-2 eða 64), en samt verða menn alltaf að greína aðstæður hvetju sinni og sýna sanngimi. Ég man hvað ég var ósammála fyrram kollegum mínum, íþróttafréttamönnunum, eftir tapiö gegn A-Þjóðveijum í sumar. Þá ærðist pressan og heimtaði höfuð manna á fati. Þjálfarinn var ómöguleg- ur, leikaðferðin vitlaus, jafnvel stjórn- armenn Knattspymusambandsins vora gerómögulegir menn og allt batt- eríið eins og það lagði sig átti að fara frá. Ég hugsaði sem svo: Þeir hefðu átt að vera í sporam okkar sem skrifuðum um 14-2 leikinn, ég segi ekki annað en það! Það sem mér þótti skrýtnast við skrif íþróttafréttamannanna, sem mér að öUu jöfnu líkar vel við, var að enginn • Sigurdór Sigurdórsson. þeirra virtist sjá ástæðuna fyrir tapinu. Það er nefnilega til nokkuð sem heitir liðsbrot og getur hent öll liö í íþróttum. Þegar staðan var 2-0 A-Þjóðveijum í vil mistókst Pétri Péturssyni að skora úr vítaspyrnu, Þjóðverjarnir náðu bolt- anum, brunuðu upp og skoraðu 3ja markið. í stað þess að staðan væri 2-1 rétt fyrir leikhlé var hún 3 -0. Þetta braut íslenska liðið niður og spuming- in var aðeins hvort Þjóðveijarnir skoraðu 4,5,6,7,8,9 eða 10 mörk. Svona einfalt var það, en um þetta talaði eng- inn sem ástæðuna fyrir tapinu. Menn bara skömmuðust og vildu að allt heila klabbið yrði sett af. Eg er nærri viss um að okkur sem áhuga höfum fyrir íþróttum myndi líða betur ef við lærðum að njóta sigranna og þakka fyrir þá en æðrast ekki þótt liðin okkar tapi. Ég er líka nokkum veginn viss um að félögum, sem eru að greiða einhver hundrað þúsunda fyrir leikmenn í von um fleiri sigra, mun ekki vegna betur þegar til lengdar lætur en hinum félögunum sem láta sér nægja að ala upp sína leikmenn. Ég minnist þess ekki að tíu karamella mennirnir á Akranesi í kringum 1950 hafi ráðið úrslitum í keppni túnbleðla- félaganna á Skaga. S.dór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.