Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Qupperneq 8
30 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson h V DV-LISTINN Hún Peggy Sue hans Coppola sat ekki lengi í hásæti DV-hstans held- ur varð hún þegar að víkja eftir eina viku fyrir félögunum þrem sem bjarga málum í Mexíkó. Annar hástökkvari er í 2. sæti en það er góður kunningi okkar íslendinga, nefnilega Litla Hryllingsbúðin. Hún ætlar greinilega að vekja sömu hrifningu og þegar leikritið var sett upp. Tvær aðrar myndir eru nýjar inni á listanum en for- vitnilegt er að Krókódíla-Dundee og Top Gun virðast loksins vera á útleið. Nú er jólahátíðin framund- an og má búast við tilfæringum í kjölfar þess enda líklegt að mynd- bandafólk skarti sínu fegursta yfir hátíðirnar. sætin. 1 (6) Trees Amigos 2 (-) Little Shop of Horror 3 (1) Peggy Sue Got Married 4(3) The Golden Child 5(2) The Color Of Money 6 (-) War Zone 7(5) Krókódíla-Dundee 8 (-) Gínan 9 (4) Heartbreak Ridge 10(7) Top Gun Hryllings- gaman LITTLE SHOP OF HORRORS Útgefandi: Tefli hf. Leikstjóri: Frank Oz. Aðalleikarar: Rlck Moranis, Ellen Gre- ene og Steve Martin. Bandarisk 1987 - sýningartími: 91 mín. Litla hryllingsbúðin er éitthvert vinsælasta leikhúsverk sem sett hefur verið upp hér á landi. Kom þar margt til. Söngleikurinn er hinn skemmtilegasti, textar Megas- ar virkilega góðir og öll uppfærsla og leikstjórn vel heppnuð. Kvikmyndunin eftir leikverkinu er ekki jafn vel heppnuð. Mikil áhersla er lögð á að gera blóma- skrímshnu Audrey annarri góð skil enda hefur tæknimönnum tek- ist að skapa hina skemmtilegustu skepnu en það er aftur á móti á kostnað annars efnis úr sviðsverk- inu. Ef litið er fram hjá söngleiknum og einblínt á kvikmyndina þá er Litla hryllingsbúðin eða Little Shop Of Horrors hinbesta skemmt- un. Allir leikarar skiia sínum hlutverkum ágætlega þótt Steve Martin í hlutverki Tansa slái öllum við og er atriði hans í tannlækna- stofunni með betri grínatriðum sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Það ætti engum að koma á óvart að mikið sé gert úr hlut Audreyar því leikstjóri er enginn annar en Frank Oz en hann hefur verið helsti aðstoðarmaður Jim Henson við gerð allra fígúra í Prúðu leikur- unum. Þetta er fyrsta kvikmyndin er hann leikstýrir og tekst honum þokkalega vel upp þótt ég telji að það hafi verið hægt að gera betri kvikmynd úr þessum ágæta efni- viði. HK Hin fuUkomna bamfóstra Steve Martin leikur bæði í Tres Amigos og Little Shop Of Horrors, þeim tveimur myndum er skipa efstu MARRY POPPINS Útgefandi Bergvik. Leikstjóri: Robert Stevenson. Aöalleikarar: Julie Andrews og Dick van Dyke. Bandarísk 1964 - sýningartimi 140 mín. Mary Poppins er einhver allra besta barnamynd sem gerð hefur verið og þótt ævintýrið um bamfóstruna fljúgandi sé skrifað fyrir börn er kvikmyndin góð og hoh skemmtun fuhorðnum einnig. Söguþráðurinn er á þá léið að systkin ein telpa og drengur eiga mjög auðvelt með að fæla burt barn- fóstrur. Þau setja saman óskahsta um hvernig barnfóstru þau vhja. Faöir þeirra hlustar ekki á þau en óskalistinn kemst til Mary Poppins og þeim verður að ósk sinni. Mary Poppins birtist sem sending af himn- um ofan og heillar brátt krakkana sem aðra með skemmtilegri og líf- Leigumorðingjaraunir ÐUDDY.BUDDY Útgefandl: JB-myndbönd Leikstjóri: Billy Wilder. Framleiðandi: Jay Weston. Handrit: Billy Wilder og I. A.L. Dlamond. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Walter Matthau, Paula Prent- iss og Klaus Kinski. Þeir félagar Lemmon, Matthau og Whder slógu rækhega í gegn með myndinni Front Page 1974 og síðan hafa þeir með reglulegu mhlibih reynt að endurtaka leikinn. Þó að leikhæfileikar félaganna séu óum- dehanlegir hafa handrit og leik- stjórn sett þeim stóhnn fyrir dyrnar og svo er einnig hér. Myndin segir frá vonlausum eig- inmanni (Lemmon) sem reynir ítrekað að kála sjálfum sér. Við þær framkvæmdir truflar hann ráða- brugg leigumorðingja (Matthau) sem afræður að hjálpa eiginmann- inum yfir í ehífðina í von um vinnufrið. Það gengur þó brösótt þótt báðir leggi sitt af mörkum. Þetta er alls ekki svo slæm mynd, maður átti bara einfaldlega von á meiru frá þeim félögum. -SMJ Rómantík í Frakklandi CLOUD WALTZER Útgefanái: Háskólabió Leikstjóri: Gordon Fleming Aðalleikarar: Kathteen Beller og Francois-Eric Gendron Bandarísk 1987 - sýningartimi 90 min. Cloud Waltzer fjallar um unga bandaríska stúlku sem er að reyna að vinna sér nafn í blaðaheiminum. Th að svo geti orðið fær hún viðtal við franskan mhljónamæring sem hefur ekki veitt viðtal áöur. Ekki gengur það átakalaus fyrir sig en heppnin er með henni. Hún hittir á mihjónamæringinn án þess þó að vita hver hann er. Úr þessu verður að sjálfsögðu viðtahð sem þó er aukaatriði þegar hður á myndina því unga stúlkan og mihjónamæringurinn feha hugi saman. Þó nokkur ljón séu í vegin- um, meðal annars faðir stúlkunnar sem er enn ríkari en sá franski, yfirstígur ástin aha erfiðleika í lok- in. Cloud Waltzer er ekki merkheg kvikmynd og sjálfsagt ekki ætlað að vera það. Leikarar vinna starf sitt með hangandi hendi í fógru umhverfi í Frakklandi. Myndin má þó eiga það að hún sinnir þörfum rómantískra sem vhja aht slétt og fagurt. Öðrum en þeim er er ráð- lagt að láta myndina eiga sig. -HK legri framkomu. Mary Poppins sem er göldrótt á ekki í vandræðum með að heiha krakkana upp úr skónum meö ýmsum uppátækjum sem venju- legar bamfóstrur láta vera. Þá kemur einnig mikið við sögu sótari einn sem tekur þátt í ævintýri barn- anna og Mary Poppins. Á sínum tíma hlaut Mary Poppins fimm óskarsverðlaun og gerði stjörn- ur úr Julie Andrews og Dick van Dyke sem svo sannarlega standa fyr- ir sínu og er leikgleðin mikh hjá þeim báðum. Mary Poppins er dans- og söngva- mynd og urðu nokkur lög klassísk, lög sem krakkar á öhum aldri lærðu og gleyma sjálfsagt aldrei. Mary poppins hefur elst mjög vel og er öruggt að krakkar nútímans munu skemmta sér jafnvel og jafn- aldrar þeirra gerðu þegar myndin kom á markaðinn 1964. Mary Popp- ins er kvikmynd sem öllum ætti að líða vel yfir. HK Eastwood í formi THE OUTLAW JOSEY WALES Útgefandi: Tefli. Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Phil Kaufman og Sonia Chernus. Mynda- taka: Bruce Surtees. Tónlist: Jerry Fielding. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Chief Dan George og Sondra Locke. Bandarisk, 1976. 135 min. Clint Eastwood hefur einum manna tekist að halda lífi í vestran- um á síðustu 10 árum. Honum hefur lánast að færa þá ómennsku ímynd, sem hann skapaði sér í spagettivestrum Leones, yfir í þjóð- legra umhverfi og birtist nú sem nokkurs konar frelsisengih á am- eríska vísu. Þetta sást glögglega í Pah Raider og einnig þessari mynd frá 1976 sem var gerð skömmu áður en aðsókn á vestrana hrundi alger- lega. Einmanaleg firring mannsins í spagettivestrunum, sem minnti á tómhyggju, er hjöðnuð og er það vel. Hér segir frá Jose Wales sem missir fjölskyldu sína í borgara- styijöldinni. Hann gengur í her Suðurríkjamanna og neitar að gef- ast upp þegar stríðinu lýkur. Þrátt fyrir að her manns sé settur honum til höfuðs tekst ekki að hafa hendur í hári hans og þjóðsagan er fædd. Það verður að segjast eins og er að Eastwood hefur mjög næmt kvikmyndaauga og eru myndir hans með þeim fahegri. - Og þó að persónusköpun sé fábreytt þá verð- ur því ekki neitað að hann kann að segja einfalda sögu á kraftmik- inn hátt. Þetta er mynd sem vestra- unnendur geta ekki látið framhjá sér fara. -SMJ Sólbnmnar heilasellur CLUB PARADISE Utgefandi: Tefli Leikstjóri: Harold Ramis. Handrit: H. Ramis og Brian Doyle-Murray. Aðal- hlutverk: Peter O'Toole, Robin Williams, Rick Moranis og Twiggy. Bandarisk 1986. 92 mín. Baðstrandarmyndir hafa ávallt skotið upp kohinum öðru hveiju wm wí «ww. mm mwrx ss w<m wm m< wí-ww- MK&Mwtwea mi i m* sonf-MHfw . ' enda hefur kvikmyndaframleið- endum þótt sýnt að í kringum það myndefni mætti spinna laufléttan söguþráð sem ætti einhveija mark- aðsmöguleika. Það eru ekki háleit málefni sem birtast í þessum myndum sem eru að mestu leyti byggðar í kringum berbrjósta stúlkur og léttlynda gæja. í þessari mynd er svo bætt við smáátökum í einhveiju bananalýðveldinu í Karabíska hafinu. Átökin ná þó aldrei að verða annað en hálfaumk- unarverð og gefa myndinni lítið. í stórum dráttum má segja að myndin segi frá slökkviliðsmanni (Whliams) sem sest í helgan stein á fagurri hitabeltiseyju. í sam- vinnu við innfæddan félaga setur hann upp hótel sem getur ekki stát- að af mörgum stjömum. Fljótlega ógna vondir pólitíkusar draumum þeirra félaga. Leikarahópurinn er fremur skrautlegur kokteih og verður að telja líklegt að þaö hafi verið góða veðrið sem tældi leikarana í mynd- ina fremur en handritið. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.