Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Page 39
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
51
Menning
Til síðasta lokadags
Halla Linker:
Uppgjör konu - endurminningar.
Iðunn 1987, 291 bls.
Halla Linker festir nú lífshlaup
sitt á blað öðru sinni. Nú eru liðnir
áratugir síðan b'ókin íslensk ævin-
týrabrúður var gefin út og mikið
vatn runnið til sjávar. í nýju bók-
inni vill Halla segja alla söguna og
greina bæði frá súru og sætu. Frá-
sögnin hefst heima á íslandi þar
sem Halla fékk strangt uppeldi,
sem á þeirra tíma mæbkvarða þótti
án efa-mjög gott. Hún er greind og
hæfileikarík og fær tækifæri til að
taka stúdentspróf en það var hreint
ekki sjálfgefið á fimmta áratugn-
um.
En aö loknum menntakóla tekur
ævintýrið við. Frásögnin af til-
hugalífi Höllu Guömundsdóttur og
Hals Linker er með þvílíkum ólík-
inum og svo óútskýranleg að sú
hugsun flögrar að lesandanum að
þar séu enn ekki öll kurl komin til
grafar. Strangt uppeldi og ráðaleysi
duga tæplega til að kona fylgi
manni eftir hálfan hnöttinn eftir
örfárra daga viðkynningu.
Halla viðurkennir að í sér hafi
blundað ævintýraþrá og ef til vill
hefur hún blandast inn í afstöðuna
til eiginmannsins tilvonandi. Það
er að minnsta kosti greinilegt að
Halla hefur notið þess til fulls aö
ferðast um heiminn eftir að þau
hjónin voru komin með sinn eigin
sjónvarpsþátt. Ferðalögin urðu
heldur ekki svo lítil; Linkeríjöl-
skyldan kom til 147 þjóðlanda.
Frásagnir Höllu af ferðalögum eru
ákaflega lifandi og ferðagleðin
greinileg og ljóst að hún hefur not-
ið þess að vinna með manni sínum
að efnisöflun.
Innilokuð á hótelum
Undantekningin er þó auðvitað
ferðin með Davíð, einkason þeirra
hjóna á fyrsta ári, þegar Halla sat
meira og minna innilokuð á hótel-
um með hamið. Veikindi htla
drengsins bættu svo gráu ofan á
svart og hreinasta undur að rúm-
lega tvítug stúlka skyldi ekki kikna
undir álaginu.
Bókmenntir
Solveig K. Jónsdóttir
En Halla sýnir oftar að henni er
ekki fisjað saman, til dæmis þegar
lækna grunar aö hún gangi með
illkynja sjúkdóm. Þá lætur hún
starfið ganga fyrir í lengstu lög.
Sama máli gegnir um barneignir;
Halla ákveður að eignast ekki
nema eitt barn, starfsins vegna.
Höllu þykir, sem vonlegt er, að
Hal sýni henni og barninu ógurlegt
ráöríki en þrátt fyrir allt er það
þessi sami maður sem gefur henni
tækifæri til að stunda skemmtilegri
vinnu en flestar konur af hennar
kynslóð áttu kost á.
Ef til vill voru Halla og Hal Link-
er einungis börn síns tíma. Á fyrstu
hjúskaparárum þeirra þótti sjálf-
sagt að konan styddi manninn í
einu og öllu og hann væri hús-
Halla Linker.
bóndinn á heimilinu. Það er heldur
ekki nema sanngjarnt þegar Halla
segir að Hal hafi farist margt vel
úr hendi, hann var ábyggilegur,
traustur og ráðagóður. Og Halla
ber oft ósvikna umhyggju fyrir
honum, vill aö hann slaki á í sum-
arhúsinu, en Hal átti bágt með það
- greinilega vinnubytta.
Reynt á þolrifin
Einhverjum kann aö finnast að
Halla hafi ómaklega ráðist að
minningu manns sem hún var gift
í 28 ár, einlægnin í frásögn hennar
eyðir slíkum hugrenningum. Það
er jafnvel eins og hún hafi ekki enn
sagt söguna alla þegar hún lýsir
stuttu ferðalagi sínu með Davíð,
eftir dauða Hals, og segir frá því
hve oft þeim verður hugsaö til nei-
kvæðra viðbragða sem Hal heföi
sýnt ef hann hefði verið með í fór.
Það hefur verið meira en lítið sem
maðurinn reyndi á þolrif fjölskyldu
sinnar.
Halla segir að hún hafi reynst
eiginmanni sínum góð kona, en í
einu hallar fremur á hana en hann.
Hal reynist tengdafólki sínu sér-
staklega vel, en Halla getur ekki
með nokkru móti þolað tengda-
móður sína, sem reyndar er firna
erfið kona. Ef tii viil r.efur nótlæt-
ið í hjónabandinu orðið tii þess að
styrkur og kímnigáfa komu ekki
lengur að haldi í samskiptum við
Rósu gömlu.
Halla skrifar minningar sínar á
afskaplega hversdaglegu máli og
það á ágætlega við. Þannig finnur
lesandinn nálægðina við konuna
sem hefur fundiö hjá sér þörf til
að deila lífsreynslu sinni með öör-
um og létta um leið á huga sér.
í bókinni er talsvert af svarthvít-
um myndum frá ýmsum æviskeiö-
um Höllu, bæöi frá ferðalögum og
af ættingjum og vinum. Frágangur
bókarinnar er með ágætum.
Saga Höllu Linker er engin
hversdagssaga. Konan hefur reynt
ótrúlega margt. Hér er þó engin
raunasaga á ferðinni - saga Höllu
Linker er saga konu sem hefur
þrátt fyrir allt notið lífsins. Það er
líka meiningin hjá flestum og
mörgum hefur tekist verr en henni.
SKJ
3^
Asgeir jakobsson
%
f£lfAAll
KIAIlHAIt
JAMJXA
mun.vua
S K 0 G G S JÁ
HAíNARFJARÐARJARllNN
Einars saga Þorgilssonar
Ásgeir Jakobsson
Bókin er ævisaga Einars Þor-
gilssonar um leið og hún er
100 ára útgerðarsaga hans og
fyrirtækis hans. Einar hóf út-
gerð sína 1886 og var því út-
gerðin aldargömul á síðasta
ári og er elzta starfandi út-
gerðarfyrirtæki landsins. Þá er
og verzlun Einars Þorgilssonar
einnig elzta starfandi verzlun
landsins, stofnuð 1901. Einar
Þorgilsson var einn af
„feðrum Hafnarljarðar," bæði
sem atvinnurekandi og bæjar-
fulltrúi og alþingismaður. Þá
er þessi bók jafnframt almenn
sjávarútvegssaga í 100 ár og
um það saltfisklíf, sem þjóðin
lifði á sama tíma.
FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Siguröi skurði
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skuröur, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
BÆR í BYRJUN ALDAR
HAFNARFJÖRÐUR
Magnús Jónsson
Bær í byrjun aldar — Hafnar-
fjördur, sem Magnús Jónsson
minjavörður tók saman, er
yfirlit yfir íbúa og hús í Hafn-
arfirði árið 1902. Getið er hvar
húsin voru staðsett í bænum,
hvort þau standa enn o.s.frv.
Síðan er getið íbúanna. Og þar
er gífurlega mikill fróðleikur
samankominn. Ljósmyndir
eru af fjölda fólks í bókinni.
Allur aðaltexti bókarinnar er
handskrifaður af Magnúsi, en
aftast í bókinni er nafnaskrá
yfir þá sem í bókinni eru
nefndir, alls 1355 nöfn.
MEÐ MÖRGU EÓLKI
Audunn Bragi Sveinsson
Auðunn Bragi Sveinsson, fyrr-
verandi kennari og skólastjóri,
hefur ritað margt sem birst
hefur í blöðum og tímaritum í
gegnum árin í ljóðum og
lausu máli, og einnig hefur
hann ritstýrt nokkrum bók-
um. Bók sú sem hér birtist
fjallar fyrst og fremst um fólk
við ólík skilyrði og í mismun-
andi umhverfi, — frá afdal til
Austurstrætis, ef svo má að
orði komast. Með mörgu fólki
er heitið, sem höfundur hefur
valið þessu greinasafni sínu.
Mun það vera réttnefni.
ÖSPIN OG ÝLUSTRÁIÐ
Haraldur Magnússon
Haraldur Magnússon fæddist
á Árskógsströnd við Eyjaíjörð
1931. Hann ólst upp íEyja-
firði og Skagafirði fram að
tvítugsaldri. Nú býr hann í
Hafnarfirði. Þetta smásagna-
safn er fyrsta bók Haraldar, en
þessar sögur og fleiri til hefur
hann skrifað í frístundum sín-
um undanfarin ár. Sögurnar
eru að ýmsu.leyti óvenjulegar
og flestar fela þær í sér boð-
skap. Þetta eru myndrænar og
hugmyndaauðugar sögur, sem
höfða til allra aldurshópa.
cc
o.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF