Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Side 41
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
53 i~
Nýjar bækur
Jón Pál í jólapakkann
Jón Páll, sterkasti maður í heimi, 140
bls.
Jón Óskar Sólnes skráði.
Útgefandi: Reykholt, 1987.
Jón Páll Sigmarsson aflraunamað-
ur er óumdeilanlega einn litríkasti
persónuleikinn í íslensku íþróttalífi
og hefur verið það í mörg ár. Það
hlaut því að koma að því að út yrði
gefm bók um kappann og nú hefur
hún litið dagsins ljós.
í bókinni er ferill Jóns Páls rakinn
í stórum dráttum og kemur þar
margt fram sem ekki hefur birst á
prenti áður. Jón Páll fer á kostum í
bókinni en því verður ekki á móti
mælt að hann hefði að ósekju mátt
fá að leggja meira til málanna, alltof
htið er gert að því að ræða beint við
Jón Pál og eftir að hafa lesið bókina
er maður lítið kunnugri Jóni Páli en
fyrir lestur hennar. Einhvern veginn
hefur maður á tilfmningunni aö
hægt hefði verið að gera mun líflegri
bók um þennan skemmtilega og líf-
lega íþróttamann. Stór hluti hennar
fer í að lýsa einstökum kraftamótum
á liðnum árum. Jóni Óskari Sólnes
tekst þokkalega upp í þessari bók en
þó hefði verið hægt að gera hana
mun skemmtilegri. Nokkur íljót-
fæmisbragur er á skrifuðu máli
bókarinnar og er greinilegt að hér
er á ferð jólavara fyrst og fremst en
ekki bók sem verður ofarlega í hug-
um manna að loknum lestri og
jólahátíð.
Bill Cosby
Vasaútgáfan hefur gefið út bókina
Við feður eftir Bill Cosby. Hún er í
líkum anda og hinir vinsælu sjón-
varpsþættir um Huxtable-fjölskyld-
una - í gamansömum tón en undir
niðri snertir hún alvarlegri hluti.
Bók Bills Cosbys er þó ekki skáld-
skapur eins og sjónvarpsþættimir
heldur er hann þar að lýsa raun-
veruleikanum, sínu eigin hlutverki
sem fjölskyldufóöur.
Við feður, eftir Bill Cosby, er 192
bls. og skiptist í 14 kafla. Guðni Kol-
beinsson og Þorsteinn Thorarensen
íslenskuðu.
Verð kr. 488.
Heimsmynd á hverfanda hveli
- síðara bindi
Út er komið síðara bindi af verki
Þorsteins Vilhjálmssonar eðhsfræð-
ings, Heimsmynd á hverfanda hveli,
en fyrra bindið kom út á síðastliðnu
ári. í fyrra bindinu var fjallað um
héimsmynd vísinda frá öndverðu til
Kópernikusar en hér er haldið áfram
þar sem frá var horfið og þróuninni
fylgt fram yfir daga Newtons. Sagt
er frá trúvillingnum Gíordanó Brúnó
sem predikaði sólmiðj ukenninguna á
ofanverðri 16. öld og fjallað um
danska stjömufræðinginn Týchó
Brahe og Þjóðveijann Jóhannes
Kepler og kenningar þeirra. ítarleg-
ast er sagt frá merkilegum æviferli
Galíleó Galíleis, vísindaafrekum
hans og útistöðum viö Páfagarð en
loks víkur sögunni að Isaac Newton
sem fullkomnaði byltingu Kópernik-
usar með aflfræði sinni.
Þetta síðara bindi Heimsmyndar á
hverfanda hveh er 419 þls. að stærð,
prýtt fjölda mynda og -skýringar-
teikninga. Verð kr. 3.480.
VW TRYOOJUM
MROAMSIM
OUYMAST SIINT
Ekta byrjandavél,
sjálfvirk og hand-
virk. Frábært verð.
Alsjáltvirk 35 mm
myndavél. Algjört
frelsi frá öllum
stillingum. Ódýr
myndavél fyrir
alla
„Toppurinn"
Algjörlega sjálfvirk
kveikir meira að sec
á flassi ef með þarf
Myndavél fyrir alla
fjölskylduna
Alsjálfvirk mvndavól
sjálfvirkur fálcus,
sjálfvirk filmufærsla,
ýálfvirk filmuþræðing
Gæða unglingavél á
góðu verði.
6 GÓDAR ÁSTÆÐUR TIL AD
LÁTA DRAUMINN RÆTAST.
Einnig mikið úrval af sjónaukum, flössum,
myndavélatöskum, þrífótum, myndrömmum,
myndaalbúmum, Ijósmælum, efni og pappír
til framköllunar, Ijósstöndum, Ijóshlífum,
og öllum hlutum til notkunar í myrkvaherbergi.
•— ..........—
LJÓSMYNDABÚÐIN
Laugavegi 118
(vio Hlemm)
s. 27744
VILDARK/ÖR
VÍSA
Hefur meira
en helmingur
spádóma hans
þegar ræst?
Vísindamenn geta ekki útskýrt þá, þjóðar-
leiðtogar líta ekki framhjá þeim,
almenningur um allan heim les þá og við
ættum alls ekki að láta undir höfuð leggjast
að líta í þá, því í spádómum um nánustu
framtíð mannkyns kemur lítil eyja í Norður-
höfum og merkur leiðtogi þaðan mjög við
sögu.
Framtíðarsýnir sjáenda
Franska stjórnarbyltingin, Adolf Hitler
og nasisminn, kjarnorkuárásir á Japan,
morðið á Olof Palme, útbreiðsla alnæmis.
Nostradamus sagði fyrir um þessa atburði.
Og hann spáir að lítil eyja í Norðurhöfum
muni gegna veigamiklu hlutverki á erfiðum
tímum mannkynsins og lýsir merkum leið-
toga sem þaðan kemur.
Jafnframt ségir frá ævafornum spádóm-
um Hópi-indíána, spádómum Gamla testa-
mentisins um Eldeyjuna í vestri, kínversk-
um spádómi um íslendinga og hvernig spá-
dómar Pýramídans mikla vísa á ísland.
IÐUNN