Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 27 gnum Kveðjuskál eftir Harold Pinter. íikhúsið: þáttungar ’inter af Þresti Guðbjömssyni og Viðar Eggerts- son leikur Victor í Kveöjuskál í staö Þórs Túliníus. Miðasala er allan sólarhringinn í síma 15185 og á skrifstofu Alþýðuleikhússins, Vesturgötu 3, kl. 14.00-16.00 virka daga. Baltasar sýnir á Kjarvalsstöðum Nú stendur yfir í vestursal Kjar- valsstaða málverkasýning Balta- sars. Þetta er í tvennum skilningi afmæhssýning - listamaðurinn varð fimmtugur á opnunardegi og þann sama dag voru nákvæmlega 25 ár síðan hann kom til íslands. Þetta er tuttugasta og önnur einkasýning Baltasars en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýning- um hér og erlendis. Á sýningunni eru 35 olíumyndir málaðar meö blandaðri tækni og flestar málaðar á síðastliðnu ári. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-22.00. Henni lýkur 24. janúar. Sinfómuhlj ómsveitin: Vínartórileikar Árlegir Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldnir í íþróttahúsinu á Akranesi fostu- daginn 15. janúar kl. 20.30 og verða þeir endurteknir í Háskólabíói á laugardag klukkan 17.00. Með hljómsveitinni syngja Kór Fjöl- brautaskólans á Akranesi og kirkjukórinn þar og einsöngvari er hin komunga austurríska sópran- söngkona, Sylvana Dussman. Stjórnandi á tónleikunum verður Peter Guth en kórstjóri Jón Ólafur Sigurðsson. A efnisskrá verða vinsælir polkar og valsar eftir Johann Strauss, yngri og eldri, og flutt verk úr óper- unum Leðurblökunni og Sígauna- baróninum. Peter Guth, stjórnandi á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar ísiands. MÍR: TundurskeytafluCTSveitin Kvikmyndasýning verður í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkom- andi sunnudag klukkan 16.00. Sýnd verður kvikmyndin Tundurskey- taflugsveitin. Myndin er 4-5 ára gömul, byggö á skáldsögu eftir Júrí German. Sag- an gerist 1 síðari heimsstyijöldinni og segir þar frá sovéskri flugsveit sem aðsetur hefur á norðlægum slóðum. Flugsveitin fylgist með ferðum kafbáta og herskipa Þjóö- verja og eiga flughðarnir oft í höggi við óvininn þegar árásir eru geröar á skipalestir bandamanna á leið- inni til Múrmansk frá Bandaríkj- unum. Leikstjóri er Semjon Arnaovits. Enskur texti er meö myndinni. Húsið er opnað kl. 15.00 og geta gestir skoðað myndasýningu sem helguð er sovéskri kvikmyndagerð áður en kvikmyndasýningin hefst og i hléi. Arkitektafélagiö sýnir Nú stendur yflr í Asmundarsal, Freyjugötu 41, sýning á lokaverk- efnum nýlega útskrifaðra arki- tekta. Á sýningunni gefur að hta lokaverkeí ii fólks sem á að baki langt nám í ólíkum skólum í ýms- um löndum. í tengslum við sýning- una munu höfundar kynna verk sín. Sýningin er opin virka daga kl. 17.00-21.00 og um helgar kl. 14.00 -18.00. Sýningunni lýkur á sunnu- dag. hafa numið við ofangreinda stofnun og helga sig að mestu djasstónlist. Auk Skúla leika á sunnudag Kjartan Valdi- marsson píanóleikari, Stefán S. Stefáns- son saxófónleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Efnisskrá hljómsveitar- innar byggist að langmestu leyti á tónsmíðum meðlimanna og hafa þær fæstar heyrst áður. Hljómsveitin hefur starfaö með hléum sl. ár og í auknum mæli snúið sér að eigin tónlist þó enn skjóti upp kollinum tónlist þekktari spá- manna djassins, erlendra. Tónleikamir eru sem áður segir í Norræna húsinu 17. jan. nk. og hefjast kl. 16. Happdrætti Happdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi Dregið var í 2000 miða happdrætti Sam- taka gegn astma og ofnæmi 24. desember sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 543 Fiat Uno bifreið. 1959 Útsýnarferð. 1330 Ferðaútvarpstæki. Vinninga skal vitjað á skrifstofú Sam- taka gegn astma og ofnæmi, Suðurgötu 10, sími 22153. Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagur 17. jan. kl. 13: Strandganga í landnámi Ingólfs, 3. ferð. Fossvogur - Kársnes - Kópavogur - Arnarnes - Gálgahraun. Fróðir menn um náttúrufar Kársness (Borgarholtiö) og sögu og ömefni Garðabæjar koma í gönguna og kynna það sem fyrir augu ber. í lok ferðar er komiö við á Náttúru- fræðistofu Kópavogs og skoöuð nýupp- BÓKAVARÐAN -GAMlAt B/CKt'* OC NVJAt- VATNSSTfG 4 - REYKJAVÍK - SfMI 29720 ISLAND Kvenfélag Óháða safnaðarins Hið árlega Bjargarkaffi veröur í safnað- arheimilinu, Kirkjubæ, sunnudaginn 17. janúar. Hefst það kl. 15, eftir messu. María Guðmundsdóttir syngur emsöng. Lyklakippa tapaðist í miðbænum sl. miðvikudag. Kippan er með amerískum silfurdollar og er mikil persónuleg eign. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 17415. Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð laugardaginn 16. janúar kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Málfreyjudeildin Björkín heldur upp á 10 ára afmæli sitt laugardag- inn 16. janúar kl. 19.30 á Holiday Inn hótelinu. Tónleikar Djasstónleikar EÐAHVAÐ Djasshljómsveitin EÐAHVAÐ heldur tónleika í Norræna húsinu 17. janúar nk. kl. 16. Hljómsveitina skipa valinkunnir tónlistarmenn, þar á meðal bassaleikar- inn Skúli Sverrisson sem er hér í stuttri heimsókn frá Boston þar sem hann stundar nám í bassaleik viö tónlistarskól- ann Berklee Collage. Meðlimir hljóm- sveitarinnar eiga það sameiginlegt að Neskirkja -félagsstarf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Tómas Einarsson kennari sýnir litskyggnur. Ný bóksöluskrá frá Bókavörðunni Bókavarðan - gamlar bækur og nýjar hefur sent frá sér 47. bóksöluskrá sína. í þessari skrá eru rúmlega 600 bóka- og tímaritatitlar sem skiptast í margvíslega flokka eftir efni og innihaldi: íslensk fræði og norræn, saga lands, heims og menningar, skáldsögur ísl. og erlendra höfunda, hagnýt efni, lögfræði, kvæði, leikrit, handbækur ýmsar o.m.fl. Bók- söluskrá þessi er send ókeypis til allra sem þess óska utan Reykjavíkursvæðis- ins - og áhugamenn geta vitjað hennar í verslunina á Vatnsstíg 4 í Reykjavík. sett sýning á lífríki Kársnesfjöru. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að bjóða íbúum þeirra sveitarfélaga, sem gengiö er um, að slást í för á sveitarfélagsmörk- um. Á sunnudaginn geta Kópavogsbúar mætt við Fossvogslæk kl. 13.30 og Garð- bæingar vestan Kópavogslækjar kl. 15. Viðurkenning verður veitt fyrir góða þátttöku í „strandgöngunni" en með henni er ætlunín að ganga frá Reykjavík að Ölfusárósum í 22 ferðum. Þetta er létt og hressandi ganga fyrir alla. Brottför með rútu frá BSÍ, bensinsölu, kl. 13. Verð 300 kr., frítt fyrir böm með fullorðnum. Útivist, sími/símsvari 14606. Ferðaáætlun 1988 er komin út. Sjáumst. Útivist. Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 17. janúar kl. 13: Stardalshnúkar - Tröllafoss. Ekið verð- ur að Stardal og gengið þaöan á Stardals- hnúk (373 m), síðan meðfram Leirvogsá að Tröllafossi. Bíllinn bíður við Skeggja- staði. Létt gönguferð í fjölbreyttu umhverfi. Verð kr. 600. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir böm í fylgd fuUorðinna. ATH. TiUögur um lagabreyt- ingar og stjómarkjör, sem leggjast eiga fyrir aðalfúnd, skulu hafa borist stjóm- inni fyrir 1. febrúar. Leikhús Alþýðuleikhúsið sýnir tvo einþáttunga eftir Harold Pinter, Einskonar Alaska og Kveðjuskál, í Hlað- varpanum sunnudaginn 17. janúar kl. 20.30. Miðasala er allan sólarhringiim í síma 15185 og á skrifstofu Alþýðuleik- hússins, Vesturgötu 3, kl. 14-16 virka daga. Þjóðleikhúsið sýnir Vesalingana laugardags- og sunnudagskvöld. Bilaverkstæði Badda, sýningar föstu- dagskvöld kl. 20.30, laugardag og sunnu- dag kl. 16. Brúðarmyndin, allra síðasta sýning í kvöld. P-leikhópurinn, Heimkoman efdr Harold Pinter. Sýning- ar laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21. Leíkfélag Reykjavíkur Dagur vonar, sýning laugardagskvöld kl. 20. Hremming, sýning í kvöld og sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Síldin er komin, nýr íslenskur söngleik- ur sýndur í Leikskemmu LR við Meist- aravelli í kvöld og sunnudagskvöld kl. 20. Djöflaeyjan, sýning laugardagskvöld kl. 20. Leikfélag Akureyrar Piltur og stúlka, sýningar í kvöld og laugardagskvöld kl. 20.30 og á sunnudag kl. 16. Sýningar Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi. Sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og funmtudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 í Ásmundarsal stendur yfir sýning á lokaverkefnum nýlega útskrifaðra arki- tekta. Á sýningunni gefm- að líta loka- verkefhi fólks sem á að baki langt nám í ólikum skólum og ólíkum löndum. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 17-21 og um helgar kl. 14-18. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. janúar. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10 Anna S. Gunnlaugsdóttir sýnir í Gallerí Borg sjö konumyndir í sjö daga frá 14.-20. janúar. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgina frá kl. 14-18.1 gal- lerí Borg í Pósthússtræti stendur yfir sýning á nokkrum nýlegum hestamynd- um eftir Baltasar. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Samsýning stendur yfir. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem að sýrúngunni standa eru Jónína Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson. Ragnheiður Jónsdóttir, Páll Guðmundsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Öm Þorsteinsson. Sýrúngin er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá 10-22 á laugardag. Gallerí Gangurinn Um þessar mundir sýrúr fmnski lista- maðurinn Jussi Kivi verk sín í gallerí Ganginum. Hann er einn af þekktustu urtgu listamönnum Finnlands og hefur sýnt nokkuö víða fyrir hönd Finnlands. Verkin í Ganginum em 16 ljósmyndir þar sem leikföng og tilbúin náttúra koma við sögu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.