Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1988. 21 Stöð 2 laugardag kl. 20.10: Fríða og dýrið Á laugardagskvöldið verður byijað að sýna nýjan framhalds- myndaflokk á Stöð 2. Efnið ætti að höfða til þeirra sem unna spennu, átökum góðs og ills og ævintýra- ljóma. Myndaflokkurinn lýsir samskiptum fallegrar stúlku, Fríðu að nafni, við kryppling sem hefst við í undirheimum New Yorkborg- ar. í aðalhlutverkum eru Linda Hamilton og Ron Perlman. Stöð 2 laugardag kl. 00.05: Vígamaðurinn Haukur Betri Jóhanna Linnet verður meðal gesta Arnar Árnasonar í Betri stofu Bylgjunnar. Bylgjansnnnudagkl. 13.30: Linda Hamilton i hlutverki sínu í myndalokknum Fríða og dýrið. stofa Sagan gerist fyrir langa löngu þegar fjölkynngi og galdrar hrifu enn. Voltan hinn illi drepur fóður sinn sem á banastundinni gefur yngri bróðumum, Hawk, töfras- verðið sitt og leggur um leið þau álög á Voltan að hann muni deyja þúsund sinnum. Upphefst nú bar- átta milli bræðranna sem jafnframt er barátta góðs og ills. Aðalhlutverk leika Jack Palance og John Terry. Leikstjóri er Terry Marcel. Stöð 2 sunnudag kl. 21.15: Eigirikonur í Hollywood A sunnudagskvöld hefst sýning ,'ýrrar framhaldsmyndar í þremur þáttum á Stöð 2. Myndin er byggð á samnefndri bók Jackie Collins og skartar ótrúlegum fjölda leikara. Hér segir frá eiginkonum leikara og kvikmyndaframleiðanda í Hollywood sem þrátt fyrir auð og allsnægtir eiga ekki alltaf sjö dag- ana sæla og heyja oft harða baráttu til þess að halda eiginmönnum sín- um. Með aðalhlutverk fara Candice Bergen, Joanna Cassidy, Mary Crosby, Angie Dickinson, Steve Forrest, Anthony Hopkins, Roddy McDowall, Stefanie Powers, Suz- anne Somers, Robert Stack Rod og fleiri. Bylgjuimar Bein útsending verður frá Hótel Sögu, gamanmál, spurningaleikir og spé. Örn Ámason, umsjónar- maður þáttarins, fær til sín gesti, þar á meðal meöhmi J.C. Ness, auk nokkurra Lionsmanna. Meðal gesta í þættinum verður Jóhanna Linnet og Öm bregður sér í bæinn með hljóðnemann og spyr fólk hvað það myndi gera ef það væri hitt eða þetta, til að mynda sterk- asti maður heims. Sjónvaip sunnudag kl. 18.15: I fínu formi Þol, styrking og liðleiki em höf- uðáherslur kennslunnar. Við val á æfingum er tekið tiflit til þeirrar þekkingar sem tiltæk er hvað varð- ar öryggi og árangur. Þættirnir eru ekki ætlaðír byrj- endum heldur þeim sem stundað hafa leikfimi undanfarið og eru þar af leiðandi i einhverri þjálfun. Umsjón með þáttunum hefur Jónína Benediktsdóttir en leið- beinandi er Ágústa Johnson. Sjónvarp sunnudag kl. 22.35: Úr ljóða- bókiniú Herdís Þorvaldsdóttir leikkona flytur Vögguþulu eftir Garcia Lorca en Sigurður Pálsson flytur formálsorð um höfundinn. Fyrir þá sem hafa áhuga skal tekið fram að á mánudagskvöldið verður sýnd heimildarmyndin Opnar svalir, á frummálinu E1 Balcon Abierto, og fjallar hún um skáldið og einnig verður brugðið upp myndum úr nokkrum ljóðum hans. Spennandi ævintýramynd er á dagskrá Stöðvar 2 aöfaranótt sunnudags. Raymond Læwy. Sjónvaipsunnudagkl. 16.15: RaymondLæwy Yfirleitt veitir fólk vörumerkjum ekki mikla athygli og því síður að menn velti því fyrir sér hver hafi hannað hin ýmsu vörumerki. En á dagskrá sjónvarps á sunnudag er ný frönsk heimildarmynd um Ray- mond Læwy sem er einn þekktasti vörumerkjahönnuður samtímans. Eftir hann liggur mikill fjöldi vöru- merkja sem við höfum fyrir augunum dags daglega, til að mynda Coca-Cola merkið. Mörg önnur merki, sem hann hefur hannað, hafa sett svip sinn á sam- tímann. Læwy hefur einnig fengist við útlitshönnun á bílum. Hann hannaði til að mynda útlit Stude- baker-bifreiðanna og hann hannaði innréttingar í flugvél Bandaríkja- forseta. Rás 2 suimudag kl. 15.00: Míkadóiim Rás 1 laugardagkl. 16.30: Laugardags- leikritið Míkadóinn verður tekinn fyrir í þætt- inum Söngleikir í New York. Fmmflutt veröur nýtt útvarps- leikrit, Ópus, eftir Odd Björnsson sem er einnig leikstjóri. Leikritið fjallar um svipað efni og fyrri verk höfundar, ástina og samskipti karls og konu. í því segir frá rithöfundi nokkmm sem býður konu, sem hann er hrifinn af, á tónleika. Þá kemst konan að því að ástin hefur altekið rithöfundinn svo að hann greinir vart á milli ímyndunar og veruleika. Leikendur em María Sigurðar- dóttir og Harald G. Haraldsson. Leikritið verður endurflutt þriðjudaginn 19. jan. kl. 22.20. Söngleikurinn The Mikado efitir Bretana Gilbert og Sullivan er einn af forverum nútímasöngleiksins þar sem fram fer ólíkindaleg saga, ofin í skrúð snjallra texta og söngs- kondinna laga. Þar eð margir þekkja lögin í þessu verki er bmgð- ið á það ráð í þættinum aö fá þá sem ekki hafa sungið hlutverk í Míkadónum á sviði til aö flytja nokkur lög í verkinu, m.a. banda- ríska gyðinga-giinistann Groucho Marx sem varð frægur fyrir grin- aktugheit með bræðrum sínum, hinum svokölluðu Marxbræðmm. Einnig syngur Nelson Eddy lög í þessari kynningu en hann fór meö hlutverk í kvikmyndinni sem gerð var eftir söngleiknum. Umsjónar- maður er Árni Blandon. Maria Sigurðardóttir, Friðrik Stef- ánsson og . Pálína Hauksdóttir tæknimenn, Oddur Björnsson leik- stjóri og Harald G. Haraldsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.