Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. Messur Guösþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 5. febrúar1989 Árbœjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla, Grafarvogshverfi, laugardag kl. 11 árdegis. Þátttaka barna úr kirkju- og sunnudagaskóla Árbæjarsóknar í sameiginlegri barnaguösþjónustu kirkju- sókna Reykjavíkurprófastsdæmis í Hall- grimskirkju sunnudag kl. 11.15. Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Orgel- leikari Jón Mýrdal. Æskulýösfundur í samaöarheimiúnu sunnudagskvöld kl. 20.30. Miðvikudagur. Opið hús fyrir eldri borgara Árbæjarsóknar í safnaðarheim- ili kirkjunnar kl. 13.30. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta. Vegna ferðar í Hallgrímskirkju eru bórnin beðin að mæta í Askirkju kl. 10.45. Guðsþjón- usta kl. 14. Þriðjudagur 7. febr. Aðalfund- ur safnaðarfélags Ásprestakalls í safnað- arheimili Áskirkju kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Ónnur mál. Miðviku- dagur 8. febr. Föstumessa í Áskirkju kl. 20.30. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta: Þátttaka í sameiginlegri barnaguðsþjón- ustu Reykjavíkurprófastsdæmis í Hall- grímskirkju kl. 11.15. Rútuferð frá Breið- holtskirkju kl. 10.45. Æskilegt að yngri börnin séu í fylgd með fullorðnum. Áríð- andi að mæta timanlega. Guðsþjónusta kl. 14, altarisganga. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudagur 7. febr. Bæna- guðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamaguðsþjónusta: Sameiginleg barnaguðsþjónusta Reykja- vikurprófastsdæmis í Hallgrímskirkju sunnudag kl. 11.15. Ferð verður frá Bú- staðakirkju kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Félagsstaif eldri borgara miðvikudag kl. 13.30-17. Æskulýðsstarf miðvikudags- kvöld. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Barnaguðsþjón- usta. Þátttaka í sameiginlegri barnaguðs- þjónustu. Digranesprestakall: Bilferö frá safnað- arheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 10.45. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur 4. febr. Barnasamkoma kl. 10.30. Egfli og Ólafia. Sunnudagur 5. febr. kl. 11. Prestsvígsla: Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirs- son, vígir Magnús Gamaliel Gunnarsson, kandídat í guðfræði, sem aðstoðarprest í ísafjarðarprestakalli. Vígsluvottar: Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur, sr. Bern- harður Guðmundsson fræðslu'srjóri, doktor Björn Bjórnsson prófessor, sr. Jakob Hjálmarsson, sem einnig íýsir vígslu. Sr. Kristinn Ágúst Friðflnnsson, settur dómkirkjuprestur, annast altaris- þjónustu ásamt biskupi. Kl. 14 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Baldur Sigurðsson. Föstumessa mið- vikudag kl. 18. Örnólfur Ólafsson guð- fræðinemi prédikar. Fella- og Hólakirkja: Sunnudagur 5. febr. Bamaguðsþjónusta: Farið verður í Hallgrímskirkju með rútum frá Fella- og Hólakirkju. Mæting 10.15. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guöný M. Magnús- dóttir. Mánudagskvöld kl. 20.30. Æsku- lýðsfélagjð. Þriðjudagur kl. 17-18.30. Starf fyrir 12 ára börn. Miðvikudagskvöld kl. 20. Messa með altarisgöngu. Sóknar- prestar. Frikirkjan í Hafnarfirði: Börn í sunnu- dagaskóla og foreldrar þeirra, athugiö: Farið í heimsókn í Hallgrímskirkju á sunnudag. Mætíng í kirkjunni kl. 10.30. Farið með rútu kl. 10.40. Æskilegt að yngri börn séu í fylgd með fullorðnum. í Hallgrímskirkju verður tekið þátt í barnasamkomu með sunnudagaskólum í Reykjavik. Fjölbreytt dagskrá. Ef mögu- legt er tilkynnið þátttöku í síma 651478. Miðvikudagur 8. febr. kl. 20. Biblíulestur og fræðslustund í safnaðarheimilinu, Austurgötu 24. Sr. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjan í Reykjavik: Barnasam- koraa kl. 11. Messa kl. 14. Orgelleikari Violetta Smid. Sr. Cecil Haraldsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma: Þátt- taka í sameiginlegri barnaguðsþjónustu sunnudagaskóla í Reykjavíkurprófasts- dæmi í HaUgrímskirkju kl. 11.15 á sunnu- dag. Messa kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Orgelleikari Árni Arinbjarnar- son. Prestarnir. Hallgrimskirkja: Sameiginleg barna- guðsþjónusta barnastarfsins í Reykjavík- urprófastsdæmi upp úr kl. 11. Þriðjudag- ur. Fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur. Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landspítalinn: Messa kl. 10 á sunnudag. Sr. Sigurður Pálsson. Messa kl. 17 sunnudag, altaris- ganga. Sr. Sigurður Pálsson. Háteigskirkja: Messa kl. 10. Sr. Arn- grimur Jónsson. Þátttaka i sameigi nlegri barnaguösþjónustu " sunnudagaskóla Reykjavíkurprófastsdæmis í Hallgríms- kirkju. Bíll'erð frá Háteigskirkju kl. 10.55. Æskilegt að yngri börn séu í fylgd meö fuUorðnum. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir kl. 18 miöviku- dag. Beðið fyrir sjúkum. Prestarnir. Mið- vikudagskvöld 20.30 föstuguðsþjónusta. Sr. Tómas Sveinsson. HjaUaprestakall: Þátttaka í sameigin- legri barnaguösþjónustu Reykjavíkur- prófastsdæmis í HaUgrímskirkju. Rútu- ferö frá Digranesskóla kl. 10.45. Áríðandi að mæta tímanlega. Nauðsynlegt að for- eldrar komi með börnum sínum ef þau eru ekki komin á skólaaldur. Athugið áður auglýst síðdegismessa, sem vera Nýlistasafhið: Tvær sýningar Níels Hafstein opnar sýningu í Nýlistasafninu á verkum sem fjalla um listbrógð sem verður að beita til að öðlast heiður, auðsæld, ást ogorðstír. Á síðasta ári átti Níels Hafstein verk á tveim veigamiklum sýning- um, hin fyrri var haldin í Ruine der Kunste í Berlín á alþjóðlegri listahátíð undir nafninu Berlúi. Hin sýningin var á Listasafni ís- lands, Nýlistasafnið 10 ára.. Þá opnar ívar Valgarðsson sjö- undu einkasýningu sína í Nýlista- safninu. ívar átti á síðasta ári verk á eftirtöldum sýningum, Listasafni íslands: Aldarspegill, íslensk myndlist í eigu safnsins 1900-1987, Seoul, Suður-Kóreu: The Arts Olympics, sýning í tengslum við ólympíuleikana og Listasafn ís- lands: Fimm ungir listamenn. Sýn- ingunum lýkur 19. febrúar. Akureyri: Gershwin- tónleikar í íþrótta- skemmunni Kammerhljómsveit Akureyrar efnir til Gershwintónleika í íþrótta- skemmunni á Akureyri nk. sunnu- dag kl. 20.30, en á sl. ári voru 90 ár liðin frá fæðingu George Gersh- win. Þekktur danskur djassleikari, Erik Tschentscher, srjórnar hljóm- sveitinni á tönleikunum, einleikari á píanó verður Kristinn Örn Krist- insson og hljómsveitin fær til liðs við sig tvo söngvara úr Reykjavík, Jóhönnu Linnet og Michael Levin. Alls taka um 60 hljóðfæraleikarar þátt í tónleikunum. Á tónleikunum verða flutt hin sívinsælu tónverk Rhapsody in Blue ásamt sönglögum og dúettum úr söngleiknum Porgy and Bess. Einnig verða flutt létt lög, útsett fyrir sinfóníska hljómsveit og raf- magnshljóðfæri. George Gershwin. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur erindi. Neskirkja: Trúog trúarlíf Pr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur fjögur erindi í saímðathéxmli Neskirkju í fe- brúarmánuði og byrjun mars. Þau bera yfirskriftina trú og trúarlif. Fyrsta erindið verður Qutt sunnudaginn 5. febrúar og hefst að loldnni guðsþjónustu kl 15.30. Síðari erindin verða flutt 12. og 26. febrúar ogS. mars. Öllum er að sjálfsó^uheimill aðgang- ur. Veitingarverða áboðstólum að lokinni guðsþjónustu hverju sinm. Leikfélag Kópavogs: Fróði og allir hinir grislingarnir Um helgina verða sýningar á leikritinu Fróði og allir hinir grisl- ingarnir hjá Leikfélagi Kópavogs. Barnaleikrit þetta var sýnt alls sextán sinnum fyrir jól við góða aðsókn. Sagan er eftir Ole Lund Kirkegaard, hófund Gúmmí-Tars- ans, Fúsa froskagleypis og fleiri* skemmtilegra barnabóka en Anne og Arne Aabenhus unnu leikgerð og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi. Leikstjóri er Valgeir Skag- rjörð og samdi hann jafnframt tón- list og söngtexta. Leikritið fjallar um hina litríku íbúa Hornhússins, þau Fróða og Simma. írenu Imbu og ungfrú Lóu og ekki síst fýlupúkann Storm sem verður fyrir ásókn hins dularfulla þjófs á hlaupahjólinu. Tólf leikarar taka þátt í sýning- unni sem tekur um einn og hálfan tima í flutningi. Sýningar eru í Fé- lagsheimUi Kópavogs á laugardóg- um og sunnudögum kl. 14.00. Miða- sala er virka daga milli kl. 16.00 og 18.00 og tveimur tímum fyrir sýn- ingu. Síminn í leikhúsinu er 4-19-85. Úr sýningu Thalíu á Vorið kallar eftir Frank Vori Leikfélag Menntaskólans við Sund, Thalía, frumsýndi í gærkvöldi Vorið kall- ar eftir Frank Wedekind í þýðingu Há- vars Sigurjónssonar. Leikritið gerist í þýsku sveitaþorpi um síðustu aldamót. Það fjallar um unglinga þess tima, vandamál þeirra, hugsanir og langanir sem flestar eru þær sömu og unglingar nútimans þurfa að fást við. Þó verkið hafi alvarlegan grunntón er ætíð gi líl Li B Þ: ái ið æ Tvær síðustu sýningar á Koss kóngulóarkoni farið sýnt í Hlaðvarpanum, verða um helgim hefst kl. 20.30 og sú síðari á laugardaginn c átti kl. 17, fellur niður. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnasamkoma. Þátttaka i sameiginlegri barnaguðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju kl. 11.15. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Árni Pálsson. y Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Þátttaka í sameiginlegri barna- guðsþjónustu. Farið verður í Hallgríms- kirkju. Börnin eru beðin að mæta við Langholtskirkju kl. 10.55. Messa kl. 14. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Heitt á könnunni eftir messu. Sóknarnefndin. Laugarneskirkja: Laugardaginn 4. febr. Guðsþjónusta í Hátúni lOb kl. 11. Sunnu- dagur 5. febr. Guðsþjónusta kl. 11. Ferm- ingarbörn aðstoða. Barnastund er sam- tímis guðsþjónustunni. Eftir guðsþjón- ustuna verður kaffi á könnunni og félag- ar úr æskulýðsfélaginu seha heitar vöffl- ur. Þriðjudagur. Fundur á vegum Sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20.30. Fimmtudagur 9. febr. Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur frá kl. 12. Altaris- ganga og fyrirbænir kl. 12.10. Léttur há- degisverður í safnaðarheúnilinu kl. 12.30. Sóknarprestur. Neskirkja: Barnaguösþjónusta: Farið verður í Hallgrímskirkju. Mæting í Nes- kirkju kl. 10.55. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson. Sigurbjörn Einars- son flytur erindi eftir guðsþjónustuna. Fyrirbænamessa fellur niður á miðviku- dag. Föstuguðsþjónusta kl. 20 á fimmtu- dag. Sr. Ólafur Jóhannsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta er í Seh'ahlið laugardaginn 4. febr. kl. 11. Barnaguðs- þjónusta fellur inn í sameiginlega barna- guðsþjónustu í Hallgrímskirkju. Farið verður frá Seljakirkju kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 14. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Orgelleikari Kjartan Sigurjóns- son. Æskulýðsfélagsfundur mánudag kl. 20. Aðalfundur Kvenfélags Seh'asóknar er í kirkjunni þriðjudag kl. 20. Fyrir- bænaguðsþjónusta er í kirkjunni föstu- dagskvöld 10. febr. kl. 22. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguösþjón- usta: Þátttaka í sameiginlegri barnaguðs- þjónustu í HaUgrímskirkju kl. 11.15. Far- ið verður frá Seltjarnarneskirkju í rútu kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur Solveig Lára Guðmundsdóttir. Mánudagskvöld kl. 20.30. Æskulýðsfundur. Þriðjudagur kl. 18. Opið hús fyrir 10-12 ára börn. Sóknarprestur. Víðistaðasókn: Laugardagur 4. febr. Kirkjuskólinn kl. 11. Sunnudagur 5. febr. Guðsþjónusta í Víðistaöakirkju kl. 11. Kór Viðistaðasóknar syngur. Organisti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sigurður I Ielgi Guðmundsson. Hádegisveröarfundur presta mánudag 6. febrúar í safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabfl- inn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Sóknar- prestur. Hafnarfjaröarkirkja SunnudagaskóU kl. 10.30. Munið sunnu- dagaskólabflinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Tilkynriingar Húnvetntngafélagið félagsvist laugardaginn 4. febrúar kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Neskirkja-félags- starf aldraðra Þorramatur verður á morgún, laugardag kl. 15 í safhaðarheúnfli kirkjunnar. Gest- ur: Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. ITC kynning í Kringlunni ITC kynning verður í Kringlunni í dag fóstudag kl. 15-19 og laugardag kl. 11-16. Kynningin ber yfirskriftina Býrðu yfir leyndum hæfileikum. ITC aðilar verða á efri hæð í Kringlunni og dreifa bækling- um og svara fyrirspurnum. Á sama tíma verður kynning á ITC um land allt. Fólk er hvatt til að nota sér þetta tækifæri. Upplýsingafulltrúar ITC veita upplýsing- ar um starfsemina alls staðar á landinu í simum: Hjördís s. 91-28996, Marta s. 91- 656154, Guðrún s. 91-46751 og Jónína s. 94-3662. Breiðfirðingar Félagsvist verður í Sóknarsalnum, Skip- holtí 50a, sunnudaginn 5. febrúar og hefst kl. 14.30. Allir velkomnir. Góð verðlaun. Arshátíð Bolvíkingafélagsins veröur á Hótel Sögu, Átthagasal, á morg- un laugardag og hefst kl. 19.30. Ferðalög Útivistarferðir Sunnudagur 5. febr. kl. 13. Landnámsgangan 1989 3. ferð. Strandgangan frá Blikastaðakró, með Leirvogi að Víðinesi. Svæðið er áhuga- vert og hlutí þess er á náttúruminjaskrá. Stærstu sjávarfitiar á Suðvesturlandi. Staðkunnugur heimamaður mætir í hóp- inn og fræðir um það helsta sem fyrir augu ber. Landnámsgangan er spennandi ferðasyrpa og nýjung Utivistar. Gengið með ströndinni frá Reykjavík í Hvalfjörð og á mörkum landnáms Ingólfs að Ölf- usárósum í 21. ferð. Nú er tækifæri til að vera með frá byrjun því ferð nr. 2 er frestað til vors. Gönguferð fyrir alla. Brottíbr frá BSÍ, bensínsölu. Verð 500 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Árshátíð Útivistar verður í Skíðaskálanum Hvera- dölum laugard. 18. febr. Miöar á skrifst. Grófmni 1, sími/símsvari: 14606 og 23732. Myndakvöld verður í Fóstbræðraheimil- inu, Langholtsvegi 109, fimmtud. 9. febr. kl. 20.30. Myndefni: Fjallaferð Útivistar til Noregs, Aðalvík og fi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.